Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Svalbarði var hvítur endimmur þegar ég steig útúr flugvélinni um miðjanótt 7. janúar síðastliðinn.Fyrsti dagurinn í Long- yearbyen, ,,höfuðborg“ Svalbarða, var jafndimmur og fyrsta nóttin. Í Longyearbyen ríkir samfelld heim- skautanótt frá 14. nóvember til 29. janúar. Ég kom til Svalbarða sem skiptinemi frá Háskóla Íslands. Í Longyearbyen er norskt háskóla- útibú, UNIS (University courses on Svalbard), rekið sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi. Ég var undir það búin að hér væri kalt, dimmt, ísbirnir og hvít og ótrúleg náttúra. Það hljómar miður aðlað- andi í eyrum einhverra. Skilningur vina og vandamanna á þessu ferða- lagi mínu var enda misjafn. Svalbarði er eyjaklasi norður í Ís- hafi, nánar tiltekið á 74°–81° norð- lægrar breiddar og 10°–35° aust- lægrar lengdar. Stærst eyjanna er Spitsbergen, og þar var Longyear- byen reistur. Svalbarði hefur tilheyrt Noregi frá og með árinu 1920, en fram að því voru eyjarnar einskis- mannsland. Eyjaklasinn er um 63.000 ferkílómetrar, sem er um 60% af flatarmáli Íslands, og hylja jöklar rúmlega helming landsins. Veðrið er mjög staðbundið og óstöðugt, en til- tölulega milt miðað við norðlæga staðsetningu. Það stjórnast af haf- straumum sem mætast við strendur Svalbarða og mismunandi loft- straumum. Samkvæmt skilgreiningu er Svalbarði eyðimörk, þar sem úr- koman er að meðaltali minni en 300 mm á ári. Stundum virðist veðrið gleyma því hvaða árstíð er. Á fimmta degi dvalar minnar var rigning í Longyearbyen. Meðalhitastig jan- úarmánaðar í Longyearbyen er – 15° C. Nemendur héngu í ljósastaurum Fyrsta vikan á Svalbarða var ólík öðrum vikum sem ég hef upplifað. Fyrsta kvöldið gerði snarvitlaust veður svo nemendur áttu í erfiðleik- um með að komast til síns heima. Sumir þeirra héngu í ljósastaurunum þegar vindhviðurnar voru sem mest- ar. Veðrið hefur síðan þá ekki sýnt á sér viðlíka hlið. En þetta voru viðeig- andi móttökur, því að nú ganga nem- endur alltaf með vindþéttar lamb- húshettur og skíðagleraugu í gore-tex bakpokunum sínum, ávallt viðbúnir. En þegar snjórinn fyllti öll vit þetta kvöld flaug mér í hug að sækja næst um skólavist nær mið- baug. Nemendur búa í Nybyen, sem er í þriggja km fjarlægð frá UNIS, innst í Longyeardalnum. Þar standa fjög- ur tignarleg timburhús, fyrrverandi híbýli námuverkamanna, byggð skömmu eftir heimsstyrjöldina síð- ari. Þar fyrir innan taka við jöklar, fjöll, heiðar, hreindýr, refir, ísbirnir, víðátta og ótrúleg náttúra. Farið er ýmist gangandi, hjólandi, á skíðum eða snjósleðum í skólann. Fyrstu vikuna sóttu nemendur öryggisnámskeið á vegum UNIS. Snemma morguns áttum við að vera reiðubúin að setja upp tjald í roki og nístingskulda, skjóta af riffli, keyra snjósleða í niðamyrkri og snjókomu, veita hjálp í viðlögum, glíma við tal- stöðvar og gervihnattasíma, pakka neyðarútbúnaði fyrir lengri ferðir og klæða okkur samkvæmt heimskauta- aðstæðum. Stærsti munnbitinn var að læra á riffil. Tilgangurinn með þeirri kennslu er að nemendur geti varist ísbjörnum hvar sem er og hve- nær sem er. Fyrsta vikan var erfið vegna þess að myrkrið var stans- laust. Við útidyrnar blasti við hið óþekkta í dimmunni, náttúran í öllu sínu veldi og veður sem breyttist án þess að hugsa sig um. Sögur af fólki sem hafði orðið úti milli húsa í af- takaveðri og sögur af samskiptum ís- bjarna og manna gerðu aðstæður mun raunverulegri. Niðurstaða þessa byrjunarkafla var sú að tilskilin virðing fyrir umhverfinu verður að vera til staðar og útbún- aður samkvæmt aðstæðum. Að hlaða riffil og setja hann á bakið þegar farið er út fyrir bæjarmörkin verður eins og að setja á sig bílbelti. Líkurnar á að rekast á ísbjörn eru litlar en ef… Nemendur alls staðar að úr heiminum UNIS var stofnaður árið 1993. Í upphafi var fjöldi nemenda 23. Ára- tug seinna hefur stofnunin sprengt allt utan af sér. Fjöldi nemenda tak- markast nú af stærð gistirýmis stúdentagarðanna. Nýlega hefur verið samþykkt að byggja við skól- ann og stækka hann um þriðjung. Í dag eru að meðaltali um 120 nem- endur í heilsárs grunnnámi við UNIS og þar að auki nokkrir nemar í framhaldsnámi. Sumir þeirra koma hingað til að taka styttri námskeið sem standa aðeins yfir í nokkrar vikur. Samtals eru því um 240 nem- endur og námskeiðin 35 talsins. Fólk kemur alls staðar að úr heiminum og á þessari önn eru hér saman komnir nemendur frá tutt- ugu mismunandi löndum; Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Ís- land, Grænland, Þýskaland, Bret- land, Frakkland, Ítalía, Spánn, Austurríki, Tíbet, Japan, Pólland, Bandaríkin, Holland, Kanada og Rússland. Námsgreinarnar sem kenndar eru við UNIS eru jarð- fræði, jarðeðlisfræði, líffræði og verkfræði, með áherslu á heim- skautin. Útivinna er talsvert stór hluti af náminu og er hún stór hluti af aðdráttarafli skólans. Við útivinn- una er meðal annars notast er við snjósleða, þyrlur og rannsóknarskip og minni báta. Verklegi hluti náms- ins er oft hluti af stærri verkefnum kennara eða nemenda í framhalds- námi. Longyearbyen heitir í höfuðið á bandaríska auðjöfrinum John Munroe Longyear. Hann stofnaði kolafyrirtækið Arctic Coal Comp- any árið 1904. Í kringum kolavinnsl- una byggðist upp þorp sem var kall- að Longyear City. Nafninu var síðar breytt í Longyearbyen. Í dag búa þar um 1.600 manns. Enn þann dag í dag starfar hluti íbúanna við kola- nám. En aðrar atvinnugreinar hafa náð að festa sig tryggilega í sessi á síðustu 10–20 árum. Ferðaþjónust- an er ört vaxandi atvinnugrein, enda Svalbarði talinn sá áfangastaður í Norðurheimskautinu sem er hvað aðgengilegastur. Fjöldi ferðamanna sem leggur leið sína hingað hefur aukist umtalsvert á síðustu 10 árum. Árið 2000 voru skráðar 62.000 gisti- nætur í Longyearbyen. Stór hluti ferðamannanna sækir eyjarnar heim á skemmtiferðaskipum. Árið 2000 komu um 60 skemmtiferðaskip og með þeim um 13.000 farþegar. Ásóknin er mikil og uppbyggingin innan ferðaþjónustunnar hefur fylgt henni eftir. Vísindastörfum ýmiss konar hefur fjölgað á Svalbarða. Stofnun UNIS hefur sett svip sinn á Longyearbyen svo um munar, bæði með tilliti til aðstöðu og með starfs- liði og nemendum. Norsk Polarinsti- tutt er með skrifstofu í Longyear- byen. Hún er í nánu sambandi við Ny-Ålesund, sem er alþjóðlegt rannsóknarþorp staðsett 300 km fyrir norðan Longyearbyen. Rétt fyrir utan bæinn eru tvær ratsjár. Þar fara fram rannsóknir í geimeðl- isfræði og á norðurljósum, sem hluti af alþjóðlegu vísindasamstarfi. Árið 1999 var komið á fót einkafyrirtæki sem sérhæfir sig í móttöku gervi- hnattaupplýsinga og úrvinnslu gagna, með aðsetur upp á Plateau- fjellet sem stendur fyrir ofan bæinn. Öll almenn þjónusta er til staðar svo sem banki, áfengisverslun, fata- hreinsun, blómabúð, ein matvöru- búð og tvær hárgreiðslustofur. Hlutfall verslana sem selja útivist- arfatnað og útbúnað til útiveru er sennilega hvergi jafnhátt og í Lon- gyearbyen. Opinber þjónusta og stofnanir svo sem sjúkrahús, sýslu- mannsskrifstofa, bókasafn, pósthús, leikskóli, grunnskóli, menntaskóli og fleira er að finna í kjarna bæj- arins. Samkomuhús bæjarins liggur miðja vegu milli Nybyen og Lon- gyearbyen. Þar eru haldnar bíósýn- ingar á sunnudagskvöldum, dans- leikir um helgar og leiksýningar og tónleikar við og við. Í Longyear- byen er starfrækt ýmiss konar Longyearbyen séður ofan af jökli (Longyearbreen á norsku) snemma morguns í apríl. Opinn fjörðurinn, Plateaufjellet til vinstri. Fyrir framan UNIS, undirbúningur að útivinnu. Séð frá UNIS-dyrum inn Longyeardalinn. Nemendur koma alls staðar að úr heiminum. Japani nýtur hér Norðurheim- skautsins. „Taubanesentralen“, leifar frá fyrri kolavinnslu. Þarna voru vagnar með kolum dregnir inn á vírum sem lágu frá kolanámunum í fjallshlíðunum. Það eru uppi hugmyndir um að breyta staðnum í safn. Dagurinn myrkur sem nótt Á Svalbarða ríkir heimskautsnóttin frá miðjum nóvember til janúarloka. Myrkrið kom Hrafnhildi Hannesdóttur ekki á óvart, en hún eins og aðrir eyjaskeggjar fagnaði komu sólar um miðjan febrúar, en nú ríkir nóttlaus vor- aldar veröld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.