Morgunblaðið - 28.07.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 28.07.2002, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Svalbarði var hvítur endimmur þegar ég steig útúr flugvélinni um miðjanótt 7. janúar síðastliðinn.Fyrsti dagurinn í Long- yearbyen, ,,höfuðborg“ Svalbarða, var jafndimmur og fyrsta nóttin. Í Longyearbyen ríkir samfelld heim- skautanótt frá 14. nóvember til 29. janúar. Ég kom til Svalbarða sem skiptinemi frá Háskóla Íslands. Í Longyearbyen er norskt háskóla- útibú, UNIS (University courses on Svalbard), rekið sameiginlega af fjórum háskólum í Noregi. Ég var undir það búin að hér væri kalt, dimmt, ísbirnir og hvít og ótrúleg náttúra. Það hljómar miður aðlað- andi í eyrum einhverra. Skilningur vina og vandamanna á þessu ferða- lagi mínu var enda misjafn. Svalbarði er eyjaklasi norður í Ís- hafi, nánar tiltekið á 74°–81° norð- lægrar breiddar og 10°–35° aust- lægrar lengdar. Stærst eyjanna er Spitsbergen, og þar var Longyear- byen reistur. Svalbarði hefur tilheyrt Noregi frá og með árinu 1920, en fram að því voru eyjarnar einskis- mannsland. Eyjaklasinn er um 63.000 ferkílómetrar, sem er um 60% af flatarmáli Íslands, og hylja jöklar rúmlega helming landsins. Veðrið er mjög staðbundið og óstöðugt, en til- tölulega milt miðað við norðlæga staðsetningu. Það stjórnast af haf- straumum sem mætast við strendur Svalbarða og mismunandi loft- straumum. Samkvæmt skilgreiningu er Svalbarði eyðimörk, þar sem úr- koman er að meðaltali minni en 300 mm á ári. Stundum virðist veðrið gleyma því hvaða árstíð er. Á fimmta degi dvalar minnar var rigning í Longyearbyen. Meðalhitastig jan- úarmánaðar í Longyearbyen er – 15° C. Nemendur héngu í ljósastaurum Fyrsta vikan á Svalbarða var ólík öðrum vikum sem ég hef upplifað. Fyrsta kvöldið gerði snarvitlaust veður svo nemendur áttu í erfiðleik- um með að komast til síns heima. Sumir þeirra héngu í ljósastaurunum þegar vindhviðurnar voru sem mest- ar. Veðrið hefur síðan þá ekki sýnt á sér viðlíka hlið. En þetta voru viðeig- andi móttökur, því að nú ganga nem- endur alltaf með vindþéttar lamb- húshettur og skíðagleraugu í gore-tex bakpokunum sínum, ávallt viðbúnir. En þegar snjórinn fyllti öll vit þetta kvöld flaug mér í hug að sækja næst um skólavist nær mið- baug. Nemendur búa í Nybyen, sem er í þriggja km fjarlægð frá UNIS, innst í Longyeardalnum. Þar standa fjög- ur tignarleg timburhús, fyrrverandi híbýli námuverkamanna, byggð skömmu eftir heimsstyrjöldina síð- ari. Þar fyrir innan taka við jöklar, fjöll, heiðar, hreindýr, refir, ísbirnir, víðátta og ótrúleg náttúra. Farið er ýmist gangandi, hjólandi, á skíðum eða snjósleðum í skólann. Fyrstu vikuna sóttu nemendur öryggisnámskeið á vegum UNIS. Snemma morguns áttum við að vera reiðubúin að setja upp tjald í roki og nístingskulda, skjóta af riffli, keyra snjósleða í niðamyrkri og snjókomu, veita hjálp í viðlögum, glíma við tal- stöðvar og gervihnattasíma, pakka neyðarútbúnaði fyrir lengri ferðir og klæða okkur samkvæmt heimskauta- aðstæðum. Stærsti munnbitinn var að læra á riffil. Tilgangurinn með þeirri kennslu er að nemendur geti varist ísbjörnum hvar sem er og hve- nær sem er. Fyrsta vikan var erfið vegna þess að myrkrið var stans- laust. Við útidyrnar blasti við hið óþekkta í dimmunni, náttúran í öllu sínu veldi og veður sem breyttist án þess að hugsa sig um. Sögur af fólki sem hafði orðið úti milli húsa í af- takaveðri og sögur af samskiptum ís- bjarna og manna gerðu aðstæður mun raunverulegri. Niðurstaða þessa byrjunarkafla var sú að tilskilin virðing fyrir umhverfinu verður að vera til staðar og útbún- aður samkvæmt aðstæðum. Að hlaða riffil og setja hann á bakið þegar farið er út fyrir bæjarmörkin verður eins og að setja á sig bílbelti. Líkurnar á að rekast á ísbjörn eru litlar en ef… Nemendur alls staðar að úr heiminum UNIS var stofnaður árið 1993. Í upphafi var fjöldi nemenda 23. Ára- tug seinna hefur stofnunin sprengt allt utan af sér. Fjöldi nemenda tak- markast nú af stærð gistirýmis stúdentagarðanna. Nýlega hefur verið samþykkt að byggja við skól- ann og stækka hann um þriðjung. Í dag eru að meðaltali um 120 nem- endur í heilsárs grunnnámi við UNIS og þar að auki nokkrir nemar í framhaldsnámi. Sumir þeirra koma hingað til að taka styttri námskeið sem standa aðeins yfir í nokkrar vikur. Samtals eru því um 240 nem- endur og námskeiðin 35 talsins. Fólk kemur alls staðar að úr heiminum og á þessari önn eru hér saman komnir nemendur frá tutt- ugu mismunandi löndum; Noregur, Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Ís- land, Grænland, Þýskaland, Bret- land, Frakkland, Ítalía, Spánn, Austurríki, Tíbet, Japan, Pólland, Bandaríkin, Holland, Kanada og Rússland. Námsgreinarnar sem kenndar eru við UNIS eru jarð- fræði, jarðeðlisfræði, líffræði og verkfræði, með áherslu á heim- skautin. Útivinna er talsvert stór hluti af náminu og er hún stór hluti af aðdráttarafli skólans. Við útivinn- una er meðal annars notast er við snjósleða, þyrlur og rannsóknarskip og minni báta. Verklegi hluti náms- ins er oft hluti af stærri verkefnum kennara eða nemenda í framhalds- námi. Longyearbyen heitir í höfuðið á bandaríska auðjöfrinum John Munroe Longyear. Hann stofnaði kolafyrirtækið Arctic Coal Comp- any árið 1904. Í kringum kolavinnsl- una byggðist upp þorp sem var kall- að Longyear City. Nafninu var síðar breytt í Longyearbyen. Í dag búa þar um 1.600 manns. Enn þann dag í dag starfar hluti íbúanna við kola- nám. En aðrar atvinnugreinar hafa náð að festa sig tryggilega í sessi á síðustu 10–20 árum. Ferðaþjónust- an er ört vaxandi atvinnugrein, enda Svalbarði talinn sá áfangastaður í Norðurheimskautinu sem er hvað aðgengilegastur. Fjöldi ferðamanna sem leggur leið sína hingað hefur aukist umtalsvert á síðustu 10 árum. Árið 2000 voru skráðar 62.000 gisti- nætur í Longyearbyen. Stór hluti ferðamannanna sækir eyjarnar heim á skemmtiferðaskipum. Árið 2000 komu um 60 skemmtiferðaskip og með þeim um 13.000 farþegar. Ásóknin er mikil og uppbyggingin innan ferðaþjónustunnar hefur fylgt henni eftir. Vísindastörfum ýmiss konar hefur fjölgað á Svalbarða. Stofnun UNIS hefur sett svip sinn á Longyearbyen svo um munar, bæði með tilliti til aðstöðu og með starfs- liði og nemendum. Norsk Polarinsti- tutt er með skrifstofu í Longyear- byen. Hún er í nánu sambandi við Ny-Ålesund, sem er alþjóðlegt rannsóknarþorp staðsett 300 km fyrir norðan Longyearbyen. Rétt fyrir utan bæinn eru tvær ratsjár. Þar fara fram rannsóknir í geimeðl- isfræði og á norðurljósum, sem hluti af alþjóðlegu vísindasamstarfi. Árið 1999 var komið á fót einkafyrirtæki sem sérhæfir sig í móttöku gervi- hnattaupplýsinga og úrvinnslu gagna, með aðsetur upp á Plateau- fjellet sem stendur fyrir ofan bæinn. Öll almenn þjónusta er til staðar svo sem banki, áfengisverslun, fata- hreinsun, blómabúð, ein matvöru- búð og tvær hárgreiðslustofur. Hlutfall verslana sem selja útivist- arfatnað og útbúnað til útiveru er sennilega hvergi jafnhátt og í Lon- gyearbyen. Opinber þjónusta og stofnanir svo sem sjúkrahús, sýslu- mannsskrifstofa, bókasafn, pósthús, leikskóli, grunnskóli, menntaskóli og fleira er að finna í kjarna bæj- arins. Samkomuhús bæjarins liggur miðja vegu milli Nybyen og Lon- gyearbyen. Þar eru haldnar bíósýn- ingar á sunnudagskvöldum, dans- leikir um helgar og leiksýningar og tónleikar við og við. Í Longyear- byen er starfrækt ýmiss konar Longyearbyen séður ofan af jökli (Longyearbreen á norsku) snemma morguns í apríl. Opinn fjörðurinn, Plateaufjellet til vinstri. Fyrir framan UNIS, undirbúningur að útivinnu. Séð frá UNIS-dyrum inn Longyeardalinn. Nemendur koma alls staðar að úr heiminum. Japani nýtur hér Norðurheim- skautsins. „Taubanesentralen“, leifar frá fyrri kolavinnslu. Þarna voru vagnar með kolum dregnir inn á vírum sem lágu frá kolanámunum í fjallshlíðunum. Það eru uppi hugmyndir um að breyta staðnum í safn. Dagurinn myrkur sem nótt Á Svalbarða ríkir heimskautsnóttin frá miðjum nóvember til janúarloka. Myrkrið kom Hrafnhildi Hannesdóttur ekki á óvart, en hún eins og aðrir eyjaskeggjar fagnaði komu sólar um miðjan febrúar, en nú ríkir nóttlaus vor- aldar veröld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.