Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAGUR Gunnarsson er höfundur læsilegrar og gagnlegrar bókar um London. Nú sendir hann frá sér Bókina um Andalúsíu sem er leið- sögurit um Suður-Spán. Bókin er í senn handbók og fræði- rit því að auk hagnýtra upplýsinga er fjallað um Spán og spænska sögu fyrr og nú. Það er í raun álitamál hvernig þessu verður blandað saman en ég hygg að lesendur muni fagna því að hafa á einum stað jafn ítarlega um- fjöllun. Í inngangi er lögð áhersla á að ferðalangurinn sé sjálfstæður og sýni eigið frumkvæði: „Hið háleita markmið þessarar bókar er að hvetja lesandann til dáða, fræða hann og leggja grunninn að ævin- týralegum rannsóknarleiðöngrum um hina dásamlegu Andalúsíu, og auka enn frekar á ánægjuna af að skoða merka og sögufræga staði.“ Höfundinum tekst einkar vel að fjalla um borgirnar Granada, Sevilla og Córdoba. Einnig má segja að ýmsar leiðalýsingar þar sem bókin nálgast það að vera vegahandbók komi sér vel fyrir þá sem aka um í eigin bíl eða bílaleigubíl. Lýsingar eru nákvæmar og maður hefur á til- finningunni að fátt sé ótalið. Benda má á kafla eins og Strandlengjan frá Málaga til Cádiz og Jerez, Fjalla- baksleið milli Ronda og Antequera, Ólífuleiðin frá Córdoba til Granada og fleiri leiðalýsingar. Athygli vekur hve höfundurinn þekkir vel tapasstaði þar sem gæða má sér á þessum spænsku smárétt- um og drekka með glas af víni. Þetta bjargar lesandanum/ferða- manninum frá glýju yfir fornri frægð landsins, höllum og köstulum. Það er staðreynd að í Andalúsíu og annars staðar á Spáni er það hið daglega líf sem heillar mest. En vilji menn njóta hátíða er nóg af þeim. Það er alltaf verið að gleðj- ast á Spáni. Hátíðirnar út um allt koma ferða- manni á óvart og geta reynt á þolrif- in. Sérrídrykkjan er til dæmis gegndarlaus og furðulegt hve menn geta innbyrt mikið af sérríi. Í Sevilla til dæmis, á aprílhátíð- inni, eru miklar átveislur og dansað fram á nótt. Þá drekka hátíðargestir jafn mikið sérrí á einni viku og öll spænska þjóðin neytir á einu ári, að sögn Dags. Fino er það sérrí sem menn drekka yfirleitt. Á milli máltíða, til dæmis fyrir kvöldmat, eru smáréttirnir á dag- skrá og geta jafnast á við heila mál- tíð. Það er því ekki skrýtið að margir Spánverjar eru feitlagnir, einkum þeir sem komnir eru á miðjan aldur. Fino er þurrt ljóst sérrí en ekki er skortur á sætum vínum á Spáni, einkum í Málaga og nágrenni. Spænska kaffið er mjög gott og er auðvelt að mæla með mjólkurkaffi og einföldum sterkum kaffidrykk, einkum eftir mat. Dagur er fundvís á ýmsan fróðleik um Spán og sögu hans. Hið alræmda gil í Ronda sem notað var sem af- tökustaður í borgarastyrjöldinni veldur mörgum hryllingi. Dagur segir frá því að þegar arkitektinn sem hannaði brúna, Nýju brú, yfir gilið var að líta á verk sitt og gekk út á vinnupall missti hann hattinn en við að teygja sig eftir honum hrapaði hann í gilið. Þótt Spánn sé fullur af góðu fólki hefur margur óhugnaðurinn gerst þar. Nægir að minna á Rannsókn- arréttinn. Dagur segir í löngu máli frá már- um í Alhambra. Hallargarðurinn El Generalife er friðsæll. Kýprusviður þar var vitni að leynilegum ástar- fundum Zorayu Máradrottningar og elskhuga hennar. „Þegar soldáninn, Abu al-hazan, komst að hjúskapar- broti uppáhaldseiginkonu sinnar lét hann hálshöggva elskhugann og alla karlmenn í hans ætt, sextán talsins. Það var framkvæmt í einum salnum sem liggur út frá Ljónagarðinum í Nazarieshöllinni.“ Borgarastyrjöldin var mikil blóð- taka eins og Dagur rifjar upp og sleppir ekki að geta grimmdarverka þjóðernissinna og líka lýðveldis- sinna. Það má ekki gleymast að hinir síðarnefndu voru ekki heldur neinir englar. Borgarastyrjöldin, undanfari hennar og eftirmál, var mótsagna- kennd og margt flókið blasir við þegar segja skal frá henni. Nú á síð- ustu árum hafa komið út bækur, á Spáni og utan Spánar, sem afhjúpa mörg leyndarmál og birta ný sjón- arhorn. Talið er að 350 þúsund Spánverjar hafi látið lífið í borgarastyrjöldinni. Andalúsía er sérstakur heimur, ekki síst vegnar þeirrar blöndu ólíkra þjóða sem hún vitnar um. Márar, gyðingar og sígaunar hafa skilið eftir sig sín spor og hinir síð- astnefndu eru þar enn áberandi. Í Bókinni um Andalúsíu er fjöldi mynda eftir höfundinn og eru þær góður stuðningur við textann. Tapas og vínglas BÆKUR Leiðsögurit eftir Dag Gunnarsson (texti og ljós- myndir). Umbrot: Edda hf. Prentuð í Dan- mörku. Mál og menning 2002 – 247 síð- ur. BÓKIN UM ANDALÚSÍU Dagur Gunnarsson, höfundur Bókarinnar um Andalúsíu. Jóhann Hjálmarsson KÓR Menntaskólans við Hamra- hlíð undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur heldur ellefu tónleika á Alþjóðlegu ungmennalistahátíð- inni í Aberdeen sem haldin er í 30. sinn á næstunni. Kórinn held- ur utan á þriðjudag, en komið verður heim 10. ágúst. Þorgerður Ingólfsdóttir segir að þátttakan í hátíðinni sé stórkostlegt tækifæri fyrir kórinn. Kórnum hefur áður verið boðið að syngja á hátíðinni, en það var árið 1986. „Í hvert sinn sem hátíðin er haldin eru valdir hópar víðs vegar að úr heiminum til þátttöku; við sungum þarna ’86, en Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík hefur líka komið fram á hátíðinni. Við vorum beðin að vera alla hátíðina og það verður farið með okkur víða um suðaust- urhluta Skotlands til að syngja.“ Þorgerður segir að listhópar frá 16 þjóðlöndum taki þátt í hátíð- inni í Aberdeen að þessu sinni. „Þarna ríkir mikil víðsýni og með- al annarra þátttakenda verða akróbatar frá Kína, balletthópur frá Prag, Kammersveit Kons- ervatorísins í París, aðalæsku- sinfóníuhljómsveit Japans, þjóð- dansahópur frá Úkraínu og mandólínhljómsveit frá Makedón- íu. Óperan Don Giovanni verður flutt á hátíðinni, og þar verður ungt fólk frá ýmsum löndum í að- alhlutverkum Það er þetta sem gerir þetta svo ótrúlega hvetjandi fyrir ungt fólk; – að hitta sína kynslóð frá öðrum löndum, sem er að fást við listir af alvöru. Þetta er alveg ævintýralegt.“ Auk Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð taka tveir aðrir kórar þátt í hátíðinni; háskólakór frá Póllandi og kór frá tónlistarskóla í Noregi. Á opn- unartónleikum á miðvikudag syngja kórarnir þrír saman ásamt þremur hljómsveitum; – þeirri japönsku, kammersveitinni frá París og portúgalskri hljómsveit þjóðsöngva allra þjóðanna sem taka þátt í hátíðinni í ár. Á undan verður gengið í skrúðgöngu að tónleikastaðnum, en sekkjapípu- hljómsveit leiðir gönguna. „Þessir þrír kórar hafa því þurft að læra þjóðsöngva allra þjóðanna, en það er gaman að segja frá því að það er búið að velja íslenska þjóð- söngin sem fallegasta þjóðsöng landanna sextán, og við eigum að syngja hann án undirleiks.“ Tónleikaprógramm Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð verður strangt. Fyrstu stóru tón- leikar kórsins verða strax annan dag hátíðarinnar í frægri dóm- kirju, Brechin, frá 13. öld, en kynnir á tónleikunum verður Magnús Magnússon. Kórinn syng- ur í hámessu á sunnudag í dóm- kirkjunni í Aberdeen, en meðal annarra staða sem kórinn heim- sækir með söng sínum eru Stone- haven, Arbroath og kastalinn fal- legi í Crathes. Tónleikar kórsins í Aberdeen verða í Mitchell Hall, en kynnir á þeim tónleikum verður skoska tónskáldið John Hearne, sem bjó um tíma á Íslandi. Svo vill til að kórinn hefur einmitt í far- teskinu íslensk þjóðlög sem hann útsetti þegar hann bjó hér á landi. Á galatónleikum í lok hátíðar- innar tekur kórinn þátt í flutningi stórra verka ásamt öðrum kórum og hljómsveitum sem á hátíðinni verða. Þá verða flutt tvö verk með kór, Coronation Te Deum eftir William Walton og Nänie eftir Brahms, en auk þess tvö hljóm- sveitarverk, Fiðlukonsert eftir Bruch og Sinfónía nr. 8 eftir Dvo- rák. „Við höfum eytt miklum tíma í að undirbúa þessi verk hér heima, því við verðum auðvitað að kunna þau vel þegar við komum út.“ Þorgerður segir að kórinn hafi jafnframt með sér stórt pró- gramm bæði íslenskra og erlendra kórverka; allt frá þjóðlögum til verka sem samin hafa verið fyrir Þorgerði og kórana hennar. Það hafa því verið stífar æfingar í Hamrahlíðinni í allt sumar, og segir Þorgerður krakkana hafa staðið sig vel. Þá hafi vinnuveit- endur þeirra og vinnufélagar sýnt þeim mikinn skilning og hliðrað til þannig að krakkarnir hafi get- að mætt á æfingar. Og sumir hafa komið um langan veg. „Ein stúlka hefur komið akandi frá Hvera- gerði á hverja einustu æfingu, nokkrir hafa komið austan úr Biskupstungum og austan af Hvolsvelli og jafnvel norðan úr Húnavatnssýslu. Þau telja þetta ekkert eftir sér,“ segir Þorgerður. Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð verður með tónleika í Há- teigskirkju kl. 17.00 í dag, en þar verða sungin sýnishorn úr efnis- skrá Skotlandsferðarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur á Aberdeen International Youth Festival Hvetjandi að hitta jafnaldra sem fást við listir af alvöru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.