Morgunblaðið - 28.07.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 28.07.2002, Síða 15
félög; meðal annars ljósmyndafélag, veiðifélag, kajakfélag, skotveiðifélag og íþróttafélag. Fyrir nokkrum ár- um var byggt stórt íþróttahús með þreksölum, sundlaug, klifurvegg og stórum íþróttasal. Komu sólar fagnað Um miðjan febrúar þeysast íbúar Longyearbyen upp á fjöllin um- hverfis bæinn á snjósleðum sínum til þess að sjá sólina eftir langan dimman vetur. Nokkrum vikum síð- ar er haldin sólhátíð í bænum til að fagna komu sólarinnar; vikulöng há- tíðarhöld með alls kyns uppákom- um. Þá eru haldnir tónleikar, leik- sýningar, byggður snjóbar, haldin snjóþotukeppni, skíða- og snjó- brettakennsla, dansleikir, bíósýn- ingar o.fl. Longyearbyen er tiltölulegt venjulegt norsk samfélag sem norska ríkisstjórnin hefur komið á laggirnar á 78 norðlægrar breiddar. Dvalartími fólks er það sem skilur Longyearbyen frá öðrum bæjum á meginlandinu. Algengast er að fólk búi hér í 2–5 ár. Á Svalbarða eru í dag þrjú samfélög. Ny-Ålesund er nyrsta samfélag í heimi og þar búa um 100 manns árið um kring. Þar eru starfræktar ýmiss konar rann- sóknar-stofnanir, sérhæfðar í veð- urfarsfræðum, jarðeðlisfræði og fleiru. Barentsburg er rússneskur námubær í um 50 km fjarlægð frá Longyearbyen. Þar búa um 900 manns og vinna flestir við kola- vinnslu. Kynjahlutfallið er heldur ójafnt í Barentsburg; 700 karlmenn og um 200 konur. Þar hefur þróun samfélagsins ekki átt sér stað í sama mæli og í Longyearbyen. Það er ekki ýkja langt síðan að norskir námumenn gátu búið í Longyear- byen með fjölskyldum sínum. Lengi vel var Longyearbyen í eigu norska kolafyrirtækisins Store Norske Spitsbergen Kulkompani, og upp- bygging samfélagsins bauð ekki upp á fjölskyldulíf starfsmanna. Samtals búa því um 2.500 manns á Sval- barða, sem er um helmingi færri en fjöldi þeirra ísbjarna sem einnig eiga hér samastað. Átta Íslendingar á Svalbarða Átta Íslendingar búa nú á Sval- barða. Ég er þriðji jarðfræðineminn sem stundar skiptinám frá Háskóla Íslands við UNIS. Fyrsti líffræði- neminn frá Háskóla Íslands hóf nám í janúar á þessu ári, Ólafía Lár- usdóttir. Ingibjörg Svala Jónsdóttir og Ólafur Ingólfsson starfa sem pró- fessorar við UNIS. Þau hafa búið í Longyearbyen ásamt þremur son- um sínum, Ragnari, Ingólfi og Jóni Birni, í um 2 ár. Íslenskur leiðsögu- maður, Herdís Helga Schopka, starfar tímabundið á Svalbarða. Ís- lenskur fjárhundur og fimm íslensk- ir hestar búa einnig í Longyear- byen. Einangrunin í Longyearbyen og á Svalbarða er áþreifanleg en með til- komu flugvallarins um miðjan átt- unda áratug síðustu aldar hafa að- stæður íbúanna breyst svo um munar. Flogið er daglega til Long- yearbyen frá Tromsö, stundum tvisvar á dag. Eftir langa skólaviku, þegar lífið snýst um að sækja fyr- irlestra og lesa fram á kvöld, vill það stundum gleymast hvað við erum langt frá öllu og öllum. Með kvöld- rölti upp á Sarkofagen, fjallið fyrir innan Nybyen, verður smæð bæj- arins mjög greinileg og náttúran og víðáttan öllu sterkari. Þá verður sérstaða Longyearbyen áþreifanleg. Hið daglega líf nemenda er ekk- ert í líkingu við það sem við upp- lifðum fyrstu vikuna. Eftir fyrstu vikurnar hafði flest það sem farið var í gegnum á öryggisnámskeiðinu náð fótfestu innra með manni. Að taka sér tíu mínútur í að klæða sig eftir veðri varð fljótlega hluti af hinni daglegu „rútínu“. Ef sólin skín skært á jöklana fyrir innan stúd- entagarðana og lokkar til sín nem- endur, miklum mun meira en há- skólabyggingin niðri við sjó, má ekki gleyma að taka riffilinn með. Það verður líka að hafa í huga að riffillinn á að vera óhlaðinn innan bæjarmarkanna. Stundum er fyrir- lestrum fórnað fyrir fjallgöngu eða skíðaferð upp á tinda Nordenskiöld- lands. Veðrið stjórnar dagsverkun- um að talsverðu leyti, en hefur þó enn ekki orðið svo vont að ekki sé hægt að komast í skólann. UNIS er ólíkur öðrum háskólum að því leyti að þar starfa fáir og námsgreinarnar eru einungis fjórar og tengjast sín á milli. Smæð skól- ans gerir það að verkum að maður þekkir nærri því hvert andlit. Fyrir vikið verður samband við kennara og starfslið nánara. Aðstaða fyrir nemendur er með besta móti; les- stofur, eldhúskrókar, tölvur, bein- tenging við veðurathugunarstöð, ar- ineldur, sjónaukar, píanó og gítar; eitthvað sem ekki er að finna innan veggja hvaða háskóla sem er. Um helgar fara nemendur í styttri og lengri ferðir út í villta náttúruna, með tjald og svefnpoka, riffil og annan útbúnað til varnar ísbjörnum. Ef ekki tjald, þá á nemendafélagið tvo skála í nágrenni Longyearbyen, sem nemendum er frjálst að nota. Að sitja inni í kofa, við arineld með heitt kakó, höggva rekavið til kynd- ingar, bræða snjó til að sjóða hrís- grjón eða spagettí, hlusta á vindinn og tófuna, fylgjast með fýlunum fljúga meðfram klettunum við ströndina er toppurinn á tilverunni. Sólarhringurinn hefur lengst um 20 mínútur frá og með miðjum febr- úar. Sólin hverfur ekki á bak við sjóndeildarhringinn lengur, hún skín yfir höfði okkar jafnt daga sem nætur. Norðurljós og kertaljós hafa vikið fyrir lengri og bjartari dögum og fuglarnir farnir að láta sjá sig. Ég sakna tungslins og stjarnanna á himinhvelfingunni. Ég á eftir að sakna sólargeislanna á fjallstindun- um, snjóstormanna um miðjar næt- ur og hábjartra daga. Ég á eftir að hugsa til hreindýranna á vappi um götur bæjarins og upp til heiða, tóf- unnar sem gaggar í hlíðum dalsins og selanna sem liggja í makindum út á hafísnum. Ég á eftir að sakna Svalbarða. Höfundur er líffræðinemi við Háskóla Íslands. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 15 PERLAN Í DJÚPINU áning á réttri leið Ferðaþjónustan á Reykjanesi við Ísafjarðadjúp Sími 456 4844, fax 456 4845, netfang rnes@rnes.is þar sem notalegt er að fá sér bað, borða og gista. Gott veður, fagurt úti að vera ásamt þjónustu sem gerir vandláta sátta, það er okkar hjartansmál. Góðar aðstæður fyrir ráðstefnur, stórar sem smáar, árshátíðir og hverslags sem til okkar leita. Um verslunarmannahelgina verður hægt að láta taka frá fyrir sig stæði fyrir tjald og ganga frá því fyrirfram, þannig er hægt að tryggja sér gott stæði og vera þátttakandi í notalegri helgi á kyrrlátum stað. Allar veitingar eru til staðar, allan daginn á sanngjörnuverði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.