Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 53
… breska táningasveitin S Club 7 hefur hug á því að leika í bíómynd. Viðræður standa nú yfir við Nigel Dick tónlistarmyndbandaleikstjóra um að gera myndina Seeing Double sem mun skarta krökkunum úr S Club 7 í aðalhlutverkum. Handritið samdi Kim Fuller, sama manneskja og samdi handrit Spice Girls- myndarinnar Spice World. Tökur á myndinni hefjast í haust … kanadíska rokksveitin Rush er komin með nýja plötu en fimm ár eru frá útgáfu síðustu plötu, Test for Echo. Platan nýja heitir Vapor Trails og mun vera 17. hljóðversplata sveit- arinnar en fyrsta platan, Rush, kom út 1974 … þær fregnir hafa nú borist úr herbúðum REM-tríósins að nýrrar plötu sé að vænta frá þeim um mitt næsta ár. Í kjölfarið hyggjast þeir svo leggja upp í heimsreisu til að fylgja diskinum eftir. Það var gítarleikarinn Peter Buck sem lét fjölmiðlum þessar upplýs- ingar í té á dögunum, en þeir félagar sendu síðast frá sér plötuna Reveal á síðasta ári. Hann sagði jafnframt að hann hefði mikinn hug á að leika bæði í Japan og í Ástralíu á komandi tónleikaferðalagi, en þar hefur sveit- in ekki leikið í sjö ár … rapparinn Mystikal er í tómum vandræðum þessa dagana en nauðgunartilraun sem hann og tveir kumpánar hans stóðu að náðist á myndband. Mysti- kal hefur játað en var sleppt gegn tryggingu … skoska sætapopps- sveitin Belle & Sebastian hefur sagt skilið við útgáfur sínar, Jeepster og Matador, og gengið til liðs við bandarískt útibú bresku óháðu út- gáfunnar Rough Trade … innvígðir segja að það sé ekki hægt að læra rokk og ról en því eru skólameistarar nýs tónlistarskóla í Brighton, The POPPkorn Brighton Institute of Modern Mu- sic, greinilega ósammála og hafa ráðið til sín kennara, sem allir eru úr rokkgeiranum. Þeir sem hafa verið ráðnir eru m.a. Martin McCarrack úr Therapy, Ace og Mark Richardson úr Skunk Anansie, Rob Harris úr Jamiroquai og Carleen Anderson úr Brand New Heavies … Fred Durst og félagar í Limp Biz- kit leita enn logandi ljósi að gít- arleikara en Wes Borland hætti sem kunnugt er á dögunum. Upptökur fyrir næstu plötu eru þó enn í fullum gangi … í haust kem- ur svo út heiðrunarplata, hvar viðfangið er Johnny Cash. Á meðal þeirra sem votta Cash virðingu sína eru Bruce Springsteen, Bob Dyl- an, Dwight Yoakam og Travis Tritt … ný plata með Bon Jovi kemur og út í haust og mun hún bera nafnið Bounce … þá eru yfirnerð- irnir óstöðvandi í Weezer að klambra saman sjö laga pakka sem kallast The Lion and the Witch. Aðdáendur setji sig í stellingar því að um takmarkað upplag verður að ræða … söngspíra suðurríkjarokk- aranna í Black Crowes, Chris Rob- inson, er með einherjaskífu í far- vatninu. Platan hefur verið skírð hinu mjög svo hæfandi nafni New Earth Mud. Spurning hversu nálægt krákunum tónlistin mun liggja … hinir sænsku frændur okkar í Hi- ves, sem væntanlegir eru til landsins í haust, hafa nú gert risasamning við Universal Music UK. Þeir eru þó samningsbundnir Warner í Banda- ríkjunum og eiga enn eftir að klára samning sinn við Burning Heart, út- gáfu sína í Svíþjóð. Vonandi flækja þeir sig ekki um of í lagakrókunum á næstu dögum … nú er ekki bara hægt að læra rokk og ról, það er líka hægt að keppa í því. Simon Fuller, sá er hafði veg og vanda af Pop Idol- þættinum í Bretlandi, sem gaf af sér söluhæstu smáskífu Bretlands frá upphafi, hyggur nú á aukin strand- högg. Nú er það heimsmeist- arakeppni, hvorki meira né minna, sem mun kallast World Idol (!) … MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 53 Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10. B.i 16. Sýnd kl. 5.30. B.i. 10.Sýnd kl. 5.20. B.i. 10.  SV.MBL  HK.DV ...í topp formi. Ótrúleg bardagaatriði. Slagsmál og grín. 2 FY RIR EIN N 2 FY RIR EIN N Sýnd kl. 6, 8,30 og 10.45. 20.000. MANNS Á EINNI VIKU. Þegar ný ógn steðjar að mannkyninu hefst barátta upp á líf og dauða. STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR. FRUMSÝNING S V A L I R Í S V Ö R T U Sýnd kl. 6.30, 8,30 og 10.30. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. B. i. 16. Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 411 1/2 SV Mbl 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2  SG DV 23 þúsund áhorfendur Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Íslenskt tal. Vit 358. SÍMI 587-8900 ÁLFABAKKI www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára Vit 400 Sýnd kl. 10.10. B.i. 14. Vit 393. HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit nr. 410. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Mán kl. 4, 6 og 8. Enskt tal. Vit nr. 407.  kvikmyndir.is RICHARD GERE LAURA LINNEY  DV  HL. MBL  Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára Vit 408 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 406 Þau hafa 45 mínútur til að bjarga heiminum. En þau þurfa 46 mínútur FRUMSÝNINGFRUMSÝNING Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6. Vit 398 Fyndnasta myndin í bænum í dag frá Barry Sonnenfeld, leikstjóra Get Shorty. Með topp leikurum í öllum hlutverkum, þar á meðal Johnny Knoxville úr sjónvarpsþáttunum JackAss. Þessi mynd mun koma þér skemmtilega á óvart, ekki missa af henni! Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd kl. 2 og 3.50. Mán kl. 3.50. Ísl tal. Vit 338  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dans- leikur öll sunnudagskvöld kl. 20:00 til 23:30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi.  CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila fyrir gesti.  GAUKUR Á STÖNG: Gísli Jó- hannsson kántrýtónlistarmaður, og hljómsveitin Big City.  O’BRIENS, Laugavegi 73: Moga- don spila sunnudagskvöld kl. 22:00. Þórarin Gíslason píanóleikari, mánudagskvöld kl. 22:00.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Geirmundur. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is FORSPRAKKI hinnar sálugu sveitar Nirvana, Kurt heitinn Coba- in, hélt ítarlega dagbók frá unga aldri og fram á dauðadag. Alls fylla minningar og hugsanir Cobains 23 bækur og um 800 blaðsíður. Þetta þykir þó kannski ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þær sakir að nú stendur til að gefa herlegheit- in út en Riverhead Books útgáfu- fyrirtækið mun gefa út dagbæk- urnar þann 11. nóvember næstkomandi. Að sögn Julie Grau, ritstjóra verksins, geta aðdáendur Cobains fengið að skyggnast inn í hugar- heim hans, sem var oft á tíðum ansi myrkur. Eins og flestum er kunnugt svipti Cobain sig lífi árið 1994, aðeins 27 ára að aldri. Dagbækur Kurt Cobains heitins gefnar út Kæra dagbók... Kurt Cobain RÍKISDÓMARI í Bandaríkjunum hafnaði í vikunni kröfu Mattel fyr- irtækisins um endurupptöku málaferla fyrirtækisins vegna lagsins „Barbie Girl“ en fyrirtækið segir lagið brjóta á rétti sínum sem einkaleyfishafa Barbie- dúkkunnar. Lagið, sem er flutt af dönsku hljómsveit- inni Aqua, naut á sínum tíma mikilla vinsælda. Mattel stefndi MCA útgáfufyrirtækinu og öðr- um þeim sem stóðu að útgáfu lags- ins, vegna brota á einkaleyfislögum. Þá sagði fyrirtækið almenning standa ranglega í þeirri meiningu að það hefði staðið á bak við útgáfu lagsins. Málinu hafði áður verið vísað frá í undirrétti. Á síðasta ári úrskurðaði undirrétt- ur í Utah að listamanni væri heimilt að nota Barbie-dúkkur í listaverkum sínum jafnvel þótt þau gæfu eitthvað ósæmilegt í skyn. AL- Mega syngja um Barbie Hljómsveitin Aqua sýknuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.