Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 35 ✝ Olgeir JóhannSveinsson fædd- ist í Reykjavík 29. október 1921 og var elstur systkina sinna. Hann lést á heimili sínu 21. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sveinn Sigurjón Sig- urðsson f. 8. desem- ber 1890, d. 28. mars 1972, ritstjóri Eim- reiðarinnar til fjölda ára og var guðfræð- ingur, einnig rak hann bókabúðina Eimreiðina, og Steinunn Arndís Jóhannsdóttir, f. 19. ágúst 1895, d. í júní 1974. Sveinn var fæddur á Þórarins- stöðum við Seyðisfjörð en fluttist til Reykjavíkur þegar hann fór í frekara nám í guðfræði. Steinunn var fædd á Eyrabakka en fluttist ung til Reykjavíkur. Systkini Ol- geirs eru: Sigurður, f. 27. janúar 1923, fyrrverandi borgarfógeti í Reykjavík, maki Elín Briem, þau eiga tvö börn, Þórarinn, f. 20. jan- úar 1924, látinn, framkvæmdar- stjóri Slippfélagsins í Reykjavík, ágúst 1959, verkstjóri hjá Stál- taki, maki Jónína Ómarsdóttir, f. 29. apríl 1962, kennari við Rima- skóla og íþróttakennari, þau eiga fimm börn, Ara, f. 6. apríl 1983, d. 9. apríl 1983, Ómar Þór, f. 28. des- ember 1984, Auði, f. 19. mars 1987, Olgeir, f. 28. janúar 1989, og Stellu Björgu, f. 27. júlí 2001. Fyrsta vinna Olgeirs var að fara í sveit til afa síns á Þórarins- stöðum við Seyðisfjörð, og var hann þar í nokkur sumur. Síðan fór hann einnig nokkur sumur á síld sem ungur maður. Hann hóf nám við Héraðsskólann á Laug- arvatni upp úr 1940. Eftir það nám fór hann í Iðnskólann í Reykjavík og nam þar en hann lauk námi í rennismíði. Hann lærði og vann síðan í mörg ár hjá Vélsmiðjunni Hamri sem síðan sameinaðist Stálsmiðjunni og hét eftir það Stáltak. Hann vann sem sýningamaður í Nýja bíó frá 1950 og þangað til starfsemi þess lauk. Hann var virkur félagsmaður í Frímúrarareglunni Eddunni, og á efri árum var hann virkur fé- lagsmaður í Félagi eldri borgara og þá aðallega í dansinum hjá Sig- valda og tveimur gönguhópum og þeir eru Gönguhrólfar og Hafn- argönguhópurinn. Útför Olgeirs fer fram frá Há- teigskirkju á morgun, mánudag- inn 29. júlí og hefst athöfnin klukkan 13.30. kona hans er Ingi- björg Árnadóttir og eiga þau tvö börn, Þórdís, f. 20. janúar 1924, tvíburasystir Þórarins, en hún dó sem barn, Þórdís, f. 25. maí 1931, húsmóð- ir, maki Jón Bergsson verkfræðingur, þau eiga þrjú börn en Þórdís átti dóttur fyr- ir. Olgeir kvæntist 19. júní 1954 Guðbjörgu Jónínu Steinsdóttur, f. 30. janúar 1921. Foreldrar hennar voru Steinn Leó Sveinsson bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga í Skagafirði og Guðrún Sigríður Kristmundsdótt- ir húsmóðir. Börn Olgeirs og Guð- bjargar eru Guðrún Steinunn, f. 9. júní 1955, d. 1. maí 1956; Gunn- steinn, f. 9. mars 1957, verkstjóri hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar; Guðný Arndís, f. 15. júní 1958, verkstjóri hjá Garðyrkju- deild Reykjavíkurborgar, hún á eina dóttur, Guðbjörgu Olgu Kristbjörnsdóttur, f. 16. júní 1984; Óskar Rúnar Olgeirsson, f. 23. Elsku góði pabbi minn, það er erfitt að sjá á eftir góðum föður og félaga, söknuðurinn er mikill og fráfall þitt bar svo snöggt að og óvænt að ég er varla búinn að átta mig á því að þú sért farinn frá okk- ur en þú munt lifa sterkt í minn- ingunni. Það bjóst enginn við því að þú færir yfir móðuna miklu svo fljótt, þú sem varst svo hraustur og í góðri þjálfun því að þú gekkst og hreyfðir þig svo mikið og dansaðir alveg eins og ungur maður og allt- af varst þú eitthvað að bjástra í sumarbústaðnum eða eitthvað að smíða eða gera við hluti. Minningin um þig er svo sterk og maður minnist margra góðra stunda með þér við ýmislegt því þér féll aldrei verk úr hendi og ég þakka þér fyrir þær lærdómsríku stundir. Mikið af því sem ég kann í sambandi við smíðar bæði á járni og tré og viðgerðir á vélum lærði ég af þér því þú varst ávallt tilbú- inn að hjálpa og kenna mér hvern- ig ætti að gera hlutina og standa rétt að verki við allt sem maður tók sér fyrir hendur hvort það var að gera upp Willis jeppa alveg frá grunni eða eitthvað annað. Ég minnist þess líka góði pabbi minn hversu gott skap þú hafðir, þá sjaldan sem þú reiddist þá hvarf hún svo fljótt úr þér og þú varst ekkert að erfa hlutina og laus við alla fýlu. Ég er svo hreykinn af þér hversu ánægjuríka ævi þú hefur átt, þú hefur aldrei verið uppá kannt við neinn og komið svo miklu í verk með þínum eigin höndum og dugnaði og elju. Þú og mamma óluð upp þrjú börn og þú vannst tvöfalda vinnu sem renni- smiður og sýningarmaður í Nýja- bíó og byggðir hús og sumarbústað með eigin höndum, en iðnaðar- menn komu þar hvergi nærri nema til að skrifa nafnið sitt undir eins og reglur þá kváðu á um. Í seinni tíð eftir að þú hættir að vinna þá skelltir þú þér út í félagsstarf aldraða og dansaðir og gekkst með Gönguhrólfi sem þú sást um í einhvern tíma og Hafnargönguhópnum. Þetta félagsstarf stundaðir þú mikið og ég held að þig hafi aldrei vantað í dansinn. Pabbi, það var svo mikið líf í þér og þú varst alltaf svo hraustur að það er erfitt að trúa því að þú eigir ekki eftir að vera með okkur við matarborðið en þú varst fastur punktur í tilverunni þar sem fjölskyldan á heimilinu kom alltaf saman, en það mun ekki verða nema í minningunni sem við fjölskyldan munum eiga með okkur. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér hinum megin af afa og ömmu og Tóta bróðir þínum og þér mun líða vel hjá þeim. Elsku pabbi minn, ég ætla að enda minningar um þig hér en þær eru miklu fleiri en ég kem fyrir í þessari minningargrein. Guð blessi þig og varðveiti elsku pabbi minn. Þinn sonur Gunnsteinn. Elsku pabbi minn mikið á ég eft- ir að sakna þín, þú varst alltaf svo góður og hjálplegur, ef eitthvað var að hjá einhverjum varst þú fyrstur til að veita aðstoð eða bjóða hana. Ég á eftir að sakna þín mikið og finnst mikið vanta þegar þú ert farinn sem ég trúi varla ennþá. Af hjartans rót ég þakka þér hið þunga stríð til frelsis mér og dapran krossins dauða þinn, þú dýrsti’ og besti vinur minn. Þín heilög elska höndli mig og haldi mér svo fast við sig, að eigi ég um eilífð þig. (Björn Halldórsson frá Laufási.) Guð blessi þig og varðveiti elsku pabbi minn. Þín dóttir Guðný. Mig langar að minnast tengda- föður míns, Olgeirs Sveinssonar, sem bráðkvaddur var á heimili sínu 21. júlí síðastliðinn. Það var fyrir tuttugu og þremur árum, þegar ég og Óskar sonur Olgeirs hófum sambúð, að ég kynntist Olla, en svo var tengdafaðir minn alltaf kall- aður. Olli var svolítið stríðinn og hafði gaman af því að stríða mér fyrst þegar ég kom í fjölskylduna enda var ég ekki nema 17 ára unglingur þegar ég kom inn á heimili hans. Síðar urðum við mjög góðir vinir þar sem við áttum sameiginlegt heilbrigt líferni og mataræði og ófáar stundirnar sem við töluðum um heilsu og hreysti. Olli hugsaði vel um heilsuna og var sérstaklega heilsuhraustur og því er sérstak- lega sárt að sjá á eftir honum á svo snöggan hátt. Manni fannst sjálf- sagt að hann yrði að minnsta kosti níræður ef ekki tíræður svo spræk- ur sem hann var alla tíð. Olli var alla tíð sérstaklega vinnusamur og iðinn og maður sá hann aldrei sitja auðum höndum. Hann vann alla tíð mikið og hræddumst við í fjölskyldunni það að hann skyldi þurfa að hætta að vinna 70 ára gamall. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar þar sem Olli blómstraði eftir að hann hætti að vinna. Hann stundaði göngur og dans með félagsstarfi aldraðra og var óþreytandi í að sækja dansleiki sem í boði voru. Línudansinn átti hug hans og hjarta og sýndi hann línudansa víða um borg. Tónlist skipaði mikinn sess hjá Olla og var hann jafnliðtækur á gítar, harm- onikku og hljómborð. Olli var nægjusamur og pjátur og prjál áttu ekki upp á pallborðið hjá hon- um. Það var auðvelt að gleðja Olla og stutt í brosið og fjörið þar sem hann var. Þær eru ófáar veislurnar sem hann tróð ekki upp með dansi eða spili og skemmti sér jafnvel innan um unga sem aldna. Olli fylgdist vel með þjóðmálum og fannst gaman að tala um stjórn- mál. Oft stríddi hann þeim sem ekki voru sammála honum í stjórn- málaskoðunum og var þá oft glatt á hjalla í kringum hann. Hann hlúði mjög vel að fjöl- skyldu sinni og var alltaf tilbúinn til að aðstoða ef á þyrfti að halda. Ég hygg að ekki séu margir menn á hans aldri sem hafa tekið eins mikið til við heimilisstörfin og upp- eldi barna og barnabarna sinna. Það má því segja að Olli hafi verið mjúkur maður og á undan sinni samtíð hvað það varðar. Þær voru ekki fáar stundirnar sem Olli og synir hans, Gunnsteinn og Óskar, eyddu í bílskúrnum í Álftamýrinni við smíðar og vélaviðgerðir. Þar kenndi Olli þeim margt og var þeim mikil og góð fyrirmynd. Guðný dóttir hans átti líka gott samband við föður sinn og var sumarbústað- urinn við Hafravatn sameiginlegt áhugamál þeirra, en Olli byggði bæði hann og húsið í Álftamýri með eigin höndum. Hjónaband Olla og Bubbu var farsælt og alltaf jafn gaman að sjá þau hjónin saman, uppi í sumarbústað, í Álftamýrinni eða á mannamótum. Segja má að Olli hafi verið mjög ríkur maður þar sem lífið var hon- um hliðhollt. Hann var í farsælu hjónabandi, góð börn og barnabörn, átti ekki sökótt við neinn, átti góða fjölskyldu, var vinamargur, heilsu- hraustur og hamingjusamur. Yngsta barnabarnið þeirra, Stella Björg, er á fyrsta ári og leitt að hún fái ekki tækifæri til að kynnast afa sínum. Við sem eftir lifum munum halda minningu hans á lofti og segja henni sögur af hon- um. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Olla og sjáum við í fjöl- skyldunni eftir mjög góðum tengdaföður, föður og afa. Ég bið Guð að vaka yfir tengdamóður minni, Bubbu, og öðrum fjölskyldu- meðlimum. Fyrir hönd fjölskyldu minnar í Smárarima 38, Jónína (Ninna). Elsku afi minn, mér finnst ennþá svo ótrúlegt að þú sért farinn frá okkur, þú sem varst svo hress og hraustur. Ég sakna þín sérstaklega mikið því að þú varst mér sem ann- ar faðir, þú og amma verðið alltaf mínir aðrir foreldrar. Ég mun alltaf minnast þín í jakkafötum með der- húfu og með rækjusamloku að horfa á Tomma og Jenna skelli- hlæjandi. Þú ert fyrirmynd okkar alla fyrir dugnað þinn í lífinu. Hér læt ég fylgja með eitt af þeim kvæðum sem þú kenndir mér. Afi minn fór á honum Rauð eitthvað suð’r á bæi, sækja bæði sykur og brauð sitt af hvoru tæi. (Karl O. Runólfsson.) Þú ert besti afi í heimi og minn- ing þín mun lifa hjá mér um alla ei- lífð. Mér þykir svo vænt um þig. Þín dótturdóttir Guðbjörg Olga Kristbjörnsdóttir. OLGEIR JÓHANN SVEINSSON                                    !"  #$%&             !   "        #    $%  !#% $%     & ' (       # # ) & *     +,-.       #  ! -' + " ' / # -       "   ' '( )(**  *&  + ,  (- .% ( (**  , * ( (-  ,$  (- /$   0 (**     (- '1& '((**   ,,                                                       ! " #$   %&     $   " #$  '#  !" #$" % &" ' ()  #$ *  +,   -  "$&  % +,   ,"." &" ,"' % &" -  )  # ( +,  &  ") " #$ /0 +,     "0 &"                                                 ! "#$ %&$' !   "   # (( "()&* + (  (( ,( %") ) *   (( ,( *& -( . ** (( /&/ (( * (,(" % ( + ""( 012( 1 ( 12( #$( ,) / / (*"(*'                         ! ""  # #$     %    & '!  (% )%    % )')&!     % )&!    ) &   & (  &! $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.