Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 23 Hvað segirðu;hvernig gangastrákamálin?Ertu eitthvað að slá þér upp? Ertu komin með gæja? Hvernig er það; á ekki að fara að koma með eitt lítið? Eruð þið farin að spá í annað? En frábært, ertu ólétt: Var þetta planað? Eða var þetta kannski … slys? Mörkin milli umhyggju- og afskiptasemi geta stundum virst ansi loðin, einkum þegar kemur að málefnum hjartans og því hvenær hinn og þessi hefur í hyggju að fjölga sér. Raunar virðast engin tak- mörk fyrir þeim spurningum sem fólk lætur dynja á öðrum varðandi ásta- og barneign- armál. Spurningarnar breyt- ast eftir aðstæðum en svo virðist sem þeim linni ekki þó að viðkomandi „nái sér í mann“, „komi með eitt lítið“ og komi svo með „annað“ og „ég trúi þessu ekki, enn ann- að! Eigið þið ekki sjónvarp!?“ Svo virðist sem þetta sé hið eðlilegasta umræðuefni fólks sem þekkist kannski lítið sem ekkert, en að mínu mati er þetta vægast sagt persónu- legt umræðuefni og nokkuð sem maður ræðir við nánustu ættingja og vini, ekki fólk sem maður hittir á Laugaveginum einu sinni á ári. Það mætti næstum halda að einhvers konar skotleyfi sé gefið út á ungar konur hvað persónuleg umræðuefni varðar. Það „má“ spyrja okkur hvort við séum óléttar, að spá í barneignir, hvort við séum að reyna og svo framvegis. Ég þekki fjöldann allan af ungum kon- um sem líða kvalir vegna um- ræddra spurninga. Og það af ýmsum ólíkum ástæðum. 1. Sú sem er komin fjórar vikur á leið. Ég þekki unga konu sem talaði um þann hrylling sem fyrstu þrír mán- uðir meðgöngunnar voru. Or- sök vanlíðunar hennar var hvorki morgunógleði né hormónasveiflur, heldur nag- andi samviskubit yfir að hafa logið svona mikið og að svona mörgum. Kona þessi hélt í þá reglu að opinbera ekki þung- un sína fyrr en eftir hina hefð- bundnu „þriggja mánaða skoðun“ og af því að hún var nýgift dundu spurningarnar á henni með meiri þunga en nokkru sinni. Hún fékk sting í sitt heiðarlega hjarta í hvert sinn sem hún sagði „ólétt? ég? nei“, „ég er búin að ætla að hætta að reykja alveg ótrú- lega lengi núna, í alvöru, ég hef bara ekkert verið að tala um það skilurðu“. „Sprite takk, ég er á bíl. Nei, hvaða rugl, ég er bara á bíl!“ Það er ástæða fyrir því að konur greina ekki frá þungun sinni á fyrstu vikum meðgöngunnar. Og ef kona er ekki búin að segja frá að eigin frumkvæði, þá segir hún ekki frá aðspurð. 2. Sú sem er búin að reyna í nokkur ár en ekkert gengur. Önnur kona sem ég þekki og er líka nýlega gift er búin að vera að reyna að eignast barn í nokkur ár. Hún er spurð sí og æ hvort þau ætli nú ekki að fara að koma með eitt lítið og það verður að sjálfsögðu fátt um svör. Í hvert sinn sem ein- hver svo vænir hana og mann- inn hennar um eigingirni og framagirni (það er gert, í al- vöru) fær hún sáran sting í sinn barnlausa og barnsþrá- andi maga. 3. Sú sem vill ekki eignast börn. Ég þekki þó nokkrar ungar konur sem eru ekki búnar að ákveða hvort þær vilja yfir höfuð eignast börn. Þetta segjast þær upplifa sem mjög svo andfélagslega af- stöðu í íslensku samfélagi, það er að segja að geta virki- lega hugsað sér að fara í gegnum lífið án þess að unga út þó ekki væri nema einu kríli. Sjúkleg eigingirni og yfirgengileg framagirni er sú ásökun sem gjarnan dynur á þeim, en ég vitna í eina þeirra, sem sagði nýlega í um- ræðum um þetta mál: Eig- ingirni? Hvað er eig- ingjarnara en að eignast barn? 4. Sú sem vill eignast börn, en ekki nærri því strax. Margar ungar barnlausar konur eru í þessari stöðu og ætla sér aldeilis að eignast barn/börn í framtíðinni, ef guð lofar. Þá er sú pressa sem gjarnan myndast meðal ætt- ingja og vina alveg til þess fallin að hafa öfug áhrif. Flestar barnlausar konur kannast líklega við það að hafa haldið á ungbarni í veislu og heyrt stunur úr öllum hornum: „Oh, sjáið hana!“ „Guð hvað þetta fer þér vel!“ Og svo hinn klassíski hryll- ingur: „Er farið að hringla í eggjastokkunum!?“ Sjálf vil ég alls ekki hugsa um eggja- stokkana mína sem box með hlutum sem hringlar í, né að sú mynd (eða nokkur önnur) sé dregin upp af eggjastokk- unum mínum í boðum. Þá skal tekið fram að ég veit að allar þessar at- hugasemdir og spurningar sem lýst er hér að ofan eru vel meintar. Ég veit að það er ekki af illsku eða leiðindum sem fólk spyr okkur hvort við séum að fara að koma með eitt lítið, heldur er það gert af áhuga og umhyggju. Ég vil samt taka að mér að benda á hlið ungra kvenna, sem gjarn- an eru þjakaðar og jafnvel að kafna undan þessum áhuga og umhyggju. Ekki spyrjum við miðaldra ættingja okkar hvernig gangi að tækla breyt- ingaskeiðið og gráa fiðring- inn. Sumt er nefnilega einka- mál og „eitt lítið“, áður en það verður til, er eitt af því. Birna Anna á sunnudegi Á ekki að fara að koma með eitt lítið? Morgunblaðið/Jóra bab@mbl.is Á RIÐ 1963 stofnaði sænska ríkið stofnun sem hlaut nafnið Rikskonserter. Aðal- markmið frá upphafi hefur verið að gera góða tónlist aðgengilega fyrir Svía, hvar í landinu sem þeir búa. Riks- konserter leggja fé til eflingar tónlistarlífs á smærri stöðum og sveitum og á landsvísu. Rikskonserter skipuleggja tónleikaferðir tón- listarmanna, -hópa og hljómsveita og hvers konar tónlistarviðburði í klassískri tónlist, samtímatónlist, djassi og þjóðlaga- og þjóð- legri tónlist. Mikil áhersla er lögð á að koma tónlist til barna, sérstaklega gegnum skóla- og fjölskyldutónleika. Ríkið leggur Rikskons- erter til stærstan hluta þess fjármagns sem til rekstrarins þarf, en eitt stærsta trygg- ingafyrirtæki Svíþjóðar, Folksam, er aðal- styrktaraðili þeirra verkefna er snúa að börnum. Fjölmargar tónlistarhátíðir í Sví- þjóð eru skipulagðar í samstarfi við Riks- konserter og stofn- unin skipuleggur einnig tónlistarstarf sem aðrir kosta, eins og norrænu ungmennahljómsveitina Orkester Norden, sem stofnuð var af Lionshreyfing- unni á Norðurlöndum, sem enn styrkir hana að stórum hluta. Samstarf við aðrar sænskar tónlistarstofn- anir er mjög öflugt. Rikskonserter kynna Svíum það mark-verðasta í tónlist annarra þjóða, enstanda einnig fyrir því að kynnasænska tónlist á erlendri grund, oft í samvinnu við sambærilegar stofnanir í öðr- um löndum. Á vegum Rikskonserter eru gefnir út geisladiskar undir merki Caprice Records og árlega verður fjöldi nýrra tón- verka til fyrir tilstilli Rikskonserter, og þar hafa íslensk tónskáld notið góðs af. Rikskons- erter standa fyrir tónlistarkeppni unglinga, – ekki ósvipaðri og Músíktilraunum Tóna- bæjar; verðlauna frábæra einleikara í klass- ískri tónlist og fylgja verðlaununum eftir með tónleikum og plötuútgáfu; – þeir halda úti öflugum tónleikavef á netinu með yfirliti yfir tónleika og upplýsingum um flytjendur, standa fyrir málþingum um tónlist og málefni tengd tónlist og svo mætti lengi áfram telja. Það er fátt sem Rikskonserter gera ekki þeg- ar að tónlist kemur. Það er auðvelt fyrir okkur Íslendinga að öfunda Svía af svo metnaðarfullri rík- isstofnun sem Rikskonserter er. Hér er auð- vitað gengið út frá því að almennt þyki starf- semi af þessu tagi eftirsóknarverð og mikilvæg fyrir samfélagið. Við þurfum þó ekki að æðrast því hér á landi eigum við ýmsa vísa að svipaðri starfsemi, sem gætu þegar fram líða stundir og ef rétt er málum haldið og vilji er til; – náð góðum árangri. Sinfóníuhljómsveit Íslands og mennta- málaráðuneytið hafa haldið úti sérstökum tónleikum fyrir skólakrakka og fjölmargir tónlistarmenn og -hópar, þar á meðal Sinfón- íuhljómsveitin, hafa ferðast um dreifðar byggðir landsins til tónleikahalds. Sú starf- semi öll hlýtur þó að vera ómarkviss, þar sem skipulag slíkra tónleikaferða er ekki á einni hendi, og enginn einn aðili hefur yfirsýn yfir það hvort Þórshafnarbúar fá fleiri tón- leika til sín en Vestmanneyingar, eða hvort Hornfirðingar svo dæmi sé tekið fái sjaldan eða aldrei tækifæri til að hlusta á fjölbreytta tónlist í flutningi bestu listamanna. Það er þetta hlutverk sem Rikskonserter hefur með höndum; – að sjá til þess að allir hafi tæki- færi til að kynnast góðri tónlist, hverrar teg- undar hún svo sem er og hvar sem þeir búa. Tónlist fyrir alla er ekki gamalt fyr-irbæri í íslenskri tónlistarsögu, enhefur þó gengið býsna vel á liðnummisserum. Til þess var stofnað með peningagjöf Norðmanna í tilefni af Lýðveld- isafmælinu 1994, en eins með Rikskonserter stendur íslenska ríkið að baki fjármögnunar Tónlistar fyrir alla, auk sveitarfélaganna. Enn sem komið er beinist Tónlist fyrir alla fyrst og fremst að tónleikahaldi fyrir skóla- börn víðs vegar um landið. Þeir skólar sem vilja fá tónleika til sín greiða svo lágmarks gjald fyrir hvert barn, eða um 155 krónur síðasta vetur. Eins og Rikskonserter hefur Tónlist fyrir alla lagt metnað sinn í bjóða upp á vandaðar tónlistardagskrár í lifandi flutn- ingi okkar bestu listamanna, í ýmsum grein- um tónlistarinnar. En gæti starfsemi Tónlist- ar fyrir alla orðið vísir að umfangsmeira tónlistarstarfi í anda þess sem Rikskonserter sinnir? Ég vil halda því fram að Tónlist fyrir alla hafi ekki bara burði til að verða Íslend- ingum það sem Rikskonserter er Svíum, heldur tel ég beinlínis þörf á því að hér verði til sú miðstöð tónlistar sem gæti sinnt marg- háttuðu skipulagi á tónleikum í landinu og ýmsu því sem tengist almennu tónleikahaldi. Árlega leggja menntamálaráðuneytið og sveitarfélögin fram tugi milljóna króna til stuðnings tónleikahaldi í landinu. Stærstur hluti þeirra fjármuna fer til þeirra hópa tón- listarmanna og tónlistarhátíða sem starfa á föstum grundvelli. Hins vegar eru það um- talsverðar upphæðir sem fara í tilfallandi tónleikahald, þ.e. þegar tónlistarmenn sækja sjálfir um styrki til tónleikahalds á eigin veg- um. Það er augljóst að það er erfitt fyrir hið opinbera að hafa yfirsýn yfir þennan hluta tónleikahalds landsmanna og fylgja því eftir að eitthvert samhengi eða stefna sé ráðandi í því til hvers konar verkefna fjármunum er ráðstafað. Það ætti heldur ekki að þurfa að vera á könnu embættismanna hins opinbera að hafa þá yfirsýn og reka markvissa stefnu hvað þetta varðar. Til þess væri faglegur vettvangur, eins og Tónlist fyrir alla er þegar orðin, mun hæfari. Með því að leggja þá fjár- muni sem í þennan hluta tónleikahalds fara gæti skipulag tónleika í landinu orðið mun markvissara og fjölbreyttara, ekki síst hvað landsbyggðina varðar. Því hlyti slíkt fyrir- komulag að falla sérstaklega vel að lands- byggðarstefnu stjórnvalda, þarsem tónleika- hald á landsbyggðinni, annað en árvissar tónlistarhátíðir, er í dag handahófskennt svo ekki sé meira sagt. Einn merkasti þátturinn í tónleikahaldiRikskonserter á sænskri landsbyggðer sá að þeir sem tónlistarinnar njótahafa mikið um það að segja hvers konar tónlist þeir fá til sín og hvers konar flytjendur. Þetta þó auðvitað nokkrum tak- mörkunum háð, því þar verður að viðhafa bæði fjölbreytni og jafnvægi. Hins vegar gefst umbjóðendum Rikskonserter á lands- byggðinni tækifæri til að velja úr ýmsum möguleikum sem í boði eru, og tónleikahaldið er jafnan skipulagt í nánu samstarfi við heimamenn. Þetta er mikilvægt atriði, sem gæti leitt til mun fjölbreyttara tónlistarlífs á íslenskri landsbyggð ef fordæmi Svía í þess- um efnum yrði fylgt. Mörg þau verkefni sem Rikskonserter sinna verða sennilega lengi enn draumur einn í íslensku samhengi, en margt er þar þó vel væri hægt að gera hér á landi. Eitt af því er að halda einhvers konar tónleikabókhald, – eða skrá yfir komandi tón- leika. Þetta hefur margsinnis verið reynt af einstaklingum hér á landi, en vinnan við slíka upplýsingamiðlun hefur reynst meiri en svo að einstaklingar hafi ráðið við í frítíma sín- um. Fengi Tónlist fyrir alla stærra hlutverk í almennu tónleikahaldi um landið allt, yrði hún um leið hinn kjörni vettvangur til slíkrar upplýsingamiðlunar, – eins og Rikskonserter halda úti á netinu. Samstarf tónlistarstofanana hér á landi er mismikið. Í nokkur ár héldu tónlistarskól- arnir og Tónlistarráð úti Degi íslenskrar tón- listar. Lítið fer fyrir þeim degi nú, enda ekki hlaupið að því að skipuleggja slíka viðburði. Tónlist fyrir alla gæti hæglega verið sá vett- vangur og unnið að slíkum degi í samstarfi við tónlistarskólana í landinu. Svíar halda ár- lega sænskan tónlistardag með þátttöku Rikskonserter; – reyndar er það dagur sænskrar tónlistar, og þá eru útvarpsstöðvar um heim allan hvattar til að taka undir með Svíum og spila sænska tónlist. Af þeirri spil- un fá sænskir tónlistarmenn og sænsk tón- skáld tekjur. Það sem hér hefur verið nefnt eru ein-ungis fáein atriði sem sem gætu orð-ið íslensku tónlistarlífi til bóta. Riks-konserter í Svíþjóð eru öflug stofnun sem hefur mikið fjármagn úr að moða, og allsendis ómögulegt að bera hana saman við starfsemi Tónlistar fyrir alla að því leyti. En vísirinn er til staðar hér. Á síðasta ári hefur starfsemi Tónlistar fyrir alla tvöfaldast, og virðist ætla að ná talsverðu flugi undir stjórn núverandi framkvæmdastjóra. Það er mik- ilvægt að hlúð sé að þeirri stofnun og að hlutverk hennar verði rýmkað í samræmi við þarfir samtímans. Ég settist niður á dögunum með hjónunum Lenu Roth og Göran Bergendal í Stokk- hólmi. Þau hafa bæði starfað lengi hjá Riks- konserter; Lena er yfirmaður upplýs- ingadeildar stofnunarinnar, en Göran heldur utan um pantanir á nýjum tónverkum. Göran er íslensku tónlistarfólki að góðu kunnur; hingað hefur hann oft komið og skrifaði með- al annars bókina New Music in Iceland, um íslensk samtímatónskáld og tónlistarlíf, en bókin kom út hjá Íslenskri tónverkamiðstöð fyrir um áratug. Við spjölluðum um Riks- konserter og hlutverk þeirrar stofnunar fyrir sænskt samfélag í dag. Þar kom í ljós að það er ekki allt saman sælan á þeim bæ frekar en annars staðar, þótt starfsemin gangi alla jafna mjög vel. Ég segi meira frá því í næstu grein minni á þessum vettvangi. Tónlist fyrir alveg alla Orkester Norden. Hljómsveitin var stofnuð af Lionshreyfingunni á Norðurlöndum og er í dag styrkt af henni og fleiri norrænum stofnunum. Rikskonserter í Svíþjóð sjá þó um skipulag starf- seminnar. Á myndinni er íslenski fiðluleikarinn Ari Vilhjálmsson sem hefur verið konsertmeistari hljómsveitarinnar tvö síðustu ár.AF LISTUM eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.