Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 13
FJÖLMARGIR lögðu leið sína á há-
tíðina Innipúkann 2002 sem haldin
var í Iðnó á laugardagskvöld. Hátíð-
in var ætluð þeim fjölmörgu „inni-
púkum“ sem kusu að dvelja innan
borgarmarkanna um helgina en að
sögn Gunnars Lárusar Hjálmars-
sonar, dr. Gunna, sem var í forsvari
fyrir hátíðina, voru um 400 gestir
samankomnir í Iðnó á laugardags-
kvöld og þurfti að vísa fjölmörgum
frá.
Stanslaus tónleikadagskrá var
frá klukkan kl. 17 til 02 og var mikið
dansað, eins og sést á þessari mynd.
Hátíðargestir þurftu þó ekki að
hafa áhyggjur af veðri og vindum
og segist dr. Gunni álíta að útihá-
tíðir séu deyjandi fyrirbrigði hér á
landi.
Á hátíðinni léku auk dr. Gunna,
Rúnk, Trabant, Singapore Sling,
Músikvatur, Hellvar, Theyer
Theyer Thorsteinsson, Hudson
Wayne, Phil Stadium og DJ Talna-
púkinn.
Dr. Gunni vill sem minnst um það
segja hvort hátíðin verði haldin að
ári en segir að án efa muni fjöl-
margir hugsa til hátíðarinnar að ári
í ljósi ríkjandi veðurfars um síðustu
helgi. Morgunblaðið/Kristinn
Um 400 gestir á
Innipúkanum 2002
Miðborgin
SKÝRSLA Fjarhitunar hf. varðandi
varðveislu á hitaveitustokknum
Reykjaæð I frá Þverholti að Langa-
tanga liggur nú fyrir og hefur bæj-
arráð falið bæjarverkfræðingi að
kanna hvar málið er statt og vilja
Orkuveitunnar í því sambandi. Gerð-
ar eru nokkrar tillögur að því hvern-
ig unnt sé að hita upp stokkinn en að
sögn Tryggva Jónsonar, bæjarverk-
fræðings Mosfellsbæjar, liggur ekki
fyrir hvenær ráðist verður í fram-
kvæmdir. Ljóst er að stokkurinn
verður ekki upphitaður fyrir næsta
vetur, að hans sögn.
Um er að ræða frumhönnunar-
skýrslu sem ætlað er að kynna og
bera saman mismunandi tillögur að
því hvernig varðveita megi hluta
gamla Reykjaæðarstokksins í Mos-
fellsbæ. Kaflinn sem um ræðir er 430
m að lengd og liggur milli Þverholts
og Langatanga en tillögurnar miða
að því að unnt verði að nota stokkinn
sem göngustíg. Gengið er út frá því
að stokknum verði haldið sem næst
sinni upprunalegu mynd og hann
verði laus við snjó.
Í fyrra var hafist handa við að rífa
stokkinn innan Mosfellsbæjar og
farga honum. Fjarlægðir voru um 3
km en stokkurinn var tekinn úr
notkun árið 1999 þegar endurnýjuð
Reykjaæð I og Mosfellsbæjaræð
voru teknar í notkun. Stokkurinn var
þá víða illa farinn en hann var byggð-
ur á árunum upp úr 1940.
Í lýsingu segir að stokkurinn sé úr
járnbentri steinsteypu og innan í
honum tvær stálpípur einangraðar
með reiðingi (torfi) og utan um það
vírnet. Segir þar að reiðingurinn sé
nú orðinn gegnþurr og skorpnaður
og verði að ryki við minnstu snert-
ingu.
Ódýrast að notast við
núverandi pípur
Í skýrslunni eru fjórar mismun-
andi útfærslur að snjóbræðslu á yfir-
borði stokksins. Fram kemur að nota
megi núverandi pípur í stokknum til
varmaflutninga vegna snjóbræðslu
eða fylla stokkinn af sandi og leggja
efst í hann snjóbræðsluslöngur. Þá
er bent á að hægt sé að láta núver-
andi snjóbræðsluslöngur bera uppi
plötur sem snjóbræðsluslöngur yrðu
lagðar upp á eða hita stokkinn með
heitu lofti sem blásið yrði inn um
annan enda hans.
Fram kemur í skýrslunni að ódýr-
ast yrði að nota núverandi pípur en
aðrar útfærslur yrðu dýrari. Rekstr-
arkostnaður yrði hins vegar svipað-
ur í öllum útfærslum.
Að sögn Tryggva Jónssonar bæj-
arverkfræðings munu bæjarstjóri,
orkuveitustjóri og þjóðminjavörður
fara yfir tillögurnar í sameiningu
varðandi hvernig stokkurinn verði
hitaður upp og hver greiði kostnað-
inn sem af hlýst. Hann segir ekki
ljóst hvaða útfærsla verði ofan á en
ljóst sé að stokkurinn verði ekki hit-
aður upp í vetur.
„Það þarf að skipta um loka á
nokkrum stöðum og fara í viðhalds-
framkvæmdir á stokknum,“ segir
Tryggvi.
Skýrsla um varðveislu og upphitun hitaveitustokksins Reykjaæðar I kynnt í bæjarráði
Verði sem næst uppruna-
legri mynd og snjólaus
Morgunblaðið/Sverrir
Í fyrra var hafist handa við að rífa stokkinn innan Mosfellsbæjar og
farga honum og voru um 3 km af honum fjarlægðir.
Mosfellsbær
TIL stendur að flytja húseignirnar á
Sölvhólsgötu 10 og 14 yfir í Skerja-
fjörð þar sem húsin verða gerð upp
sem íbúðarhús. Nokkuð er um að hús
séu færð til þótt sjaldgæfara sé að
íbúðarhús sé sérstaklega byggt fær-
anlegt en það á við um Sölvhólsgötu
10.
Að sögn Friðriks Weisshappel,
eiganda hússins, er ráðgert að flytja
það frá Sölvhólsgötu í lok september
yfir á lóð við Einarsnes í Skerjafirði.
Þar verða húsið og húseignin við
Sölvhólsgötu 14, sem einnig stendur
til að flytja í Einarsnes, gerð upp.
Að sögn Friðriks verður leitast við
að færa húsin í það horf sem þau
voru upprunalega byggð í en örlitlar
breytingar verða gerðar á húsi nr. 10
auk þess sem allar innréttingar
verða færðar til nútímahorfs.
Friðrik hefur áður gert upp hús,
við Vesturgötu 50 og Kárastíg 5, en
fyrir það fyrrnefnda fékk hann við-
urkenningu frá Reykjavíkurborg
fyrir vel heppnaðan árangur við
endurnýjun þess.
„Ég hef alltaf leitast við að nota
réttu naglategundina og þess háttar,
þannig að það varðveitist í endur-
gerðinni,“ segir Friðrik.
Margoft hefur verið byggt við hús-
eignina nr. 14 og það augnstungið en
til stendur að eigandi þess láti smíða
upprunalega glugga í húsið.
„Það sem er kannski merkilegast
við húsið á Sölvhólsgötu 10 er að það
er byggt flytjanlegt og hefur verið
flutt einu sinni áður.“
Húsið var byggt árið 1931 en flutt
ellefu metrum vestar árið 1937 þang-
að sem það stendur enn. Á teikningu
af húsinu stendur skrifað með
skrautskrift að húsið sé flytj-
anlegt.
„Teikningin er sú alfalleg-
asta sem ég hef á ævinni séð
og hef ég séð þær margar,“
segir Friðrik.
Hann bendir á að fyrsti eig-
andi hússins, Steindór Björns-
son frá Gröf í Mosfellssveit,
hafi lært skrautskrift.
Húsið er í góðu ásigkomu-
lagi, að hans sögn. Búið er að
rífa út úr því það sem ekki er
nýtanlegt og er það tilbúið til
flutnings.
Húseignirnar á Sölvhólsgötu 10 og 14 á nýjar slóðir
Ný hús í Skerjafjörðinn
Morgunblaðið/Arnaldur
Búið er að rífa út úr Sölvhóls-
götu 10 það sem ekki er nýt-
anlegt og er það tilbúið til
flutnings. Ráðgert er að hús-
in að Sölvhólsgötu 10 og 14
verði flutt í Skerjafjörð í lok
september.
Morgunblaðið/Arnaldur
Friðrik hefur áður gert upp gömul hús, við Vesturgötu 50 og Kárastíg 5.
Hann segist gæta þess að uppruni húsanna varðveitist í endurgerðinni.
Skuggahverfi/Skerjafjörður
FEGRUNARNEFND, sem skipuð
er af skipulags- og byggingarnefnd,
hefur skilað af sér áliti vegna við-
urkenninga fyrir endurbætur á eldri
húsum. Fyrir valinu urðu Grjótagata
11 og Birkimelur 10, 10a og 10b.
Húsin hafa nýlega verið endurnýjuð
og þykja að áliti nefndarinnar vera
mjög góður vitnisburður um bygg-
ingarlag síns tíma og hafa mikið
varðveislugildi sem slík í menningar-
og byggingarlistasögu Reykjavíkur.
Húsið á Grjótagötu 11, sem stóð
áður á Tjarnargötu 3c, var byggt af
Lúðvíg A. Knudsen bókhaldara árið
1880. Árið 1990 keypti núverandi
eigandi þess, Finnur Guðsteinsson,
það til flutnings og var það
endurbyggt á árunum 1990–1994. Í
áliti fegrunarnefndar segir að húsið
sé góður fulltrúi þeirra húsa sem
tómthúsmenn og borgarar byggðu í
Reykjavík á öndverðri 19. öld.
Fjölbýlishúsið á Birkimel 10 var
byggt á árunum 1956–1957 eftir
teikningum Gísla Halldórssonar
arkitekts. Í áliti nefndarinnar segir
að húsið sé gott dæmi um nýja
strauma þess tíma í byggingarlist.
Fyrir nokkrum árum var húsið end-
ursteinað að utan og á þessu ári var
lokið við ýmsar endurbætur á því.
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölbýlishúsið á Birkimel 10 var byggt á árunum 1956-1957.
Viðurkenningar fyrir endurbætur
Vottur um þess
tíma byggingarlag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grjótagata 11 stóð áður við
Tjarnargötu 3c, þaðan sem það
var flutt og gert upp.
Reykjavík