Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Dettifoss og Selfoss
koma og fara í dag.
Mánafoss kemur í dag.
Bjarni Sæmundsson og
Oceanus fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Lómur og Polar Prin-
cess koma í dag. Ore-
hovsk fór í gær, Bald-
vin fór líklega í gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur Sól-
vallagötu 48. Sum-
arlokun frá 1. júlí til 1.
september.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 13 spil-
að, kl. 13.30 keila og
frjáls spilamennska.
Púttvöllurinn er opinn
kl. 10–16 alla daga.
Bingó verður næst spil-
að 9. ágúst kl. 13.30.
Allar upplýsingar í s.
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgreiðsla, kl.
8.30–12.30 böðun, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10–10.30
banki, kl. 13–16.30 spil-
að. Þriðjudaginn 20.
ágúst kl. 8 verður farin
skoðunarferð um Vík
og nágrenni. Ekið upp
í Heiðardal og um
Reynishverfið. Súpa og
brauð í Vík. Kvöldverð-
ur í Drangshlíð austur
undir Eyjafjöllum.
Leiðsögumaður Hólm-
fríður Gísladóttir.
Skráning og greiðsla í
síðasta lagi þriðjudag-
inn 13. ágúst. Allir vel-
komnir. Uppl. og
skráning í síma
568 5052.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 14.30 banka-
þjónusta, kl. 14.40 ferð
í Bónus, hárgreiðslu-
stofan opin kl. 9–17 alla
daga nema mánudaga.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl
16.30–18. Ferð á vegum
FEBK verður farin
fimmtudaginn 8. ágúst
um uppsveitir Árnes-
sýslu og Landsveit
undir leiðsögn þjóð-
sagnasafnarans Bjarna
Harðarsonar. Skoðaður
verður hellirinn að
Hellum og fleiri staðir í
Landsveit. Síðan verð-
ur farið á Sprengi-
sandsveg að Sultar-
tangavirkjun þar sem
lón og stíflumannvirki
verða skoðuð ofan af
Sandfelli. Næsti
áfangastaður verður
Hólaskógur, þar er
ætlunin að borða nesti.
Ef rútufært er verður
ekið að Háafossi, síðan
niður í Þjórsárdal þar
sem Búrfellsvirkjun
verður heimsótt – einn-
ig þjóðveldisbærinn
Stöng og Hjálparfoss.
Kaffihlaðborð verður í
Félagsheimilinu
Árnesi. Heim verður
haldið niður Skeiðaveg.
Áætluð heimkoma kl
19. Lagt af stað frá
Gjábakka kl. 10 og frá
Gullsmára kl. 10.15.
Þátttökulistar liggja
frammi í Gjábakka –
einnig í Gullsmára 7, 9
og 11. Ferðanefndin,
Bogi Þór, s: 554 0233
og Þráinn, s: 554 0999.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10
hársnyrting, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Fótaaðgerð-
arstofa, tímapantanir
eftir samkomulagi, s.
899 4223
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu
www.feb.is. Miðviku-
dagur: Göngu-Hrólfar
ganga frá Hlemmi kl.
9.45. Fimmtudagur:
Brids kl. 13. Fræðslu-
og menningarferð í
Skálholt 9. ágúst. Leið-
sögumaður Pálína
Jónsdóttir. Brottför frá
Glæsibæ kl. 10. Fyrir-
hugaðar eru ferðir til
Portúgals 10. septem-
ber í 3 vikur og til
Tyrklands 1. október í
10 daga fyrir félags-
menn FEB, skráning
er hafin takmarkaður
fjöldi. Skráning hafin á
skrifstofunni. Silfur-
línan er opin á mánu-
og miðvikudögum frá
kl. 10–12 f.h. í s.
588 2111. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt í Faxa-
fen 12, sama síma-
númer og áður. Félags-
starfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16.30
fótaaðgerð, kl. 9–17
hárgreiðsla.
Gerðuberg, félagsstarf.
Lokað vegna sumar-
leyfa, opnað aftur
þriðjudaginn 13. ágúst.
Á vegum Íþrótta- og
tómstundaráðs eru
sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug kl. 9.30
mánudaga, miðviku-
daga og föstudaga.
Umsjón Brynjólfur
Björnsson íþróttakenn-
ari.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
kl. 13 félagsvist FEBK,
kl. 15–16 viðtalstími
FEBK, kl. 17 bobb.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 bútasaumur, kl.
9-17 hárgreiðsla, kl. 11-
11.30 banki, kl. 13–14
pútt, kl. 13 brids.
Vitatorg. Kl. 9 smiðj-
an, kl. 9.30 bókband,
kl. 10 morgunstund, kl.
12.30 verslunarferð
Bónus. Bankaþjónusta
2 fyrstu miðvikudaga í
mánuði. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 10 fótaað-
gerð.
Hvassaleiti 58–60. .
Fótaaðgerð, hársnyrt-
ing. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Kl. 13
banki, kl. 14. félagsvist.
Fótaaðgerðarstofan op-
in.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9–16 fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
13–14 spurt og spjall-
að.Verslunarferð í Bón-
us kl. 13.30.
Háteigskirkja, eldri
borgarar. Kl. 11 stutt
fyrirbænamessa, kl. 12
súpa og brauð, kl. 13
brids. Níu holu pútt-
völlur opinn alla virka
daga þegar veður leyf-
ir. Kaffi.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftir-
töldum stöðum á
Reykjanesi: Kópavog-
ur: Kópavogs Apótek,
Hamraborg 11. Hafn-
arfjörður: Lyfja, Set-
bergi. Sparisjóðurinn,
Strandgata 8–10,
Keflavík: Apótek Kefla-
víkur, Suðurgötu 2,
Landsbankinn, Hafn-
argötu 55–57.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftir-
töldum stöðum á Vest-
urlandi: Akranes:
Hagræði hf., Borg-
arnes: Dalbrún, Brák-
arbraut 3. Grundar-
fjörður: Hrannarbúð
sf., Hrannarstíg 5.
Stykkishólmur: Hjá
Sesselju Pálsd., Silfur-
götu 36. Ísafjörður:
Póstur og sími, Aðal-
stræti 18. Stranda-
sýsla: Ásdís Guð-
mundsd. Laugarholti,
Brú.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftir-
töldum stöðum á Aust-
urlandi: Egilsstaðir:
Gallery Ugla, Mið-
vangur 5. Eskifjörður:
Póstur og s., Strand-
götu 55. Höfn: Vilborg
Einarsdóttir, Hafnar-
braut 37.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftir-
töldum stöðum á Norð-
urlandi: Ólafsfjörður:
Blóm og gjafavörur,
Aðalgötu 7. Hvamms-
tangi: Verslunin Hlín,
Hvammstangabraut 28.
Akureyri: Bókabúð
Jónasar, Hafnarstræti
108, Möppudýrin,
Sunnuhlíð 12c. Mý-
vatnssveit: Pósthúsið í
Reykjahlíð. Húsavík:
Blómasetrið, Héðins-
braut 1, Raufarhöfn:
Hjá Jónu Ósk Péturs-
dóttur, Ásgötu 5.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eftir-
töldum stöðum á Suð-
urlandi:
Vestmannaeyjar: Apó-
tek Vestmannaeyja,
Vestmannabraut 24.
Selfoss: Selfoss Apó-
tek, Kjarninn.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Í dag er miðvikudagur 7. ágúst,
219. dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Ég bið ekki, að þú takir þá úr
heiminum, heldur að þú
varðveitir þá frá hinu illa.
(Jóh. 17, 15.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 afar veikur, 8 sori, 9
fim, 10 dráttardýr, 11
veitir tign, 13 grassvarð-
arlengja, 15 réttu, 18
frek, 21 bein, 22 stíf, 23
endurtekið, 24 skordýrið.
LÓÐRÉTT:
2 hnekkir, 3 lætur af
hendi, 4 ásýnd, 5 dysjar, 6
snagi, 7 æsa, 12 elska, 14
öskur, 15 sæti, 16 hafni,
17 örlagagyðja, 18 dögg,
19 kirtli, 20 þarmur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 tengi, 4 sýtir, 7 pilta, 8 lýsir, 9 nem, 11 iðin, 13
eira, 14 útlim, 15 hola, 17 mörk, 20 óra, 22 fæðum, 23
sælan, 24 asnar, 25 aftra.
Lóðrétt: 1 teppi, 2 núlli, 3 iðan, 4 sálm, 5 tossi, 6 rýrna,
10 eflir, 12 núa, 13 emm, 15 hefja, 16 loðin, 18 örlát, 19
kenna, 20 ómur, 21 assa.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
ÁNÆGJULEGT er að umferðinvirðist hafa gengið vel um
verslunarmannahelgina. Ekki komu
fram í fréttum neinar sögur um um-
ferðarslys en eflaust hefur eitthvað
verið um óhöpp og smáatvik samt
sem áður. Má velta fyrir sér hverju
þetta batnandi ástand miðað við
fyrri ár sé að þakka.
Eflaust kemur þar margt til. Mik-
ið var um leiðbeiningar, ráðlegging-
ar, viðvaranir og áróður í fjölmiðlum
frá lögreglu og öðrum sem umferð-
armálin snerta síðustu daga fyrir
helgina. Samkvæmt fréttum var lög-
reglan víðast venju fremur sýnileg
og virk í eftirliti sínu og eflaust á það
sinn þátt í því að fæla menn frá asna-
spörkum í umferðinni. Víkverji leyfir
sér jafnframt að halda fram að ein
helsta skýringin sé aukinn þroski
okkar ökumanna og batnandi hegð-
an. Við vitum auðvitað að hegðan
okkar í umferðinni hefur ekki alltaf
verið til fyrirmyndar. Við vitum líka
að slíkt getur tekið sinn toll í slysum,
eignatjóni og jafnvel manntjóni.
Kannski hafa ökumenn helgarinnar
haft þessi atriði ofarlega í huga þeg-
ar þeir héldu út í þunga umferðina
hvarvetna um landið og sýnt af sér
meiri varkárni og tillitssemi en áður.
Vonandi endist þetta hugarfar og
þessi ákjósanlega hegðan nokkuð
fram yfir helgina, vonandi út vikuna,
mánuðinn og jafnvel lengur.
En áróður, ábendingar og eftirlit
þurfa eftir sem áður að vera fyrir
hendi. Annars er líklega hætta á að
við gleymum okkur.
x x x
ANNARS getur Víkverji ekkiþakkað sér neitt í þessum efn-
um. Hann fór nefnilega ekki út fyrir
borgarmörkin alla helgina. Nema
líklega í Kópavoginn. Og til þess að
komast í þann hluta Kópavogs þurfti
hann að fara um Garðabæ. Víkverji
hefur nefnilega lengi vel iðkað það að
fara hvergi um verslunarmannahelg-
ina. Þá er rólegt og gott í bænum og
eins og hann hefur áður minnst á
þykir honum letilíf mjög eftirsókn-
arvert og er þessi helgi mjög upp-
lögð til að stunda slíkt og hvar þá
annars staðar en heimavið?
Helstu afrekin eru á sviði
hjólreiðatúrs (sem var mjög stuttur)
og reyndar brá hann sér í golf og
þurfti þá enn að fara í annað bæj-
arfélag. Það var nefnilega golfkeppni
á Nesvellinum og talar nú Víkverji
eins og sá sem fer þar fremstur í
flokki! Nei, það var nú öðru nær.
Einmitt af því að það var keppni var
hægt að læðast á æfingapallinn og
æfa upphafshöggið. Aðrir á vellinum
voru nefnilega svo uppteknir við
mótið að Víkverji gat slegið öll sín
mörgu vindhögg, hliðarhögg, ská-
högg, eins metra högg og hvernig
sem þessi högg nú enduðu án þess að
verða að alltof miklu athlægi.
Reyndar fóru sum höggin í 50 metr-
ana og örfá jafnvel kringum 100
metrana.
Víkverji hefur komist að því á
byrjendaferli sínum í golfinu að þessi
íþrótt krefst mikillar tæknikunnáttu.
Það þarf að ná réttu sveiflunni því þá
svífur kúlan 100 metra fyrirhafnar-
laust. En það þarf líklega talsverða
æfingu til að ná þeirri leikni. Og mik-
ið var honum létt þegar lengra kom-
inn golfari sagði að þetta væri nú
ekki auðveldasta sportið. Af hverju
er maður þá ekki bara í skokkinu?
Nei, við skulum sjá hvað setur og
segir ekki meira af golfi að sinni.
Snarir hjá Snara
MIG langar að þakka fyrir
frábæra þjónustu hjá
heildversluninni Snara í
Tranavoginum. Ég hafði
samband við heildversl-
unina til að fá helíum-
blöðrur og vildu starfs-
mennirnir allt fyrir mig
gera. Svona á þjónusta að
vera og ég mun sko hafa
aftur samband við þau.
Takk fyrir frábæra þjón-
ustu.
Ánægður
viðskiptavinur.
Skjót viðbrögð
Vegagerðarinnar
ÉG VIL þakka Vegagerð-
inni skjót viðbrögð. Ég
hringdi þangað varðandi
vegarkant sem gekk inn á
veginn undir Breiðholts-
brúnni og mér þótti slysa-
gildra. Starfsmenn Vega-
gerðarinnar brugðust
skjótt við og settu þarna
viðvörunarkeilur sem ættu
að vera góð vörn þangað
til kanturinn verður lagað-
ur.
Herdís.
Garðakirkjugarður
vel hirtur
VIÐ viljum lýsa ánægju
okkar með það hvað
Garðakirkjugarður hefur
verið einstaklega vel hirt-
ur í sumar. Við komum
þangað oft á virkum dög-
um og höfum tekið eftir
ungum stúlkum sem vinna
þar við að slá og þrífa
garðinn. Eru þær hörku-
duglegar og vandvirkar.
Einnig er búið að koma
þar upp góðri aðstöðu til
vökvunar. Hafið þökk
fyrir.
Hjón í Garðabæ.
Íslenskir vinir óskast
ÉG ER aðdáandi nor-
rænnar menningar og hef
í hyggju að ferðast til Ís-
lands næsta ár. Þangað til
langar mig að eignast ís-
lenska vini og skiptast á
tölvupósti til að kynnast
betur. Seinna meir, þegar
ég heimsæki Ísland, væri
gaman að hittast og verja
nokkrum dögum saman.
Á móti býð ég heimili
mitt og aðstoð ef einhver
myndi vilja heimsækja
mig. Ég bý í Madrid, er
giftur, 53 ára og á þrjú
börn. Þeir sem hafa áhuga
vinsamlega skrifi, á ensku
eða spænsku, á tölvupóst-
fangið vicentefisac@ya-
hoo.es.
Vicente Fisac.
Dýrahald
Kisa fæst gefins
ÞRIGGJA ára svört og
hvít læða fæst gefins. Hún
hefur fengið allar bólu-
setningar og sprautur og
með fylgja vottorð upp á
það.
Hún er sérlega góð,
mjúk, hlý og kelin og í alla
staði yndisleg kisa. Með
henni fylgir sandkassi.
Áhugasamir hafi síma í
821 7988.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
NÚ ER nokkuð liðið síðan
lögræðisaldur var hækk-
aður úr sextán árum í
átján. Þrátt fyrir það hef-
ur lítil breyting orðið á
verðskrá ýmissa fyrir-
tækja vegna þjónustu sem
þau veita, s.s. hjá sund-
laugum og tjaldsvæðum.
Á allflestum stöðum eru
sextán ára og eldri látnir
greiða hærra gjald. Eina
skýringin sem ég sé á því
að fyrirtæki rukka lægri
þjónustugjöld eða inn-
göngumiða fyrir yngri en
sextán ára er til að létta
undir með foreldrum og
stuðla að aukinni samveru
foreldra og barna. Ætla
mætti að oft og tíðum
væri meiri kostnaður af
börnum og unglingum,
t.a.m. í sundlaugunum,
þar sem hafa þarf meiri
gætur á þeim, þau eru lík-
legri til að bruðla með
sápu og vatn, þurfa leik-
tæki til að ærslast í og
margt fleira.
Áður fyrr, þegar ung-
lingar urðu lögráða sex-
tán ára, var réttlætanlegt
að rukka hærra gjald.
Þau borguðu sjálf af laun-
unum sem þau unnu sér
inn sjálf. Nú eiga ungling-
ar erfitt með að fá vinnu
fyrr en þeir eru orðnir
átján ára. Unglingar fá
því litla vinnu og lág laun.
Mikið hefur verið um að
foreldrar séu hvattir til að
taka unglingana með, t.d.
í ferðalög, en á öllum
tjaldsvæðum er rukkað
fyrir sextán ára og eldri
sem fullorðna. Hvers
vegna er það?
Annað sem ekki hefur
breyst í takt við ný lög er
aðgangsaldur ýmissa af-
þreyingarstöðva, en mið-
að er við sextán ára aldur
og yfir, t.d. í líkamsrækt-
arstöðvum. Hver er
ábyrgur ef sextán ára
unglingur slasar sig í lík-
amsræktarstöð? Hvers
vegna er unglingum
hleypt einum inn á útihá-
tíðir? Ef unglingur fer á
slíka skemmtun í trássi
við foreldra og eitthvað
kemur fyrir, hver ber
ábyrgðina? Geta foreldrar
lögsótt staðarhaldara?
Ég vona að þetta grein-
arkríli geti orðið til þess
að fyrirtæki og stofnanir
miði lágmarksaldur sinn
við átján ár en ekki sextán
framvegis.
Guðrún
Guðmundsdóttir.
Misræmi í lágmarksaldri