Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fasteignin Eikarlundur 18 er nú til sölu. Um er að ræða einbýlishús
ásamt sambyggðum bílskúr. Stærð íbúðar er 189,6 fm og stærð bíl-
skúrs er 45 fm. Fasteignamat eignarinnar er kr. 17.761.000.
Brunabótamat eignarinnar er kr. 29.570.000.
Óskað er eftir tilboðum í eignina og skal þeim skilað til Fasteignasöl-
unnar BYGGÐAR fyrir kl. 12.00 föstudaginn 9. ágúst 2002.
Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Allar frekari uppl. eru veittar á
Fasteignasölunni BYGGÐ
Sími 462 1744 og 462 1820,
fax 462 7746
Opið virka daga kl. 9-12 og 13-17.
Til sölu
NÝTT útilistaverk hefur verið
sett upp í göngugötunni á Ak-
ureyri.
Verkið er eftir Stefán Jónsson
og segir hann verkið vera nú-
tímalega þrívíddarútgáfu af
Fjallamjólk – málverki eftir Jó-
hannes Kjarval. Uppsetningu
verksins, sem Stefán kallar Kjar-
valinn, lauk fyrir helgi en nokkr-
ar tafir hafa orðið á uppsetning-
unni vegna framkvæmda í
göngugötunni.
Yngsta fólkið hefur mjög gam-
an af því að klifra upp á verkið
og hefur höfundurinn ekkert við
það að athuga, enda verkið úr
steinsteypu og þolir því ýmislegt.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stefán Jónsson, stendur í Kjarvalinum eins og hann nefnir það.
Nýtt útilistaverk
í göngugötunni
FORVARSMENN Íþróttafélagsins
Þórs skiluðu fyrir helgi áætlun til
bæjaryfirvalda um hvernig unnið
verður að því að ná tökum á fjár-
málum félagsins, sem rekið var með
tapi fyrstu fjóra mánuði ársins. Áður
hafði Akureyrarbær tilkynnt for-
svarsmönnum félagsins að rekstrar-
styrkur til félagsins yrði ekki greidd-
ur út nú um mánaðamótin vegna
fjárhagsstöðunnar.
Eins og fram hefur komið varð tap
á rekstri handknattleiksdeildar og
körfuknattleiksdeildar félagsins
fyrstu fjóra mánuði ársins. Jón Heið-
ar Árnason, formaður Þórs, sagði að
rekstrarstyrkur til félagsins yrði
ekki greiddur út fyrr en sex mánaða
uppgjör félagins yrði lagt fram.
Hann sagði stefnt að því að ljúka
vinnu við uppgjörið í kringum 20.
ágúst. Einnig þyrfti að skila inn
áætlunum til ÍBA fyrir næsta ár og
því væri í nógu að snúast á skrifstofu
félagsins.
Samkvæmt samningi sem tók gildi
um síðustu áramót og er við fjögur
íþróttafélög í bænum, skuldbinda
þau sig til að reka starf sitt með
hagnaði. Þá er þeim einnig skylt að
ráðstafa hagnaði einstakra deilda til
að mæta tapi annarra en verði það
ekki gert er bænum heimilt að draga
úr fjárframlögum sínum.
Rekstrarstyrkur bæjarins til Þórs
á ári er um 8,7 milljónir króna, eða
rúmlega 700 þúsund krónur á mán-
uði. Jón Heiðar sagði að rekstrar-
styrkurinn væri að stærstum hluta
notaður til reksturs skrifstofu og við
bókhaldsvinnu og einnig til reksturs
íþróttasvæðisins.
Áætlun um fjármál Þórs
Unnið að sex
mánaða upp-
gjöri félagsins
GLOBE-Arctic-námskeið verður
haldið á Akureyri dagana 7. til 12.
ágúst, en um er að ræða alþjóðlegt
skólaverkefni sem hefur þann til-
gang að efla raunvísindalega hugsun
meðal nemenda og kennara.
Verkefnið nær til meira en 90
landa og byggist það á því að nem-
endur skrá ákveðna umhverfisþætti
í sameiginlegan gagnagrunn (www.
globe.gov) sem er öllum opinn. Ell-
efu íslenskir skólar taka þátt í verk-
efninu.
Fyrir ári var sett á laggirnar sér-
stakt verkefni sem beinist að lönd-
unum umhverfis norðurskautið og
taka tveir íslenskir skólar þátt í
þessu verkefni, Barnaskóli Vest-
mannaeyja og Verkmenntaskólinn á
Akureyri, en aðrir skólar eru í
Alaska, Kanada, Noregi, Svíþjóð,
Finnlandi og Rússlandi. Nemendur
söfnuðu sýnum sem efnagreind voru
í Noregi, en sjónum var beint að
efnum sem innihalda bróm. Skýrsl-
urnar má skoða á Netinu á slóðinni
www. nilu.no/niluweb/services/arc-
ticpops/.
Jafnframt þessu verkefni hafa ís-
lenskir vísindamenn gert verkefna-
lýsingar til að afla upplýsinga um
hvort hlýnun eigi sér stað á norð-
urhveli. Tvö íslensk verkefni verða
kynnt á námskeiðinu, annars vegar
að nemendur fylgist með breyting-
um á kynþroska þangi og hins vegar
breytingum á komu farfugla.
Stjórn þessa námskeiðs er í hönd-
um Samlífs – samtaka líffræðikenn-
ara á Íslandi.
Globe-Arctic-námskeið á Akureyri
Tilgangurinn
að efla raunvís-
indalega hugsun
RAGNAR Jörundsson hefur verið
ráðinn sveitarstjóri í Hrísey en hann
var valinn úr hópi 14 umsækjenda
um stöðuna. Ragnar, sem kemur frá
Reykjavík, tekur til starfa 1. sept-
ember en hann tekur við stöðunni af
Pétri Bolla Jóhannessyni.
Ragnar, sem er 57 ára gamall, hef-
ur m.a. starfað sem sveitarstjóri á
Suðureyri, hann hefur verið spari-
sjóðsstjóri bæði í Ólafsvík og á Súða-
vík og þá var hann um tíma fram-
kvæmdastjóri Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Kristinn Árnason oddviti Hríseyj-
arhrepps, sagði að Ragnar hefði
mikla reynslu og „það verður gott að
hafa eldri mann með okkur strákun-
um í hreppsnefndinni. Og þótt það
hafi ekki ráðið úrslitum á Ragnar
ættir sínar að rekja til Hákarla-Jör-
undar.“
Kristinn sagði að Hríseyingar
horfðu björtum augum til framtíðar.
Atvinnuástand í eynni væri þokka-
legt, allavega fyrir þá sem þar eru.
Hins vegar mætti eiga von á fleiri
íbúum ef atvinnuástandið væri
betra. „Maður veit af því að margir
sem hafa farið héðan eru ekki sáttir
við að hafa þurft að gera það.“
Eyjafjörður verði
eitt sveitarfélag
Kristinn sagðist gera ráð fyrir því
að umræða um sameiningarmál færi
í gang á yfirstandandi kjörtímabili.
„Við Hríseyingar höfum verið já-
kvæðir fyrir því að sameina öll sveit-
arfélögin í Eyjafirði, þótt einhverjir
séu hræddir um að við verðum þá
skilin útundan. En ég segi að Eyja-
fjörður sé ekkert án Hríseyjar og
eyjan er alla vega nafli Eyjafjarðar,“
sagði Kristinn.
Hríseyjarhreppur
Ragnar
Jörundsson
nýr sveit-
arstjóri
BLÓMABÚÐ Akureyrar stóð fyr-
ir rósasýningu um helgina og var
þetta í annað sinn sem verslunin
stendur fyrir slíkri sýningu, í
samvinnu við íslenska blóma-
bændur. Sýningin var mjög vel
sótt og í vali á fallegustu rósinni
greiddu á tólfta hundrað manns
atkvæði. Yfir 100 rósategundir
eru framleiddar á Íslandi í dag
en á sýningunni voru 38 teg-
undir. Rainbow varð fyrir valinu
sem fallegasta rósin þetta árið en
hún er í bleikum og gulum past-
ellitum og ákaflega rómantísk. Í
öðru sæti varð rós sem heitir
Dolcevita, sem er hvít og bleik og
í þriðja sæti varð rós að nafni
Inka, sem einnig er tvílit, appels-
ínugul og gul.
Fjórir þátttakendur í vali á fal-
legustu rósunum voru dregnir út
og fengu þeir 20 rósir af þeirri
tegund sem þeir höfðu valið. Sem
fyrr sagði vakti sýningin mikla
athygli og þá ekki síst á meðal
þeirra fjölmörgu erlendu gesta
sem hana sóttu. Eigendur Blóma-
búðar Akureyrar stefna að því að
standa fyrir rósasýningu árlega
um verslunarmannahelgina.
Kristín Ólafsdóttir, eigandi Blómabúðar Akureyrar, til vinstri, ásamt
þátttakendum í vali á fallegustu rósunum á sýningunni. Við hlið Krist-
ínar stendur Franz Árnason, þá Fríður Gunnarsdóttir og Elsa Björns-
dóttir. Á myndina vantar Unni Huld Sævarsdóttur.
Vel sótt
rósa-
sýning
KRISTÍN Eiríksína
Ólafsdóttir lést á Dval-
arheimilinu Hlíð á Ak-
ureyri hinn þriðja
ágúst sl. Kristín fædd-
ist á Nefstöðum í
Fljótum 6. júlí 1901 og
var því rétt rúmlega
101 árs er hún lést.
Kristín ólst upp í
Flókadal til 12 ára ald-
urs þegar hún fluttist
með foreldrum sínum
til Siglufjarðar. For-
eldrar hennar voru
hjónin Björg Halldórs-
dóttir og Ólafur Eiríks-
son.
Kristín giftist Jóni
Pálssyni, trésmiði frá
Arnarnesi í Arnarnes-
hreppi, árið 1922 og
eignuðust þau tvö börn.
Jón lést árið 1972. Þau
hjónin keyptu húsið Að-
alstræti 32 á Akureyri
og þar bjó Kristín í nær
80 ár. Þar bjó einnig Jó-
hanna Þóra Jónsdóttir,
sem varð 102 ára í vet-
ur, en hún býr nú á
Dvalarheimilinu Hlíð.
Andlát
KRISTÍN EIRÍKSÍNA
ÓLAFSDÓTTIR
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll
Viltu léttast
um 1-4 kíló á viku
Símar 557 5446 og 892 1739