Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hátt uppi (Hi Life) Gamanmynd Bandaríkin 1998. Myndform VHS. (82 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn og handrit Roger Hedden. Aðalhlutverk Eric Stoltz, Campell Scott, Moira Kelly, Daryl Hannah. ÞAÐ ætti að vera viss vísbending fyrir þá sem fylgst hafa reglulega með myndbandaútgáfu síðustu árin ef ég segi þessa eina af þessum Eric Stoltz-og-vinir-hans-í-tilvistar-og- ástarkreppu-mynd. Til nánari glöggvunar get ég meira að segja nefnt nokkrar; Mr. Jelousy, Kicking and Screaming Naked in New York, Sleep With Me og Bodies, Rest and Motion en svo „skemmtilega“ vill til að handritshöf- undur tveggja síð- astnefndu, Roger Hedden, skrifaði einmitt þessa líka og ekki nóg með það heldur er hér frumraun hans í leikstjórastólnum. Myndin er mannleg, það vantar ekki, og sumum þykir hún eflaust rómantísk og skemmtileg einnig. En ég, sem séð hef allar ofannefndar, er eiginlega orðinn svolítið þreyttur á þessum Stoltz-rómönum. Lái mér hver sem vill! Leikarahópurinn er samt góður, Scott á að fá miklu bitastæðara að gera og Kelly ætti einnig að sjást oft- ar. Hvað frumraun Hedden í stjóra- stólnum varðar, þá verður þessi leik- húsmaður að upplagi að laga sig betur að nýju formi, því hér er alltof mikill leikhúsbragur á, sögusviðið svo þröngt, allir að rekast á alla á sömu götu í hinni risavöxnu New York. Skarphéðinn Guðmundsson Leiðindalíf LIAM Gallagher, söngvari bresku hljómsveitarinnar Oasis, varð að yfirgefa sviðið á hljómleikum í Fort Lauder- dale í Flórída á föstudag eftir að hljómsveitin hafði flutt fjögur lög. Söngvarinn sagð- ist hafa fengið hálsbólgu og varð Noel bróðir Liams að syngja lögin sem hljómsveitin flutti það sem eftir var af hljómleikunum. Oasis var að hefja hljóm- leikaferð um Bandaríkin til að kynna nýja plötu sína en eftir að hafa sungið lagið „Go Let It Out“ henti Liam tambúrín- unni frá sér og sagði áhorf- endum að hann gæti ekki sungið meira þar sem honum væri illt í hálsinum. Noel bróðir hans bað áhorfendur afsökunar á því að hann syngi ekki eins vel og Liam en hann hljóp síðan í skarðið. Talsmaður hljómsveitar- innar segir að hálsbólga Li- ams hafi stafað af þreytu eftir langa flugferð til Flórída. Þegar Oasis fór í hljóm- leikaferð um Bandaríkin árið 1996 sinnaðist bræðrunum og Noel fór heim fyrr en áætlað var. Reuters Liam og Noel Gallagher. Hætti vegna hálsbólgu Auggie Rose (Auggie Rose/Beyond Suspicion) Drama Bandaríkin 2000. Myndform VHS. (109 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og handrit Matthew Tabak. Aðalhlutverk Jeff Goldblum, Anne Heche, Nancy Trav- is. AUGGIE Rose er fyrrverandi fangi, starfar í áfengisverslun og er myrtur af búðarhnuplurum. John Nolan er vansæll tryggingasali sem verður vitni að morðinu, kennir sjálf- um sér um og fylgir Rose á spítal- ann. Nolan líður illa þegar enginn vitjar Rose á spítalanum, enginn sér ástæðu til þess að kveðja hann og syrgja. Hann ákveður því að reyna að finna einhvern sem var annt um Rose, einhvern sem mun sakna hans. Brátt kemst hann að því að hann átti pennavinkonu, að þau felldu hugi saman er Rose var enn í fangelsi og að fyrsti fundur þeirra er í þann mund að eiga sér stað. Fyrir ein- hverjar undarlegar sakir ákveður Nolan að þykjast vera Rose en þegar hann hittir stúlkuna fellur hann fyrir henni og dregur á langinn að segja sannleikann. Fyrr en varir veit hann ekki hvor hann er eða vill vera; Nol- an eða Rose, en hugsanlega hefur hann ekkert val lengur. Það er skemmst frá því að segja að myndin er ein af þessum óvæntu gersemum á myndbandaleigunum. Handritið er frumlegt, leikstjórnin vönduð og leikurinn fyrsta flokks. Djúp og dægileg mynd sem skilur heilmikið eftir sig.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Annað líf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.