Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 1
182. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 7. ÁGÚST 2002
Norskar
skelfimyndir
Stuggað
við hæl-
isleit-
endum
SÆNSK innflytjendayfirvöld
reikna með því að hælisleitend-
um í Svíþjóð muni fjölga í kjölfar
þess að fyrirhugað er að sýna á
kostnað Norðmanna myndir af
slæmum aðbúnaði í búðum fyrir
hælisleitendur í Noregi í sjón-
varpi í Rússlandi og Úkraínu.
„Ég á bágt með að trúa að við
munum grípa til slíkra ráðstaf-
ana hér í Svíþjóð. Bæði hef ég
siðferðilegar athugasemdir, og
auk þess reynum við að taka á
móti flóttafólki á mannvænan og
virðingarverðan hátt. Sænska
móttökukerfið þarf ekki að
skammast sín fyrir neitt og því
getum við ekki hrætt neinn.
Þessu er greinilega öðruvísi
farið í Noregi,“ hefur Svenska
Dagbladet eftir Anders Wester-
berg, starfandi forstjóra Migr-
ationsverket, stofnunar sem
hefur umsjón með innflytjenda-
málum í Svíþjóð.
Migrationsverket er undir
það búið að skelfimyndirnar frá
búðum fyrir hælisleitendur í
Noregi, sem sendar verða út í
Rússlandi og Úkraínu, muni
beina auknum hælisleitenda-
straumi til Svíþjóðar. „Þrýsting-
urinn á Norður-Evrópu er stöð-
ugur. Þegar hert er á reglunum
í einu landanna sitja hin uppi
með fleiri flóttamenn,“ segir
Westerberg.
Nú í sumar hefur metfjöldi
hælisleitenda komið til Sví-
þjóðar. Migrationsverket reikn-
ar með að heildarfjöldi þeirra
fari í 30.000 áður en árið er úti.
EINMANA áhorfandi fylgist með
keppni í gærmorgun á Evrópu-
meistaramótinu í frjálsum íþróttum
í München í Þýskalandi. Mótið hófst
í gær og stendur til sunnudags.
Þórey Edda Elísdóttir, Vala Flosa-
dóttir og Jón Arnar Magnússon
hefja keppni í dag.
Reuters
Áhugamaður í München
RÚSSNESKI herinn jók í gær við-
búnað í Grosní, höfuðborg Tsjetsjn-
íu, vegna ótta við aðgerðir uppreisn-
armanna í tilefni af því að í gær voru
liðin sex ár frá því að þeir tóku borg-
ina aftur og stökktu rússneska hern-
um á flótta. Skæruliðarnir létu hins
vegar til skarar skríða annars staðar
og sprengdu upp herflutningabíl í
suðurhluta landsins í gærmorgun.
Létu ellefu tsjetsjneskir menn í
rússneska hernum lífið í árásinni og
sjö til viðbótar særðust alvarlega. Er
árásin sú alvarlegasta frá því að
átján rússneskir hermenn féllu í
sprengjuárás í Grosní í aprílmánuði
síðastliðnum.
Talsmaður stjórnarinnar í Grosní,
sem er hliðholl rússneskum stjórn-
völdum, sagði að enginn hinna 33
hermanna sem í bílnum voru hefði
sloppið ómeiddur, en sprengingin
var svo öflug að bifreiðin kastaðist
um fimmtán metra í burtu og endaði
á hvolfi. Að minnsta kosti fjórir rúss-
neskir hermenn hafa fallið í árásum
skæruliða frá því á mánudag.
Rússneskar öryggissveitir hafa
handtekið að minnsta kosti áttatíu
manns frá því á mánudag, en fólkið
er grunað um tengsl við uppreisnar-
mennina.
Her- og lögreglumenn leituðu í öll-
um bifreiðum á leið inn í Grosní til að
minnka líkur á skæruliðaárás og
næststærsta borg Tsjetsjníu, Gud-
ermes, var lokuð allri bílaumferð
nema ef bílstjórar höfðu sérstakt
leyfi frá hernum.
Rússnesk stjórnvöld deila nú við
Georgíumenn um framsal sjö manna
sem Rússar segja vera skæruliða
sem barist hafi í Tsjetsjníu. Yfirvöld
í Georgíu hafa hins vegar sagst vilja
frekari sannanir fyrir sekt mann-
anna áður en þau framselji þá til
Rússlands. Dómstóll í Georgíu hefur
dæmt mennina til þriggja mánaða
fangelsisvistar fyrir að hafa farið
ólöglega yfir landamæri Tsjetsjníu
og Georgíu um helgina. Forseti
Georgíu, Eduard Shevardnadze,
sagðist mundu framselja mennina
um leið og fullsannað væri að um
skæruliða væri að ræða.
Blóðug árás
skæruliða í
Tsjetsjníu
Moskva, Tbilisi. AP, AFP.
MÓTMÆLENDUR úr röðum indó-
nesískra stúdenta brjóta niður hlið
að þinghúsinu í Jakarta í gær. Stúd-
entarnir fordæmdu tilraunir smá-
flokka til að hindra breytingar á
stjórnarskránni og kröfðust þess
meðal annars að forseti landsins
yrði framvegis þjóðkjörinn og her-
inn hætti afskiptum af stjórn-
málum.
Reuters
Mótmæli í Jakarta
EMBÆTTISMENN í varnarmála-
ráðuneyti Bandaríkjanna sögðu í
gær að leynileg skýrsla sem unnin
var fyrir ráðuneytið í síðasta mánuði,
þar sem Sádi-Arabíu er lýst sem
óvini Bandaríkjanna, væri ekki í
samræmi við stefnu stjórnarinnar. Í
skýrslunni, sem unnin var af Laur-
ent Murawiec, stjórnmálaskýranda
hjá Rand-stofnuninni, er sagt að
Sádar taki þátt í öllum stigum
hryðjuverka, frá skipulagningu til
framkvæmda. Flestir hryðjuverka-
mennirnir sem réðust á World Trade
Center voru Sádar.
„Sádi-Arabía styður óvini okkar
og ræðst gegn bandamönnum
okkar,“ segir í skýrslunni. Þá leggur
Murawiec til að olíulindir Sáda verði
hernumdar hætti þeir ekki öllum
stuðningi við hryðjuverk.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær
skoðanir Murawiec ekki samrýmast
afstöðu stjórnarinnar. Samband
Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu væri
náið og stjórnin kynni vel að meta
framlag Sáda í baráttunni gegn
hryðjuverkum. „Auðvitað er Sádi-
Arabía eins og hvert annað ríki,“
sagði Rumsfeld. „Við erum sammála
um sumt og okkur greinir á um
annað, en það breytir því ekki að
samband ríkjanna hefur varað lengi
og þar er fjöldi bandarískra her-
manna.“ Rumsfeld sagði það hins
vegar afar slæmt að efni skýrslunnar
hefði lekið til fjölmiðla. „Þetta er
hræðilega ófagmannlegt og getur
valdið miklum skaða.“
„Höggvum af þeim höfuðið“
Utanríkisráðherra Íraks, Naji
Sabri, átti í gær fund með Abdullah,
konungi Jórdaníu, og ræddu þeir um
það hvernig koma mætti í veg fyrir
innrás Bandaríkjamanna í Írak sem
fullyrt er að sé í bígerð. „Við munum
höggva höfuðið af hverjum þeim sem
ógnar íraskri grundu,“ sagði Sabri
eftir fundinn.
Ráðherrann átti einnig fund með
Sukru Sina Gurel, utanríkisráðherra
Tyrklands, sem eins og Jórdanía á
góð samskipti við Bandaríkin. Gurel
sagði að Tyrkir myndu ekki taka
þátt í slíkri innrás. „Við höfum ætíð
viljað stöðugleika og frið á svæðinu
og við höfum alltaf sagt að alþjóð-
legar deilur eigi að leysa með frið-
samlegum hætti.“
Sádar sagðir óvin-
ir Bandaríkjanna
Washington. The Washington Post, AP, AFP.
Bush fær
aukin völd
Washington. AFP.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti undirritaði í gær lög sem báðar
deildir þingsins hafa samþykkt og
auka þau mjög vald forsetans til þess
að gera alþjóðlega viðskiptasamn-
inga. Getur þingið nú ekki grafið
undan framkvæmd slíkra samninga
með stanslausum viðaukum og
breytingum heldur verður það að
segja einfaldlega já eða nei.
Forveri Bush í embætti, Bill Clint-
on, missti umrætt flýtivald árið 1994
og tókst ekki að fá það á ný þrátt fyr-
ir margar tilraunir. Bush sagði að
Bandaríkjamenn hefðu á undanförn-
um árum misst af mörgum tækifær-
um til þess að semja um viðskipti og
efla þannig atvinnuvegi sína.
„Bandaríkin eru nú aftur komin að
samningaborðinu og það af fullum
krafti,“ sagði forsetinn.
♦ ♦ ♦