Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 41
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, sími 588 5711
Námskeið í HATHA-YOGA
Kennsla byrjar fimmtudaginn 8. ágúst
Kennt verður mánud., fimmtud., og laugard.
Sértími fyrir barnshafandi konur
JÓN Garðar Viðarsson náði loka-
áfanga að alþjóðlegum meistaratitli
á Lost Boys-skákmótinu, sem lauk
um helgina í Amsterdam. Til þess að
verða útnefndur alþjóðlegur meist-
ari þarf hann einungis að uppfylla
eitt skilyrði í viðbót og það er að ná
2.400 skákstigum. Eftir árangurinn í
Amsterdam er hann einungis örfá-
um stigum frá því marki og gæti
hæglega náð því á mótinu sem hann
teflir nú á í Vlissingen í Hollandi.
Lost Boys-mótið var afar sterkt
eins og venjulega og meðal þátttak-
enda voru stórmeistarar í fremstu
röð. Jón Garðar mætti einum þeirra
í lokaumferðinni, Mikhail Gurevich
(2.649) og þurfti nauðsynlega að ná
jafntefli til að fá titiláfanga. Menn
voru eðlilega ekki bjartsýnir á að
það mundi takast og þrátt fyrir að
hafa svörtu mennina náði Gurevich
undirtökunum. Hann þjarmaði síðan
jafnt og þétt að Jóni, sem varðist þó
vel og tókst að lokum að tryggja sér
jafntefli og þar með áfangann.
Hvítt: Jón Garðar Viðarsson
Svart: Mikhail Gurevich
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4.
Bd3 Bd6 5. Df3 –
Öruggasta leið hvíts í stöðunni er
að leika 5. Re2 ásamt 6. Bf4 o.s.frv.
5. ...Rc6 6. c3 Be6 7. Re2 Dd7 8.
Bf4 Be7 9. h3 –
Nýr leikur. Þekkt er 9. De3 h6 10.
h4 Rf6 o.s.frv.
9. ...0-0-0 10. Bh2 --
Það gæti verið hættulegt fyrir
hvít að hróka stutt, t.d. 10. 0-0 g5 11.
Bg3 h5 12. He1 g4 13. hxg4 hxg4 14.
De3 He8 15. Rf4 Bg5 16. De2 Hh6
17. Bf5 Bxf4 18. Bxf4 Hf6 19. Bxe6
Hfxe6 20. Be3 f5 21. g3 f4!? 22. gxf4
g3 23. Rd2 Hg6, með sterkri sókn
fyrir svart.
10. ...g5
Sjá stöðumynd I.
11. Bb5 –
Eðlilegra virðist að leika 11. Rd2
h5 12. 0-0-0, t.d. 12. ...f5
13. Be5 Rf6 14. Hhe1
Hde8 15. Rb3 Rxe5 16.
dxe5 Re4 17. De3 b6
18. Red4 c6 19. Rxe6
Dxe6 20. Rd4 Bc5 21.
f3 Bxd4 22. Dxd4 Rc5
23. h4 Rxd3+ 24. Hxd3
Hhg8 25. Hd2, með
nokkuð jöfnu tafli.
11. ...a6 12. Ba4 h5
13. Dd3 Rf6 14. Rd2
Bf5 15. Bxc6 Bxd3 16.
Bxd7+ Rxd7 17. Rc1
Bf5 18. Re2 Bd3 19.
Rc1 Bc2 20. Rf1 g4 21.
Bf4 Be4 22. hxg4 hxg4
23. Hxh8 Hxh8 24. Re3
Rf8 25. Ke2 Rg6 26.
Bg3 Bg5 27. Rxg4 Bxg2 28. Re3
Be4 29. Rd3 f5 30. Be5 Hh5 31. Re1
–
Sjá stöðumynd II.
Jón er kominn í mjög óvirka og
erfiða vörn.
31. ...Bxe3?!
Betra virðist 31. ...f4, t.d. 32. Rg4
Hh3 33. f3 Bf5 34. Hd1 Kd7 35. Rf2
Hh2 36. Kf1 Bh4 37. Red3 Bg3 38. a4
b6 39. b4 Bxd3+ 40. Rxd3 Hc2 41.a5
Kc8 42. axb6 cxb6 43. Ha1Kb7 44.
Hb1 Hxc3 45. Ke2 Hc2+ og svartur
á peð yfir og unnið endatafl.
32. Kxe3 Hh3+ 33. Ke2 f4 34. Bf6
Kd7 35. f3 –
Hvítur getur aldrei leikið Hd1 til
að koma riddaranum til d3: 35. Hd1
a5 36. Rd3? (38. Hd2 a4 39. Rd3?
Bf3+ 40. Ke1 Hh1+ mát) 38. ...Bf3+
og svartur vinnur skiptamun.
35. ...Hh2+ 36. Kf1 Bf5 37. b3
Hd2
Sjá stöðumynd III.
38. a4 Ke6 39. Bd8 Kd7 40. Bf6 c6
41. a5 Hb2 42. b4 Hd2 43. Hc1 Rf8
44. Kg1 Re6 45. Rg2 Ke8 46. Bh4
Kf7 47. Re1Kg6 48. Rg2 Bh3 49.
Re1 Rg5?!
Gurevich hefur líklega ekki reikn-
að með því, að mikið hald væri í
þessari óvirku stöðu hvíts, en hann á
eftir að komast að raun um annað.
Hann virðist eiga betri leik: 49.
...Rc7!? 50. Hc2 Hd1 51. Kf2 Rb5 52.
Ke2 Ha1 53. Kf2 (53. Rd3 Bf1+ 54.
Kd2 Ra3 55. Rxf4+ Kf5) 53. ...Bf5
54. Hd2 (54. He2 Rxc3
55. He7 Ha2+ 56. Kg1
Re2+ 57. Kf1 Bh3+
58. Kf2 Rxd4+) 54.
...Rxc3 55. Rg2 Hb1 56.
Rxf4+ Kf7 57. Rd3
Bxd3 58. Hxd3 Rb5 59.
He3 Hxb4 60. He7+
Kg6 61. Hxb7 Hb3 62.
Hb6 Rxd4 63. Hxa6
Hxf3+ o.s.frv.
50. Bxg5 Kxg5 51.
Hc2 Hd1 52. Kf2 Bf5
53. He2 Hc1 54. He7
Hxc3 55. Hg7+ Kf6 56.
Hxb7 Hc4 57. Hb6
Hxd4 58. Hxc6+ Ke5
59. Hxa6 Hxb4 60. Ha8
Hb2+ 61. Kg1 Hb1 62.
Kf2 Hb2+
Nú er skákin jafntefli, t.d. 62.
...Ha1 63. a6 Ha2+ 64. Kg1 Kd4 65.
Rg2 Bd7 66. Rxf4 Bc6 67. Hb8 Hxa6
68. Kf2 Ha2+ 69. Kg3 o.s.frv.
63. Kg1 Hb1 64. Kf2 Hb2+ og
keppendur sömdu um jafntefli.
Jón Garðar hafnaði í 15.–25. sæti á
mótinu með 5½ vinning. Gylfi Þór
Þórhallsson hlaut 2 vinninga og
hafnaði í 94.–97. sæti. Loek Van
Wely (2.645) sigraði með yfirburðum
á mótinu og hlaut 8½ vinning.
Lenka og Arnar Gunnarsson
í Olomouc
Þau Lenka Ptacnikova og Arnar
Gunnarsson taka nú þátt í skákhá-
tíðinni í Olomouc í Tékklandi. Eftir
átta umferðir er Arnar með fjóra
vinninga og eina frestaða skák, en
Lenka er með fjóra vinninga. Tefld-
ar verða 11 umferðir.
Slök byrjun hjá Hörpu
í Stokkhólmi
Harpa Ingólfsdóttir teflir um
þessar mundir á alþjóðlegu kvenna-
móti í Stokkhólmi. Hún hefur tapað
fyrstu þremur skákunum.
Jón Garðar og Sævar
með 2 af 3 í Vlissingen
Þremur umferðum er lokið á al-
þjóðlegu skákmóti í Vlissingen í Hol-
landi. Þeir Sævar Bjarnason og Jón
Garðar Viðarsson eru með tvo vinn-
inga, en Gylfi Þór Þórhallsson hefur
fengið 1½ vinning. Nær 200 þátttak-
endur eru með á mótinu, sem haldið
er í sjötta skipti, og hafa aldrei verið
fleiri.
Jón Garðar náði
lokaáfanga að AM-titli
SKÁK
Amsterdam
10. LOST BOYS-SKÁKMÓTIÐ
26. júlí–4. ágúst 2002
Jón Garðar
Viðarsson
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Stöðumynd I.
Stöðumynd II.
Stöðumynd III.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Skólavörðustíg 21, sími 551 4050.
Viskustykki
Til í níu munstrum Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
INNLENT
VOTTAR Jehóva halda árlegt lands-
mót sitt í Íþróttahúsinu Digranesi í
Kópavogi dagana 9. til 11. ágúst.
Mótið nefnist „Kostgæfir boðberar
Guðsríkis“ og er þáttur í alþjóðlegri
mótaröð sem hófst í maí sl. og stend-
ur fram í janúar á næsta ári.
„Á mótinu er meðal annars lögð
áhersla á gildi þess að sjá heims-
atburðina í ljósi Biblíunnar. Vottar
Jehóva telja Biblíuna mikilvæga
kjölfestu í ólgusjó lífsins, enda varpi
spádómar hennar ljósi á framvindu
heimsmálanna og framtíð mann-
kyns.
Flutt verða rúmlega 30 erindi á
mótinu ásamt umræðum, viðtölum,
sýnidæmum og biblíuleikriti. Roger
Paterson flytur aðalræðu mótsins á
sunnudag kl. 13:45 og nefnist hún
„Mynd þessa heims breytist.“
Búist er við 400 til 500 gestum
hvaðanæva af landinu og er mótið
opið öllum sem hafa áhuga á Biblí-
unni og biblíufræðslu. Dagskráin
hefst kl. 9:30 að morgni alla dagana
og kl. 14:00 síðdegis á föstudag og
laugardag en kl. 13:30 á sunnudag,“
segir í fréttatilkynningu.
Vottar Jehóva
halda þriggja
daga landsmót
MINJASAFN Austurlands stendur
fyrir rútuferð um Hróarstungu með
leiðsögn sunnudaginn 18. ágúst.
Ferðaleiðin verður um Krakárlækj-
arþing, Kirkjubæ, Galtarstaði fram,
Geirsstaðakirkju og endað í Húsey.
Leiðsögumaður er Páll Pálsson
frá Aðalbóli.
Lagt verður af stað frá Minjasafni
Austurlands kl. 13. Boðið verður upp
á miðdegiskaffi og kvöldmat í ferð-
inni, en fólki bent á að hafa með sér
drykkjarföng. Aðgangseyrir er 2.000
kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir
börn.
Vegna mikillar aðsóknar er fólk
beðið um að bóka sig fyrir 15. ágúst,
en farið verður í 60 manna rútu.
Ferðin er styrkt af Menningarráði
Héraðssvæðis.
Rútuferð um
Hróarstungu
♦ ♦ ♦