Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 37 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R „Au pair" New York — London Óskum eftir hressri og barngóðri „au pair" til að aðstoða fjölskyldu með þrjá drengi. Þarf að vera reyklaus. Fjölskyldan býr á Manhattan, en mun flytja til London í desember. Umsóknir skal senda til auglýsingad. Mbl. fyrir 12. ágúst, merktar: „Au pair — tvær borgir.“ Grunnskólakennarar óskast strax Enn eru kennarastöður lausar til umsóknar við skóla Reykjanesbæjar. Grunnskólar bæjarins eru allir einsetnir og aðbúnaður eins og best verður á kosið. Greiddur er flutningsstyrkur til réttindakennara. Holtaskóli 1.—10. bekkur Kennslusvið: Almenn kennsla á yngsta- og miðstigi, sérkennsla. Skólastjóri: Sigurður E. Þorkelsson, vinnusími 421 1135, hs. 421 5597, http://www.holtaskoli.is Njarðvíkurskóli 1.—10. bekkur Kennslusvið: Almenn kennsla. Skólastjóri: Gylfi Guðmundsson, vinnusími 420 3000, hs. 421 4380, http://www. njardvik.is Heiðarskóli 1.—10. bekkur Kennslusvið: Sérkennsla Skólastjóri Gunnar Þór Jónsson, vinnusími 420 4500, 421 3017, http://www.heidarskoli.is Upplýsingar veita skólastjórarnir. Laun samkvæmt kjarasamningum KÍ. Allar umsóknir berist Skólaskrifstofu Reykja- nesbæjar, Hafnargötu 57, 230 Keflavík, Reykjanesbæ. Fræðslustjóri. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Mús in er mætt með betra verð í Smáralind Farðu inná mbl.is og taktu þátt í ljósmyndasamkeppn i ársins. Frábær verðlaun frá meisturum st afrænnar ljósmyndunnar! Sumarhátíð SÍNE SAMBAND íslenskra námsmanna erlendis heldur sína árlegu sumar- ráðstefnu annað kvöld, fimmtudag- inn 8. ágúst, kl. 20 á Hverfisgötu 105, 3. hæð. Farið verður yfir reikninga félagsins og ársskýrslur lagðar fram. Að fundinum loknum verður boðið upp á veitingar og léttara hjal þar sem hagsmunamál líðandi stundar verða rædd. Félagsmenn og aðrir velunnarar SÍNE eru hvattir til að láta sjá sig. LEIÐRÉTT Upphæð vantaði Í frétt í gær um úthlutanir úr Þýð- ingarsjóði féll niður upphæð styrkja til bókaforlagsins Bjarts, Hins ís- lenska bókmenntafélags, Orms- tungu og Máls og menningar. Þessi forlög hlutu styrki að upphæð 350 þúsund krónur til þýðinga verka eft- ir Dai Sije, William James, Mikael Niemi og Nick Hornby. Er beðist velvirðingar á þessu. Baktería, ekki veira Í frétt í blaðinu í gær um her- mannaveiki sem upp er komin í Bret- landi sagði að veira orsaki sjúkdóm- inn. Þetta er alrangt, það er baktería sem veldur hermannaveiki en bakt- eríur og veirur eru gjörólíkar lífver- ur. Beðist er velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.