Morgunblaðið - 07.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HRAÐASKYNJARAR sem Vega-
gerðin hefur sett upp í nágrenni höf-
uðborgarinnar, meðal annars á
Hafnarmelum og Hellisheiði, leiða í
ljós að of margir ökumenn aka yfir
leyfilegum hámarkshraða að sögn
Óla H. Þórðarsonar, framkvæmda-
stjóra Umferðarráðs.
Á skynjurunum sem mæla um-
ferðarhraða allan sólarhringinn
kemur fram að á Hellisheiði og
Hafnarmelum á mánudag ók um það
bil fjórðungur ökumanna of hratt,
eða á yfir 90 km á klukkustund. Af
þeim sem óku of hratt voru flestir á
hraðabilinu 100 til 110 km á klukku-
stund, færri óku á bilinu 110–120 km
hraða og þá var hópur ökumanna á
yfir 120 km hraða á klukkustund.
„Mælingarnar sýna að það eru
ótrúlega margir sem virða ekki há-
markshraðareglur. Um helgina náð-
ist mjög góður árangur í umferðar-
málum. Við vöruðum við því strax
eftir helgina að menn yrðu að halda
áfram vöku sinni. Það hefur hins
vegar sýnt sig að um leið og umferð-
in minnkar og er ekki jafnþétt og á
köflum um helgina byrjar ákveðinn
hópur ökumanna að spretta úr spori.
Það sjáum við beinlínis á þessum töl-
um. Því er hér um að ræða of mikið
kæruleysi þessara ökumanna,“ segir
Óli.
Vegagerðin hefur sett upp hraða-
mæla á sex stöðum um landið og sjá
Vegagerðin og Umferðarráð um það
í sameiningu að koma niðurstöðun-
um á framfæri. Segir Óli að eftir að
byrjað var formlega að nota mælana,
í febrúar síðastliðnum, fáist miklu
betri yfirsýn um hraða ökutækja á
þjóðvegunum en áður.
Morgunblaðið/Þorkell
Hraðamælar Vegagerðarinnar sem stillt hefur verið upp á þjóðvegum í
næsta nágrenni höfuðborgarinnar sýndu að á mánudag ók um fjórð-
ungur ökumanna of hratt á þessum vegum.
Hraðaskynjarar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
Fjórðungur ökumanna
er á of miklum hraða
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra segir enga þjóð hafa
fundið upp þá reiknireglu sem geti
með réttmætum hætti metið verð-
mæti lands sem fer undir virkjanir.
Hún telur hins vegar líklegt að þró-
un næstu ára leiði til þess að slík
reikniregla verði fundin upp og not-
uð í framtíðinni.
Valgerður var spurð að því hvort
mat á verðmæti lands ætti að fara
fram þegar arðsemi virkjanafram-
kvæmda væri reiknuð út en í nýlegu
viðtali við Morgunblaðið um Kára-
hnjúkavirkjun sagði Friðrik Soph-
usson, forstjóri Landsvirkjunar, að
stjórnmálamenn yrðu að svara þess-
ari spurningu, ásamt spurningu um
auðlindagjald. Var haft eftir Frið-
riki að verðmætamat hefði ekki far-
ið fram vegna Kárahnjúkavirkjun-
ar.
Aðferðafræðin
ekki á hreinu
„Við höfum aðferðafræðina ekki á
hreinu hvað þetta varðar. Ég met
land mikils en það er hluti af auð-
lindinni. Hvað Kárahnjúkavirkjun
varðar erum við að tala um að nýta
okkur þá auðlind sem þar er. Það
hefur aldrei farið á milli mála að
virkjunin hefði áhrif á landið en við
erum ekki lengra komin en þetta í
dag. Ég efast ekki um að þetta verði
pólitískt umfjöllunarefni í framtíð-
inni,“ segir Valgerður.
Jákvæð áhrif á
ferðaþjónustu
Hún bendir á að vegna vinnu við
rammaáætlun um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma hafi farið fram sam-
anburður á kostum sem landið gefur
af sér. Metnir hafi verið kostir
ferðaþjónustu af ósnortinni náttúru
á móti virkjun á sama svæði og þar
hafi kostir virkjunar haft vinning-
inn. Valgerður segir þetta hins veg-
ar ekki útiloka möguleika á ferða-
þjónustu þar sem virkjað er.
„Áhrif á ferðaþjónustu hafa alls
staðar verið jákvæð á þeim svæðum
þar sem virkjað hefur verið á Ís-
landi. Þrátt fyrir Kárahnjúkavirkj-
un erum við áfram með stærsta
ósnortna landsvæðið í Evrópu,“ seg-
ir Valgerður.
Valgerður Sverrisdóttir um verð-
mæti lands sem fer undir virkjanir
Reikniregla gæti
orðið til næstu árin
VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra segist mjög ánægð með
samkomulag Landsvirkjunar og
Norðuráls um afhendingu orku
vegna fyrri áfanga stækkunar ál-
vers Norðuráls á Grundartanga,
þ.e. stækkunar úr 90.000 tonnum í
180.000 tonn. Samkomulagið var
undirritað á föstudag en það er m.a.
háð þeim skilyrðum að Norðurál
tryggi sér hráefni til stækkunar-
innar og gangi frá fjármögnun
hennar, að samningar takist um
orkuverð og að leyfi fáist fyrir
nauðsynlegum orkuframkvæmdum,
þar á meðal Norðlingaölduveitu.
Valgerður segir að samkomulagið
sé viljayfirlýsing og kveðst ánægð
með að málið skuli komið þó þetta
langt. Hún segir að samkomulagið
sé í samræmi við þær væntingar að
álver Norðuráls á Grundartanga
yrði stækkað áður en farið yrði út í
álversframkvæmdir fyrir austan.
„Hápunkturinn fyrir austan kem-
ur því eftir að framkvæmdum er
lokið á Grundartanga. Það er afar
ánægjulegt,“ segir Valgerður.
Hún játar því hins vegar að málið
sé ekki í höfn. Það séu atriði í sam-
komulaginu sem eigi eftir að ná
saman um. Orkuöflunarþátturinn sé
ekki í höfn. Hún ítrekar að það sem
skipti máli sé að aðilar hafi náð
þetta vel saman. Það sé jákvætt
skref.
Aðspurður um þýðingu sam-
komulagsins við Norðurál í ljósi
þeirra fyrirvara sem á því eru, m.a.
um orkuverðið, segir Jóhann Már
Maríusson, aðstoðarforstjóri
Landsvirkjunar, það mikilvægt að
hafa raforkukaupanda áður en ráð-
ist verði í umfangsmiklar virkjana-
framkvæmdir. Hann segir viðræður
um orkuverð vera það langt komn-
ar að menn hafi talið óhætt að
skrifa undir samkomulagið. Nú sé
beðið eftir úrskurði Skipulagsstofn-
unar um mat á umhverfisáhrifum
vegna Norðlingaölduveitu. Sú virkj-
un sé meginforsenda þess að hægt
verði að útvega Norðuráli þá raf-
orku sem þurfi vegna stækkunar-
innar.
Iðnaðarráðherra um samning Landsvirkjunar og Norðuráls
Samkomulagið í sam-
ræmi við væntingar
Tölvuunnin mynd frá Norðuráli sem sýnir álverið í fullri stærð, þ.e. miðað við 240 þús. tonna ársframleiðslu.
BRYNJÓLFUR Bjarnason, for-
stjóri Landssíma Íslands hf., segir
að Síminn sé ekki að fá það fjármagn
út úr heimtauginni sem hann þurfi til
að rekstur heimtaugarinnar geti
staðið undir sér. Af þeim sökum ætli
Síminn að hækka heimtaugargjaldið
í heildsölu um 16% hinn 1. septem-
ber nk., eins og fram kom í tilkynn-
ingu Símans fyrir helgi, en þar með
hækka afnotagjöld talsímans. Hann
segir aðspurður að hækkanir undan-
farin misseri hafi ekki dugað til að
standa undir rekstri fastlínukerfis-
ins.
Samkvæmt fjarskiptalögum, sem
tóku gildi árið 2000, var Símanum
heimilað að „færa fastagjöld fyrir
talsíma til samræmis við kostnað að
viðbættri hæfilegri álagningu.“ Fyr-
irtækinu var gert að leggja viðkom-
andi kostnaðarreikninga fyrir Póst-
og fjarskiptastofnun og stofnunin
ákvarðaði fastagjald fyrir talsíma
með hliðsjón af þeim.
Gjaldið óbreytt frá 2001
„Síminn á að reka heimtaugakerf-
ið skv. skilgreiningu á kostnaðar-
gjaldsgreiningu að viðbættri hæfi-
legri álagningu. Við teljum að í dag
séum við ekki að hafa það út úr heim-
tauginni sem við þurfum til að geta
staðið undir þessari skilgreiningu,“
segir Brynjólfur. Hann bætir því við
að árið 2000 hafi Póst- og fjarskipta-
stofnun ákveðið heimtaugargjaldið,
sem nú sé í gildi, og að það hafi geng-
ið í gildi 1. janúar 2001. „Gjaldið hef-
ur verið óbreytt síðan,“ segir hann.
Á þeim tíma hafi hins vegar m.a. ver-
ið lagður töluverður kostnaður í að
dreifa ISDN um allt land en einnig
hafi orðið um 13% hækkun á verð-
lagi. „Við þurfum því að fá þarna
hækkun til að þetta geti staðið undir
sér eins og það er skilgreint.“
Brynjólfur bætir því ennfremur
við að þegar Póst- og fjarskipta-
stofnun hafi verið að ákveða umrætt
gjald á sínum tíma hefði komið upp
ágreiningur milli hennar og Símans
um hve hátt gjaldið ætti að vera.
Síminn hefði m.ö.o. talið að gjaldið
ætti að vera hærra en það gjald sem
Póst- og fjarskiptastofnun tók síðan
ákvörðun um að ætti að gilda.
Áform Símans um að hækka heim-
taugargjaldið eru nú til umfjöllunar
hjá Póst- og fjarskiptastofnun.
Forstjóri Símans segir heimtaugargjald hafa verið óbreytt frá ársbyrjun 2001
Rekstur heim-
taugar þarf að
standa undir sér
ALEKSANDER Rannikh, sendi-
herra Rússlands á Íslandi, segist
gera sér vonir um að koma rúss-
neska herskipsins Admiral Chab-
amenko til Íslands muni tengja
Rússland, Ísland og Bandaríkin
enn traustari böndum en áður.
Skipið kemur í opinbera heimsókn
hingað til lands nk. laugardag
ásamt birgðaskipinu Sergei Oc-
ipov. Þetta er þriðja skiptið sem
skip úr rússneska flotanum kemur
í heimsókn til Íslands, en það
gerðist áður árið 1969 og árið
1870.
Skipin koma til Reykjavíkur síð-
degis laugardaginn 10. ágúst og
eiga hér viðdvöl í fjóra daga. Al-
menningi gefst kost á að skoða
Admiral Chabamenko á sunnudag,
mánudag og þriðjudag.
Eitt af nýjustu herskip-
unum í flotanum
Admiral Chabamenko er eitt af
nýjustu herskipunum í flota Rúss-
lands, en því var hleypt af stokk-
unum fyrir rúmum tveimur árum.
Fyrir rússnesku sendinefndinni fer
Vladimir Dobroskochenko vara-
aðmíráll.
Rannikh sagði að meðan á dvöl
skipsins stæði myndi hluti af
áhöfninni fara í heimsókn til varn-
arliðsins á Keflavíkurflugvelli, en
þar munu rússneskir sjóliðar og
bandarískir hermenn takast á í
fótboltaleik. Áhöfnin myndi einnig
skoða sig um á Íslandi og bjóða Ís-
lendingum að skoða skipið. Auk
þess munu forseti Íslands, utanrík-
isráðherra og borgarstjórinn í
Reykjavík heimsækja skipið.
Með um borð í skipinu eru rúss-
neskir listamenn, tónlistarmenn og
dansarar, en þeir verða með sýn-
ingu á Ingólfstorgi á sunnudag.
Rannikh sagði að heimsókninni
væri því einnig ætlað að treysta
menningartengsl landanna.
Admiral Chabamenko heldur frá
Íslandi á miðvikudagsmorgun og
fer þá til Bretlands þar sem her-
skipið verður til sýnis.
Rússneskt herskip
í opinberri heimsókn
á Íslandi
Spila fótbolta
við hermenn
á Keflavíkur-
flugvelli