Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 1

Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 1
223. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. SEPTEMBER 2002 GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands og leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins (SPD), kvaðst í gær fagna því mjög að fá tækifæri til að stýra landinu áfram en ríkisstjórn SPD og græningja hélt naumlega velli í þingkosningum sem haldnar voru á sunnudag. Ljóst er þó að mörg erfið verkefni bíða Schröders, m.a. að laga samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna eftir stormasama kosningabaráttu í Þýskalandi. George W. Bush Bandaríkjafor- seti óskar þjóðarleiðtogum, sem sigra í þing- eða forsetakosningum, jafnan til hamingju með árangurinn, einkum þegar í hlut eiga vinaþjóðir. Það hefur hann hins vegar ekki gert nú, að sögn heimildarmanna í Bandaríkjunum. Skýrast viðbrögð Bandaríkjaforseta án efa af niðrandi ummælum sem höfð voru eftir þýska dómsmálaráðherranum, Hertu Däubler-Gmelin, um Bush í síðustu viku. Þá vakti hörð andstaða Schröders í kosningabaráttunni við hugsanlega hernaðarárás á Írak litla hrifningu vestanhafs. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, dró ekki dul á það í gær að kosningabaráttan í Þýskalandi hefði „eitrað“ samband Bandaríkjanna og Þýskalands. Rumsfeld var þá staddur í Póllandi á fundi varnarmálaráðherra aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og gaf hann til kynna að hann hefði engan hug á því að eiga sérstakan fund með þýskum starfs- bróður sínum. Schröder bar sig vel í gærmorgun og kvaðst vera þess fullviss að sam- skipti ríkjanna myndu batna. Hann ítrekaði þó að þýsk stjórnvöld myndu sjálf ráða utanríkisstefnu sinni. Á hinn bóginn tilkynnti Schröder að Däubler-Gmelin hyrfi nú úr ríkisstjórn. SPD fékk 38,5% atkvæða í kosn- ingunum, rétt eins og helsti keppi- nauturinn, kosningabandalag kristi- legu flokkanna CSU/CDU. SPD fær þó 251 þingmann kjörinn en CSU/ CDU aðeins 248. Græningjar eru stóri sigurvegarinn í kosningunum en flokkurinn bætti við sig 1,9% í fylgi og hefur nú 55 þingsæti. Sam- anlagt hafa stjórnarflokkarnir níu sæta þingmeirihluta, njóta stuðn- ings 306 fulltrúa á þýska þinginu. Er rætt um að græningjar muni í ljósi úrslitanna gera kröfu um fjóra ráð- herra í ríkisstjórninni, í stað þriggja áður. Edmund Stoiber, kanslaraefni kristilegu flokkanna, spáði því þó í gær að stjórnin yrði ekki langlíf. Ríkisstjórn Gerhards Schröders hélt naumlega velli í þýsku kosningunum Hefur engin heillaóska- skeyti fengið frá Bush AP Gerhard Schröder ræðir við fréttamenn í Berlín í gær. Berlín, Trenton, Varsjá. AFP.  Samsteypustjórn/22  Eftir/28 SPÁNSKUR lögreglumaður stend- ur vörð yfir hópi ólöglegra innflytj- enda frá Norður-Afríku en þeir voru stöðvaðir í hafnarborginni Tarifa á Suður-Spáni snemma í gær. Yfirvöld á Spáni hafa nýverið aukið mjög eftirlit á Gíbraltarsund- inu, sem skilur að Spán og Marokkó, enda hefur það færst mjög í aukana að fólk frá nyrstu svæðum Afríku reyni að laumast inn í landið með það fyrir augum að setjast þar að. Reuters Innflytjend- ur stöðvaðir TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að stöðva þyrfti Saddam Hussein, forseta Íraks, enda léki enginn vafi á því að hann væri nú í óðaönn að koma sér upp gereyð- ingarvopnum. Ummælin voru höfð eftir Blair fyrir fund sem hann átti með ríkisstjórn sinni en þar hugðist hann leggja fram gögn sem eru sögð sýna svart á hvítu hversu mikil ógn stafi af Saddam. Þá sögðu breskir embætt- ismenn að „innan fárra daga“ yrðu lögð fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna drög að ályktun þar sem þess verður m.a. krafist að Saddam fargi vopnum sínum. George W. Bush Bandaríkjafor- seti lét hafa eftir sér í gær að hann vildi að fast yrði að orði kveðið í hverri þeirri ályktun, sem sam- þykkt væri á vettvangi öryggisráðs- ins. Ályktun öryggisráðsins þyrfti að gefa Saddam skýr skilaboð um að sú tíð væri liðin að hann kæmist upp með undanslátt og lygar. Bandaríkin og Bretland hafa und- anfarna daga þrýst mjög á um að öryggisráðið samþykkti nýja álykt- un þar sem tekið væri skýrt fram að Írakar gætu vænst þess að á þá yrði ráðist ef þeir ekki heimiluðu er- indrekum SÞ óheftan aðgang að vopnabúrum sínum. Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, fullyrti hins vegar í gær að mörg ríki, þ.á m. ríki sem neitunar- vald hefðu í öryggisráðinu, væru mótfallin því að samþykkt yrði ný og sérstök ályktun um Íraksdeil- una. Aðeins Bretland, Bandaríkin, Rússland, Kína og Frakkland hafa neitunarvald í öryggisráði SÞ. Verð á hráolíu hækkar Um helgina lýstu Írakar því yfir að þeir sættu sig ekki við nein frek- ari skilyrði um vopnaeftirlit eða af- vopnun, en áður höfðu þeir sagst ætla að heimila vopnaeftirlitsmönn- um SÞ að snúa aftur til landsins. Varð yfirlýsing þeirra frá því um helgina til þess í gær að verð á hrá- olíu hækkaði talsvert á mörkuðum í London og New York. Kostar fatið nú 29,11 dollara en svo dýrt hefur fatið af hráolíu ekki verið í heilt ár, eða frá því skömmu eftir árásirnar á Bandaríkin í fyrra. Gögnin sem kynnt voru bresku stjórninni í gær verða gerð aðgengi- leg fyrir almenning í dag en þá fer fram sérstök umræða í breska þinginu um hugsanlegar hernaðar- aðgerðir gegn Írak. Íraksdeilan rædd á breska þinginu Drög að ályktun senn lögð fyrir öryggisráð SÞ London, Trenton í New Jersey, Kaíró. AFP. Tony Blair YASSER Arafat, forseti heimastjórn- ar Palestínumanna, hafnaði í gær skilyrðum Ísraela fyrir því að hætta umsátri um höfuðstöðvar Arafats í Ramallah. Höfðu Ísraelar farið fram á að Arafat gæfi upp nöfn þeirra, sem hafast við í höfuðstöðvunum með hon- um. Áður höfðu þeir krafist framsals 20 manna, sem eru í höfuðstöðvunum og sem Ísraelar segja hafa tengsl við öfgahreyfingar Palestínumanna. Ísraelski herinn hóf umsátur um höfuðstöðvar Arafats á fimmtudag eftir tvær sjálfsmorðsárásir palest- ínskra öfgamanna. Standa aðeins einkaskrifstofur Arafats eftir en aðr- ar byggingar höfuðstöðvanna eru nánast í rúst eftir aðgerðir Ísraela. Mjög er þrýst á Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, að halda aftur af hersveitum sínum og lét Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkjafor- seta, hafa eftir sér að umsátrið í Ram- allah væri ekki til þess fallið að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Forsætis- ráðherrar Evrópusambandsríkjanna sendu sömu skilaboð í gær en þeir funduðu þá í Kaupmannahöfn. Arafat hafn- ar skilmál- um Ísraela Ramallah. AFP. MIKIÐ verðfall varð á mörkuð- um víða um heim í gær vegna vax- andi áhyggna af efnahagslífinu og ótta við stríðsátök í Írak. Á Wall Street lækkaði Dow Jones-hluta- bréfavísitalan um 113,94 punkta eða 1,43%, og er nú 7872 punktar. Þá lækkaði Nasdaq-vísitala tæknifyrirtækja um 36,12 punkta, eða 2,96%, og er nú 1184,97 punktar en lægri hefur hún ekki verið síðan í september 1996. Verðfallið var jafnvel enn meira í helstu kauphöllum í Evr- ópu en þar hafði áhrif naumur sigur ríkisstjórnar Gerhards Schröders í þýsku þingkosning- unum. Þannig lækkaði Euro Stoxx 50-vísitalan um heil 3,8%, og hefur ekki verið lægri síðan í maí 1997. FTSE-vísitalan breska lækkaði um 3,1%, franska CAC 40-vísitalan um 3,3% og þýska DAX 30-vísitalan lækkaði um 4,9% og hefur hún ekki verið lægri í meira en fimm ár. Verðfall á mörkuðum New York, London. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.