Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STEFNT er að því að fjölga þver-
faglegum námsleiðum innan Há-
skóla Íslands á næstu árum, fjölga
nemendum í meistara- og doktors-
námi og námskeiðum og námsleið-
um á ensku. Þá er gert ráð fyrir að
hefja byggingu fyrsta áfanga Vís-
indagarða í Vatnsmýrinni á næsta
ári, taka í notkun Náttúrufræðahús
fyrir árslok 2003 og reisa Háskóla-
torg, þjónustumiðstöð háskóla-
samfélagsins, fyrir mitt ár 2005.
Á kynningarfundi sem haldinn
var í hátíðarsal í Aðalbyggingu HÍ í
gær voru þessar áætlanir og fleiri
kynntar.
Í ræðu Páls Skúlasonar rektors
kom fram að frá því ný lög um Há-
skólann tóku gildi árið 1999 hafi Há-
skólinn unnið markvisst að stefnu-
mótun á öllum sviðum starf-
seminnar. Fyrsti áfangi þeirrar
vinnu var samþykkt sameiginlegrar
vísinda- og menntastefnu Háskólans
í fyrra. Í framhaldi af því voru ít-
arlegar þróunaráætlanir unnar af
öllum deildum skólans sem kynntar
voru á háskólafundi sama ár.
Sértekjur Háskólans verði yfir
40% af heildarveltu árið 2005
Þriðji stóri áfanginn í stefnumót-
unarstarfi skólans er áætlun um
uppbyggingu háskólans, markmið
og aðgerðir 2002–2005, sem kynnt
var í gær. Í áætluninni eru sett fram
þrjú meginmarkmið sem stefnt er
að í öllu starfi HÍ á næstu þremur
árum. Samkvæmt þeim á að gera
skólann að enn öflugri rannsókn-
arháskóla, auka fjölbreytni námsins
og efla alþjóðleg samskipti og bæta
starfsskilyrði allra í háskólasamfé-
laginu.
Á kynningarfundinum taldi Páll
upp aðgerðir til að hrinda þessum
markmiðum í framkvæmd. Stefnt er
að því að innleiða strax í haust sam-
ræmt gæðakerfi sem á m.a. að auka
virkni og árangur rannsókna við
skólann og bæta kennsluhætti. Ráð-
gert er að fjölga brautskráðum
framhaldsnemendum og að nemend-
ur í meistara- og doktorsnámi verði
orðnir 20% af nemendafjölda árið
2005 en þeir eru nú 10%. Stefnt er
að því að tengja enn betur starfsemi
rannsókna- og fræðasetra HÍ á
landsbyggðinni við rannsóknir og
kennslu við Háskólann.
Auka á hlutfall sértekna, meðal
annars úr innlendum og erlendum
rannsóknarsjóðum, af heildarveltu
skólans og er stefnt að því að hlut-
fallið verði yfir 40% á árinu 2005.
Það er í dag 35%.
Ráðgert er að deildir leggi fram
tillögur um þverfaglegar námsleiðir
á meistarastigi sem háskólaráð taki
síðan afstöðu til hvort styrktar verði
sérstaklega. Bjóða á upp á meist-
aranám í ensku í völdum námsgrein-
um og kynna þær erlendis.
Þá er stefnt að því að árið 2005
hafi fjórðungur brautskráðra nem-
enda við HÍ tekið hluta af námi sínu
erlendis. Um 250 erlendir skipti-
nemar eru nú við nám í Háskólanum
en 175 íslenskir nemendur sækja
nám árlega við erlenda háskóla.
Lagt er til að erlendum stúdentum
við Háskólann verði fjölgað til árs-
ins 2005 í a.m.k. 700 alls en þeir eru
nú 500 talsins frá 63 löndum. Þá á að
þróa nánara samstarf við erlenda
háskóla en sem stendur eru í gildi á
þriðja hundrað samningar við sam-
starfsháskóla víðsvegar um heim-
inn.
Meðal háskóla sem rektor nefndi
að ráðgert væri að efla tenglslin við
eru háskólinn í Wisconsin í Madison
og háskólar vítt og breitt um Kali-
forníu.
Páll ræddi einnig um áætlanir í
tengslum við bætt starfsskilyrði á
háskólasvæðinu. Sagði hann að
stefnt væri að því að taka Náttúru-
fræðahús í notkun fyrir árslok 2003.
Þá væri einnig ráðgert að hefja
byggingu Vísindagarða í Vatnsmýr-
inni á árinu 2003 í samvinnu við fyr-
irtæki og stofnanir. Hann sagði þó
ekki tímabært að upplýsa á þessari
stundu hvaða fyrirtæki tækju hugs-
anlega þátt í því samstarfi.
Reisa á Háskólatorg, þjónustu-
miðstöð fyrir allt háskólasamfélagið,
á lóð milli Aðalbyggingar og íþrótta-
húss fyrir mitt ár 2005 og er mark-
miðið að það muni tengja saman lóð-
ir austan og vestan Suðurgötu.
Gert er ráð fyrir að endurbótum á
Læknagarði verði lokið fyrir árslok
2005, búnaður í tilraunastofum í
VRI verði endurnýjaður fyrir árslok
2005 og að staða raunvísinda- og
verkfræðideildar verði bætt. Þá er
markmiðið að starfsemi sem er í
leiguhúsnæði verði flutt inn á há-
skólasvæðið fyrir árslok 2003.
Fjárveitingar til rannsókna og
kennslu verði sambærilegar
Í kynningarbæklingi sem gefinn
var út um markmið og aðgerðir Há-
skólans í uppbyggingarmálum á
næstu þremur árum kemur fram að
skráðir nemendur við Háskólann
voru 7.273 í fyrra. Að sögn Páls
Skúlasonar eru hins vegar 8.048
skráðir til náms við Háskólann í
haust. Þá kemur þar fram að fjár-
veiting og sértekjur Háskólans voru
rúmir 5 milljarðar í fyrra. Sagði Páll
að fjárveitingar til skólans hefðu
ekki haldist í hendur við aukningu
nemenda á undanförnum árum.
Fram kom í máli Páls að stefnt
væri að því að fjárveitingar til rann-
sókna yrðu sambærilegar fjárveit-
ingum til kennslu, skýrir árangurs-
mælikvarðar yrðu látnir ráða
fjárveitingum og að sérstaða fá-
mennra greina verði viðurkennd. Í
fyrra var 2,2 milljörðum varið til
kennslu við Háskólann en rúmum
1.300 milljónum til rannsókna.
Þá kom fram að Háskólinn stefnir
að því að nýr samningur verði gerð-
ur við ríkisvaldið um fjármögnun
kennslu þar sem tekið verði tillit til
sérstöðu ýmissa námsgreina og
þátttöku Háskólans í alþjóðlegu
fræðastarfi auk þess sem einkaleyf-
isgjald Happdrættis Háskóla Ís-
lands verði lækkað og fjárveitingar
fáist úr ríkissjóði til að standa undir
viðhaldi húsnæðis sem notað er til
rannsókna.
Rektor kynnir markmið og aðgerðaáætlun í uppbyggingu Háskóla Íslands 2002–2005
Stefnt er að fjölg-
un meistara- og
doktorsnema
Morgunblaðið/Kristinn
Reisa á Háskólatorg, þjónustumiðstöð fyrir allt háskólasamfélagið, á
lóð milli Aðalbyggingar og íþróttahúss fyrir mitt ár 2005, samkvæmt
aðgerðaáætluninni sem Páll Skúlason háskólarektor kynnti í gær.
HRÚTURINN þrjóski, sem sneri á
leitarmenn á Gnúpverjaafrétti á
dögunum og synti yfir Þjórsá, er
nú allur en leitarmenn á Holta-
mannaafrétti náðu hrútnum á
laugardag þegar þeir leituðu Búð-
arháls. Sagt var frá hrútnum í
Morgunblaðinu í síðustu viku.
Hrúturinn náðist eftir að hann
slasaðist á flóttanum og aflífuðu
leitarmennirnir hrútinn, sem var
réttdræpur þar sem hann hafði
farið yfir sauðfjárveikivarnarlínu.
Jónas Jónsson frá Kálfholti,
fjallkóngur Áshreppinga og odd-
viti í Ásahreppi, segir að hrút-
urinn hafi verið við Manntapa-
hellu þegar hann sást, beint á
móti bólinu sínu við Ófærutanga.
Tveir vanir og hraustir fjallmenn,
Hallgrímur Birkisson frá Króki
og Sigfús Davíðsson, sem er ætt-
aður frá Sumarliðabæ en býr á
Hellu, hafi hlaupið á eftir hrútn-
um í tvo og hálfan klukkutíma,
um erfitt landslag. „Þeir eltu
hann í klettum og náðu hrútnum
fyrir rest eftir að hann hafði slas-
ast þegar honum skrikaði fótur.
Þarna eru háar bríkur og kletta-
belti. Mestu skiptir að mennirnir
skyldu ekki slasast,“ segir Jónas.
Hann segir að Manntapahella sé
einmitt kölluð svo þar sem sagan
segi að þeir sem reyndu að fara
yfir Þjórsá á þessum stað hafi
runnið í hana.
„Þjórsá rennur víða í þröngum
gljúfrum, sem eru víða há. Sum-
staðar er hengiflug, annars staðar
eru erfiðar brekkur með lausu
grjóti. Þarna er víða mikil hætta
fyrir menn að fara og þangað eru
ekki sendir nema þaulreyndir og
ólofthræddir menn. Það hefur oft
komið til þess að þarna hefur
þurft að fara í bönd og síga eftir
kindum,“ segir Jónas.
Urðaður í gljúfrinu
þar sem hann vildi vera
Eftir að leitarmennirnir náðu
hrútnum aflífuðu þeir hann og
urðuðu í gljúfrinu, þar sem hrút-
urinn vildi jú sjálfur vera. Í fyrra
voru margar árangurslausar til-
raunir gerðar til að ná hrútnum
og kom hann sér fyrir í skúta í
Þjórsárgljúfri þar sem hann hafð-
ist við yfir veturinn. Jónas segir
að hrúturinn hafi ekki verið neitt
lamb að leika sér við. „Hann var
einfari, var orðinn svo villtur að
hann sætti sig ekki við að sjá
manninn nálægt sér og samlag-
aðist engu fé. Það er óvenjulegt
að lenda í svona kindum sem ekki
er hægt að höndla. Ég hef oft lent
í þrjóskum kindum og þær ganga
stundum frekar í opinn dauðann
en að láta taka sig,“ segir Jónas.
Hann segir að leitarmennirnir
hafi ákveðið að skynsamlegast
væri að aflífa hrútinn þarna á
staðnum, en ekkert beið hans
annað en að fara í sláturhús þar
sem hann var kominn yfir varn-
arlínu. „Ef hann hefði ekki náðst
hefði náttúran séð fyrir honum,
það er óvenjulegt að hrútar lifi
þarna af veturinn. Okkur er skylt
að koma í veg fyrir að hann þjá-
ist, sé hungraður yfir veturinn og
dagi þarna uppi,“ segir Jónas.
Leitarmenn á Holtamanna-
afrétti réttuðu á sunnudag í
fyrsta skipti í nýrri rétt, Haldrétt,
skammt frá nýju brúnni yfir
Tungnaá, en þar var áður kláf-
ferja yfir ána.
Þrjóski hrúturinn sem synti yfir Þjórsá er allur
Náðist slasaður á flótta
undan leitarmönnum