Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 8

Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðminjasafn Íslands Sagan að baki þjóðminjunum ENDURBÆTUR áhúsnæði Þjóð-minjasafns Íslands við Suðurgötu eru á loka- stigi og styttist í opnun nýrra aðalsýninga þar. Þjóðminjasafnið hefur fengið til liðs við sig Neil Fazakerley, starfsmann Vísindasafnsins í London, sem hefur veitt ráðgjöf um hönnun og uppbyggingu sýninga. „Vísindasafnið er rekið fyrir opinbert fé, en við verðum að hafa allar klær úti til að afla aukafjár- magns. Safnið rekur því bæði verslun og kaffihús og selur sérfræðiþekkingu starfsmanna sinna. Verk- efnin hafa verið af ýmsum toga, því auk þess að veita ráðgjöf um uppbyggingu safna höfum við aðstoðað við gerð ferða- mannamiðstöðva og leikaðstöðu fyrir börn í stórmörkuðum, svo dæmi séu tekin. Við höfum lagt metnað okkar í að aðstoða þá, sem vilja ná til almennings til að koma einhverju á framfæri. Hér á landi hef ég starfað með starfsfólki Þjóðminjasafnsins og kom hingað að tilstuðlan breska sendiráðsins, sem kostar för mína.“ – Hvernig hefur starfi þínu hér verið háttað? „Ég hef kynnt vinnuaðferðir okkar og hvernig við teljum að söfn þróist á 21. öldinni. Að sjálf- sögðu get ég ekkert fullyrt um hvernig Þjóðminjasafnið eigi að standa að sýningum, en mér er mikil ánægja að fá að leggja mínar hugmyndir af mörkum.“ – Er komin mynd á væntanleg- ar sýningar í Þjóðminjasafni? „Mikil vinna hefur þegar verið leyst af hendi, en sýningarnar verða eðlilega í þróun fram á síð- asta dag. Að mínu viti getur safnið orðið samkomustaður þjóðarinn- ar, auk þess sem ferðamenn munu auðvitað leita til safnsins. Best væri ef hægt væri að kynna ferða- mönnum og heimamönnum menn- ingararfinn, ekki eingöngu með því að sýna fagra hluti, heldur einnig með því að segja söguna að baki hlutnum, hver átti hann og hvenær, hvernig var hann búinn til og hvernig var hann notaður, hvaða lífi lifði það fólk sem notaði hann og hvaða áhrif hafði þeirra samtími á líf nútíma Íslendinga. Sumir geta fræðst með því að skoða hluti og lesa sér til um þá, en öðrum hentar betur að fá að hverfa inn í fyrri heim með aðstoð gagnvirkrar tækni.“ – Hversu víða skírskotun á Þjóðminjasafnið að hafa? „Íslendingar eru auðug þjóð í menningarlegu tilliti. Þjóðin á ótrúlega marga alþjóðlega þekkta listamenn miðað við mannfjölda, kvikmyndagerðarmenn og tón- listarmenn. Þessi menningarauð- ur er ekki síður merkilegur en saga víkinganna og ég myndi vilja sjá þá heildarmynd í Þjóðminja- safninu. Vísindasafnið lauk nýlega stóru verk- efni fyrir fyrirtæki í Bretlandi, þar sem sett var upp sýning um orkugjafa af ýmsu tagi. Við miðuðum sýninguna ekki ein- göngu við vísindi, heldur ekki síð- ur sögu og landafræði. Hérna væri hægt að fara sömu leið. Þjóð- minjasafnið spannar ekki ein- göngu sögu þjóðarinnar, heldur líka t.d. tungumál hennar og list- ir.“ – Gildir hið sama um sýningar í vísindasafni og þjóðminjasafni? „Auðvitað eru söfnin mjög ólík. En það kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að beita sömu hugmynda- fræði við sýningar. Áður fyrr voru söfn byggingar þar sem ýmsir hlutir voru hafðir undir gleri til sýnis fyrir almenning. Nú vill fólk geta nýtt sér upplýsingatækni og gagnvirkni til að kynna sér sög- una að baki sýningarmunum og í raun verða þátttakandi í sögunni. Söfn eins og Þjóðminjasafn Ís- lands eru rekin fyrir almannafé og eiga auðvitað að þjóna almenningi sem best. Ef vel tekst til er safn samkomustaður þjóðarinnar, þar sem fólki finnst gaman að koma aftur og aftur. Það kemur ekki einu sinni og hefur þá upplifað allt sem í boði er, heldur kemur það aftur síðar, til dæmis að kvöldlagi til að hlusta á tónleika, eða um helgi til að setjast á kaffihús safnsins og skoða það sem boðið er upp á í verslun safnsins. Fróð- leikur er auðvitað allra góðra gjalda verður, en safn skýtur ekki rótum í samfélaginu nema það nái að vekja athygli fólks aftur og aft- ur og á mismunandi hátt.“ Innan veggja Þjóðminjasafns- ins verður bæði kaffihús og versl- un. „Verslunin verður vissulega frábrugðin þeirri verslun sem rekin er í Vísindasafninu, því þar er auðvitað lögð áhersla á alls konar tækni og tækjabúnað. Þjóð- minjasöfn í öðrum löndum hafa hins vegar selt eftirlíkingar af fornum skartgripum, hannyrðir og alls konar heimilis- iðnað. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að selja þar alls konar nútíma- verk, því safnið vísar jú til menningararfsins alls. Kaffihús verða sífellt mikil- vægari í söfnum, því þau draga að fólk sem myndi jafnvel ekki fara á söfnin ella. Safn eitt í Bretlandi auglýsti til dæmis frábært kaffi- hús með hreint ágætu safni í sömu byggingu! Söfn sem rekin eru fyr- ir almannafé verða að reyna að ná til fólks á allan mögulegan hátt. Þau eiga að vera lifandi stofnanir, en ekki rykfallnar.“ Neil Fazakerley  Neil Fazakerley er 28 ára Breti og starfar hjá Vísindasafn- inu, Science Museum, í London. Hann er frá Liverpool, en nam lífefnafræði við háskólann í Ox- ford. Þótt vísindin heilluðu var hann hinn mesti klaufi við til- raunir og sá að líklega hentaði honum betur að nýta menntun- ina á annan hátt. Hann sótti um starf hjá Vísindasafninu og hefur nú starfað þar í fimm ár við að þróa sýningar. Undanfarnar fjórar vikur hefur hann veitt Þjóðminjasafni Íslands ráðgjöf um þróun sýningagerðar. Neil er ókvæntur og barnlaus. Söfn eiga að vera lifandi stofnanir Það er ekki furða þó ríkislögreglustjóri hafi farið fram á launahækkun vegna mikils álags í svínaríinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.