Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 10

Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Deloitte & Touche hf. „Í Morgunblaðinu 21. septem- ber sl. er birt bréf sem lögmaður Baugs Group hf., Hreinn Lofts- son, ritaði vegna húsleitar hjá umbjóðanda sínum og sem hann hefur sent Ríkislögreglustjóra og jafnframt kosið að birta opinber- lega. Í bréfinu setur lögmaðurinn fram efasemdir um hvort endur- skoðendur fylgi lögum og verji starfsheiður sinn í störfum sínum. Í bréfinu gefur lögmaðurinn í skyn að trúnaðarupplýsingar um eitt fyrirtæki sem endurskoðandi/ endurskoðunarfyrirtæki öðlast í starfi sínu séu notaðar til fram- dráttar öðru fyrirtæki sem hinn sami endurskoðandi/endurskoð- unarfyrirtæki vinni fyrir. Í 3ja kafla laga um endurskoð- endur segir m.a. í 7. grein: „End- urskoðendur eru bundnir þagnar- skyldu um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara.“ Í bréfi lögmannsins segir m.a.: „Undirrituðum er kunnugt um að endurskoðunarskrifstofan Del- oitte & Touche hf., sem mun hafa verið efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra til aðstoðar í þessu máli, starfi m.a. einnig fyrir Kaupás hf., sem er helsti sam- keppnisaðili Baugs Group hf. á Ís- landi. Þetta er sérstaklega mik- ilvægt í ljósi þess að lögregla tók afrit af öllu bókhaldi Baugs Group hf. og ýmis önnur gögn er varða rekstur og áætlanir félagsins.“ Í störfum sínum vinna endur- skoðendur/endurskoðunarfyrir- tæki oftsinnis fyrir 2 eða fleiri að- ila í sömu atvinnugrein, sem eru í samkeppni við hvorn annan. Traust viðskiptavina endurskoð- enda byggir á þeirri þekkingu á störfum þeirra að endurskoðend- ur eru bundnir þagnarskyldu og starfsheiður þeirra byggir á að þeir fylgi því undantekningar- laust. Lögmaður Baugs Group hf. hefur með framangreindu bréfi gefið í skyn að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte & Touche hf. sérstak- lega, brjóti þessi grundvallarskil- yrði í starfi endurskoðenda. Þess- um ummælum hans andmælum við harðlega bæði fyrir stétt end- urskoðenda sem heild og ekki síð- ur fyrir fyrirtæki okkar sérstak- lega. Það er von okkar að lögmað- urinn geti haft uppi varnir fyrir umbjóðendur sína án þess að nota til þess aðferðir sem vega að starfsheiðri þeirra sérfræðinga sem kallaðir eru til starfa fyrir rannsóknaraðila. Reykjavík 23. september 2002, f.h. Deloitte & Touche hf. Guðmundur Kjartansson, stjórnarformaður Þorvarður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri.“ Athugasemd frá Deloitte & Touche ÍSLENSKU menntasamtökin, ÍMS, og Hafnarfjarðarbær hafa náð sam- komulagi um rekstur Áslandsskóla. Bærinn mun taka við rekstri grunn- skólans en samtökin reka áfram leikskólann í Áslandi. Samkvæmt samkomulagi, sem náðist á sunnu- dag, verður samningur um skóla- starf frá því í maí á síðasta ári felld- ur niður. Samkomulag náðist einnig um skilmála og yfirtöku á búnaði sem samtökin höfðu notað við rekst- ur á grunnskólanum í Áslandi. Þá var samið um greiðslu til ÍMS vegna kostnaðar og vinnuframlags við uppbyggingu skólastarfsins og taka greiðslurnar einnig tillit til þess hluta kostnaðar við uppbyggingu skólans sem samtökin ráðgerðu að kæmu til greiðslu á síðari hluta þriggja ára samningstímans. Samn- ingurinn var gerður í kjölfar funda fulltrúa ÍMS, fræðsluyfirvalda og bæjarstjórnar um helgina. Í sameiginlegri tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær og ÍMS sendu frá sér segir að fullt samkomulag sé orðið um skilmála yfirtöku á búnaði sem ÍMS hafa notað til reksturs grunnskólans. Þá hafi aðilar náð fullu samkomulagi um yfirtöku Hafnarfjarðarbæjar á leigusamn- ingum vegna tölvubúnaðar og ann- ars nauðsynlegs búnaðar, um yfir- töku áfallandi rekstrarkostnaðar og réttinda og skyldna gagnvart starfs- fólki. Í tilkynningunni segir, að aðilar séu sáttir við niðurstöðu samkomu- lagsins, hún þjóni best hagsmunum þeirra og ekki hvað síst barnanna í Áslandsskóla. Samningurinn verður lagður fyrir bæjarráð Hafnarfjarðar í dag og vildi Guðmundur Benediktsson bæj- arlögmaður ekki tjá sig um einstök atriði samningsins fyrr en að honum loknum. Samkomulag um rekstur Áslandsskóla ÍMS reka áfram leikskólann Tjarnarás GÖMUL fjögurra hreyfla flugvél með þreföldu stéli, Lockheed Super Constellation, kom við á Keflavík- urflugvelli í gær á leið sinni frá Am- eríku til Evrópu. Átti vélin að halda frá landinu í morgun til Hollands þar sem hún verður einn af gripum á flugsafni þar í landi. Suðurflug sá um afgreiðslu vél- arinnar sem hafði hér viðdvöl til eldsneytistöku en hingað kom hún frá Kanada. Aðeins fjórar slíkar vélar eru nothæfar í dag. Vélarnar voru smíðaðar fyrir bandaríska herinn en árið 1946 kom á markað gerð sem notuð var í farþegaflug. Flugu vélar af þessari gerð milli Washington og Parísar og New York og London og var mikið notuð til flugs milli stranda í Bandaríkj- unum. Smíðaðar voru tæplega 900 vélar af þessum gerðum. Constellation- vél á leið á flugminjasafn Morgunblaðið/Hilmar Bragi HLAUPIÐ í Skaftá rýrnar nú dag frá degi og rennsli ánnar verður brátt með eðlilegum hætti. Þetta virðist vera minnsta hlaup sem komið hefur úr svonefndum eystri katli frá því mælingar hófust. Samkvæmt mælingum Orku- stofnunar var heildarrúmmál hlaupsins um 140 gígalítrar (Gl) sem jafngildir því að vatnsyfirborð 10 km² stöðuvatns lækki um 14 metra. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, segir að hlaupið, sem hófst fyrir viku, virðist vera jafnstórt hlaupinu sem kom úr vest- ari katlinum í júlí sl. Þetta er óvenjulegt því hlaup úr eystri katl- inum hafa ávallt verið mun stærri. Þó er vitað um eitt tiltölulega lítið hlaup en Oddur telur að hlaupið sé hið minnsta sem hefur komið úr eystri katlinum. Vísindamenn séu nú að leita skýringa á þessu en hafi ekki komist að niðurstöðu. „Við er- um að leita að skýringu í samráði við Raunvísindastofnun sem fylgist með kötlunum í Vatnajökli. Það var mjög forvitnilegt að fylgjast með efnunum sem komu fram með þessu hlaupi, bæði gasinu sem var að hrella okkur og einnig ýmsum uppleystum efnum í vatninu. Það kom alveg feiknaleg gusa af þessum efnum í kjölfar skjálftaóróans í eystri katlinum,“ sagði Oddur. Jarðefnafræðingur Raunvísinda- stofnunar hafi tekið heilmikið af sýnum við upptök Skaftár þegar uppleystu efnin voru í hámarki. „Við eigum von á að þetta gefi ýms- ar upplýsingar sem við höfum ekki haft áður. Þetta eru áreiðanlega bestu gögn sem við höfum fengið um efnafræðina í þessum hlaup- um,“ sagði hann. Eftir sé að vinna úr gögnunum og þangað til vill hann ekki segja til um ástæður þess að hlaupið varð ekki stærra en raun ber vitni en telur afar ólíklegt að skýringanna sé að leita í minni virkni í jarðhitasvæðum undir jökl- inum. Hlaupið í Skaftá er að fjara hægt út Ljósmynd/Reynir Ragnarsson Snjóþekjan yfir eystri katlinum fellur saman þegar vatnið rennur úr katlinum, undir jökulinn og út í Skaftá. Miklar sprungur myndast. SVEINN Ingi Þórarinsson skipa- miðlari segir að hægt sé að fá heppi- lega Vestmannaeyjaferju fyrir um milljarð króna og um sé að ræða skip sem hann kynnti á fjölmennum borg- arafundi í Vestmannaeyjum fyrir helgi. Á fundinum greindi Sveinn Ingi Þórarinsson frá tveimur systurskip- um, smíðuðum á Ítalíu, sem væru til sölu, en annað væri á Gíbraltar og hitt í Grikklandi. Ganghraði þeirra væri upp í 40 mílur eða þrefaldur gang- hraði Herjólfs. Sveinn Ingi segir að sé ölduhæð meiri en fimm metrar þurfi að slá verulega af hraða þessara skipa eins og annarra, en ekki sé rétt að skipin henti ekki á leiðinni milli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar vegna of mik- illar ölduhæðar, eins og komið hafi fram í fréttum um helgina. Herjólfur yrði líka að slá af við sömu aðstæður, en ljóst væri að þessi samgöngubót myndi henta best á sumrin, þegar veður væri gott og ná þyrfti til margra ferðamanna. Hins vegar væri aldrei hægt að ráða við veðrið. Áhugahópur um bættar sam- göngur við Vestmannaeyjar hvetur þingmenn, sem sátu borgarafundinn í Vestmannaeyjum sl. föstudagskvöld, til að leggja fram tillögu á fyrstu dög- um haustþings um fjárveitingu til Vegagerðarinnar svo Herjólfur hefji tafarlaust siglingar tvisvar á dag milli lands og Eyja, en „með því yrði stigið fyrsta skrefið í átt til verulegra sam- göngubóta“, eins og segir í yfirlýsingu frá hópnum. Herjólfur er í slipp í Friðrikshöfn í Danmörku, ekkert óvænt hefur kom- ið í ljós við yfirferð á skipinu og geng- ur vinnan samkvæmt áætlun. Verið er að mála skipið og er gert ráð fyrir að það haldi af stað áleiðis til Vest- mannaeyja næstkomandi fimmtu- dagskvöld, en verði í Eyjum á sunnu- dag. Skipið siglir samkvæmt áætlun frá og með næsta mánudegi. Hægt að fá skip fyrir um milljarð Sveinn Ingi Þórarins- son um nýja Vest- mannaeyjaferju LÖGREGLAN í Hafnarfirði hand- tók um helgina 17 ára pilt vegna innbrots í úra- og skartgripaversl- un við Strandgötu í Hafnarfirði. Honum hafði verið veitt eftirför inn í Kópavog þar sem bifreið hans var stöðvuð. Pilturinn var undir áhrifum fíkniefna og í fórum hans fundust skartgripir úr versluninni. Á föstudagskvöld voru tveir pilt- ar á tvítugsaldri handteknir í Garðabæ eftir að í fórum þeirra fundust um 100 grömm af hassi og um 100 e-töflur. Þeir sögðu fíkni- efnin hafa verið ætluð til sölu og var sleppt að loknum yfir- heyrslum. Málið er í rannsókn. Tveir drengir, 13 og 14 ára, voru í bifreið sem var stöðvuð á Breið- holtsbraut á laugardagskvöld, en henni hafði verið stolið í Hafn- arfirði fyrr um daginn. Skartgripa- þjófnaður og fíkni- efnasala

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.