Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Innrömmun
Höfum til sölu strax mjög fullkomið og vel tækjum búið innrömmunar-
fyrirtæki sem er bæði gamalt og þekkt í Reykjavík, vel staðsett. Frábær
vinnuaðstaða, góð móttaka. Gott starf fyrir einn til tvo aðila, t.d. sam-
hent hjón. Vinna sem allir geta lært og er skemmtileg. Gott verð. Laus
strax ef vill. Örugg vinna. Nóg að gera.
Kaffi- og blómastofa
Frábært og notalegt fyrirtæki sem hefur stóra kaffistofu (30 sæti),
blóm og gjafavöru. Mjög huggulegt að sitja inni yfir kaffibolla og
heitri eplaköku, skoða blómin, gjafavörurnar og litlar listaverkasýn-
ingar. Draumafyrirtæki myndarlegu húsmóðurinnar með grænu
puttana og listrænu hæfileikana. Þetta er líka fyrirtæki fyrir tvær
góðar vinkonur.
Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali.
STEFNT er að því að fækka alvar-
legum slysum og dauðaslysum í um-
ferðinni í borginni um 50 prósent á 15
ára tímabili frá árinu 1992 til ársins
2007 samkvæmt drögum að umferð-
aröryggisáætlun Reykjavíkur 2002–
2007. Mun borgin verja samtals um
milljarði króna á næstu fimm árum í
verkefni til að fylgja áætluninni eftir.
Sérstök áhersla verður lögð á að auka
öryggi barna og unglinga í umferð-
inni en tíðni dauðaslysa meðal þeirra
er helmingi hærri hér en í nágranna-
löndum okkar.
Drögin voru kynnt á blaðamanna-
fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og
kom þar fram að árin 1992 til 1996
hafi meðaltal alvarlegra slysa og
dauðaslysa verið 72 slys á ári. Er
stefnt að því að árin 2005 til 2007 verði
þessi tala komin niður í 36 slys á ári
og þannig fækki þeim um 50 prósent á
15 ára tímabili. Þá er einnig stefnt að
því að fækka minniháttar slysum um
50 prósent frá árinu 1996, þegar þau
voru 525, í 262 árin 2006 til 2007.
Sérstök áhersla verður lögð á að
bæta öryggi barna og unglinga í um-
ferðinni þar sem komið hefur í ljós að
um 20 prósent þeirra sem látast í um-
ferðarslysum hérlendis eru börn og
ungmenni undir 17 ára aldri en á hin-
um Norðurlöndunum er hlutfallið
mun lægra eða um 10 prósent. Verður
gripið til sérstakra aðgerða í þessu
skyni.
Á fundinum voru kynntar lykilað-
gerðir í 26 liðum sem áætlunin gerir
ráð fyrir að ráðist verði í til að ná
þessum markmiðum og eru þær ým-
ist á ábyrgð Reykjavíkurborgar,
Vegagerðarinnar, lögreglunnar eða
Umferðarráðs. Er áhersla lögð á að
hafa víðtækt samráð við borgarbúa
um frágang áætlunarinnar og kom
fram á fundinum að þannig geti al-
menningur komið með ábendingar og
athugasemdir vegna hennar fram til
1. desember næstkomandi áður en
lokaútgáfa hennar verður samþykkt.
Sérmerktar hjólabrautir milli
götu og gangstéttar
Af beinum aðgerðum má nefna að
til stendur að innleiða umferðartölvu
til að samræma umferðarljós, bæta
flæði umferðar um borgina og auð-
velda viðbrögð við vandamálum. Ár-
lega verður gerð slysarannsókn til að
bera kennsl á hættulega staði í borg-
inni og sömuleiðis verður áætlun um
umferðaröryggisaðgerðir á slíkum
stöðum gerð á hverju ári. Verða stað-
ir þar sem úrbætur kosta minna en 10
milljónir látnir hafa forgang.
Markvisst verður dregið úr hraða í
íbúðarhverfum og haldið áfram að
breyta eldri íbúðargötum í svokölluð
30 kílómetra svæði en fram kom að
slíkt hefur skilað miklum árangri
hingað til. Þá verða allar götur í nýj-
um íbúðarhverfum miðaðar við 30
kílómetra eða minni ökuhraða.
Öryggi gangandi og hjólandi veg-
farenda verður aukið, m.a. með inn-
leiðingu nýrrar tækni og hönnunar á
borð við skynjaratengd gangbrautar-
ljós. Þá verði kannað hvort unnt verði
að leggja sérmerktar hjólreiðabrautir
milli götu og gangstéttar við hönnun
nýrra gatna og endurgerð gamalla.
Þá verða skipulagðar aðgerðir sem
miða að öruggari leiðum til skóla,
öruggari leiðum að og frá fjölförnustu
biðstöðvum almenningssamgangna
og milli stærstu sambýla aldraðra og
biðstöðva.
Hvað varðar fræðslu þá verður
stuðlað að gerð fræðsluefnis um um-
ferðaröryggismál í grunnskólum og
leikskólum. Hvatt verður til þróunar
betri staðla um ökukennslu og prófun
og sömuleiðis verður stutt við áætlun
um þjálfun á betri ökumönnum, þ.e.
boðin endurþjálfun í samvinnu við
tryggingafélög. Farið verður í sér-
stakar kynningarherferðir vegna
sætisbeltanotkunar, ölvunaraksturs,
hraðaksturs, aksturs gegn rauðu
ljósi, gangbrautarljósa og gangbrauta
og farsímanotkunar við akstur og svo
mætti lengi telja.
Tilgreindar eru sérstakar aðgerðir
sem varða framkvæmd og refsingar
áætlunarinnar og má þar fyrst nefna
að stutt verður við markmiðsbundnar
aðgerðir í löggæslu á þeim stöðum
sem mestu máli skipta til að fækka
dauðaslysum og meiðslum í umferð-
inni. Þá verður hvatt til aukinnar
notkunar sjálfvirkra myndavéla til að
framfylgja lögum um hraða og akstur
gegn rauðu ljósi. Er stefnt að því að
löggæslumyndavélar verði settar upp
við gangbrautarljós á fjölförnum
gangbrautum, einkum á öruggum
leiðum barna til og frá skóla. Sérstak-
lega verður hugað að brotum er varða
akstur gegn rauðu gangbrautarljósi
eða gegn gulu blikkandi gangbraut-
arljósi áður en gangandi eru komnir
yfir götu og ógætilegan akstur á
gatnamótum sem bæði bílar og gang-
andi eiga leið um.
Loks má nefna að borgin stefnir að
því að birta upplýsingar um einkunn
vegna árekstravarna mismunandi
bíla.
Sem fyrr segir áætlar borgin að
verja um einum milljarði króna til að
framfylgja áætluninni á næstu fimm
árum eða um 200 milljónum króna ár-
lega. Þar fyrir utan koma atriði sem
heyra undir Vegagerðina, lögregluna
og Umferðarráð. Kom fram í máli
Kjartans Magnússonar, formanns
Drög að umferðaröryggisáætlun borgarinnar 2002–2007 kynnt í Ráðhúsinu í gær
Alvarlegum slysum fækki
um 50 prósent á 15 árum
Morgunblaðið/Kristinn
Kjartan Magnússon, formaður verkefnanefndar Reykjavíkur vegna
áætlunarinnar, Ólafur Bjarnason, forstöðumaður Verkfræðistofu á um-
hverfis- og tæknisviði, og Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngu-
nefndar, kynntu drög að umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur í gær.
Reykjavík
Garðahreppur og skólinn hét
barnaskóli Garðahrepps. Svo varð
Hafnarfjörður sjálfstætt sveitarfé-
lag árið 1908 og þá breyttist nafnið
í Barnaskóla Hafnarfjarðar en ekk-
ert annað breyttist. Þegar nýr skóli,
Öldutúnsskóli, var byggður í bæn-
um í kring um 1960 þótti ekki við
hæfi að skólinn héti Barnaskóli
Hafnarfjarðar. Því var nafninu aft-
ur breytt í Lækjarskóla og það heit-
ir hann ennþá.“ Að þessu sinni verð-
ur þó ekki hróflað við nafninu enda
segir Reynir hlæjandi að hann hafi
lagst alfarið á móti því.
Alls eru um 460 nemendur í skól-
anum í 1.–10. bekk. Með nýju bygg-
ingunni verður skólinn einsetinn í
fyrsta sinn en um helmingur hans,
eða 1.–4. bekkur, er fluttur yfir í
nýju bygginguna. Stefnt er að því
að skólinn flytji allur næsta haust
en þá á framkvæmdum við annan
áfanga og skólalóðina að vera lokið.
Að sögn Reynis er svo meiningin að
byggja nýtt íþróttahús og sundlaug
á þarnæsta ári.
Í upplýsingum frá Hafnarfjarð-
arbæ kemur fram að húsnæði nýja
skólans verður alls 6.370 fermetrar
en þar af er fyrri áfanginn um 2.030
FORMLEG opnun fyrsta áfanga
Lækjarskóla í Hafnarfirði var síð-
astliðinn föstudag. Óhætt er að
segja að skólinn byggi á gömlum
grunni því í ár er 125. starfsár hans.
Að sögn Reynis Guðnasonar
skólastjóra er byggingin sú þriðja
sem byggð er yfir skólann sem er sá
elsti í Hafnarfirði. „Fyrst var byggt
yfir hann við Suðurgötuna árið
1902 þannig að það eru nákvæm-
lega 100 ár síðan. Síðan var núver-
andi húsnæði byggt árið 1927. Það
var orðið ófullnægjandi og í staðinn
fyrir að koma fyrir einhverjum við-
byggingum var ákveðið að byggja
nýtt húsnæði sem er þá þriðja bygg-
ingin sem reist er yfir skólann.“
Nafninu breytt í tvígang
Reynir segir skólann hafa verið
stofnaðan fyrir gjafafé en prófasts-
hjónin í Görðum á Álftanesi, Þór-
arinn Böðvarsson og Þórunn Jóns-
dóttir, gáfu jörðina Hvaleyri undir
hann árið 1877. Í ljós kemur að
nafni skólans hefur verið breytt í
tvígang. „Þá hét sveitarfélagið
fermetrar. Helstu rými í þeim
áfanga eru stjórnunardeild til
bráðabirgða, 11 heimastofur,
myndmenntastofa, bráðabirgða-
tölvustofa, heilsdagsskóli og smíða-
stofa sem nýtt er undir heilsugæslu
og sérkennslu.
„Bylting í skólastarfinu“
Reynir segir nýja skólann vera
heljarmikla byggingu og sann-
kallað listaverk. „Ég hef stundum
sagt að það séu forréttindi að fá að
læra og starfa í listaverki. Þetta er
einfaldlega bylting í skólastarfinu.“
Bygging skólans var boðin út sem
einkaframkvæmd þar sem Ístak hf.,
Nýsir hf. og Nýtak ehf. voru lægst-
bjóðendur. Eru þeir eigendur hús-
næðisins og sjá um rekstur þess en
„Forréttindi að
fá að læra og
starfa í listaverki“
Morgunblaðið/Sverrir
Í ár fluttu krakkar í 1.–4. bekk í nýju bygginguna en næsta haust verða aðrar bekkjardeildir fluttar yfir.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá opnun skólans á föstudag. F.v. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafn-
arfjarðar, Páll Sigurjónsson, forstjóri Ístaks, Sigfús Jónsson, eigandi
Nýsis og stjórnarformaður í Nýtaki, og Reynir Guðnason skólastjóri.
Hafnarfjörður
Elsti skóli bæjarins fær nýtt húsnæði