Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 20
NEYTENDUR
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FISKBÚÐIN VÖR
Höfðabakka 1,
sími 587 5070
FISKBÚÐIN ÁRBJÖRG
Hringbraut 119,
sími 552 5070
—-Ferskir og flottir—-
Ýsa kr. 199 kg
Flök kr. 690 kg
Ó t r ú l e g t e n s a t t !
SÓLGLERAUGU eru til í miklu
úrvali og afar mikilvægt að velja
gleraugu sem fara vel. „Hins vegar
eru aðrir þættir sem skipta jafnvel
meira máli við val á sólgleraugum.
Sólgleraugu sem seld eru á Íslandi
og raunar öllu Evrópska efnahags-
svæðinu eiga að vera merkt svo-
kölluðu CE-merki, sem þýðir að
þau uppfylli kröfur íslenska stað-
alsins ÍST EN 1836 Augnhlífar –
Sólgleraugu og sólarglampasíur til
almennra nota. CE-merkið er
frumskilyrði og segir okkur að
gleraugun uppfylli settar reglur og
verji augun nægilega gegn útfjólu-
bláum geislum sólar,“ segir í nýút-
komnu fréttabréfi Staðlaráðs Ís-
lands, Staðlamálum.
Merki framleiðanda og
númer staðals séu á umgjörð
Jafnframt segir að umgjörð sól-
gleraugna eigi að vera merkt fram-
leiðanda eða birgi og bera númer
fyrrnefnds staðals sem og útgáfu-
ár. Einnig á að koma fram á um-
gjörð hvaða sólarglampasíuflokki
gleraugun tilheyra. Merkja á sól-
gleraugu sérstaklega með þar til
gerðu tákni ef þau henta ekki til
aksturs.
„Sólgleraugu sem nota á við
akstur mega ekki vera of dökk en
hvort gleraugun eru dökk eða ljós
segir þó ekki endilega til um
hversu vel þau verja augun gegn
hinum varasömu útfjólubláu
geislum sólar. Dökk sólgleraugu
sem ekki veita nægilega vörn gegn
útfjólubláum geislum geta jafnvel
reynst verri en engin því sjáaldrið
þenst út þegar þau eru sett upp og
augun þannig síður varin fyrir sól-
arljósinu. Þegar dökk sólgleraugu
eru valin er því enn mikilvægara
en ella að ganga úr skugga um að
þau veiti nægilega vörn gegn út-
fjólublárri geislun. Athuga skal í
hvaða sólarglampasíuflokki þau eru
og að merkingar séu eins og vera
ber. Samkvæmt staðlinum ÍST EN
1836 eru síuflokkarnir frá 0–4 þar
sem gleraugu í flokki 0 eru ljósust
og gleraugu í flokki 4 dekkst, en
þau síðasttöldu eru ekki ætluð til
aksturs, segir Staðlaráð Íslands
ennfremur í Staðlamálum.
Dekkstu sólgleraugun
ekki ætluð ökumönnum
Morgunblaðið/Arnaldur
Ekki er sjálfgefið að dekkstu sólgleraugun veiti bestu vörnina gegn út-
fjólubláum geislum sólar en síuflokkar fyrir glerin eru frá 0 til 4.
ila, sem er dótturfyrirtæki
Southeast Asia food inc. Varan
er merkt „best fyrir“ dagsetn-
ingunni 18.12. 2003 og hefur ein-
ungis verið til sölu í Sælkerabúð-
inni,“ segir í frétt Hollustu-
verndar.
Einnig kemur fram að efnið 3-
MCPD geti myndast við fram-
leiðslu á sojasósu og eigi ekki að
vera í matvælum umfram leyfi-
legt magn. „Ekki er talið að
neysla efnisins valdi bráðum
HOLLUSTUVERND ríkisins
hefur borist viðvörun um Datu
Puti sojasósu frá Filippseyjum í
750 ml flöskum. Í sósunni hefur
greinst mikið af efninu 3-MCPD,
sem talið er krabbameinsvald-
andi. Í frétt frá Hollustuvernd
segir að fundist hafi 15,7 mg/kg
af umræddu efni í sósunni en há-
marksgildi samkvæmt reglugerð
er 0,02 mg/kg. „Framleiðandi
vörunnar er Asia Pacific food
ind. Inc. Valenzuela Metro Man-
heilsuskaða en langvarandi
neysla þess getur stuðlað að
myndun krabbameins. Hollustu-
vernd ríkisins og innflytjandi
beina því til neytenda sem kunna
að hafa keypt og eiga umrædda
sojasósu að neyta hennar ekki
heldur skila til verslunarinnar
þar sem hún var keypt. Um-
hverfis- og heilbrigðisstofa
Reykjavíkur hefur stöðvað dreif-
ingu vörunnar og hefur varan
verið tekin úr sölu.“
Viðvörun vegna Datu Puti-sojasósu
ÞVÍ er spáð að mjólk úr klónuðum
kúm og kjöt grísa og kálfa klónaðra
foreldra verði að finna í hillum banda-
rískra matvöruverslana innan tíðar,
samkvæmt netútgáfu Washington
Post. Hermt er að bandarískir bænd-
ur séu þegar með nokkurn fjölda
klónaðs búfjár og hafi í hyggju að
selja afurðir skepnanna áður en langt
um líður.
Fram kemur að nokkrar klónaðar
kýr víðs vegar um Bandaríkin séu
þegar farnar að mjólka, en að mjólkin
hafi ekki enn verið seld til almenn-
ings. Ástæðan er óformlegar fyrir-
spurnir frá Bandaríska matvæla- og
lyfjaeftirlitinu (FDA), þar sem í at-
hugun er hvort leyfa eigi klónað búfé,
afurðir þess eða afkvæmi í matvæla-
framleiðslu. Segir Washington Post
að mjólk úr klónuðum Holstein kúm
verði hugsanlega í verslunum á næsta
ári sem og kjöt af fyrstu kálfum klón-
aðra kúa.
„Þá er líklegt að fyrstu grísum
klónaðra gylta yrði slátrað til mann-
eldis árið 2004 eða 2005,“ er haft eftir
bændum.
Loks segir að afurðir klónaðra dýra
verði á borð bornar í fleiri löndum
innan tíðar. „Í rannsókn sem birt var í
Japan nýlega kemur fram að mjólk og
kjöt af klónuðum skepnum sé mjög
áþekkt hefðbundnum afurðum.“
Afurðir klónaðra
dýra á næsta leiti
Kýrin Vitoria mun vera fyrsta klónaða kýrin í Suður-Ameríku. Mynd-
in sýnir Vitoriu eins árs í fangi ónefnds vísindamanns.
Kjúklingar
hreint engir
hænuhausar
GRÍSIR og hænsn eru snjallari en
áður var talið, segir á vefsíðu
norska dagblaðsins Aftenposten.
Vísað er í rannsókn sem gerð var
við Bristol-háskóla í Bretlandi þar
sem fram kemur að kjúklingar geti
lært hver af öðrum og að félagslíf
svína sé mjög þroskað. Vitnað er í
prófessor við Bristol-háskóla,
Christine Nichol, sem segir að
„kjúklingar séu hreint engir hænu-
hausar“. „Kjúklingar hafa mikla að-
lögunarhæfni, hjálpast að við að
átta sig á aðstæðum og virðast geta
gert greinarmun á góðum og vond-
um mat. Þá læra grísir að afla sér
fæðu hver af öðrum,“ er haft eftir
Nichol.
Breskir vísindamenn segja að
kjúklingar og grísir séu mun
snjallari en áður var talið.
VIÐSKIPTI
SÉRFRÆÐINGAR á fjármála-
markaði telja erfitt að spá fyrir um
hvort erlend fyrirtæki eða fjár-
sterkir aðilar hafi áhuga á að gera
yfirtökutilboð í hlutabréf deCODE,
móðurfélag Íslenskrar erfðagrein-
ingar, en gengi hlutabréfa félagsins
hefur fallið mikið að undanförnu.
Gengið fór í fyrsta skipti undir 2
Bandaríkjadali á hlut í síðustu viku.
Markaðsvirði félagsins hefur lækk-
að úr tæpum 90 milljörðum ís-
lenskra króna, er það var skráð á
Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum í
júlí 2000, í u.þ.b. 8 milljarða nú.
Yfirtaka
ólíkleg
Bragi Smith, sérfræðingur hjá
Búnaðarbankanum Verðbréfum,
segir að með hliðsjón af sögunni sé
líklegt að breytingar verði meðal
líftæknifyrirtækjanna á næstunni.
Mörg fyrirtæki í þessari grein muni
væntanlega ekki ná sér, þ.e. gengi
hlutabréfa þeirra muni ekki hækka.
Þau muni því annaðhvort fara á
hausinn eða renna saman við önn-
ur.
Hann segir að mikið fjármagn
hafi streymt inn til líftæknifyrir-
tækjanna sem orðið hafi til á þeim
góðu tímum sem verið hafi fyrir
fáum árum, vegna væntinga sem
gerðar hafi verið til þeirra. Nú sé
staðan hins vegar önnur og fjár-
festar séu ekki eins reiðubúnir til
að borga inn í taprekstur og áður.
Bragi telur ólíklegt að einhverjir
hefðu hug á að yfirtaka öll hluta-
bréf deCODE. Hann segir að það
sem dragi úr líkum á þessu sé í
fyrsta lagi hvað eignarhald á hluta-
bréfum félagsins sé dreift, þ.e. hvað
margir einstaklingar eigi hlutabréf
félagsins, en það sé sérstakt við de-
CODE að margir áttu hlutabréf áð-
ur en það fór á markað. Í öðru lagi
sé Ísland nokkuð úr alfaraleið, en
það geti haft áhrif í þessum efnum.
Þá megi nefna að gagnagrunnurinn
sé ekki kominn í notkun en aðferðir
fyrirtæksins hafi í byrjun átt að
byggjast á honum. Ágreiningur sé
um gagnagrunninn sem hljóti að
draga úr áhuga stórra fjárfesta.
„Fræðilega séð er hægt að kaupa
öll hlutabréf deCODE, leysa fyr-
irtækið upp og taka fé og eignir út,
en ég held að í raunveruleikanum
sé það erfitt í framkvæmd. Ég hef
því ekki trú á að fyrirtækið verði
yfirtekið. Annars er aldrei að vita
hvað gerist í þessum efnum,“ segir
Bragi.
Ræðst af áhuga
stærstu hluthafa
Almar Guðmundsson, forstöðu-
maður greiningar Íslandsbanka,
segir að lækkun verðmætis de-
CODE undanfarið kunni að auka
áhuga einhverra aðila á að gera yf-
irtökutilboð í hlutabréf félagsins.
Hvort líklegt sé að af yfirtöku geti
orðið ráðist hins vegar fyrst og
fremst af því hvort stærstu hlut-
hafar sýni því áhuga og hvort þeir
telji sig fá sanngjarnt verð fyrir
bréfin. Almar telur líklegt að verðið
nú sé töluvert lægra en stærstu
hluthafar telji vera sanngjarnt.
Yfir 90% lækkun á gengi
Útboðsgengi deCODE var 18
dalir á hlut þegar viðskipti hófust
með hlutabréf félagsins á Nasdaq
hinn 18. júlí 2000. Lokagengi bréf-
anna þann dag var 25,4 dalir en
gengið fór hæst í 31,5 dali. Mark-
aðsvirði félagsins í lok þessa fyrsta
viðskiptadags á Nasdaq var tæpir
90 milljarðar íslenskra króna.
Gengi hlutabréfa deCODE var á
bilinu 25 til 28 dalir allt fram í októ-
ber 2000 en þá fór það að lækka.
Gengið fór fyrst undir 20 dali um
miðjan október 2000 og undir 10
dali um áramótin þar á eftir. Mest-
allt árið 2001 var gengi bréfanna
rétt undir 10 dölum en byrjaði að
lækka nokkuð hratt á fyrri hluta
þessa árs og fór í fyrsta skipti undir
5 dali í apríl síðastliðnum.
Lækkun á gengi hlutabréfa deCODE
Erfitt að spá um
áhuga á yfir-
tökutilboði
JÓN Ásgeir Jóhannesson hefur
sagt af sér sem bankaráðsmað-
ur í Íslandsbanka hf. Áður
höfðu Gunnar Jónsson og Þor-
steinn Már Baldvinsson sagt sig
úr bankaráðinu og sömuleiðis
hefur Einar Örn Jónsson vara-
maður í ráðinu sagt sig úr því.
Afsagnirnar koma í kjölfar sam-
komulags milli Íslandsbanka og
sex hluthafa, sem samtals áttu
21,78% hlut í bankanum, um að
bankinn sölutryggði alla eign-
arhluti hluthafanna í Íslands-
banka. Seljendur hlutafjárins
voru FBA Holding SA, Sjöfn
hf., Ovalla Trading Ltd., Eign-
arhaldsfélagið ISP ehf., Fjár-
festingarfélagið Krossanes ehf.
og Oddeyri ehf.
Jón Ásgeir segir
sig úr bankaráði
Íslandsbanka