Morgunblaðið - 24.09.2002, Page 21

Morgunblaðið - 24.09.2002, Page 21
svæði í líkingu við kínversku borgina Shenzhen. Deng heitinn Xiaoping, fyrrverandi leiðtogi Kína, gerði hana að sérstöku efnahagssvæði árið 1980 en þá var hún lítill fiskibær ekki langt frá Hong Kong. Nú er hún orðin að mikilli viðskiptamiðstöð. N-kóreskir fjölmiðlar sögðu í gær, að Yang Bin, kínverskur auðkýfingur með hollenskt ríkisfang, yrði borgar- stjóri og yfirmaður efnahagssvæðis- ins og staðfesti hann það í viðtali við CNN-fréttasjónvarpið. „Svæðið verð- ur alkapítalískt með sín eigin lög, dóms- og framkvæmdavald án nokk- urra afskipta N-Kóreustjórnar,“ sagði Yang en á síðasta ári var hann talinn annar auðugasti maður í Kína. Fyrsta skrefið í átt frá áætlunarbúskap í N-Kóreu Borgin Sinuiju gerð að sérstöku efnahagssvæði Seoul. AFP. „Kapítalískt“ griðland undir stjórn kínversks auðkýfings STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa ákveðið að gera borgina Sinuiju, sem er rétt við kínversku landamærin í norðvesturhluta landsins, að sérstöku efnahags- og stjórnunarsvæði. Er hér um að ræða fráhvarf frá miðstýrðum áætlunarbúskap síðustu stalínista- stjórnarinnar og sniðið eftir sams konar aðgerðum í Kína. N-kóreska fréttastofan sagði, að tilkynning um þetta hefði verið gefin út 12. september en efnahagssvæðið mun ná til Sinuiju og nágrennis. Suh Jae-Jean, sérfræðingur í n-kóreskum málefnum við Kóresku sameiningar- stofnunina í Seoul í Suður-Kóreu, segir, að Sinuiju sé í raun orðin að sérstöku efnahags- og stjórnunar- Hefur stjórnin í Pyongyang jafnvel heitið því, að erlendir ríkisborgarar geti sóst eftir opinberum embættum í Sinuiju. Efnahagslífið í rústum N-Kóreustjórn hefur áður reynt að koma á sérstöku efnahagssvæði í borginni Rajin-Sonbong en það mis- tókst. Var ástæðan sú, að Rajin-Sonb- ong var alveg einangruð og umgirt gaddavír til að halda öðrum N-Kór- eumönnum frá henni en engar höml- ur verða á ferðum landsmanna til og frá Sinuiju. N-kóreski áætlunarbúskapurinn hrundi þegar viðskiptin við Sovétríkin lögðust að mestu niður fyrir áratug og náttúruhamfarir, flóð og þurrkar, hafa gert ástandið verra. Talið er, að mörg hundruð þúsunda manna hafi látist úr hungri og landsmenn hafa verið komnir upp á aðstoð erlendra ríkja og hjálparstofnana. Yfirlýsingin um Sinuiju kemur í kjölfar annarra ákvarðana, sem sýna verulega stefnubreytingu hjá Kim Jong-Il, leiðtoga N-Kóreu. Hefur hann ákveðið að hætta eldflaugatil- raunum og heimila kjarnorkueftirlit í landinu, hann hefur viðurkennt, að N- Kóreumenn hafi rænt japönskum borgurum og samþykkt að koma á járnbrautarsamgöngum milli kór- esku ríkjanna. Það er líka tímanna tákn, að í gær komu 173 n-kóreskir íþróttamenn til að taka þátt í Asíuleikunum í borginni Pusan í S-Kóreu. Þá hafa stjórnvöld í N-Kóreu lofað að skýra frá dauðdaga átta Japana, sem þau létu ræna á sín- um tíma. Hafa grunsemdir vaknað um, að einhverjir þeirra hafi verið teknir af lífi og meðal annars vegna þess, að upplýsingar frá N-Kóreu segja, að tveir þeirra hafi látist sama daginn. N-kóreski Rauði krossinn segist hafa upplýsingar um 13 Japana en japönsk samtök telja, að meira en 60 Japönum hafi verið rænt. BJÖRGUNARMENN í Kákasus- lýðveldinu Norður-Ossetíu í Rúss- landi fundu í gær einn mann á lífi en mikil aurskriða féll úr skriðjökli í af- skekktu fjallahéraði þar á laugardag. Litlar líkur eru hins vegar taldar á því að fleiri finnist á lífi og er óttast að allt að 140 manns hafi farist í náttúru- hamförunum. Talið er að hluti ísjökuls, sem hylur hæstu tindana í Koban-skarði í Norð- ur-Ossetíu, hafi brotnað í burtu og rutt sér leið niður hlíðarnar, þannig að úr varð heljarmikil aurskriða sem náði yfir meira en 30 km svæði. Flest fórnarlamba hamfaranna voru íbúar þorpsins Nizhny Karmadon, suðaust- ur af höfuðstaðnum Vladikavkaz, en það fór nánast alveg á kaf. „Þeir sem sluppu lifandi eru þegar komnir fram. Skyggni til björgunar- starfsins hefur verið það gott,“ sagði einn af björgunarmönnunum, Sergej. Ættmenni fólks, sem talið er af, neit- uðu hins vegar að gefa upp vonina. „Ég ætla að bíða þar til ég fæ fréttir af bróður mínum,“ sagði miðaldra kona, Zalina, en bróðir hennar er meðal þeirra sem taldir eru af. Nokkurn tíma mun taka að finna lík fórnarlambanna enda flest grafin undir fjörutíu metra hárri breiðu af aur, grjóti og ís. AP Örvæntingarfullar konur bíða eftir fréttum af ástvinum sínum. Meira en 100 manns var saknað í gær eftir að stór hluti af falljökli brotnaði af síðastliðinn föstudag og steyptist niður gljúfur, sem var fjölsótt af göngufólki. Allt að 140 fórust í N-Ossetíu Koban-skarði. AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 21 FJÓRIR hófsamir stjórnmála- flokkar í Slóvakíu ákváðu í gær að mynda nýja ríkisstjórn og hunsa um leið þjóðernissinnann Vladim- ir Meciar en flokkur hans hlaut mest fylgi, 19,5%, í þingkosning- unum á föstudag og laugardag. Nýja stjórnin hyggst einbeita sér að því að tryggja Slóvakíu aðild að Evrópusambandinu (ESB) og Atl- antshafsbandalaginu (NATO). Næstmest fylgi hlaut nokkuð óvænt flokkur kristilegra demó- krata, SDKU, undir forystu Mikulas Dzurinda, fráfarandi for- sætisráðherra, eða rúm 15%. Flokki hans hafði verið spáð mun færri atkvæðum vegna þess að ýmsar ráðstafanir stjórnvalda í efnahags- og atvinnumálum hafa valdið miklu atvinnuleysi og ókyrrð meðal launafólks. Með flokki Dzurinda í stjórn verða þrír hægriflokkar. Sam- bandsflokkur Ungverja (SMK) fékk 11,6% stuðning, Kristilega lýðræðisfylkingin (KDH) hlaut 8,25% og Bandalag nýs borgara (ANO), undir forystu fjölmiðla- kóngsins Pavol Rusko, fékk rúm 8%. Samanlagt hafa flokkarnir fjórir 78 þingsæti af alls 150 á þingi Slóvakíu. Talið var að líkur Slóvaka á að fá aðild að ESB og NATO myndu verða að engu ef Meciar, sem var forsætisráðherra 1994-98, tæki aftur við stjórnartaumunum. Meciar tapaði miklu fylgi í Slóvakíu Líklegt að Dzurinda myndi nýja stjórn Bratislava. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.