Morgunblaðið - 24.09.2002, Page 27

Morgunblaðið - 24.09.2002, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 27 Stökktu til Costa del Sol 2. október - 3 vikur frá kr. 49.865 Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 2. október í 3 vikur. Hér getur þú lengt haustið í yndislegu veðri á vinsælasta áfangastað Spánar. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 2. okt. 3 vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 52.360. Verð kr. 59.950 M.v. 2 í íbúð/stúdíó, 2. okt, 3 vikur. Flug, gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 62.950. FYRSTA frumsýning Leikfélags Reykjavíkur fór fram síðastliðinn laugardag á Stóra sviði Borgarleik- hússins þegar sýndur var verðlaun- aður breskur söngleikur eftir þá Georege Stiles (tónlist) og Anthony Drewe (texti). Hér er um að ræða verk sem byggt er á alþekktri sögu H.C. Andersen um ljóta andarung- ann sem er falleg táknsaga um það að vera öðruvísi en fjöldinn. Drewe notar sögu Andersens sem uppistöðu en bætir við og breytir eftir eigin höfði. Söngleikurinn er ætlaður allri fjölskyldunni, söguna skilja allir, jafnvel hinir yngstu meðal áhorf- enda, og textinn er skemmtilega lag- skiptur og einkennist ekki síst af tví- ræði sem í snilldarþýðingu Gísla Rúnars Jónssonar fær hina fullorðnu til að veltast um að hlátri. Í raun er það þýðing Gísla Rúnars, ásamt bráðsniðugri búningahönnun Helgu I. Stefánsdóttur og frábærri frammistöðu leikara í skophlutverk- um sem lyftir þessari sýningu upp yfir meðalmennskuna, því verkið sjálft er þónokkuð langdregið og tón- listin hefðbundin söngleikjatónlist sem kemur sjaldnast á óvart og er á köflum óttalega væmin. En fyrir þá sem kunna að meta slíka tónlist er sýningin vafalaust afbragðsskemmt- un – og kostulegir orðaleikir og skemmtileg tilþrif leikaranna sjá til þess að öðrum áhorfendum leiðist ekki. „Persónur“ verksins eru allar úr dýraríkinu, flestar úr „Andríkinu“ þar sem verkið hefst á því að anda- mamman Andrea (Edda Heiðrún Backman) bíður þess að ungarnir skríði úr eggjunum, orðin langþreytt á því að liggja á. Andapabbinn, Steggviður (Guðmundur Ólafsson) tekur lítinn þátt í útunguninni en hefur illan bifur á einu eggjanna sem er stærra en öll hin og sem hann grunar að Kalli Kúnni (Ólafur Darri Ólafsson) hafi laumað í hreiðrið. Orðaskipti andahjónanna í fyrsta þætti leiksins gefa tóninn fyrir þá skemmtilegu tvíræðni sem einkennir allt verkið frá upphafi til enda. María Sigurðardóttir leikstjóri hefur valið að láta stílfærslu ráða ferðinni í leik og látbragði leikaranna og af því tekur búningahönnunin einnig mið og árangurinn er stórfínn. Í stað „raunsæislegra“ dýragerva eru leikararnir klæddir búningum sem vísa til dýranna á sniðugan og einfaldan máta og með líkamsbeit- ingu og hreyfingum er punkturinn settur yfir i-ið. Þannig er hænan (Katla Margrét Þorgeirsdóttir) klædd í dröfnóttan kjól og með rauð- an hatt og kalkúninn (Ólafur Darri Ólafsson) hvítklæddur með rauða húfu og trefil – og með höfuð- og handahreyfingum er myndin full- komnuð og áhorfendur strax með á nótunum. Þau Katla Margrét, Ólafur Darri, Guðmundur Ólafsson, Edda Björg og Jóhanna Vigdís fóru öll á kostum í hlutverkum hinna aðskilj- anlegustu fugla, ekki síst í gervi gæsahóps í skátaferð. Jóhann G. Jóhannsson átti stór- leik í gervi kattarins sem var sífellt á höttunum eftir Ljóta (Felix Bergs- son) og eitt skemmtilegasta atriði leiksins var tvímælalaust atriðið þar sem kötturinn hefur tælt Ljóta með sér heim og hyggst matbúa hann sem appelsínuönd. Samleikur þeirra Jóhanns og Felix, söngur og dans í því atriði small frábærlega saman á allan hátt. En meginþráður verksins snýst um samband andamömmu og Ljóta, ungans sem allir aðrir í Andríkinu hafna og níðast á vegna þess að hann er öðruvísi en hinir ungarnir. Móð- irin ein reynir að verja ungann sinn og þegar hann hefur hrakist burt yf- irgefur hún allt og alla til að leita hans. Edda Heiðrún og Felix fara fallega með hlutverk mæðginanna en gjalda að nokkru fyrir það að hlut- verk þeirra bjóða ekki upp á álíka skopfærslu og önnur hlutverk í söng- leiknum. Þau eru bæði afbragðs söngvarar en eðli málsins samkvæmt kom það í þeirra hlut að syngja ró- legu ballöðurnar sem gjarnan reyndu á þolrifin í hinum yngri áhorfendum sem vildu meira fjör. Söguna um litla ljóta andarungann getur hver og einn túlkað að vild því form hennar gefur færi á að heim- færa hana upp á hvers kyns útilokun. Viðfangsefnið er því tilvalið um- ræðuefni á milli fullorðinna og barna um orsakir og afleiðingar fordóma, eineltis og ofsókna. Og eins og allir vita endar sagan vel, allir sættast og bresta saman í gleðilegan lokasöng. Hér er um að ræða sýningu sem stendur fullkomlega undir nafni sem fjölskylduskemmtun og allir að- standendur geta verið sáttir við sinn hlut. Og eins og áður sagði er þýðing Gísla Rúnars Jónssonar með þeim hætti að maður hlýtur að velta fyrir sér hvort hann fari ekki vel fram úr frumtextanum hvað orðheppni og fyndni varðar – og sýni þar andlega yfirburði. Andríki þýðandans Morgunblaðið/Árni Sæberg „Hér er um að ræða sýningu sem stendur fullkomlega undir nafni sem fjölskylduskemmtun og allir aðstand- endur geta verið sáttir við sinn hlut,“ segir meðal annars í umsögninni um Honk! Ljóta andarungann. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur Höfundar: George Stiles og Anthony Drewe. Íslensk þýðing: Gísli Rúnar Jóns- son. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Leikarar: Edda Heiðrún Backman, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Felix Bergsson, Guð- mundur Ólafsson, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir og Ólafur Darri Ólafs- son. Í hlutverkum andarunga: Álfrún Perla Baldursdóttir / Unnur Sara Eldjárn, Nína Sigríður Hjálmarsdóttir / Hildur Björk Möller, Hildur Vala Baldursdóttir / Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir, Hrefna Marín Sigurðardóttir / Berta Guðrún Ólafsdóttir. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Hljóð: Jak- ob Tryggvason. Danshöfundur: Ólöf Ing- ólfsdóttir. Borgarleikhúsið, Stóra sviðið 21. september. HONK! LJÓTI ANDARUNGINN Soffía Auður Birgisdóttir VESTNORD – Vestnorræna bóka- safnið var opnað formlega í Lands- bókasafninu í gær. Vestnorræna bókasafnið er netbókasafn, – þ.e. stafrænt bókasafn, þar sem veittur er aðgangur að þúsundum mynd- aðra blaðsíðna á stafrænu formi af þeim prentaða menningararfi sem varðveittur er í blöðum og tímarit- um frá Færeyjum, Grænlandi og Ís- landi. Aðgangur er öllum opinn á vefslóðinni www.timarit.is. Mark- miðið er að bæta aðgang að prent- uðum blöðum og tímaritum og bjóða upp á nýjar rannsókn- araðferðir. Blöðin og tímaritin hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ættfræði og mannfræði. Notendur geta skoðað efnið á ýmsan hátt, svo sem eftir löndum og titlum, blaðað í gegnum efnið og prentað út valdar blaðsíð- ur. Jafnt og þétt munu bætast við safnið fleiri titlar frá öllum þátt- tökuþjóðunum. Alls munu 300.000 blaðsíður af blöðum og tímaritum frá 1773 til 2001 verða gerðar að- gengilegar á Netinu. Listi yfir allt efni safnsins er á vefnum. Þegar rit hefur verið myndað geta netverjar blaðað í því á skjánum hjá sér. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra flutti ávarp áður en hann studdi á hnappinn sem opnaði vefinn. Hann sagði Lands- bókasafnið hafa verið í fararbroddi á Íslandi við að innleiða nýja tækni í safnamálum og vera öðrum fyr- irmynd þar um. Hann sagði það merkilega og áhugaverða þróun að tengja fortíðina nútímatækni á þann hátt sem gert er með Vest- nord-verkefninu, og ánægjulegt að nú mætti lesa bæði Fjölni og Ár- mann á Alþingi á Netinu. Vestnord er samstarfsverkefni Landsbókasafna Íslands, Færeyja og Grænlands, en umsjónarmaður þess á Íslandi er Örn Hrafnkelsson á Þjóðdeild Landsbókasafns. Verk- efnið hefur verið styrkt af Nor- rænu samvinnunefndinni um vís- indalegar upplýsingar, Rannsóknarráði Íslands og Ný- sköpunarsjóði námsmanna. Nokk- ur íslensk blöð og tímarit eru þegar orðin aðgengileg á Netinu: Is- landske Maaneds Tidender 1773– 1776, Ármann á Alþingi 1829–1832, Fjölnir 1835–1847, Lanztíðindi 1849–1851, Bóndi 1851, Ný tíðindi 1851–1852, Norðri 1853–1861, Ing- ólfur 1853–1855, Tíminn 1871– 1874, Víkverji 1873–1874, Ameríka 1873–1874, Íslendingur 1875–1876, Útsynningur 1876, Fjallkonan 1884–1911, Tímarit um uppeldi og menntamál 1888–1892, Kvenna- blaðið 1895–1926, Lögfræðingur 1897–1901, Alþýðublaðið 1906– 1907 og Dagblaðið 1906–1907. Hvert safn ákveður fyrir sitt leyti hvaða blöð og tímarit eru sett á Netið. Hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni eru það blöð og tímarit sem voru prentuð fyrir 1920. Hjá Landsbókasafni Færeyja og Grænlands er einnig að finna yngra efni sem jafnvel nær fram til dagsins í dag. Lagaákvæði um höf- undarrétt ráða hvaða efni er notað og ekki er mögulegt að birta efni fyrr en leyfi hefur fengist hjá hand- höfum höfundarréttar, þar sem hann er í gildi. Ýmsir leitarmöguleikar Aðgengi notenda er þrenns kon- ar: Hægt er að kalla fram lista yfir blöð og tímarit. Notendur geta jafnframt afmarkað leitina við það hvar og hvenær ritin voru gefin út. Hægt er að blaða í þeim ritum sem hafa verið mynduð. Í ársbyrjun 2003 er stefnt að því að opna fyrir aðgang að textasafni. Hægt verður að leita í innihaldi blaðanna með því að slá inn leitarorð. Í árslok 2003 verður opnað fyrir aðgang að greinasafni. Þar verður hægt að leita að greinum eftir höfundum, titlum og efnisorðum. Til að skoða myndir á Netinu þurfa notendur að sækja sér forritsbút (plug-in) af slóðinni www.lizardtech.com www.lizardtech.com. Blöðin og tímaritin eru skráð í bókfræði- grunn. Þar er m.a. að finna upplýs- ingar um titil, útgáfudag, útgáfu- stað, prentsmiðju og útgefendur. Bókfræðigrunnurinn er undirstaða þess að hægt sé að finna hvaða blöð og tímarit verða í Vestnord-bóka- safninu og hver þeirra hafa verið mynduð. Einnig gefur hann kost á að leita á ýmsa vegu að efninu og vinna með það um vefinn. Vestnorræna bókasafnið – stafrænt tímaritasafn opnað í gær Fjallkonan og Fjölnir orðin stafræn Morgunblaðið/Sverrir Örn Hrafnkelsson, umsjónarmaður Vestnord-verkefnisins á Íslandi, kynnti Vestnorræna bókasafnið við opnun þess í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.