Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KOSNINGARNAR íÞýskalandi um helginavoru með þeim tvísýnni,sem hér hafa farið fram í
langan tíma og úrslit lágu svo seint
fyrir að þegar upp var staðið stóðust
fyrirsagnirnar á forsíðum dagblað-
anna ekki. Þegar atkvæðin höfðu
verið talin upp úr kössunum kom þó
í ljós að stjórnin hafði haldið velli, en
meirihluti hennar á þingi er naumur.
Í raun má segja að úrslitin hafi ráð-
ist í austrinu og fylgisaukning græn-
ingja síðan gert stjórninni kleift að
halda velli. Yfir landið allt voru stóru
flokkarnir hnífjafnir. Sósíaldemó-
kratar, SPD, fengu 38,5% atkvæða
og kristilegu flokkarnir, CDU/CSU,
sömuleiðis. Í hinum svokölluðu nýju
sambandslöndum í austurhluta
Þýskalands fékk SPD hins vegar
39% atkvæða, en CDU 29,1%. Í
vestrinu snerist dæmið við. Þar fékk
SPD 37,2% og CDU/CSU 41,2%.
Upprisa kristilegu
flokkanna en ekki sigur
Mikil spenna ríkti á sunnudag
þegar kjörstöðum var lokað. Á slag-
inu sex voru fyrstu útgönguspár
birtar og bar þeim ekki saman. Sam-
kvæmt einni spánni höfðu kristilegu
flokkarnir náð að knýja fram meiri-
hluta og á kosningavöku þeirra í
Berlín brutust út fagnaðarlæti. „Ég
var á kosningavöku CDU/CSU í
Bonn fyrir fjórum árum og þá var
stemmningin eins og við jarðarför,“
sagði kampakátur stuðningsmaður
kristilegu flokkanna í veislunni í
húsi Konrad-Adenauer-stofnunar-
innar í Berlín. „Í kvöld er upprisan.“
Tap Helmuts Kohls fyrir fjórum
árum var afgerandi og úrslitunum
þá fylgdu mikil vonbrigði. Í kjölfarið
fylgdi hneyksli vegna ólöglegra
kosningaframlaga, sem flokkurinn
hafði tekið við og knúðu Kohl, kansl-
ara sameiningarinnar, til að segja af
sér. Flokkurinn kaus sér nýjan for-
mann, Angelu Merkel, og síðan var
ákveðið að tefla fram forsætisráð-
herra Bæjaralands í embætti kansl-
ara. Í ljósi þessara atburða verður
ekki annað sagt en að flokkarnir hafi
unnið sigur í kosningunum, enda
bættu þeir við sig 3,3 prósentustig-
um. Angela Merkel hefur þótt
standa sig vel og sumir hafa sagt að
hún hefði átt að vera kanslaraefni
kristilegu flokkanna. Í gær varð
ljóst að hún yrði að launum einnig
formaður þingflokks kristilegra.
Sjálfskaparvíti
frjálsra demókrata
Það sama er ekki hægt að segja
um frjálsa demókrata, FDP, sem
kristilegu flokkarnir hugðust mynda
stjórn með ef þeir næðu að sigra.
Flokkurinn hafði sett markið við
18% fylgi og á tímabili mældist fylgi
hans samkvæmt skoðanakönnunum
rúmlega 10%, en þegar talið hafði
verið upp úr kjörkössunum reyndist
fylgið 7,4%. Jürgen Möllemann, sem
þar til í gær kom næstur Guido
Westerwelle, formanni flokksins, að
völdum, hefur verið kennt um slæmt
gengi flokksins á sunnudag, en yf-
irlýsingar hans um stefnu Ísr-
aelsstjórnar og frammámann hjá
samtökum gyðinga í Þýskalandi
þóttu bera andúð í garð gyðinga
vitni og vöktu mikið uppnám.
Þetta eru þó ekki sögð hafa verið
einu mistök frjálsra demókrata.
Þeim er einnig legið á hálsi fyrir að
hafa ekki viljað taka af öll tvímæli í
kosningabaráttunni um það með
hverjum þeir hygðust mynda stjórn
eftir kosningar yrðu þeir í stöðu til
þess. Með því vildu þeir hafa vaðið
fyrir neðan sig þannig að þeir gætu
myndað stjórn annaðhvort með
SPD eða CDU/CSU eftir því hvorir
yrðu ofan á. Þetta herbragð virðist
hins vegar ekki hafa heppnast og í
raun hafa orðið vatn á myllu græn-
ingja, sem segja má að hafi verið sig-
urvegarar kosninganna.
Græningjar með
pálmann í höndunum
Græningjar fengu 8,6% atkvæða
og bættu við sig tæpum tveimur pró-
sentustigum frá því fyrir fjórum ár-
um. Í Þýskalandi greiða kjósendur
tvöfalt atkvæði, annað ákveðnum
frambjóðanda, hitt í hlutfallskosn-
ingu. Græningjar lögðu á það
áherslu að kjósendur veittu sér
seinna atkvæðið og tengdu það beint
persónu Joschka Fischer utanríkis-
ráðherra, sem hvað eftir annað hef-
ur mælst vinsælasti stjórnmálamað-
ur Þýskalands og meðal sinna
nánustu samstarfs- og aðstoðar-
manna hefur hann hlotið viðurnefnið
„guðfaðirinn“. Þetta virðist hafa
haft áhrif því að samkvæmt skoð-
anakönnunum voru um 30% kjós-
enda græningja fólk, sem í raun
hneigist að sósíaldemókrötum.
Leiddu sérfræðingar í gær getum að
því að kjósendur hefðu með þessu
viljað hafna þeim kosti að sósíal-
demókratar mynduðu stjórn með
frjálsum demókrötum og tryggja
áframhaldandi samstarf þeirra með
græningjum.
Það ríkti að vonum gleði í herbúð-
um græningja, sem komu saman í
tónleikasal skammt þar frá, sem
sósíaldemókratar héldu kosninga-
vöku. Frambjóðendum flokksins var
fagnað vel og hefði mátt ætla að
poppstjarna hefði stigið fra
ið þegar Fischer birtist. St
sér fáa talsmenn í salnum
það berlega í ljós þegar
beinni útsendingu einnar sj
stöðvarinnar, sem var varp
an skjá í salnum, greindi f
Stoiber væri nú á leið í fl
Berlín til Münchenar. Brut
mikil fagnaðarlæti, enda ha
slagorðum flokksins verið
kanslaraefni kristilegu f
aftur til síns heima. Þykir
græningjar muni knýja fra
fái fjórða ráðherraembætt
bættrar stöðu sinnar.
Í tvígang hafa kristilegu
ir teflt fram frambjóðanda
embætti kanslara og í bæ
lutu þeir í lægra haldi. Í gæ
eftir talsmanni CSU að
sýndu að Bæjaraland nyti
urkenningar í Þýskalandi.
landi kýs ekki kanslara frá
landi,“ sagði talsmaðurinn
við: „Bæjarar þurfa ekki
Þýskalandi miðstýringari
halda.“
Stoiber lýsti hins vegar y
flokkurinn hefði unnið sig
lægi fyrir að skipuleggja
flokksins í stjórnarandstöð
forðaðist að saka frjálsa de
um það að ekki hefði tekis
stjórn sósíaldemókrata o
ingja, en hamraði hins vega
áframhaldandi samstarf þe
ekki auðvelt með svo naum
hluta.
Naumur meirihlu
en hvert er umboð
Gerhard Schröder sagð
hafa verið nokkuð viss um a
in héldi velli, en um tíma
vart á milli sjá á meðan taln
fram. Þegar upp var sta
flokkarnir þó jafnfætis og
aðeins rétt rúmlega 8.800 a
á sósíaldemókrötum og k
flokkunum. Engu að síður
íaldemókratar stærsti flok
þingi, en þeir fengu fleiri u
sæti og eru því með 251
kristilegu flokkarnir 248. S
eru stjórnarflokkarnir með
af 603. Bæði Schröder og
sögðu að þessi meirihlu
duga til áframhaldandi stjó
starfs, en það er ljóst að þa
ekki auðvelt. Báðir sögðu a
ar kringumstæður yrði m
Eftir tvísýnar
bíða erfið v
Gríðarleg spenna
ríkti í kosningunum í
Þýskalandi á sunnudag
og nú bíða stjórnar
Gerhards Schröders
kanslara erfiðir tímar
með nauman meiri-
hluta. Karl Blöndal
skrifar frá Berlín um
úrslit kosninganna og
erfiðleikana, sem
eru framundan fyrir
sósíaldemókrata
og græningja.
Stuðningsmenn Gerhards Schröder
SCHRÖDER HELDUR VELLI
Sjaldan hafa úrslit kosninga íÞýskalandi einkennst af jafn-mikilli spennu og óvissu og nú.
Dagana fyrir kosningar var ljóst að lít-
ill sem enginn munur var á fylgi stóru
flokkanna tveggja, Jafnaðarmanna-
flokksins (SPD) og Kristilegra demó-
krata (CDU/CSU). Þegar upp var
staðið skildu einungis rúmlega átta
þúsund atkvæði flokkana.
Stjórn Gerhard Schröders heldur
velli þrátt fyrir að Jafnaðarmanna-
flokkur kanslarans hafi tapað veru-
legu fylgi á milli kosninga. Það eru
hins vegar ekki jafnaðarmenn heldur
Græningjar, sem eru sigurvegarar
kosninganna og þá ekki síst leiðtogi
flokksins, Joschka Fischer utanríkis-
ráðherra. Græningjar voru um árabil
jaðarflokkur í þýskum stjórnmálum en
hafa nú náð þeirri stöðu að vera þriðji
stærsti stjórnmálaflokkur landsins.
Þetta mun væntanlega auka sjálfs-
traust Græningja í stjórnarsamstarf-
inu og gera þá kröfuharðari þegar
kemur að því að skipta embættum í
nýrri ríkisstjórn og móta stefnumál
stjórnarinnar.
Áratugum saman var það flokkur
frjálsra demókrata (FDP) sem gegndi
því hlutverki að ráða úrslitum þegar
kom að stjórnarmyndun. Flokknum
tókst ekki að endurheimta þá stöðu og
virðist um margt eiga í tilvistarkreppu
utan stjórnar.
Kristilegir demókratar, sem voru í
sárum á fyrri hluta síðasta kjörtíma-
bils, hafa hins vegar rétt úr kútnum.
Flokkurinn missti völd eftir sextán ára
stjórnarsetu árið 1998 og þurfti í kjöl-
farið að takast á við fjölmörg hneyksl-
ismál er tengdust æðstu ráðamönnum
CDU og hvernig staðið hafði verið að
fjármögnun flokksins. Formanni
flokksins Angelu Merkel og kanslara-
efninu Edmund Stoiber hefur hins
vegar tekist að vinna kristilegum
demókrötum traust á ný og einungis
munaði hársbreidd að flokkurinn
kæmist í ríkisstjórn á nýjan leik. Það
má því búast við að flokkurinn verði
mun aðgangsharðari í stjórnarand-
stöðu á næstu árum en á síðasta kjör-
tímabili.
Stjórn Schröders hefur tæpan
meirihluta en hennar bíða erfið vanda-
mál, ekki síst á sviði efnahagsmála.
Þýskaland hefur um langt skeið verið
helsti drifkraftur evrópsks efnahags-
lífs. Sú hefur hins vegar ekki verið
raunin undanfarin ár. Hagvöxtur hef-
ur verið hægur um langt skeið, í raun
allt frá sameiningu Þýskalands árið
1990, og er nú minni en í flestum öðr-
um ríkjum Evrópu. Opinberar skuldir,
opinber útgjöld og atvinnuleysi halda
hins vegar áfram að vaxa. Atvinnuleysi
er nú hátt í tíu prósent og í nýju sam-
bandslöndunum í austurhluta landsins
er ástandið enn alvarlegra. Alls eru
rúmlega fjórar milljónir Þjóðverja án
atvinnu. Að hluta til er hægt að kenna
utanaðkomandi aðstæðum um. Hinn
peningalegi samruni Evrópu hefur
þrengt mjög að Þýskalandi og sumir
vilja halda því fram að þýska markið
hafi á sínum tíma verið læst inn í evr-
una á of háu gengi. Sú aðhaldsstefna er
evrópski seðlabankinn framfylgir í
peningamálum hefur sömuleiðis komið
illa við Þýskaland, þar sem þarf að ýta
undir þenslu. Þá eru Þjóðverjar enn að
berjast við kostnaðinn vegna samein-
ingar Þýskalands og framleiðni at-
vinnulífsins í austurhluta landsins er
langtum minni en í vesturhlutanum.
Það skiptir önnur Evrópuríki miklu
að Þjóðverjum takist að vinna bug á
þessum vanda. Stærð þýska hagkerf-
isins er slík að það hefur áhrif á öll
önnur ríki álfunnar. Flestir eru sam-
mála um að grípa verður til róttækra
breytinga til að draga úr kostnaði at-
vinnulífsins, auka skilvirkni þess og
sveigjanleika. Það á hins vegar eftir að
koma í ljós hvort stjórn jafnaðar-
manna og Græningja muni takast það
á næstu fjórum árum.
Staða efnahagsmála var mikið til
umræðu framan af kosningabarátt-
unni en á síðustu vikunum var það
fyrst og fremst afstaða Þjóðverja til
hugsanlegra aðgerða gegn Írak, sem
var til umræðu. Þótt sú einarða af-
staða sem kanslarinn tók í því máli hafi
líklega bjargað stjórninni frá falli hef-
ur hún einnig valdið mikilli spennu í
samskiptum Þýskalands og nánustu
bandamanna þess, ekki síst Banda-
ríkjanna. Það verður væntanlega eitt
fyrsta verkefni Schröders að reyna að
draga úr þeirri spennu.
ÓVIRÐING VIÐ BÖRN OG
UMBOÐSMANN ÞEIRRA
Í frásögn af ársskýrslu umboðs-manns barna í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins kemur fram að enn sé
algengt að ganga þurfi eftir svörum
frá ráðuneytum og stofnunum við er-
indum embættisins. Umboðsmaður
barna virðist að þessu leyti í svipaðri
stöðu og umboðsmaður Alþingis, sem
oftlega hefur mátt búa við það að ráðu-
neyti og stofnanir hunzi fyrirspurnir
hans misserum saman, þótt það hafi
reyndar orðið sjaldgæfara í seinni tíð.
Í ársskýrslunni tilgreinir umboðs-
maður, Þórhildur Líndal, dæmi af
samskiptum sínum við iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytið. Þaðan barst ekkert
svar í sextán mánuði við erindi frá um-
boðsmanni vegna reglna um börn og
auglýsingar. Þá var það ítrekað og
svarið barst fimm mánuðum síðar, 21
mánuði eftir að upphaflegt erindi
barst.
Samkvæmt lögum um umboðsmann
barna ber stjórnvöldum að veita hon-
um allar þær upplýsingar, sem að
hans mati eru nauðsynlegar til að
hann geti sinnt starfi sínu. Þótt ekki
sé tilgreindur frestur í lögum til að
svara erindum hans, eru vinnubrögð
eins og þau, sem áðurnefnt ráðuneyti
leyfir sér að viðhafa, fyrir neðan allar
hellur. Burtséð frá efnisinntaki hvers
máls og því hvort ráðuneyti og stofn-
anir eru þar sammála umboðsmanni
eða ekki, er lágmarkskrafa að um-
boðsmaður fái rökstudd svör við fyrir-
spurnum innan hæfilegs frests. Með
svona framkomu er embætti umboðs-
manns sýnd óvirðing, og ekki síður
barnungum borgurum landsins, en
hlutverk umboðsmanns er lögum sam-
kvæmt „að bæta hag barna og standa
vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi
þeirra“.