Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 29 ÞAÐ er auðvelt fyrir íbúaauðugra landa, sem viljaekki horfast í augu viðsannleikann, að neita að viðurkenna að deilan í Zimbabwe snýst um jarðnæði í eigu hvítra manna sem ekki eignuðust það með löglegum hætti. Bretar hafa ekki staðið við loforð sem þeir gáfu um að þeir myndu útvega fjármuni til að bæta bændunum upp land sem þeir missa,“ segir dr. Dlamini Zuma, ut- anríkisráðherra Suður-Afríku, sem hér er í heimsókn. Hún segir tals- menn ríkra þjóða oft kveða upp sleggjudóma um afrísk málefni. Lausnir sem þeir boði fátækum þjóðum séu stundum þess eðlis að þær skapi annan og jafnvel stærri vanda en fyrir var. Dr. Zuma er fædd 1949 og hefur verið utanríkisráðherra frá 1999. Hún lauk námi í náttúrufræði og síðar einnig hitabeltissjúkdómum við há- skóla í Bretlandi. Í gær heimsótti hún lyfjafyrirtækið Delta í Reykjavík og segir að þjóðirnar geti átt samstarf í heilbrigðismálum en telur einnig að hægt sé að auka samstarf á sviði sjáv- arútvegs og ferðaþjónustu. Dr. Zuma hefur tekið mikinn þátt í að koma á samstarfi í þróunarmálum í Afríku, svonefndu NEPAD-verkefni. En út á hvað gengur samstarfið? „Um er að ræða áætlun sem Afr- íkumenn hafa sjálfir skipulagt. Við horfumst í augu við að íbúar álfunn- ar eiga við alvarlegt ástand að etja í þróunarmálum. Eitthvað verður að taka til bragðs. Við höfum skilgreint nokkur svið sem okkur finnst að leggja ætti áherslu á og vinna að í samstarfi við aðrar þjóðir. Þessi svið eru m.a. friðsamleg lausn á deilumálum, stöðugleiki, mannréttindi, umbætur í stjórnar- fari, farsæl efnahagsstefna með tilliti til þjóðarhags og ríkisbúskapar, fjár- festingar á sviði heilbrigðismála og menntunar, þekking á innviðaþróun samfélaga, fjarskipti og samgöngur og þá einnig milli Afríkulanda. Við- skipti milli Afríkulanda eru ofarlega á verkefnaskránni en ekki síður við umheiminn. Þess vegna viljum við fá aukinn aðgang að mörkuðum og vilj- um að tollar verði lækkaðir.“ Gagnkvæmt aðhald – Eitt af því sem þið hyggist gera er að gagnrýna það sem miður fer hjá öðrum þátttökuþjóðum, t.d. lé- lega efnahagsstefnu og mannrétt- indabrot. Verður það auðvelt? „Þetta verður hægt vegna þess að um verður að ræða gagnrýni af hálfu jafningja. Ríkin ráða því sjálf hvort þau taka þátt í þessum lið samstarfs- ins. Þetta merkir að þeir sem taka þátt í þessu eru að opna samfélögin fyrir gagnrýni en ekki er um að ræða refsingu. Markmiðið með gagnrýn- inni er hins vegar að greina vanda- mál. Hver eru vandamálin í landi A eða landi B? Á hvaða sviði eru þau? Hvað veldur þeim og hvað er hægt að gera? Þær þjóðir sem ekki vilja taka þátt í gagnkvæmri rýni af þessu tagi tapa í mörgum efnum vegna þess að þær fá þá ekki hlutlægt mat á því sem er að gerast hjá þeim. Þær munu þá ekki komast að því hvar sé hægt að gera úrbætur.“ – Robert Mugabe, forseti Zimb- abwe, hunsar hæstarétt landsins, of- sækir pólitíska andstæðinga og er sakaður um kosningasvindl. Er ekki gjá á milli manna eins og hans og Thabo Mbekis, lýðræðislega sinnaðs forseta Suður-Afríku? „Ekki í reynd. Zimbabwe varð sjálfstætt 1980 og þar hafa verið kosningar á fimm ára fresti síðan. Víst voru vandamál í aðdraganda síðustu kosninga en það var að nokkru leyti vegna þess að stjórn- arandstaðan var að þessu sinni mjög öflug. En kosningar hafa alltaf verið haldnar í landinu og Zimbabwe er því líka lýðræðisland. Deilurnar eiga upptök sín í átök- um við Breta um jarðnæði. Við segj- um ekki að stjórnvöld í Zimbabwe hafi ekki gert mistök og þau slæm. En það eru tvær hliðar á þessu máli. Við hlustum á báða deiluaðila og vit- um því hver rök beggja eru.“ – Er hætta á að blökkumenn sem skortir jarðnæði í S-Afríku feti í fót- spor manna Mugabes og leggi undir sig jarðir hvítra? „Hvers vegna ætti þetta að gerast annars staðar? Við gerðum ekki samning við Breta um að þeir greiddu skaðabætur til hvítra fyrir eignarnám. Okkar stefna er að við kaupum upp jarðnæði sjálf, aðstæð- ur eru því ekki eins, til allrar ham- ingju leysum við sjálf þessi mál. Við fylgjum ákveðinni stefnu um skipt- ingu jarðnæðis. Þessir atburðir munu því ekki endurtaka sig hjá okkur. Þótt eitt- hvað gerist á Balk- anskaga er ekki þar með sagt að hið sama gerist í allri Evrópu. Suður- Afríkumenn sem skortir land vilja flestir eignast lóðir í borgum en ekki land til jarðyrkju. Flestir íbúarnir þar vinna í iðnaði en ekki í landbúnaði. Aðstæður eru einstakar í hverju landi og viðfangsefnin einnig.“ Deila um gena- breyttan maís Bandaríkjamenn hafa boðist til að gefa Afríkuþjóðum genabreyttan maís til að fóðra nautgripi en margir óttast að milljónir manna eigi eftir að verða hungri að bráð í suðurhluta Afríku á næstu árum. Forseti Zamb- íu hafnaði gjöfinni og bar því við að um genabreytta vöru væri að ræða. Dr. Zuma segir að ein ástæðan fyrir neituninni hafi verið að Zamb- íumenn geri sér vonir um að geta selt nautakjöt á mörkuðum í Evrópu. En vegna ótta Evrópumanna við genabreytt matvæli hefði þótt ljóst að hagsmunir Zambíumanna til langs tíma gætu beðið óbætanlegan skaða ef þeir tækju við maísnum, jafnvel þótt gjöfin leysti skamm- tímavanda. Nú hefði verið fundin lausn á málinu sem fælist í því að í Zambíu yrði eingöngu notað malað maískorn sem ekki er hægt að nota sem útsæði. „Þetta var því ekki brjálæði eins og ætla mætti af fjölmiðlaumfjöllun víða um heim,“ segir hún. „Það var ákveðin ástæða fyrir því að forsetinn hafnaði gjöfinni en nú höfum við leyst vandann.“ Suður-afrísk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vilja ekki beita lyfjum til að reyna að draga úr út- breiðslu alnæmis. Ráðherrann telur þá gagnrýni ósanngjarna. „Alnæmi er mikið vandamál en ég held að það sé ekki óleysanlegt. Við höfum skipulagt umfangsmikla áætlun sem tekur til margra þátta til að takast á við HIV-veiruna í S-Afr- íku og höfum þá í huga að hvorki er hægt að lækna sjúkdóminn né bólusetja gegn honum, einnig að bætt næring eykur viðnám gegn hættulegum sjúkdómum. Leiðin til að stöðva útbreiðslu alnæmis er því m.a. að upplýsa almenning svo að hann geti breytt hegðun sinni. Við reynum, eins og hverjir aðrir góðir kaupsýslumenn, að nýta vel féð sem við höfum til ráðstöfunar þannig að það bjargi sem flestum og teljum að fræðslan bjargi flestum. Börn á brjósti og lyfjagjöf Smit getur borist frá móður til barns. Við fórum af stað með til- raunaverkefni þar sem gefið var svo- nefnt retroviral-lyf. Það veldur aukaverkunum og því ekki hægt að dreifa því umhugsunarlaust, við vild- um fyrst gera tilraun og huga um leið að fleiri þáttum. Einn af þeim er brjóstagjöf. Meirihluti suður-afr- ískra kvenna hefur börn sín á brjósti og taki kona lyfið má hún ekki gefa brjóst. Þetta veldur mikl- um vanda fyrir okk- ur. Ríkið yrði að út- vega mjólkurduft handa konum sem tækju lyfið en jafn- framt yrði að tryggja að þær hefðu aðgang að hreinu vatni til að setja duftið í. Ef hreint vatn er ekki til og konan hefur ekki aðgang að búnaði og orku til að að sjóða vatnið almennilega væri að vísu hægt að koma í veg fyrir HIV-smit en barnið myndi deyja úr niður- gangi. Niðurgangssjúkdómar eru miklu mannskæðari í Afríku en al- næmi. Hvernig komumst við hjá því að leysa einn vanda með því að búa til annan og jafnvel verri? Spurningar af þessu tagi vakna ekki hjá auðug- um þjóðum en þær skipta býsna miklu máli hjá okkur. Ríku þjóðirnar vilja þrýsta okkur til að gefa einfald- lega lyfin án þess að svara öllum þessum spurningum. Þær líta ekki á heildarmyndina. Þegar við björgum mannslífi verðum við að gera það í reynd en ekki einvörðungu gera eitt- hvað sem lítur vel út í alþjóðlegum hagskýrslum þar sem sagt er að við gefum svo og svo mikið af lyfjum og séum því ósköp væn. En börnin myndu halda áfram að deyja úr niðurgangi,“ segir dr. Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afr- íku. „Eitthvað verður að taka til bragðs“ Dr. Dlamini Zuma, ut- anríkisráðherra Suður- Afríku, segir vestrænar þjóðir oft hafa tilhneig- ingu til að reyna að þröngva eigin lausnum upp á fátækar þjóðir, án tillits til aðstæðna. Kristján Jónsson ræddi við ráðherrann. Morgunblaðið/Þorkell Utanríkisráðherrar Suður-Afríku og Íslands, dr. Dlamini Zuma og Halldór Ásgrímsson, við kirkjuna á Þingvöllum í gær. ’ Niðurgangs-sjúkdómar eru miklu mann- skæðari í Afríku en alnæmi. ‘ am á svið- toiber átti m og kom r þulur í jónvarps- pað á stór- frá því að lugvél frá tust þá út afði eitt af að senda flokkanna líklegt að am að þeir tið í krafti flokkarn- frá CSU í ði skiptin ær var haft ð úrslitin ekki við- . „Þýska- á Bæjara- n og bætti i á þessu innar að yfir því að gur og nú starfsemi ðu. Hann emókrata st að fella og græn- ar á því að eirra yrði man meiri- uti, ðið? ðist ávallt að stjórn- mátti þó ningin fór ðið stóðu g munaði atkvæðum kristilegu r eru sós- kkurinn á uppbótar- sæti, en Samanlagt ð 305 sæti g Fischer uti myndi órnarsam- að verður að við slík- meiri agi í röðum þingflokkanna og í frétta- skýringum hefur verið bent á að þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem litlu hafi munað. Konrad Adenauer var á sínum tíma kjörinn kanslari á þinginu með aðeins eins atkvæðis meirihluta og náði góðum árangri. Þá mátti Helmut Kohl um tíma láta sér nægja að styðja sig við fjögurra sæta meirihluta. Hvort slík fordæmi eru núverandi stjórn mikil huggun er annað mál. Fréttaskýrendur segja að mikilla umbóta sé þörf í þýsku þjóðfélagi. Horft er til þess að víða í Þýskalandi hafi myndast jaðarsvæði, sem hafi orðið útundan í velmeguninni. Þar er atvinnuleysið um eða yfir 20% og án aðgerða er ekki að sjá að þróun- inni á þessum svæðum verði snúið við. Heilbrigðiskerfið er að sligast og því er haldið fram að meðal- mennska einkenni skólakerfið. Fólki á vinnumarkaði fækkar og öldruðum fjölgar. Á sama tíma blási kerfið út og nú sé svo komið að á hverja 14 Þjóðverja sé einn embættismaður. Efnahags- og atvinnulífið er sagt vera í fjötrum ósveigjanlegra reglu- gerða, sem allt drepi í dróma. Fyrir vikið séu Þjóðverjar eftirbátar helstu keppinauta sinna í hagvexti. Í kosningabaráttunni var hins vegar lítið rætt um umbætur, ef frá eru skildir frjálsir demókratar. Þar var lögð áhersla á félagsleg gildi og samstöðu og gilti þá einu hvaða flokkur átti í hlut. Það er álitamál hversu mikið umboð stjórnin hefur til aðgerða með svo nauman meiri- hluta. Samkvæmt skoðanakönnunum fengu aðgerðir stjórnarinnar á síð- asta kjörtímabili góðan hljómgrunn, hvort sem um var að ræða umbætur í skólamálum eða skattlagningu. Þótti stjórnarflokkunum bæði hafa gengið vel að útskýra aðgerðir sínar fyrir þjóðinni og fá stuðning. Renate Köcher frá Allensbach-stofnuninni, sem sér um gerð skoðanakannana, sagði að væntingar kjósenda væru ekki miklar til stjórnarinnar og það opnaði ýmsa möguleika til að láta til skarar skríða. Samskiptin við Bandaríkin við frostmark Írak var mjög ofarlega á baugi í kosningabaráttunni og hélt stjórn- arandstaðan því fram að Schröder hefði grafið verulega undan sam- bandi Þýskalands og Bandaríkj- anna þegar hann lýsti yfir því að Þjóðverjar myndu ekki taka þátt í aðgerðum gegn Írak, hvorki undir forustu Bandaríkjamanna einna, né með fulltingi Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsingar dómsmálaráðherrans, Hertu Däubler-Gmelin, féllu í grýtt- an svörð vestra. Däubler-Gmelin sagði í gær af sér embætti eftir að haft var eftir henni að George Bush Bandaríkjaforseti væri með her- skárri stefnu sinni gegn Írak að beina athyglinni frá vandamálum heima fyrir, en það væri gamalt bragð, sem Adolf Hitler hefði iðu- lega beitt. Þessi mál hafa gert það að verkum að samskipti Banda- ríkjamanna og Þjóðverja eru við frostmark. Ljóst er að erfitt verður fyrir Schröder og undirsáta hans að framfylgja óbreyttri stefnu í mál- efnum Íraks og koma sambandinu við Bandaríkjamenn aftur í fyrra horf. Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, hefur hafnað boði Peter Struck, varnar- málaráðherra Þýskalands, um fund á fundi varnarmálaráðherra NATO í Varsjá í þessari viku. Þá hefur ekki farið fram hjá neinum að síðdegis í gær hafði Bush enn ekki óskað Schröder til hamingju með kosn- ingasigurinn. Þó hafði Schröder sent afsökunarbeiðni, en Banda- ríkjamönnum þótti hún ekki duga til. Nýrrar stjórnar bíða því mörg verkefni, jafnt heima fyrir sem á er- lendum vettvangi, og stjórnarand- staðan mun leggja sitt af mörkum til að torvelda henni samstarfið. Á hinn bóginn má ekki vanmeta árangur sósíaldemókrata og sérstaklega græningja. Því hefur verið haldið fram að þýska þjóðin sé í grunninn íhaldssöm og kjósi til hægri nema mikið liggi við. Í kosningunum fyrir tveimur árum hafi sigur SPD og græningja grundvallast á því að kjósendur vildu hafna Kohl eftir að hann hafði setið við stjórnvölinn í 16 ár. Hin innbyggða íhaldssemi hefði átt að koma kristilegu flokkunum og frjálsum demókrötum til góða í kosningunum á sunnudag, en sósíal- demókrötum tókst að yfirvinna þá hindrun með góðri kosningabaráttu. Nú er að sjá hvort þeim tekst að nýta þann meðbyr við stjórnvölinn. r kosningar verkefni Reuters rs fagna við höfuðstöðvar sósíaldemókrata í Berlín. kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.