Morgunblaðið - 24.09.2002, Page 36

Morgunblaðið - 24.09.2002, Page 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórhildur Sigur-björg Stein- grímsdóttir fæddist á Végeirsstöðum í Fnjóskadal 31. mars 1908. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hinn 12. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stein- grímur Þorsteins- son, f. 30.12. 1881, d. 27.11. 1962, og Tóm- asína Tómasdóttir, f. 27.4. 1884, d. 25.1. 1971. Systkini Þór- hildar: Tómas, f. 6.11. 1909, d. 1.7. 1996, Margrét, f. 27.3. 1912, d. 8.7. 1995, Ingibjörg, f. 8.10. 1916, d. 29.9. 1969, Brynhildur, f. 18.9. 1919, d. 20.1. 1996, og Ragn- hildur, f. 11.6. 1927. Þórhildur giftist árið 1931 Hermanni Stef- ánssyni íþróttakennara frá Mið- görðum í Grenivík, f. 17.1. 1904, d. 17.11. 1983. Synir þeirra eru: 1) Stefán Ingvi, f. 28.12. 1935, verkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Sigríði Jónsdóttur. Börn þeirra: Jón Hallur, f. 1959, Þór- hildur, f. 1965, d. 1975, og Hermann, f. 1968. Þau eiga fimm barnabörn. 2) Birgir Steingrímur, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 8.12. 1940, kvæntur Elvu Ólafsdóttur. Börn þeirra: Steingrímur, f. 1964, Anna Björk, f. 1966, Ólafur Ingi, f. 1969, og Þórhild- ur, f. 1980. Barna- börn þeirra eru fimm. Þórhildur fluttist til Akureyrar með foreldrum sín- um og stundaði nám þar. Nam síðan íþróttafræði í Finnlandi. Hún starfaði við leikfimikennslu við Menntaskólann á Akureyri um árabil. Þórhildur og Hermann bjuggu í Hrafnagilsstræti 6 á Ak- ureyri flest sín hjúskaparár, en Þórhildur fluttist í Víðilund 24 árið 1989. Síðustu þrjú árin dvaldist hún á Hlíð. Útför Þórhildar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er hún elsku amma mín dáin – í hárri elli, verður að segjast, en það er samt ekki sú tilfinning sem ég hef. Eftir aðgerð með svæfingu fyrir þremur árum urðu tengsl hennar við líðandi stund svolítið óskýr, fyrst var afturförin mikil, svo jafnaði hún sig að nokkru, en hrakaði svo smám saman. Ég hitti hana seinast fyrir nokkrum vikum, kom í snögga heim- sókn norður með yngri dætur mínar tvær, við litum tvisvar inn hjá henni áður en við þurftum að bruna suður aftur. Hún var ruglaðri í seinna skiptið, þreifaði fyrir sér með ýms- um kunnuglegum setningum til að reyna að ná tökum á kringumstæð- unum, en skildi ekki alveg hvað um var að vera. Hún var held ég að leita að ástæðunni fyrir því hvað hún var glöð, því hún gladdist innilega einsog alltaf þegar maður hitti hana. Við leiddum hana inn í herbergið henn- ar, hún settist á rúmið sitt, lét stelp- urnar setjast hjá sér og faðmaði þær að sér, vissulega ringluð en frá sér numin af fögnuði. Hún var svo falleg hún amma mín, það var eitthvað unglegt við hana sem aldurinn máði aldrei burt, eitthvað saklaust og gott, hrekklaust og algjörlega laust við beiskju eða kaldhæðni. Hún varðveitti alltaf kvenlegan þokka og mýkt í hreyfingum og fasi sem marg- ar konur missa svo löngu fyrr á æv- inni. Ætli hún hafi ekki búið að fim- leikaiðkun æskuáranna sem fram- lengdist svo með íþróttakennslu og hrekkleysið stafaði líklega af því að hún þurfti aldrei að eiga sér ills von. Ég man ekki eftir að amma hafi nokkurn tímann byrst sig við mig þegar ég var strákur, einsog fullorð- ið fólk gerir þegar börn ganga fram af þeim, en ég var ekki jafn þægur við neinn og ég var við hana. Ef ég gerði henni eitthvað á móti skapi sagði hún kannski nafnið mitt á sinn blíðlega hátt en með sárum undirtóni sem ég vildi umfram allt forðast að heyra. Svo ég reyndi að gera mitt besta. Í einni af mörgum sumar- heimsóknum mínum til Akureyrar kom einhvern tímann upp sú fárán- lega spurning hvort mér þætti vænna um ömmu mína eða afa. Ég valdi afa, hann andmælti hrærður en amma fagnaði þessum dómi barnsins með einlægan gleðiklökkva í mál- rómnum, ég held í rauninni að henni hafi ekki sárnað þetta. Amma hafði skarpan húmor, mild- aðan af meðfæddri tillitssemi við náungann. Þar sem ég sat andspæn- is henni á okkar síðasta fundi, óviss um hvort hún bæri raunverulega kennsl á mig, þótti mér sérlega vænt um þegar hún leit allt í einu stríðn- islega á mig og sagði: „Nú hefur ein- hver hér inni gleymt að greiða sér.“ Hún hafði aldrei sagt neitt slíkt við mig áður, en kannski oft langað til þess. Nú þegar hún amma mín er dá- in, í hárri elli, get ég ekki annað en þakkað fyrir mig og undrast þá gæfu að hafa átt slíka ömmu. Já, þvílík amma! Jón Hallur Stefánsson. Amma á Akureyri er dáin og upp rifjast ótal fallegar minningar um já- kvæða og bjartsýna konu. Margar þeirra tengjast íþróttum á einn eða annan hátt enda hafði amma óþrjót- andi áhuga á þeim. Hún fylgdist ætíð með frammistöðu sinna manna, KA- manna og oft kom ég að henni þar sem hún sat fyrir framan sjónvarpið og fylgdist spennt með fót- eða hand- boltaleik. Ég þarf aðeins að loka augunum og í huganum er ég aftur orðin 10 ára, sit í eldhúsinu hjá ömmu með vallash og ristað brauð með marmel- aði, vælandi yfir því að þurfa að stökkva yfir kubba og hesta í skóla- leikfimi því eins og ég elskaði skíðin, leiddust mér fimleikar. Amma, þá orðin áttræð hló bara að mér og út- skýrði með sveiflum og handapati hvernig best væri að liðka kroppinn svo leikfimiseinkunnin myndi hækka eitthvað. Ekkert mál. Svona var amma alltaf jákvæð og glöð. Bíltúr- arnir í „Vín“ með henni og systrum hennar eru mér líka mjög minni- stæðir en þær systurnar héldu mér hlæjandi alla leiðina með skondnu athugasemdum sínum um sig og hver á aðra. Amma var líka alltaf afskaplega ánægð að fá heimsókn og beið úti í glugga þegar hún átti von á fólki. Einn snjóþungan veturinn þegar ég var fyrir norðan að keppa á skíðum, þurfti ég að vaða snjóinn upp að hnjám fyrir framan húsið hennar, og það á harðahlaupum því ég var að missa af rútu. Amma hló mikið og í mörg ár á eftir talaði hún um að fót- sporin mín hefðu verið í snjónum fram á vor. Þær voru margar heim- sóknirnar norður til ömmu á Akur- eyri en nú verða þær víst ekki fleiri. Eftir lifir minningin um góða ömmu. Þórhildur Birgisdóttir. Ég hef ekki þekkt neina eins góða manneskju og ömmu mína. Ég heyrði aldrei nokkurn tímann köp- uryrði af hennar vörum. Hún hallaði aldrei orðinu á neinn, skammaðist aldrei, öfundaði engan, grunaði eng- an um græsku, átti ekki til kergju. Hún var alltaf ánægð og sátt með það sem hún hafði og virti allt til besta vegar. Einu sinni, fyrir nokkr- um árum, nefndi hún við mig að ekki væri nógu gott að búið væri að byggja fyrir framan gluggann á íbúðinni sem hún bjó í síðustu árin, byrgja útsýnið yfir fjörðinn. Ég man eftir þessu vegna þess að það var óvenjulegt að hún hefði yfirleitt orð á einhverju sem miður fór. Hún kvart- aði aldrei. En svo kom uppúr kafinu að hún var að hugsa um erfingja sína sem hefðu misst útsýnið í framtíð- inni. Það var ekki til í henni síngirni. Samt var henni útsýni mikils virði, hún kallaði oft á mig þegar ég var barn til að horfa á sólsetrið út um gluggann á gamla húsinu. Ég man þessi sólsetur mjög skýrt. Þótt hún væri góðlynd var það samt alls ekki þannig að hún væri skoðanalaus eða skorti viðmið og gildi. Hún var ákveðin, ef ekki bein- línis þrjósk, og fór sínu fram með mildi og blíðu. Henni var ekkert gef- ið um tilgerð, það sem hljómaði falskt, óekta og óeinlægt. Hún bjó yfir sannri gleði sem kom frá hjart- anu og hún gerði að gamni sínu, hló mikið og skemmti sér. Hún var ekki lengur íþróttakennari þegar ég kynntist henni, þau voru það hvorugt lengur hjónin, hún og Hermann Stefánsson afi minn. Þau bjuggu í stóru húsi við Hrafnagilsstræti 6 og ég segist gjarnan hafa verið þar öll sumur sem barn en líklega er það vitleysa, ég hef sennilega yfirleitt varla dvalist þar mikið lengur en nokkrar vikur í senn, þótt það virki meira í minningunni. Þar ríkti góður andi, friðsæld og lífsgleði; þau voru vön að bíða við gluggann eftir að bíll- inn kæmi að sunnan. Síðan var gjarnan setið við spil, þau voru óþreytandi að spila við barnabörnin. Þau fóru alltaf með okkur í lítinn kofa við læk í Kjarnaskógi sem var kallað Rauðahús. Í rauninni er ekki hægt að hugsa sér betri afa og ömmu. Amma var fædd í gjörólíkum heimi, sveitabæ frá þarsíðustu öld, og lifði miklar breytingar án þess að glata sinni fallegu lífssýn. Hún var síung og falleg, eltist vel og var tign- arleg í fasi. Hún laðaði fram það besta í öllum; þegar hún sagði sögur af barnabörnunum – hún mundi og hélt til haga smáum atvikum – fengu söguhetjurnar á sig blæ af sýn henn- ar á veröldina. Á seinni árum komu upp sögur frá ævagamalli tíð, bernskuárum hennar og fyrstu árum á Akureyri; síðast þegar ég sá hana sagði hún mér sögu frá námsárum sínum í Finnlandi. Um leið og gamli tíminn kom til hennar síðustu árin tók það sem nær stóð að fjara út fyr- ir henni. Nú hefur hún fengið hvíld. Hermann Stefánsson. Elsku langamma á Akureyri. Nú þegar þú ert farin frá okkur langar mig til að segja nokkur orð til að kveðja þig. Það var alltaf ánægjulegt að heim- sækja þig á Akureyri, þú tókst alltaf svo hlýlega á móti mér. Fyrst í Hrafnagilsstrætinu þegar ég var lítil stelpa sem lék mér í spjótkasti í garðinum og klifraði síðan upp í tré til að hugsa. Seinna í Víðilundi, þar sem ég var svo heppin að fá að dvelja með þér nokkur páskafrí frá skól- anum auk annarra heimsókna. Einu sinni, þegar ég var orðin eldri, kom ég til að keppa í handbolta og gat ekki hitt þig nema í klukkutíma en þá varst þú samt búin að elda kjöt- súpu handa mér. Ég minnist þess hvað það var alltaf gaman að hitta þig, hvernig þú hélst undir höndina á mér, þegar við skruppum út í búð og síðast en ekki síst margra stunda þar sem við spiluðum rommí og spjöll- uðum saman. Ég vildi alltaf taka bunkann og þú hlóst að mér í hvert sinn. Elsku langamma, ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér svona vel, þú kenndir mér marga hluti sem ég mun geyma og hafa meðferðis í líf- inu. Minningin um þig mun fylgja mér alla ævi og ég er viss um að rödd þín mun hvísla að mér nokkrum heil- ræðum einhvers staðar á leiðinni. Blessuð ævinlega, þín Brynja. Frá Zontaklúbbi Akureyrar Nú kveðjum við Þórhildi Stein- grímsdóttur íþróttakennara og heið- ursfélaga í Zontaklúbbi Akureyrar með þökk og virðingu. Þórhildur var félagi í klúbbnum í 53 ár eða allt frá því klúbburinn var stofnaður með formlegum hætti árið 1949 og til dauðadags. Hún var mjög virk sem Zontafélagi, starfaði í mörgum nefndum og sinnti stjórn- arstörfum í klúbbnum og var t.d. for- maður tvö tímabil, starfsárin 1956- 1957 og 1967-1968. Árið 1988 þegar hún varð áttræð, var hún kjörin heið- ursfélagi klúbbsins. Þórhildur var hlý og glæsileg kona og eftirminnileg þeim sem hana þekktu og dugnaður hennar hvatti aðra til dáða. Zontaklúbburinn valdi sér það sem meginverkefni að heiðra og halda á lofti minningu rithöfund- arins séra Jóns Sveinssonar, Nonna, og setti í þeim tilgangi á stofn Nonnahús, minjasafn, árið 1957, en þá voru 100 ár voru liðin frá fæðingu Nonna. Þess má nærri geta að mörg handtök Zontakvenna þurfti til að koma því í kring að gömlu húsi, æskuheimili Nonna í Fjörunni, var forðað frá því að vera rifið og gert þess í stað að safni. Gert að stað þar sem æ síðan jafnt börn sem fullorðn- ir geta skyggnst inn í fortíðina og kynnst lífi og starfi Nonna. Það var fyrir elju og framsýni þeirra kvenna sem störfuðu í klúbbnum fyrstu árin að fólk um víða veröld sem á æskuár- um hreifst af frásögnum Nonna um æsku sína í Fjörunni á Akureyri, getur heimsótt húsið þar sem hann bjó sem drengur. Við minnumst Þórhildar með inni- legu þakklæti fyrir öll hennar störf í þágu klúbbsins og sendum aðstand- endum hennar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Zontaklúbbs Akureyr- ar, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. Þórhildur Steingrímsdóttir móð- ursystir mín er látin, 94 ára gömul. Hún var elst þeirra Steingríms- systra, sem ásamt Tómasi bróður þeirra stóðu mér næst á bernskuár- um mínum. Þórhildur var brosmild kona og einkar jákvæð í afstöðu sinni til allra mála, en undir niðri fannst mér þessi frænka mín þó umfram allt alvöru- gefin. Sem elsta systir var hún nokk- uð stjórnsöm og líktist að því leyti móður sinni, Tómasínu Ingibjörgu. Þegar svo bar undir tók hún stilli- lega í taumana og jafnan án þess að aðrir en þeir nánustu tækju eftir því. Frá afa hafði hún fríðleika, tígulegan limaburð og virðulega framkomu. Við vorum það sem nú heitir stór- fjölskylda, þrjár kynslóðir bjuggu undir sama þaki í Hrafnagilsstræti 6. Þar bjuggu þau Þórhildur og eigin- maður hennar, Hermann Stefáns- son, á fyrstu hæð með synina Stefán og Birgi. Við, móðir mín og ég, héld- um heimili með afa og ömmu og móð- ursystrum mínum á efri hæð húss- ins, en höfðum að auki tvö svefnherbergi í kjallara. Þannig voru níu manns í fjölskyldunni, þegar minnst var umleikis, en ellefu eða fleiri, þegar systurnar Ingibjörg og Ragnhildur voru heima eða aðrir ættingjar bjuggu þar. Þótt ég ætti þrjú önnur æskuheimili og öll góð jafnaðist ekkert á við Hrafnagils- stræti 6. Fjölskyldan var mjög samhent og hafði sameiginleg áhugamál. Þar voru í mestum hávegum höfð tónlist, leiklist og íþróttir. Þau hjónin, Þór- hildur og Hermann, voru bæði íþróttakennarar að mennt og kenndu við Menntaskólann á Akur- eyri. Hermann var mjög afkasta- mikill kappsmaður, áberandi íþróttafrömuður og mikilvirkur í fé- lagsmálum. Þórhildur var hægari, yfirvegaðri og fyrirferðarminni, en kom þó ekki síður miklu í verk. Mikið örlæti og gestrisni var báðum í blóð borið. Þórhildur hélt heimili, sem var ekki venjulegt í neinum skilningi. Hrafnagilsstræti 6 var öllum opið, ekki síst nemendum Menntaskólans á Akureyri, kórfélögum í Geysi og íþróttamönnum. Löngum leigðu margir nemendur skólans hjá þeim hjónum og bundust þeim tryggum böndum. Hermann var nemendum mjög hjálplegur á alla lund. Meðal annars átti hann miklar birgðir af gömlum skíðum, sem hann lánaði þeim nemendum, sem ekki áttu slík- an búnað, sem algengt var á þeim ár- um. Þessu erilsama rausnarheimili stýrði Þórhildur þannig að lítið bar á og eins og áreynslulaust. Systurnar sungu allar í Kantötu- kórnum undir stjórn Björgvins Guð- mundssonar tónskálds. Þórhildur hafði djúpa og góða alt-rödd eins og Brynhildur systir hennar, en hinar systurnar voru góðir sópranar, þeirra þó langbest Ingibjörg sem var afbragðs sópran og hafði hlotið mikla menntun í ljóða- og óperusöng. Þar sem Hermann var tenór og afi bassi og báðir höfðu hlotið nokkra tónlist- armenntun var innan fjölskyldunnar efni í lítinn kór. Sá kór söng við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Frá því ég man fyrst eftir mér héldum við jól sameiginlega. Jólum og pásk- um mátti líkja við stanslaust tón- leikahald. Á erfiðum tímum var Þórhildur lítið fyrir að velta sér upp úr vanda- málum. Hún var hins vegar öðrum drýgri við að hjálpa fólki þegar á móti blés. Þegar áföll dundu yfir var hún yfirveguð og fumlaus. ÞÓRHILDUR S. STEINGRÍMSDÓTTIR                            ! " #      "      Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.