Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 39 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Vinirnir hverfa einn af öðrum. Þeir Her- mann Pálsson og Sveinn Skorri Höskuldsson eru báðir farnir og kvöddu með skömmu millibili. Sú missa er mikil og íslensk tunga fá- tækari eftir. Kynni mín af Sveini Skorra hóf- ust nokkru fyrir miðja síðustu öld. Hann var ári eldri og einum bekk á undan mér í Menntaskólanum á Akureyri. Bekkjardúx var Sveinn. Fór því samt fjarri að hann kúrði yfir námsbókunum úr hófi fram. Um fermingaraldur var hann byrj- aður að láta stjórnmál til sín taka, studdi Framsóknarflokkinn af alefli og flutti ræður til auðnubótar sam- vinnuhreyfingunni og þeim hug- sjónum sem lyft höfðu huga ís- lenskrar þjóðar úr dustinu og greitt henni leið að stjórnarfars- legu sjálfstæði. Haustið 1945 bauð Sveinn mér inngöngu í Framsókn- arflokkinn. Nú er um seinan að gera upp hug sinn. Hugur Sveins stóð snemma til landbúskapar. Fagurt mannlíf í sveitum landsins blasti honum við sjónum og þess vegna tók hann þá ákvörðun þrátt fyrir glæsilega frammistöðu á gagnfræðaprófi við Menntaskólann á Akureyri að segja skilið við þá stofnun og hefja bú- fræðinám suður á Hvanneyri. Vin- um Sveins og skólafélögum fannst þetta ráðslag sjálfs bekkjardúxins sæta nokkrum tíðindum. Búfræði lærði Sveinn í einn vet- ur. Að því námi loknu hélt hann aftur norður yfir heiðar og settist í fjórða bekk máladeildar við Menntaskólann á Akureyri, þá orðinn einum vetri á eftir hinum fyrri bekkjarfélögum sínum. Fyrri hluta skólaárs vorum við Sveinn sessunautar og beygðum latneskar sagnir undir verkstjórn Brynleifs Tobíassonar. Í þeim kennslustund- um litum við bjargræðisvegi þjóð- arinnar úr talsverðum fjarska. Ekki undi Sveinn því að verða á eftir sínum fyrri bekkjarsystkinum. Við árslok 1948 brá hann á það ráð að lesa fjórða og fimmta bekk sam- an og tókst það með lofsamlegum árangri og var þá aftur kominn í hóp fyrri félaga. Þótti okkur ekki lítið til um afrek hans og þeim mun meir sem við vissum að samhliða námi kenndi Sveinn íslensku við Iðnskólann á Akureyri. Þar hóf hann í raun ævistarf sitt sem frá upphafi og alla tíð varð honum til vegs og virðingar. Er engin leið að gera grein fyrir þeim þætti í stuttu máli. Tvö dæmi skal þó tína til. Skipasmiður á Akureyri rómaði málfræðikennslu Sveins í Iðnskól- anum. Kvað hann hafa lagt höf- uðáherslu á sagnbeygingar og þá ekki hvað síst hvernig nýta mætti viðtengingarhátt þátíðar í mæltu máli og rituðu. Með þeim hætti hefði honum tekist að forða nem- endum frá kviksyndi og hringiðu hjálparsagna og beint þeim í áttina til hnitmiðaðs tungutaks. Málfræði- kennslu Sveins taldi skipasmiður- inn hafa aukið sjálfstraust nem- enda að miklum mun og gert þá hæfari en ella í daglegum störfum. Nils Hasselmo málfræðingur flutt- ist ungur frá Svíþjóð til Bandaríkj- anna. Hann lærði íslensku hjá Sveini við Uppsalaháskóla og hafði nánast sömu sögu að segja af því námi og skipasmiðurinn sem til var vitnað. Nils Hasselmo varð síðar rektor Minnesotaháskóla, eins stærsta háskóla í Bandaríkjunum. SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ✝ Sveinn SkorriHöskuldsson prófessor fæddist á Sigríðarstöðum í Hálshreppi í Suður- Þingeyjarsýslu 19. apríl árið 1930. Hann lést á Land- spítalanum – Borg- arspítala 7. septem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 23. september. Ritsnilld var Sveini Skorra í blóð borin. Á skólaárunum var því einatt til hans leitað þegar færa þurfti merkisatburði til bók- ar eða ritstýra blöð- um. Hann skrifaði fjölda greina í dag- blaðið Tímann. Þeim ritsmíðum fór samt fækkandi þegar stjórnmálaflokkur Sveins tók að fjarlægj- ast hann sjálfan. Á há- skólaárunum í Reykja- vík samdi hann gagnmerkar ritgerðir um Verð- andimennina Einar Hjörleifsson og Gest Pálsson. Um hinn síðarnefnda ritaði hann í fyllingu tímans tveggja binda verk þar sem hann gjörnýtti allar tiltækar heimildir sem hann hafði viðað að sér heima á Íslandi, í Kaupmannahöfn og hér í Kanada. Síðar samdi hann eina viðamestu þjóðmálasögu síðari tíma um Benedikt á Auðnum. Stórvirki sínu um Gunnar Gunnarsson fékk hann því miður ekki lokið. Greinar Sveins og ritgerðir, fjöl- breyttar að efni, er víða að finna í íslenskum og erlendum ritum og ritröðum. Þykir mér miður að hafa ekkert af þeim skrifum við höndina nú í bili. Mér finnst þó flest þeirra eiga heima í úrvali íslenskra bók- mennta eða fræðirita. Sveinn hafði um langa hríð yfirumsjón með einni af aðalritröð heimspekideildar Há- skóla Íslands og birtist þar meðal annars fjöldi ritgerða eftir nem- endur hans. Fyrir fáeinum árum kom út endurminningarit Sveins, Svipþing, sem ég ætla að lofi meist- arann um langan aldur og er nú fátt eitt talið. Þessi minningarorð eru fest á blað af nokkrum vanefnum við Bloorstræti hérna í Toronto. Það stræti fannst okkur Sveini og fjöl- skyldum okkar einkar forvitnilegt þegar við spásseruðum þar eftir gangstéttum fyrir rúmlega fjórum áratugum. Snertuspölur er niður að gömlu byggingunni þar sem Her- mann Pálsson las fyrir nemendum í miðaldafræðum þegar hann var ár- langt gistiprófessor við Torontohá- skólann. Hitinn er nánast óbærileg- ur og el ég með mér þá von að þeir vinir mínir Sveinn og Hermann, sem báðir eru komnir í efra, hafi tök á að „lækka á thermostatinu“ ögn svo að ég grípi til vesturís- lensks orðalags. Illt þykir mér að geta ekki fylgt Sveini Skorra síðasta spölinn. Veit þó að hann fyrirgefur mér fjar- vistina. Von er það fremur en vissa að fundum beri saman síðar og þá getum við félagar heimsótt aftur bændur í Nýja Íslandi, skoðað Freyshaugana við Uppsali, kannað Ljósavatnsskarð og farið yfir atriði frá liðinni tíð. Við Margrét, börn okkar og barnabörn, vottum Vigdísi, eigin- konu Sveins Skorra, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum ættingjum dýpstu samúð. Við þökkum vináttu, höfðingsskap og gestrisni á langri leið. Lengi minn- umst við góðvildar allrar fjölskyld- unnar í garð móður og tengda- móður, Kristínar Pétursdóttur. Hafðu að lokum heila þökk, gamli vinur. Haraldur Bessason. Sveinn Skorri Höskuldsson er dáinn. Hvað lá almættinu á? Hann naut lífsins, gladdist og gladdi aðra. Sögufróður, kíminn og skemmtinn. Drengur góður og hégómalaus. Aldraður var hann ungur í anda, berhöfðaður í öllum veðrum, ein- beittur á svip, tággrannur og léttur á fæti. Og ævistarfinu var ekki lok- ið. Hann átti í fórum sínum gnótt efnis um Gunnar Gunnarsson rit- höfund sem beið frekari úrvinnslu. „Dauðinn er regla, sem reglur ná ekki til,“ segir Hannes Pétursson skáld. Við sem eftir lifum söknum hans og samhryggjumst Vígdísi, konu hans, og fjölskyldu. Í heilan mannsaldur eða á ár- unum 1968–98 vorum við Sveinn starfsbræður við Háskóla Íslands. Hann annaðist íslenskar bókmennt- ir síðari alda en ég sinnti bók- menntum fyrri alda. Í löngu og nánu samstarfi koma upp ýmiss konar álitamál sem geta orðið til- efni til misklíðar eða jafnvel úlfúðar ef geð er ótamið og stífni eðlislæg. En það er hverju orði sannara, að okkur Sveini varð aldrei sundur- orða. Ekki vorum við geðlausir en okkur var léður sá skilningur að mikla ekki hið smáa. Hlýhugur laugaði orðin. Þess er og vert að geta að Sveinn átti aldrei svo að ég vissi til í útistöðum við nemendur sína enda lagði hann sig fram um að koma þeim til þroska. Á menntaskólaárum sínum í um- róti eftirstríðsáranna á Akureyri, þegar sósíalismi og kapítalismi kepptust um að bjóða hægfara ís- lensku bændasamfélagi gull og græna skóga, var Sveinn reiður ungur maður sem krafðist á mál- fundum róttækra umbóta á hag lands og þjóðar. Hann var alla ævi félagslega sinnaður og hjarta hans sló örar með þeim sem minni mátt- ar voru og rangsleitni beittir. Sveinn logaði af hugsjónaeldi Jón- asar Jónssonar frá Hriflu fyrir hönd bændasamfélagsins og ís- lenskrar menningar. Óefað hefur skoðanamyndun Sveins ráðist veru- lega af því að Höskuldur Einars- son, faðir hans, var frá Finnsstöð- um í Ljósavatnshreppi og las Tímann. Aftur á móti var móðir Sveins, Sólveig Bjarnadóttir borg- firskrar ættar frá Vatnshorni í Skorradal, þar sem foreldrar Sveins bjuggu nálega öll sín bú- skaparár. Eitt sinn að sumarlagi fór menntaskólastrákurinn og fullhug- inn Sveinn á reiðhjóli um byggðir Skagafjarðar – og reyndar einnig austurhluta Húnaþings – til að koma á fót Félagi ungra fram- sóknarmanna. Þessu ævintýralega ferðalagi hefur Sveinn lýst í Bréf- um til Haralds sem gefin voru út til heiðurs Haraldi Bessasyni sjötug- um (2001) og mun ferðalýsingin trúlega vera síðust ritsmíða Sveins. Hann tók einnig saman minninga- þætti frá æskuárum sínum og upp- vexti í Skorradal, sagði frá öfum sínum og ömmum og menntaskóla- árum. Birti hann minningar sínar í sérstakri bók sem hann kallaði Svipþing (1998). Minningargreinar Sveins í þessum ritum báðum eru makalaust góður texti. Sveinn leiðir söguhetjur sínar fram á sviðið og virðir þær fyrir sér í önnum lífs- baráttunnar af slíkri ástúð og mannskilningi að söguveruleiki hans kveikir tundur í sálinni. Sveinn hafði ósvikna skáldgáfu og gott smiðsauga. Af lestri laðaðist Sveinn fljótlega að raunsæisstefnu 19. aldar sem lagði áherslu á að taka vandamál líðandi stundar til umræðu í bók- menntum. Sveinn dáði mjög Georg Brandes, sem fyrstur kynnti stefn- una á Norðurlöndum. Það var því engin tilviljun að Sveinn valdi Gest Pálsson og samtíma ádeilusögur hans sem kjörsvið til meistaraprófs í íslenskum fræðum, sem hann þreytti 1958. Sveinn hafði metnað til að láta ekki þar við sitja og end- urskoðaði, jók og bætti meistara- prófsritgerð sína á næstu árum með nýjum aðföngum og rannsókn- um við ýmsa erlenda háskóla. Ritið Gestur Pálsson. Ævi og verk, sá dagsins ljós í tveimur bindum (1965). Það er undirstöðurit um Gest og raunsæisstefnuna hér á landi og um leið meginrannsókn Sveins á íslenskum lausamálsbók- menntum síðari alda. Næst tók Sveinn sér fyrir hend- ur að reisa þingeyskri alþýðumenn- ingu fagran minnisvarða með miklu verki um Benedikt á Auðnum (1993) sem var lífið og sálin í helstu framfaramálum sveitunga sinna. Komst hann á tíræðisaldur og lifði á hvörfum 19. og 20. aldar og var ævi hans ævintýri líkust. Rit Sveins er um 600 bls. að stærð og var með hléum í smíðum árum saman. Það er þrekvirki, gagnmerkt og hafsjór að fróðleik um upprisu sjálfmennt- aðra bænda til samstöðu og sjálf- stæðis í eigin framfaramálum. Eld- móður feðrabyggðar hreif Svein. Verkið um Benedikt á Auðnum var í raun eðlilegt framhald af rann- sóknum hans á Gesti og tengdist straumi raunsæisstefnunnar. Rit- verkið er í senn ævisaga og aldar- spegill. Þótt raunsæisbókmenntir hafi verið Sveini einkar kærar og hann hafi framan af sótt helstu viðfangs- efni sín til þeirra hafði hann miklar mætur á öllum góðum bókmennt- um, fornum og nýjum, sem veittu andlegan þroska og gæddar voru falslausum töfrum. Sveini var full- komlega ljóst, að bókmenntagrein- ar eru flokkunarkerfi, sem láta lítið uppi um skáldskapargildi. Þetta má sannreyna af hugsun og orðum Sveins þegar hann ræðir eðli skáld- skaparins í tveimur kverum. Hið fyrra heitir Að yrkja á atómöld (1970). Þar eru prentuð þrjú út- varpserindi, þar sem Sveinn víkur máli sínu að nokkrum skáldum, formbreytingum í ljóðagerð eftir- stríðsáranna og nýjum lífsskilningi. Þetta er fagurfræðileg athugun í sögulegu ljósi. Síðara rit hans er eins konar framhald af hinu fyrra en nú gaf Sveinn sig allan að fagurfræði ljóða og ljóðagerðar. Það kom út tæpum tveimur áratugum síðar en hið fyrra og hét af lítillæti höfundar Ljóðarabb (1989). Í skýringum sín- um á einkennum nútímaljóðlistar og útleggingum á galdri hennar nýtur Sveinn sín til fulls fyrir sakir skáldgáfu sinnar, tilfinninga og hygginda. Þar er lífsskilningur og ljóðasmekkur þeirrar tegundar að ábendingar Sveins og túlkanir ættu að vera skyldulesning í framhalds- skólum við nám í íslenskum bók- menntum. Þorsteinn skáld frá Hamri kveð- ur svo að orði í einu kvæða sinna: „Ljóðið ratar til sinna.“ Ljóðið rat- aði rakleiðis til Sveins. Hann bend- ir á að margræðni skáldskaparins veiti meiri hamingju í sundruðum heimi en einræður stíll vísdóms- bóka. Hann taldi það hafa verið hamingju sína að vera samtíða góð- um skáldum fyrir því að þau væru sjáendur og túlkendur lífsviðhorfa sinnar kynslóðar. „Að skynja sjálf- an sig skyndilega yfir litlu kvæði sem heilan og ósundraðan í heilum og óskiptum heimi er hamingja sem lestur góðs ljóðs getur veitt.“ Sveinn vildi gefa öðrum hlutdeild í þeirri hamingju og hann gerir það óspart í Ljóðarabbi sínu. Sveinn var ekki trúaður í kristi- legri merkingu þess orðs þótt ham- ingja hans væri nátengd ósplundr- aðri heimsmynd. Efinn settist að honum ungum með raunsæisstefn- unni. Jörðin fæddi öll kvikindi og hún eignaðist allt það er dó, segir í Snorra-Eddu. Mér er nær að halda að lífheild náttúrunnar hafi verið hans guðdómur, þar sem hann leit- aði að hinu fagra, góða og sanna. Samt hefði Sveinn getað tekið sér í munn vísuhelming Kolbeins Tumasonar: Heyr þú, himna smiður, hvers er skáldið biður. Komi mjúk til mín miskunnin þín. Bjarni Guðnason. Það kom mörgum á óvart að frétta af andláti Sveins Skorra Höskuldssonar prófessors snemma í þessum mánuði þar sem hann hafði verið viðstaddur doktorsvörn Gísla Sigurðssonar nokkrum dög- um áður. Hann varð fyrir alvarlegu áfalli í fyrra en virtist vera búinn að ná sér á ný og var eflaust farinn að hugsa með eftirvæntingu til þess að halda áfram rannsóknum sínum á Gunnari Gunnarssyni sem hafði verið hans aðalviðfangsefni áður en hann veiktist. Sveinn Skorri var mag.art. í ís- lenskum fræðum frá Háskóla Ís- lands árið 1958. Að því loknu lagði hann stund á frekara nám, rann- sóknir og kennslu í bókmennta- fræði víða um heim: við Kaup- mannahafnarskóla, Manitobahá- skóla, í Uppsölum og við marga helstu háskóla í Þýskalandi. Eins og venja var um kennara á þessum árum kenndi hann íslensku á öllum skólastigum þar til hann var skip- aður fyrst lektor og síðan prófessor í íslenskum bókmenntum við heim- spekideild Háskóla Íslands árið 1970. Sveinn Skorri var virtur og af- kastamikill fræðimaður og fjalla stórvirki hans um Gest Pálsson og Benedikt frá Auðnum. Hann var sí- vinnandi, ritstýrði fjölda rita og undirbjó vandaða skólaútgáfu af Svartfugli Gunnars Gunnarssonar, svo eitthvað sé nefnt af geysilangri ritaskrá hans. Hann hafði með höndum viðamikla kennslu sem hann sinnti af stakri alúð enda vin- sæll af nemendum. Sveinn Skorri lét einnig stjórnun heimspekideild- ar mjög til sín taka þar sem hann reyndist farsæll stjórnandi, m.a. var hann forseti heimspekideildar á árunum 1971–1973. Hann var jafn- framt ötull við að sinna félagsstörf- um í þágu fræðigreinar sinnar. Sveinn Skorri var einstaklega glaðvær og skemmtilegur maður, stórfróður um menn og málefni og kunni ógrynni af merkilegum sög- um og vísum. Það er óhætt að segja (að öðrum ólöstuðum) að hann hafi haldið uppi fjörinu á kaffistofunni í Árnagarði áratugum saman og ætlaði hann aldeilis ekki að yfirgefa vinnustaðinn er hann varð sjötugur. Hann hafði fengið úthlutað áframhaldandi rannsókna- aðstöðu í „emeriti-herberginu“ á 4. hæð í Árnagarði, enda vildu starfs- félagar hans ekki missa hann úr húsinu. Sveinn Skorri átti eflaust margt óunnið í fræðunum en merkilegt og mikilvægt framlag hans til ís- lenskra bókmenntarannsókna mun halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Fræðimaðurinn er fallinn frá en verk hans lifa. Fyrir hönd heimspekideildar vil ég færa ekkju Sveins Skorra, frú Vigdísi Þormóðsdóttur, og fjöl- skyldu þeirra, okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við kveðjum okkar ágæta félaga, Svein Skorra Höskuldsson. Anna Agnarsdóttir, forseti heimspekideildar.  Fleiri minningargreinar um Svein Skorra Höskuldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.