Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                            ! " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDARLEGT er hvað ráðherrar virðast hafa litla þekkingu á því hvað það kostar að lifa í þjóðfélaginu. Fyr- ir stuttu birti félagsmálaráðherra lista yfir það hvað kosti að leigja íbúð. Það verð sem ráðherrann gaf upp á þessum lista var það verð sem fólk var að greiða fyrir 12–15 árum. Nokkrum dögum áður en ráð- herrann gaf út sinn lista, var einn sérfræðingur í húsaleigumálum að fjalla um það í sjónvarpi að húsaleiga væri að færast upp í raunvirði, þann- ig að fermeterinn yrði leigður á 1000 kr. sem þýðir að þriggja herbergja íbúð væri leigð á 100–110 þús. kr. á mánuði. Mun vera leigð í dag á 70–90 þús. kr. Ég tel að ráðherrum sér orðið nauðsynlegt að horfa raunhæft á það hvað kostar að reka heimili, því það er ekki hægt að ganga lengra en þeg- ar hefur verið gert í því að skekkja hlutfallið á milli útgjalda og lægstu launa. Það eru kosningar í vor, því mega þeir frambjóðendur sem sýnt hafa lágtekjufólki mesta ósanngirni búast við því að þeim verði ekki sýnd sér- stök velvild í umfjöllun fyrir kosn- ingarnar. Sagt er að sala á Landsbankanum sé komin á fulla ferð. Ef Landsbank- inn verður seldur, hvað hyggst sá kaupandi eiga Landsbankann lengi eða ætlar hann að selja bankann aft- ur eftir nokkra mánuði og hver verð- ur þá eigandinn eða megum við bú- ast við því að bank inn verði áfram söluvara pókerspilara? Hvert verður svo, í öllu þessu spil- verki, viðskiptalegt öryggi núver- andi eigenda? Það hlýtur að vera nokkuð ljóst að þeir sem kaupa bankann, vilja græða á því og sá gróði þarf að koma úr vasa einhvers og endirinn hlýtur að verða sá, að viðskiptavinir bankans borga brúsann. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Ráðherra veit það ekki Frá Guðvarði Jónssyni: VIÐ sjáum og heyrum oft orðið „fjölbreytni“ um þessar mundir. Íslenskt þjóðfélag getur ekki forð- ast að mæta fjölbreyttum menn- ingarstraumum hér á landi. Fjöl- breytni skaðar ekki einstakleika. Fjölbreytni er framlenging gagn- kvæmni, og einstakleikinn stendur á gagnkvæmninni. Þetta virðist flókið, en er það reyndar ekki. Það er alveg eins og Páll postuli segir; „En nú hefur Guð sett hvern einstakan lim á lík- amann eins og honum þóknaðist. Ef allir limirnir væru einn limur, hvar væri þá líkaminn? En nú eru limirnir margir, en líkaminn einn.“ (1. Kor. 12:18–20) Þó að sannleik- urinn sé oft einfaldur gleymum við honum oft. Það sem ég vil hugsa í dag í þessu samhengi er ekki um fjöl- breytta menningu hérlendis, held- ur um náttúruvernd Íslands. Fög- ur og rík náttúra er fjársjóður Íslendinga og fyrir hana er Ísland einstakt. En þessi náttúra stendur líka á gagnkvæmni, en ekki alveg sjálfstæð. Hvers vegna? Áður en ég fluttist til landsins hafði ég annast lítinn söfnuð í Jap- an sem prestur. Hann var í stórri borg sem heitir Nagoya. Hún er háiðnaðarborg með fjórum milljón- um íbúa. Einn aðaliðnaður borg- arinnar og nágrennis hennar var bílaiðnaður. Toyota eða Nissan vinna að framleiðslu óteljandi bíla allan sólahringinn. Margir bílar þaðan geta verið í notkun hér á Ís- landi líka, í rauninni er bíllinn minn kominn þaðan. Japanskir bílar seljast vel, en af- leiðing þessarar framleiðslu er að umhverfi þessa háiðnaðarsvæðis er orðið ómögulegt. Loftmengun er algeng og varðandi náttúruvernd þurfum við að játa það að það er engin náttúra til lengur til að vernda þar. Fólk vinnur og lifir við svona aðstæður. Hógværlega orð- að, verðum við að viðurkenna að náttúra Japans hefur skemmst töluvert. Mér finnst það forréttindi Ís- lendinga að þurfa ekki að framleiða bíla sjálfir. Þetta á ekki aðeins við um bíla, heldur einnig um járn- framleiðslu, lyf eða alls konar þungaiðnaðarframleiðslu. Íslend- ingar njóta góðs af framleiðslu sem fer fram annars staðar í heiminum og mengar umhverfi fjarri Íslandi. Málið er ekki hvort viðkomandi staður eða fólk sé að græða á þessu eða ekki. Málið fyrir okkur kristna menn er að þægindi einhvers séu alltaf tengd við óþægindi einhvers annars. Þetta er því miður stað- reynd, og hluti gagnkvæmni mann- kyns. Guð sagði: „Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fisk- um sjávarins og yfir fuglum lofts- ins yfir fénaðinum og yfir villidýr- um og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni.“ (1.Mósebók 1:26) Þetta umboð Guðs er ekki aðeins til Japana eða Íslendinga, heldur til allra á jörðinni. Ef við lítum á náttúru á Íslandi, eigum við ekki að segja að hún sé ekki bara fjár- sjóður Íslendinga heldur dýrmæti heimsins? Og ef það eru forréttindi Íslendinga að eiga þessa fögru náttúru í heimalandi sínu, fylgir þá ekki sérábyrgð á nýtingu og vernd hennar? Hugsum við einstakleika Íslands í samhengi við heiminn okkar allra og leitum að almennilegu svari til Guðs. TOSHIKI TOMA, Japani og prestur innflytjenda á Íslandi. Smáskilaboð til nátt- úru Íslands frá Japan Frá Toshiki Toma:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.