Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ þykja kannski ekki tíðindi að íslenskir raftónlistarmenn nái árangri utan landsteinanna en þó fréttnæmt þegar þeir eru komnir á mála hjá virt- ustu útgáfum á því sviði. Þannig er því farið með félagana í Einóma sem eru búnir að gera útgáfusamning við breska fyrirtækið Vertical Form, sem er meðal annars með Kit Clayton á sínum snærum. Fyrsta platan á þeim samningi, Undir feilnótum, kom einmit út fyrir skemmstu. Litlar upplýsingar eru mér hand- bærar um Einóma, en þó það að liðs- menn eru tveir, Steindór og Bjarni, félagar frá unga aldri sem kynntust fyrir sameiginlegan áhuga á kvik- myndagerð. Uppúr því fóru þeir að spá í að gera tónlist saman og sendu frá sér stuttskífu, Floating Point by Zero, á vegum íslensku útgáfunnar Uni:Form fyrir nokkru. Fyrsta breið- skífan er aftur á móti sú sem hér er til umfjöllunar, Undir feilnótum, og kemur út hjá hinni virtu raftónlistar- útgáfu Vertical Form sem getið er. Tónlist Einóma er ekki ýkja ný- stárleg, en skemmtileg engu að síður. Þeir fara yfirleitt troðnar slóðir í hljóðvali og taktskipan, en gera hlut- ina vel. Skemmtilegur drungi er í mörgum verkanna, tilfinningalegur þungi sem gerir þau áheyrilegri, til að mynda í öðru lagi skífunnar, „Gler- borgir“. Öll vinnsla á tónlistinni er til fyrirmyndar, hljóð vel unnin, dýpt í hljómnum og hljóðskraut fjölbreyti- legt. Þriðja lagið, „Hringlögun“, er það sem lifir lengst í minningunni, skemmtilega fjölbreytt, en klifun í fjórða laginu, „Amonie“, (og reyndar áttunda líka, „Undir engu“) er heillandi skemmtileg. Sjötta lagið, „Celvoir“, er líflegt, góður taktur og skemmtileg tilbrigði við hann, en besta lagið fyrir minn smekk er það sjöunda, „Brot“, ekki nema hálf þriðja mínúta en bráðskemmtilegt engu að síður; kraumandi skelfing og nánast óbærileg spenna – þeir félagar eru ekki búnir að skilja alveg við kvik- myndapælingar heyrist mér. Tónlist Skemmti- legur drungi Einóma UNDIR FEILNÓTUM Vertical Form Undir feilnótum með raftónlistardúóinu Einóma sem samanstendur af Steindóri og Bjarna. Vertical Form gefur út, 12 tón- ar dreifa. Árni Matthíasson FYRSTA blaðsíðan í Epilectic eftir David B. leggur grunninn að því sem á eftir kemur. Þar hittir höfundurinn bróður sinn í fyrsta sinn í mörg ár. Bróðirinn er orðinn að vofu sem silast um í lyfjamóki eftir áratuga baráttu við veikindi. Samskipti þeirra á þess- ari fyrstu síðu eru sorglega feimnis- leg og David hrökklast frá honum eins og hann hafi verið snertur óþyrmilega af fortíðinni; fortíð sem hann lýsir í bókinni. Minningarnar flæða fram. Þau eru þrjú systkinin; bræðurnir og litla systir. Þau lifa áhyggjulausu lífi í frönskum bæ á tímum stríðsins við Alsíringa. David segir frá uppá- tækjum þeirra með söknuði í röddinni og lýsir draumum þeirra og vænting- um. Allt breytist þetta þegar bróðir hans fær sitt fyrsta flogaveikikast. Á svipstundu umturnast líf fjölskyld- unnar. Veikindi bróðurins útheimta sífellt meiri athygli frá foreldrunum eftir því sem sjúkdómurinn ágerist. David leitar athvarfs í stríðssögum sem hann myndskreytir með sjálfan sig í fararbroddi; brynjaðan fyrir um- hverfinu frá toppi til táar. Systirin verður sífellt meira utanveltu. Gamlir vinir þeirra forðast þau eins og heitan eldinn. Í augum þeirra er flogaveiki bráðsmitandi sjúkdómur. Sama gildir um hina fullorðnu. Allt þetta mótlæti umhverfisins gerir bróðurinn frá- hverfan og harðan. Fyrst fólk lítur hann þessum augum er eins gott að hann gangist upp í hlutverkinu. Hann sýnir stöðugt andfélagslegri hegðun og dregur sig inn í skel en þegar hann reynir að opna sig og ná til fólks virð- ist hann hranalegur og ókurteis þann- ig að einangrunin verður sífellt meiri. Í framhaldinu lýsir David píslar- göngu fjölskyldunnar í leit að lækn- ingu. Ógeðfelldar en viðurkenndar aðferðir læknislistarinnar reynast ekki vel þannig að þau færast í átt að ýmiss konar jaðarlækningum. Þau gera víðreist og reyna meðal annars að sameinast kommúnu, daðra við búddatrú, smáskammtalækningar, heildrænar lækningar, sálgreiningu af mörgum toga og þar fram eftir göt- unum. Sumt gerir bróðurnum gott en annað miður en á meðan fjarlægist fjölskyldan þann raunveruleika sem hún hafði byggt sér áður en veikindin fóru að láta á sér kræla. Epilectic er sjúkdómsgreining. Ekki aðeins tekur höfundur bróður sinn fyrir heldur einnig hans nánasta umhverfi sem veikist og hrörnar með honum. Flogaveikin er eins og kvik- syndi sem dregur þolandann sífellt dýpra eftir því sem hann berst meira um. Þeir sem reyna að kasta til hans líflínu dragast einnig niður hvernig sem þeir rembast. Englar alheimsins eftir Einar Má lýsir þessum fjöl- skylduharmleik með eindæmum vel og að sama skapi hefur David B. kosið að vera fullkomlega einlægur í frá- sögn sinni. Ást og hatur á bróðurnum togast á í brjósti hans þar sem hann reynir að samsama fyrri tilfinningar sínar í hans garð við það niðurrifsafl sem hann er orðinn. Myndirnar nálgast það að vera skuggamyndir. Skjannahvítir og kol- svartir fletir kallast á og líkjast mynd- irnar stundum því að þær hafi verið prentaðar með tréristum. Mynda- söguhöfundurinn Charles Burns sem teiknar Black Hole nú um stundir hefur gert svona teikningar að aðals- merki sínu þótt þær séu ívið myrkari. Útlínur eru mjög sveigjanlegar og lif- andi; fá hvöss horn að sjá í allri bók- inni og andlitsdrættirnir draum- kenndir eins og í verkum Edvards Munchs. Þegar líður á bókina verða myndirnar sífellt táknrænni og til- finningalífi persónanna er lýst með stílgerðum furðuverum sem hringa sig í kringum þær. Rauntengingin verður sífellt fjarlægari. Epilectic er raunsæislegt verk með súrrealískum undirtón eins og veik- indin sem hún dregur nafn sitt af. David sýnir ótrúlegt öryggi í mynd- unum og sagan er sorgleg og ljúfsár til skiptis. Þetta er uppgjör við æsk- una sem verður ekki gert með meiri hreinskilni. MYNDASAGA VIKUNNAR Floga- veiki og fylgi- kvillar Myndasaga vikunnar er Epileptic 1 eftir David B. L’Association gefur út 2002. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nex- us og einnig er hægt að nálgast hana á stærri bókasöfnum. Veiki bróðirinn í baráttu við ára sína. Heimir Snorrason HÓTEL HÚSAVÍK Bubbi Morthens og Hera kl. 21. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Restaurant Pizzeria Gallerí - Café                                                        Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin. 10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000 Stóra svið HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 29.sept kl 14 UPPSELT Su 29. sept kl 18 Su 6. okt kl 14 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 28.sept kl 20 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 24. okt kl 20 - Næst síðasta sýning Fi 31. okt kl 20 - Síðasta sýning GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fi 26. sept kl 20 Lau 28. sept kl 20 Fö 4. okt kl 20 Lau 5. okt kl 20 Fö 11. okt kl 20 Lau 12. okt kl 20 Síðustu sýnngar MERCE CUNNINGHAM DANCE COMPANY Þri. 24. sept kl. 20. UPPSELT VIDEODANS Sýning og fyrirlestur Rita Kramp Fö 27. sept kl 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Frumsýning fö 4. okt UPPSELT 2. sýn lau 5. okt AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Lau 28. sept kl 20 Fáar sýningar eftir Nýja sviðið Litla svið Hausthátíð Borgarleikhússins Miðasala: 568 8000 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 alla virka daga, miðapantanir í s. 562 9700 frá kl. 10 og á femin.is Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar Fös 27/9 kl. 21 Uppselt Fös 27/9 kl. 23 Aukasýning Uppselt Lau 28/9 kl. 21 Uppselt Lau 28/9 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fös 4/10 kl. 21 Uppselt Fös 4/10 kl. 23 Aukasýning Lau 5/10 kl. 21 Uppselt Uppselt Lau 5/10 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Sun 6/10 kl. 21 Aukasýning Fim 10/6 kl 21 Aukasýning Lau sæti Fös 11/10 kl. 21 Uppselt Fös 11/10 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 12/10 kl. 21 Uppselt Lau 12/10 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 19/10 kl. 21 Uppselt Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning Lau sæti Sun 20/10 kl. 21 Örfá sæti Mið 23. okt kl 21.00 Aukasýning Laus sæti Fim 24/10 kl. 21 Örfá sæti Sun 27/10 kl. 21 Uppselt Rakarinn í Sevilla eftir Rossini 3. sýn. 4. okt. kl. 20 laus sæti 4. sýn. 5. okt. kl. 19 laus sæti 5. sýn. 12. okt. kl. 19 laus sæti 6. sýn. 13. okt. kl. 19 laus sæti Enn eru nokkrir miðar lausir á hátíðarsýn- ingarnar 29. og 30. nóv. —aðeins fyrir félagsmenn í Vinafélagi Íslensku óperunnar. Miðasalan opin kl. 15-19 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningar- daga. Símasala kl. 10-19 virka daga. Sími miðasölu: 511 4200 Hamlet eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Frumsýning föstud. 27/9 kl. 20.00 uppselt 2. sýn. lau. 28/9 kl. 19.00 örfá sæti Takmarkaður sýningarfjöldi Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Í Loftkastalanum kl. 20 Miðasala: 552 3000  „Sprenghlægileg“ „drepfyndin“ „frábær skemmtun“ fim. 19 fim. 26/9 örfá sæti laus fim. 3/10 fim. 10/10 sun.13/10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.