Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 4. október mun Átthagafélag Vestmannaeyinga heiðra minningu tónskáldsins Odd- geirs Kristjánssonar með fjölþættri dagskrá undir heitinu Hún rís úr sumarsænum. Fer kvöldskemmtunin, sem verð- ur fjölbreytt og fjörug, fram í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Oddgeir fæddist árið 1911 en dó langt um aldur fram, árið 1966. Þótt æviskeiðið hafi verið skammt áork- aði Oddgeir miklu sem tónlistarmað- ur og eftir hann liggur fjöldi þekktra laga eins og „Ég veit þú kemur“, „Ágústnótt“ og „Ship ohoj“. Dagskráin 4. október hefst kl. 19.30 með ljósmyndasýningu Krist- jáns Egilssonar en klukkutíma síðar hefst svo blönduð efnisskrá þar sem tónlistin verður að sjálfsögðu í aðal- hlutverki; fólk reynir með sér í ein-, tví-, kór- og hópsöng, skyggnur úr safni Oddgeirs verða sýndar, Ellert Karlsson rifjar upp kynni sín af Odd- geiri og Kristján Egilsson flytur bernskuminningu úr Eyjum. Þá munu ungir listamenn, sem flestir eiga ættir að rekja til Eyja, koma fram. Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds minnst Oddgeir ásamt hljómsveit. Hann er sá með gítarinn. „Hún rís úr sumar- sænum“ Sögulega stórmyndin The Four Feathers náði ekki hærra en í fimm þrátt fyrir að skarta ung- stirnunum Heath Ledger, Kate Hudson og Wes Bentley. Myndin er gerð af Shekar Kapur, ind- verska leikstjóranum sem sendi frá sér hinar mögnuðu Elizabeth og Bandit Queen. Myndin þykir skír- skota meira en lítið til gömlu stór- mynda gullaldarára Hollywood og mynda stórmyndaleikstjórans Davids Leans. Gagnrýnendur eru þó síður en svo á eitt sáttir um útkomuna. Á meðan sumir hæla henni á hvert reipi fyrir alltof sjaldgæfan metnað og listrænt innsæi telja aðrir hana umbúðir án innihalds. Þó þykir hún bera sterk einkenni handbragðs Kapurs og ætti því að höfða til unnenda hans. Trapped er síðan fjórða nýja myndin á listanum en þar fer mannránstryllir með Charlize Theron og Kevin Bacon í aðalhlut- verkum. Myndin sú var frumsýnd í nokkurs konar kyrrþey með minni- háttar auglýsingaherferð vegna þess að framleiðendur vildu kom- ast hjá því að efni myndarinnar yrði tengt við allnokkur mannráns- tilfelli sem komið hafa upp síðustu daga í Bandaríkjunum. Í næstu viku verða frumsýndar tvær myndir sem ættu að geta velgt Rakarastofunni undir uggum en það eru gamanmyndin Sweet Home Alabama með Reese Wither- spoone og nýjasta Jackie Chan- myndin sem ber hið vafasama nafn The Tuxedo. RAKARASTOFAN heldur nokkuð óvænt velli á toppi listans yfir tekjuhæstu bíómyndir vestanhafs. Þessi léttgeggjaða gamanmynd með Ice Cube og Cedrick The Ent- ertainer virðist því leggjast sér- deilis vel í Kanann enda hefur hún fengið óvenju góða dóma af gam- anmynd að vera og er mál manna almennt að hér fari ein skondnasta mynd ársins það sem af er. Ekki spillir svo fyrir meðbyrinn sem Cedrick The Entertainer hefur þessa dagana en spjallþáttastjórn- endur og prentmiðlar keppast nú um að fá í viðtal þennan 38 ára gamla grínista, sem fer létt með að bregða sér í gervi sjötugs nöld- urseggs í myndinni. Fjórar myndir voru frumsýndar um gervalla N-Ameríku á föstu- dag. Í annað sæti listans komst Banger Sisters, gamanmynd með Goldie Hawn og Susan Sarandon í hlutverki systra sem fara að rifja upp æskuár sín þegar þær voru viltar rokkgrúppíur. Ballistic: Ecks vs. Seven var fjórða vinsælasta mynd helgarinn- ar en hún er tæknitryllir með Ant- onio Banderas og Lucy Liu (úr Charlie’s Angels).                                                                                  !    " #! $   #   %&   '                  ()*) (+*) (+*+ ,*( ,*( -*, )*. )*. )*/ /*+ )0*1 (+*) (/-*) ,*( ,*( /(*0 (+*0 /-*- )*/ /+*/ Barbershop enn vinsælasta myndin vestra Cedrick og félagar raka inn seðlum Reuters Susan Sarandon og Goldie Hawn í The Banger Girls. skarpi@mbl.is Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14. Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára.  HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6. með ísl. tali.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Sýnd kl. 6 og 8. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.  HL Mbl Sýnd kl. 8. The Sweetest Thing Sexý og Single i l miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4 og 5. Sýnd með íslensku tali. Sýnd kl. 5.15, 8, 9 og 10.40 B.i. 14. Yfir 17.000 MANNS Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. kl. 7.30 og 10.10.  Kvikmyndir .com  DV  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. Í Myndasafni Morgunblaðsins á er hægt að kaupa myndir til einka- eða birtinganota. Það er einfalt að kaupa myndir úr safninu og panta útprentun á KODAK ljósmyndapappír frá Hefur birst mynd af þér og þínum í Morgunblaðinu? myndasafn•morgunblaðsins myndasafn•morgunblaðsins 30% afsláttur til 20. október! Í tilefni opnunarinnar er 30% afsláttur af verði mynda til einkanota ef keypt er í gegnum Netið. Mynd í tölvutæku formi á aðeins 860 kr. og útprentuð mynd í stærðinni 15x21 sm á aðeins 1.090 kr. með afslætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.