Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í TILLÖGUM nefndar um sveigjan-
leg starfslok íslenskra launamanna
sem skipuð var af ríkisstjórn í byrj-
un árs 2001 og nú hefur lokið störf-
um, er m.a. lagt til að gerðar verði
breytingar á lögum um skyldutrygg-
ingu lífeyrisréttinda og starfsemi líf-
eyrissjóða þannig að hægt sé að
fresta töku lífeyris til allt að 72 ára
aldurs án þess að ávinningur rétt-
inda stöðvist.
Samkvæmt skipunarbréfi nefnd-
arinnar var henni ætlað að gera
grein fyrir lögum og venjum er gilda
um starfslok launþega, bæði hjá op-
inberum aðilum og á almennum
vinnumarkaði, hvernig starfslokum
er háttað í nágrannalöndunum og
vandkvæðum og álitamálum sem
uppi eru varðandi fyrirkomulag
starfsloka hér á landi. Þá var henni
ætlað að fjalla um valkosti og mögu-
legar breytingar á því fyrirkomulagi
starfsloka sem nú er við lýði og
hvaða ráðstafanir þær breytingar
myndu útheimta.
Í nefndinni sátu fulltrúar Samtaka
atvinnulífsins, Alþýðusambands Ís-
lands, Bandalags háskólamanna,
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, Sambands íslenskra sveitarfé-
laga og fjármálaráðuneytisins. For-
maður nefndarinnar var Guðmundur
Hallvarðsson alþingismaður. Með
nefndinni starfaði einnig dr. Tryggvi
Þór Herbertsson, forstöðumaður
Hagfræðistofnunar.
Of litlir möguleikar til
snemmtöku lífeyris hér á landi
Vinnumarkaðsþátttaka eldri
starfsmanna á Íslandi er með því
mesta sem þekkist í heiminum þó
hlutur starfandi fólks á aldrinum 65–
74 ára hafi dregist saman um fjórð-
ung á einum áratug, úr 48% árið
1991 í 40% í fyrra. Að sögn Tryggva
Þórs Herbertssonar er ástæðan fyr-
ir mikilli atvinnuþátttöku eldri
starfsmanna hér á landi mikil eftir-
spurn eftir vinnuafli og lítið atvinnu-
leysi. Hlutfallslega fáir eldri starfs-
menn eru á vinnumarkaðnum hér á
landi miðað við aðrar þjóðir innan
OECD og hefur lítill þrýstingur ver-
ið á stjórnvöld að setja fram úrræði
um snemmtöku lífeyris.
Samkvæmt nýlegri rannsókn á
kostnaði við snemmtöku lífeyris
(mældur sem töpuð framleiðsla) í
ríkjum OECD er kostnaðurinn lang-
minnstur hér á landi eða 0,5 % árið
1998 sem hlutfall af mögulegri lands-
framleiðslu. Á sama tíma var OECD
meðaltalið 6,3% það ár. Hæst var
hlutfallið í Ungverjalandi þar sem
kostnaðurinn nam tæpum 16% af
mögulegri landsframleiðslu.
Tryggvi sagði ljóst að Ungverja-
land og Ísland væru öfgadæmi þegar
litið væri til kostnaðar vegna
snemmtöku lífeyris. Sennilega hyrfu
of margir of snemma af vinnumark-
aði í Ungverjalandi en íslenskir
starfsmenn hefðu of litla möguleika
á því.
Hann sagði að íslenskir launþegar
myndu í nánustu framtíð að öllum
líkindum í auknum mæli flýta starfs-
lokum og að ástæðan fyrir því væri
breytt aldurssamsetning þjóðarinn-
ar, bættur efnahagur og góð þátt-
taka í viðbótarlífeyrissparnaði. Auk
þess væri lífeyrissjóðakerfið að ná
fullum þroska.
Í tengslum við störf nefndarinnar
var gerð könnun meðal Íslendinga á
aldrinum 55–75 ára þar sem meðal
annars er kannað hvernig þeir
hverfa eða myndu vilja hverfa af
vinnumarkaði. Þrjátíu prósent
þeirra sem spurðir voru höfðu haldið
áfram eftir að þeir gátu farið á eft-
irlaun. Tæpur þriðjungur þeirra
sagðist hafa haldið áfram af því að
hann hafði ánægju af starfi sínu en
39% héldu áfram til að bæta enn
frekar fjárhagslega stöðu sína. 31%
nefndi aðrar ástæður.
Þeir sem ekki voru komnir á eft-
irlaun voru spurðir á hvaða aldri þeir
myndu vilja fara á eftirlaun. Tæpur
helmingur sagðist gera ráð fyrir að
fara á eftirlaun við 67 ára aldur en
einungis 19% ætluðu á eftirlaun fyrir
þann aldur. Rúm 34% aðspurðra
vildu vinna eftir 67 ára aldur.
Einnig var spurt hvort fólk væri
reiðubúið að minnka starfshlutfall
eða fara í auðveldara starf í stað þess
að fara á eftirlaun.
Fjörutíu prósent vildu minnka
starfshlutfall og 14% fara í auðveld-
ara starf en 44% fara á eftirlaun.
Guðmundur Hallvarðsson, alþing-
ismaður og formaður nefndarinnar,
fór yfir tillögur hennar en þar kemur
m.a. fram að til álita komi að skylda
lífeyrissjóði á almennum markaði til
að heimila töku lífeyris frá 60 ára
aldri hafi starfsmaður unnið sér inn
meginhluta fullra lífeyrisréttinda.
Að mati nefndarinnar er forsenda
aukins sveigjanleika sú að afkoma
lífeyrisþega, eftir að atvinnuþátt-
töku lýkur, sé tryggð að ákveðnu
lágmarki þannig að hann verði ekki
til að rýra afkomu þeirra og kalla á
aukinn kostnað annarra, t.d. al-
mannatryggingakerfisins.
Lagt er til m.a. að heimilað verði
að starfsmenn ríkisins geti frestað
starfslokum til 72 ára aldurs sem
verði bundið skilyrðum um starfs-
þrek og getu viðkomandi til að valda
starfinu. Lagt er til að starfsmaður
verði verðlaunaður með auknum líf-
eyrisréttindum fyrir hvern mánuð
sem unninn er fram yfir 65 ára aldur.
Guðmundur sagði að fram hefði
komið í könnun sem unnin var í
tengslum við störf nefndarinnar að
57% Íslendinga á aldrinum 55–75 ára
vissu ekki hvað þeir fengju eða
myndu fá í eftirlaun áður en þeir yf-
irgæfu vinnumarkaðinn. Guðmund-
ur sagði ljóst að hér væri um upplýs-
ingabrest að ræða sem gera yrði
bragarbót á. Hann sagði að ef auka
ætti sveigjanleika til eftirlaunatöku
væri nauðsynlegt að starfsmenn
tækju ákvarðanir um starfslok á
grundvelli traustra upplýsinga um
hvaða kjör þeir gætu vænst að fá eft-
ir að taka lífeyris væri hafin.
Samkvæmt tillögum nefndarinnar
er gert ráð fyrir að æskilegt sé að
einstaklingar geti hafið töku lífeyris
að hluta eða gert hlé á töku lífeyris.
Mælist því nefndin til að starfsmenn
geti tekið hluta lífeyris eftir að til-
teknum aldri er náð en að gólf verði
sett á hversu mikið megi skerða
hefðbundin eftirlaun.
Fram kemur í niðurstöðum nefnd-
arinnar að tryggja þurfi að enginn
beri kostnað af snemmtöku eða
hlutatöku lífeyris nema starfsmað-
urinn sjálfur og að hann geri sér full-
komlega ljóst hver áhrifin verði á
eftirlaun hans í framtíðinni.
Stefnt er að því að kynna tillög-
urnar nefnd sem fjallar um stöðu
aldraðra og lífeyrissjóðum.
Nefnd um sveigjanleg starfslok skilar tillögum til ríkisstjórnarinnar
Fresta megi
lífeyristöku til
72 ára aldurs
Morgunblaðið/Þorkell
Tryggvi Þór Herbertsson, Guðmundur Hallvarðsson, formaður nefndar um sveigjanleg starfslok, Davíð Oddsson forsætisráðherra og nefndarmenn fóru í
gær yfir þær tillögur sem settar eru fram um sveigjanleg starfslok starfsmanna. Tillögurnar voru kynntar í Ráðherrabústaðnum.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á ráð-
stefnu Lögfræðingafélags Íslands í Svartsengi í
gær, að það væri mikið umhugsunarefni hvernig
ákvarðanir sem teknar eru í einu aðildarríki
Schengen-samstarfsins geti komið í veg fyrir að
önnur fullvalda ríki taki aðra ákvörðun á grund-
velli eigin laga og reglna.
Yfirskrift ráðstefnunnar var För yfir landa-
mæri. Sagði Davíð m.a. í ávarpi sínu, að það væri
ekkert launungarmál að ákvörðun um aðild að
Schengen-samstarfinu hefði eingöngu verið tekin
af einni pólitískri ástæðu, þ.e. til að viðhalda þeirri
skipan, sem komið var á með norræna vegabréfa-
sambandinu fyrir meira en 40 árum, og hefði að-
allega falist í því að leggja á menn nokkurs konar
öfuga sönnunarbyrði fyrir því að þurfa ekki að
bera vegabréf á ferð um Norðurlönd. „Með öðrum
orðum að hann verði að hafa vegabréf eða sam-
bærileg skilríki til að sanna að hann þurfi ekki að
hafa vegabréf eða sambærileg skírteini,“ sagði
Davíð.
Hann sagði að hvort sem því væri um að kenna,
að með Schengen hafi landamæraeftirlit orðið
veikt, eða einhverju öðru, eins og t.a.m. breyttri
stefnu Dana í útlendingamálum, hefði fjöldi þeirra
sem hér leita hælis u.þ.b. fjórfaldast á þremur ár-
um, þ.e. úr 24 árið 2000 í 103 það sem af er þessu
ári.
Stöðugt vaxandi lögreglueftirlit
Þá sagði Davíð að enn önnur hlið á Schengen-
samstarfinu birtist í stöðugt vaxandi lögreglueft-
irliti og söfnun persónuupplýsinga í sameiginlegan
gagnabanka. Í þessum banka væri m.a. haldin skrá
um „óæskilega útlendinga“ frá þriðju löndum, sem
hvert aðildarríkjanna um sig sér um að færa í sam-
ræmi við eigin reglur.
„Þessar reglur geta hins vegar hæglega verið og
eru sannarlega mismunandi frá einu ríki til annars.
Þannig getur t.d. ákvörðun stjórnvalda eða dóm-
stóls í Þýskalandi, um að vísa manni úr landi fyrir
tiltölulega vægar sakir, leitt til þess að hann á ekki
afturkvæmt til annarra ríkja á Schengen-svæðinu,
jafnvel þótt sömu sakir þyki lítilfjörlegar þar,“
sagði Davíð.
Hann sagði að sú samvinna sem aðildarríki Evr-
ópusambandsins áformi að taka upp á grundvelli
hinnar svonefndu evrópsku handtökuskipunar
væri af sama meiði. Samkvæmt henni verður aðild-
arríkjunum skylt að bregðast við handtökuskipun
hvaðan sem hún kunni að koma innan Evrópusam-
bandsins og framselja tafarlaust þann, sem hún
beinist að, án þess að innlend stjórnvöld eða dóm-
stólar eigi kost á að leggja mat á ástæður skipunar-
innar eða koma þar nærri að öðru leyti og skipti þá
ekki máli hvort sú háttsemi, sem hinum framselda
sé gefin að sök, sé jafnframt refsiverð í því ríki,
sem samkvæmt þessu er skylt að framselja hann.
„Það má velta því fyrir sér hvernig samvinna af
þessu tagi horfir við fullveldishugtakinu og hvern-
ig íslenskri lögreglu myndi svona almennt ganga
að vinna eftir skipunum frá dómstólum í Grikk-
landi, svo dæmi sé tekið af handahófi,“ sagði Davíð.
Davíð Oddsson á ráðstefnu Lögfræðingafélags Íslands
Schengen-samstarfið vekur
spurningar um fullveldið
NÝTT íslenskt flugfélag, sem stefnir
að því að hefja áætlunarflug frá
Keflavík til Lundúna og Kaupmanna-
hafnar innan skamms, hefur ákveðið
fargjöld næsta sumar.
Að sögn Jóhannesar Georgssonar,
sem verður framkvæmdastjóri hins
nýja flugfélags, verða ódýrustu far-
gjöldin til Kaupmannahafnar 14.600
kr. og 14.100 kr. til Lundúna miðað
við flug fram og tilbaka með flugvall-
arsköttum. Um það bil ellefu þúsund
sæti verða í boði á ársgrundvelli af
ódýrustu fargjöldunum.
Næstu fargjöld fyrir ofan verða
19.600 krónur til Kaupmannahafnar
og 19.100 til Lundúna miðað við flug
fram og tilbaka með flugvallarskött-
um. Um 28 þúsund sæti verða í boði á
ársgrundvelli á þessum fargjöldum.
Að sögn Jóhannesar verður boðið
upp á fleiri fargjaldaflokka og verða
þeir lítið hærri. Flogið verður daglega
til Lundúna og Kaupmannahafnar.
Hann segir að opinberað verði á
næstunni hvenær flugfélagið muni
hefja áætlunarflug. Þá verði jafn-
framt opinberað nafn og aðsetur.
Nýtt íslenskt flugfélag
er í burðarliðnum
Ódýrustu far-
gjöldin á rúmar
14 þúsund kr.
SAUTJÁN ára piltur slasaðist alvar-
lega er hann varð fyrir bifreið í Akra-
seli í Breiðholti seint í fyrrakvöld.
Hann var fluttur á Landspítalann í
Fossvogi og liggur á gjörgæsludeild
spítalans.
Að sögn lækins þar er pilturinn á
batavegi, þrátt fyrir alvarlega áverka.
Hann var tengdur við öndunarvél
fyrstu nóttina en var leystur úr henni
í gær.
Pilturinn var á ferð ásamt þremur
jafnöldrum sínum þegar slysið varð
og fékk atburðurinn svo mikið á fé-
laga hans að þeir þurftu að fá áfalla-
hjálp á Landspítalann. Sömuleiðis
fékk bílstjóri bifreiðarinnar áfalla-
hjálp, en sá er 17 ára gamall.
Hinn slasaði lenti undir bifreiðinni
og festist þar með þeim afleiðingum
að hann dróst með henni um tíu metra
áður en hún stöðvaðist. Er lögregla
og sjúkralið kom á slysstað varð að
lyfta bifreiðinni ofan af hinum slasaða
og lögðust sjúkraflutninga- og lög-
reglumenn á eitt um að lyfta henni
með handaflinu einu saman. Náðist
þá til piltsins og var hann fluttur á
sjúkrahús með sjúkrabifreið.
Alvarlegt bílslys
í Breiðholti
Dróst 10 metra
með bílnum
VIÐGERÐIR á hringveginum eftir
hamfarirnar í vatnavöxtunum á Suð-
austurlandi um síðustu helgi ganga
vel hjá Vegagerðinni á Höfn í Horna-
firði. Bráðabirgðaviðgerð á veginum
við Jökulsá á Breiðamerkursandi er
lokið og verið er að gera við veginn
við Kotá í Öræfasveit.
Mikill aur hlóðst upp undir brúnni
og hefur verið unnið að því að ýta
framburði upp úr árfarveginum svo
áin geti sjálf hreinsað aurinn undan
brúnni. Hjáleið er þó enn við ána
Kolgrímu í Suðursveit, sem eyðilagði
hringveginn á 100 metra kafla í
miklu hlaupi. Jökull Helgason hjá
Vegagerðinni á Höfn segir að það
muni skýrast eftir helgina hvernig
viðgerðum verði háttað þar á veg-
inum. Beltagrafa sem datt í Kotá á
föstudagskvöld fyrir viku náðist upp
um síðustu helgi og er ónýt.
Suðausturland
Viðgerðir
ganga vel
eftir ham-
farirnar
♦ ♦ ♦