Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðlegi beinverndardagurinn
Beintapið er
„þögult“
ALÞJÓÐLEGURbeinverndardagurer á morgun en hér
á landi eru starfandi sam-
tökin Beinvernd sem munu
taka upp þráðinn og kynna
vaxandi vanda sem blasir
við mannfólkinu, s.s. bein-
þynningu. Framkvæmda-
stjóri Beinverndar er Hall-
dóra Björnsdóttir og
svaraði hún nokkrum
spurningum Morgunblaðs-
ins af þessu tilefni.
– Hvað verður gert í til-
efni þessa Alþjóðabein-
verndardags?
„Yfirskrift beinverndar-
dagsins 2002 er Fjárfest í
beinum: Komum í veg fyrir
fyrsta brot. Að þessu sinni
gefur Beinvernd út bækl-
ing, Fjárfestu í beinum:
Mataræði, lífsmáti og erfiðir hafa
áhrif á uppbyggingu beina hjá
ungu fólki. Þessum bæklingi verð-
ur dreift til allra skólahjúkrunar-
fræðinga, hjúkrunarfræðinga sem
vinna í heilsugæslunni og til þeirra
aðila sem sinna forvörnum af
þessu tagi. Einnig mun Beinvernd
fara af stað með það verkefni að
bjóða upp á beinþéttnimælingar á
vinnustöðum og hjá félagasamtök-
um. Þá geta forsvarsmenn fyrir-
tækja pantað mælingar fyrir sitt
starfsfólk. Við vitum að þótt bein-
þynning sé algengust hjá eldra
fólki þá eru margir sem enn eru
virkir í atvinnulífinu með bein-
þynningu og hefur það áhrif á
störf þess og líðan í vinnunni.“
– Hver er tilgangur og tilurð
þessa dags?
„Fyrsti beinverndardagurinn
var árið 1996 að tilstuðlan bresku
beinverndarsamtakanna og hann
hefur verið haldinn á alþjóðlega
vísu frá 1997, þegar IOF, alþjóð-
legu beinverndarsamtökin, fóru að
skipuleggja hann og hvetja bein-
verndarfélög um allan heim til
þess að taka þátt í honum. Bein-
vernd hefur tekið virkan þátt í
átaki beinverndardagsins síðan
1999. Tilgangurinn er að upplýsa
almenning og stjórnvöld um bein-
þynningu og hvað er til ráða gegn
henni.“
– Það er sagt „forðumst fyrsta
brot“, er það hægt?
„Mikilvægt er að greina bein-
þynningu snemma og grípa strax
til viðeigandi ráðstafana og beita
öflugri forvörn sem er kalk, D-vít-
amín og líkamleg hreyfing. Eins
og fram kemur í bæklingnum sem
við erum að gefa út ráðast um 70%
af hámarksbeinþéttni okkar af
erfðum, en við getum haft áhrif á
hin 30% með lífsháttum okkar.“
– Hvað er beinþynning eigin-
lega?
„Beinþynning er sjúkdómur í
beinum sem einkennist af því að
beinmassinn minnkar og beinvef-
urinn rýrnar. Þegar beinin verða
gljúp og stökk, er stóraukin hætta
á beinbrotum, jafnvel við minnsta
átak. Beintapið er „þögult“ og
stigvaxandi. Fyrstu einkennin
koma oft ekki í ljós fyrr
en bein brotna.“
– Er hægt að eyða
henni?
„Með góðri forvörn
allt lífið , sbr slagorðið
okkar: „kalk við hæfi alla ævi“ auk
D-vítamíns og hreyfingar, má
seinka eða hægja á beintapinu
sem óumflýjanlega verður, er ald-
urinn færist yfir. Beintapið er
mest hjá konum áratuginn eftir
tíðahvörf, og þá er góð forvörn
eins mikilvæg og á unglingsárun-
um!
Á síðustu árum hafa framfarir í
lyfjaiðnaðinum gert sjúklingunum
mögulegt að fá lyf, sem ekki ein-
göngu auka beinmagnið, heldur
fækka einnig sannanlega brotum.
Þetta er sérstaklega mikilvægt nú,
er nýjar upplýsingar hafa komið
fram um hættuna sem fylgir lang-
tíma hormónauppbótarmeðferð,
þ.e. að aðrar meðferðarleiðir eru
til fyrir þá einstaklinga sem eru
komnir með beinþynningu.“
– Hvað er hún algeng og hversu
hættuleg er hún?
„Beinþynning verður algengari
eftir því sem fólk verður eldra og
má ætla að um sjötugt sé önnur
hver kona haldin sjúkdómnum.
Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir afleiðingum beinþynningar-
innar, þ.e. beinbrotunum sem eru
1.000 til 1.200 árlega hér á landi.
Þriðja hver kona og áttundi hver
karl munu brotna á lífsleiðinni
vegna hennar.“
– Hvar standa Íslendingar
gagnvart beinþynningu og bein-
vernd?
„Rannsóknir hafa sýnt að bein-
þynning og afleiðingar hennar eru
algengari á Norðurlöndum en
annars staðar í heiminum. Ekki er
að fullu ljóst hvort hér sé um
erfðaþætti eða lífsstíl að ræða.
Hins vegar eru heilbrigðisstarfs-
menn að verða mjög meðvitaðir
um þennan vanda svo og almenn-
ingur, sem birtist t.a.m. í fyrir-
spurnum til Beinverndar og heim-
sóknum á heimasíðu
félagsins. Forvarnar-
starf Beinverndar hef-
ur verið mjög öflugt og
félagið fengið viður-
kenningu fyrir það frá
IOF, alþjóðlegu beinverndarsam-
tökunum. Beinvernd hefur gefið
út nokkra bæklinga, gert náms-
efni fyrir grunnskóla, útbúið rat-
leik fyrir börn og unglinga með
spurningum um beinin og bein-
heilsuna. Beinvernd er með
heimasíðu, www.beinvernd.is og
auk þess hefur Beinvernd staðið
fyrir fræðslu fyrir heilbrigðis-
starfsmenn og almenning.“
Halldóra Björnsdóttir
Halldóra Björnsdóttir er fædd
í Reykjavík 12. apríl 1961.
Íþróttafræðingur frá University
of Alberta og uppeldis- og
kennslufræði til kennsluréttinda
frá Háskóla Íslands. Stundar nú
mastersnám við Uppeldis- og
menntunarfræðiskor félagsvís-
indadeildar HÍ. Umsjón með
morgunleikfimi Ríkisútvarpsins
sl. 15 ár, stundakennari við
námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ,
kenndi áður íþróttir við Öskju-
hlíðarskóla í 10 ár og hefur verið
frkv.stjóri Beinverndar síðan
2000. Maki er Birgir Þór Bald-
vinsson og eiga þau fjögur börn,
Kjartan Þór, Sigríði Þóru, Hall-
dóru Þóru og Kristínu Þóru.
Algengari
á Norður-
löndum
Hlaupið þið nú eins og Saddam sjálfur sé á hælunum á ykkur.