Morgunblaðið - 19.10.2002, Side 12

Morgunblaðið - 19.10.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NORSKIR fjölmiðlar virðast ganga að því sem gefnum hlut að Evrópusambandið muni krefja Norðmenn um mun hærri framlög í þróunarsjóð EFTA, sem veitir styrki og niðurgreidd lán til fátæk- ari ríkja Evrópusambandsins, við endurskoðun EES-samningsins vegna stækkunar ESB í austurveg. Sé tekið mið af þeim tölum sem nefndar hafa verið í norskum fjöl- miðlum gæti framlag Íslendinga í sjóðinn numið frá 550 milljónum og allt upp í 1,4 milljarða króna en framlagið er nú tæpar 110 milljónir króna. Tekið skal fram að Morg- unblaðið hefur heyrt hærri tölur nefndar en hér er miðað við eða allt að tvítugföldun framlaga í sjóð- inn. Ekkert liggur þó fyrir í þessum efnum og talsmenn ESB segja ólíklegt að rætt verði um fjárupp- hæðir á fundi EFTA-ríkjanna og ESB í næstu viku. Fleiri ríki munu fá úthlutað úr EFTA-sjóðnum Þjóðartekjur á mann í þeim tíu löndum, sem reiknað er með að gangi í Evrópusambandið árið 2004, eru mun lægri en meðaltalið fyrir ESB og því hafa menn gert því skóna að flest þeirra muni fái framlög úr þróunarsjóðnum. Í norskum fjölmiðlum hafa menn nefnt mjög háar upphæðir sem Norðmenn kunni að verða krafðir um eða frá 11,6 milljörðum ís- lenskra króna og upp í 29 milljarða króna í stað þeirra 2,3 milljarða sem Norðmenn greiða nú. Tals- menn ESB segja 29 milljarða ekki vera á borðinu en norska blaðið Aftenposten segir á hinn bóginn að 11,6 milljarða framlag af hálfu Noregs kunni að vera vanmat. Þótt hér sé aðeins um vangavelt- ur að ræða vaknar sú spurning óhjákvæmilega hvað þetta myndi þýða fyrir Íslendinga. Ísland, Nor- egur og Liechtenstein greiða í ár hátt í 2,5 milljarða íslenskra króna á ári í þróunarsjóðinn. Íslendingar greiða 109,6 milljónir í ár eða 4,55% af heildarframlaginu, Norð- menn greiða langstærsta hlutann, um 2,3 milljarða króna eða ríflega 93% en afganginn greiðir Liecht- enstein. Sé gert ráð fyrir að fram- lög Íslands verði áfram hlutfalls- lega hin sömu myndi 11,6 milljarða framlag af hálfu Norðmanna þýða að Íslendingar þyrftu að greiða um 550 milljónir árlega en ef miðað er við 29 milljarða þyrftu Íslendingar að greiða hátt í 1,4 milljarða í sjóð- inn í stað 110 milljóna nú. Talað um fimm- til fimmtánföldun framlaga Norðmanna í Þróunarsjóð EFTA Hlutur Íslendinga yrði frá 0,5 og upp í 1,4 milljarða króna kjósa að kaupa, byggja, eiga og reka almennt eða sérhæft leigu- húsnæði. Vextir til byggingar leiguhúsnæðis lækki og fjármagn í leiguíbúðakerfinu verði aukið verulega á næstu árum. HALLDÓR Björnsson var endur- kjörinn formaður Starfsgreina- sambands Íslands (SGS), á árs- fundi sambandsins í gær og Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis var kjör- inn varaformaður sambandsins en hann tekur við varaformannsemb- ættinu af Birni Snæbjörnssyni, formanni Iðju á Akureyri, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Kjörnefnd gerði tillögu um Hall- dór og Kristján í þessi embætti um aðra fulltrúa í framkvæmda- stjórn sambandsins eftir hádegi í gær og voru þeir kjörnir sam- hljóða á fundinum. Stefnt verði að aukinni full- vinnslu í orkufrekum iðnaði Miklar umræður urðu um at- vinnumál og kjaramál á fundinum og voru samþykktar nokkrar ályktanir. Í ályktun um atvinnu- og byggðamál segir m.a að ein meginforsenda fyrir áframhald- andi byggð sé aukin áhersla á full- vinnslu hráefnis og atvinnusköp- un, jafnvel þannig að afnotaréttur að auðlindum sé að einhverju leyti skilyrtur. ,,Þetta er ekki síst mik- ilvægt nú þegar unnið er að und- irbúningi samninga við erlenda aðila um orkufrekan iðnað. SGS leggur áherslu á að í samningum við þessa aðila verði sett ákvæði um fullvinnslu úr þeim afurðum sem þeir framleiða. Ennfremur þarf að standa vörð um fjölbreytni í atvinnugreinum. Að sköpuð verði sátt um fiskveiðstjórn- unarkerfið, sem felur það í sér að skila þjóðinni aftur yfirráða- réttinum yfir auðlindinni. Þannig yrði snúið við þeirri óeðlilegu eignatilfærslu með tilheyrandi bú- seturöskun, sem orðið hefur á síð- ustu áratugum,“ segir í álykt- uninni. Stofnstyrkir verði teknir upp Í ályktun um húsnæðismál sem samþykkt var í gær á fundinum segir m.a. að sú endurskoðun sem átti sér stað í lok síðustu aldar hafi á engan hátt þjónað hags- munum þeirra sem verst eru sett- ir, ,,en þá hækkuðu m.a. vextir af félagslegum íbúðarlánum, sem varð til þess að auka greiðslubyrði þessara lána um 50%. Öryrkjar, ellilífeyrisþegar og láglaunafólk hafa farið mjög illa út úr þessum breytingum,“ segir í ályktuninni. Ársfundurinn leggur m.a. til að teknir verði upp stofnstyrkir til leigufélaga á vegum sveitarfélaga, félagasamtaka, þ.m.t. húsnæðis- samvinnufélög og lífeyrissjóðir, einstaklinga eða fyrirtækja sem Miklar umræður og ályktanir samþykktar á ársfundi Starfsgreinasambandsins Halldór Björns- son var endur- kjörinn formaður Morgunblaðið/Jón Þórðarson Halldór Björnsson í ræðustól á ársfundi Starfsgreinasambandsins. Halldór var endurkjörinn formaður sambandsins samhljóða á fundinum í gær, en hann hefur gegnt embætti formanns frá stofnun þess í október árið 2000. Aðildarfélög sambandsins eru 35 með um 40 þúsund félagsmenn. Við undirritun EES-samningsins vorið 1992 skuldbundu þáverandi EFTA-ríki sig til þess að stofna og greiða í þróunarsjóð til fimm ára frá og með gildistöku samningsins. Í viðræðunum á sínum tíma hafði ESB uppi kröfur um fiskveiðiheim- ildir í lögsögu EFTA-ríkjanna en Spánverjar sóttu það mál langharð- ast af ESB-ríkjunum. Afstaða Ís- lands og Noregs var sú að ekki yrði greitt fyrir betri aðgang að mörk- uðum ESB með fiskveiðiheimildum. Má segja að þróunarsjóðurinn hafi verið eins konar málamiðlun, þ.e. ESB dró úr kvótakröfum sínum en EFTA-ríkin samþykktu að reiða fram fé í þróunarsjóðinn sem eink- ÞRÓUNARSJÓÐURINN, sem nú er rætt um að EFTA-ríkin greiði mun meira í við stækkun ESB, varð með vissum hætti til vegna krafna Spánverja um fiskveiðiheimildir í lögsögu EFTA-ríkjanna við gerð samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið fyrir rúmum áratug. Samið var um að EFTA-ríkin greiddu í sjóðinn til loka ársins 1998 og skyldi greiðslum þá hætt. Aftur voru það Spánverjar sem gengu harðast fram þegar þeir kröfðust þess haustið 1998 að EFTA-ríkin héldu áfram að greiða í sjóðinn. EFTA-ríkin gáfu sig og samþykktu að greiða í sjóðinn til loka ársins 2003. Miðað við nýjustu fréttir virðist ESB ekki eingöngu ætla að láta sér nægja að fá EFTA-ríkin til þess að greiða áfram í sjóðinn eftir 2003 heldur munu þau væntanlega fara fram á aukin framlög EFTA- ríkjanna við fjölgun aðildarríkja að EES-samningnum en nær öll telj- ast þau til fátækra svæða sem sjóðnum er ætlað að styðja við bak- ið á. um gagnast ríkjum Suður-Evrópu. Sjóðinn skyldi nota til þess að draga úr efnahagslegu og fé- lagslegu ójafnvægi milli landsvæða innan Evrópusambandins og var á þeim tíma horft til fátækari landa ESB, Portúgals, Írlands, Grikk- lands og svo tiltekinna héraða á Spáni. Skyldi sjóðurinn bæði veita styrki og svo lán með lágum vöxt- um. Þegar ljóst varð að Svisslending- ar yrðu ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu fór ESB fram á það að EFTA-ríkin skiptu á milli sínu framlagi Sviss. Niðurstaðan varð sú að við gildistöku samnings- ins árið 1993 var heildarupphæðin óbreytt en komið var til móts við EFTA-ríkin með lækkun á niður- greiðslu vaxta. EFTA-ríkin gáfu eftir og fengu lítið í staðinn Þegar sá fyrir endann á greiðslum frá EFTA-ríkjunum í sjóðinn kröfðust Spánverjar þess, studdir af bæði Portúgal og Grikkj- um, að þau héldu áfram að greiða í hann. EFTA-ríkin töldu slíka kröfu ekki eiga sér nokkra lagalega stoð í EES-samningnum en óttuðust jafn- framt að ef þau hundsuðu algerlega kröfu Spánverja kynnu þeir að verða EFTA-ríkjunum Þrándur í Götu þegar þau vildu koma hags- munamálum sínum áfram innan ESB. Þetta kom síðan raunar á daginn þegar Spánverjar hótuðu því að hindra staðfestingu Schengen- samkomulagsins milli ESB og Ís- lands og Noregs. EFTA setti fram kröfur um fulla fríverslun með fisk á móti því að greiða áfram í sjóðinn en varð ekki ágengt. Niðurstaðan var að lokum sú að EFTA-ríkin gengust undir að greiða í sjóðinn fram til loka árs 2003 en fengu lítið sem ekkert á móti. Ekki virðist sjá fyrir endann á átökunum um framlög EFTA- ríkjanna í þróunarsjóðinn. Allt bendir til þess að ESB muni fara fram á verulega aukin framlög af hálfu Noregs, Íslands og Liechten- stein. Afstaða íslenskra stjórnvalda er nokkuð skýr: ekki verður lagt fram meira fé nema á móti fáist aukin fríverslun með fisk en Norð- menn, sem greiða langmest í sjóð- inn, virðast vera mun linari í af- stöðu sinni til krafna ESB en Íslendingar. Samkvæmt samningum frá 1992 átti að leysa Þróunarsjóð EFTA upp árið 1998 Fleiri fátækari ríki sem þurfa framlög arnorg@mbl.is Minningar- athöfn um Hermann Pálsson MINNINGARATHÖFN um Hermann Pálsson fyrrverandi prófessor verður haldin í Há- teigskirkju nk. mánudag og hefst hún kl. 13.30. Hermann Pálsson var fædd- ur 26. maí 1921 í Sauðanesi á Ásum í Húnaþingi. Hann lést af völdum slyss í Búlgaríu hinn 11. ágúst sl. Hann var kvaddur í Edinborg 28. ágúst s.l. að við- stöddu fjölmenni. Hermann Pálsson kenndi ís- lensk fræði við Edinborgarhá- skóla um árabil, eða frá 1950, fyrst sem lektor en síðar sem prófessor. Hann var heiðurs- doktor við Háskóla Íslands. Eftir Hermann liggja fjölmörg rit um íslensk fræði. Bifhjólaslys á Vestur- landsvegi ÖKUMAÐUR bifhjóls var fluttur á Landspítalann í Fossvogi eftir slys á Vesturlandsvegi skömmu eftir há- degið í gær. Ökumaðurinn hlaut höf- uðhögg en ekki var talið að áverk- arnir væru alvarlegir. Ökumaðurinn, sem var á Suzuki Intruder 800, var kominn 6 km norð- ur fyrir Borgarnes þegar hann missti skyndilega vald á hjólinu og rann 50 metra eftir malbikinu áður en hann hafnaði utan vegar. Hugs- anlegt er að ökumaðurinn hafi ekið yfir aðskotahlut á veginum. Lög- regla telur að þakka megi hóflegum hraða, góðum hjálmi og þykkum bif- hjólagalla að ekki hlaust af stórslys. Viðbúnaður vegna neyðarkalls ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF- LÍF var send í loftið í gær eftir boð sem bárust úr neyðarsendi í gegnum gervihnött. Varðskip Gæslunnar var einnig í viðbragðsstöðu vegna neyð- arkallsins. Í ljós kom eftir umfangsmikla eft- irgrennslan, að bilaður sendir í kyrr- stæðri herflugvél á Keflavíkurflug- velli hafði farið í gang með fyrrgreindum afleiðingum. Sendir- inn er gamall og sendi út neyðarboð á mismunandi tíðnisviði auk þess sem á honum slokknaði og kviknaði á víxl. Tók það á aðra klukkustund að komast til botns í málinu. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.