Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  SIGRÍÐUR Björnsdóttir dýra- læknir varði doktorsritgerð sína: Bone spavin in Icelandic horses – Aspects of pre- disposition, path- ogenesis and prognosis (Spatt í íslenskum hrossum – Áhættuþættir, sjúkdómsferill og horfur), við dýra- læknadeild Landbúnaðahá- skóla Svíðjóðar í Uppsölum 7. júní síðastliðinn. Leiðbeinendur voru dr. Johan Carlsten, Prófessor Pet- er Lord og Prófessor Stina Ekman. Andmælandi var Leo Jeffcott pró- fessor frá Dýralæknadeild Háskól- ans í Cambridge, Bretlandi. Ritgerðin byggist á sex vísinda- greinum sem lýsa annars vegar tíðni sjúkdómsins í mismunandi aldurshópum íslenska hestsins, eðli hans og þróun og hins vegar grein- ingu á orsakaþáttum. Spatt er slitgigt í flötu liðum hækilsins og einn elsti þekkti fóta- sjúkdómurinn í hrossum. Faralds- fræðileg rannsókn tók til 614 reið- hrossa sem voru sjúkdómsgreind með röntgenmyndatöku og klín- ískri skoðun en auk þess voru sýni úr 111 sláturhrossum á aldrinum 6 mánaða–6 vetra skoðuð með vefja- meinafræði og röntgenmyndatöku. Öll gagnaöflun fór fram á Íslandi. Tíðni röntgenbreytinga í flötu liðum hækilsins var 30,3% hjá 6–12 vetra reiðhrossum og svipaða tíðni var að finna á brjóskeyðingu í sömu liðum hjá ungum, ótömdum hross- um, 33.0%. Sterk aldursáhrif komu fram á tíðni þessara breytinga. Sýnt var fram á að spatt dregur úr endingu hrossa, sérstaklega eftir 12 vetra aldurinn. Fyrstu sjúk- dómsbreytingarnar eru óháðar notkun hrossanna til reiðar og vinnuálag hafði ekki neikvæð áhrif á þróun sjúkdómsins. Arfgengi sjúkdómsins var metið á bilinu 0,33–0,42 og reyndist mikilvægasti orsakaþátturinn sem skoðaður var. Sigríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1984, dýralæknaprófi frá Norges Veterinærhøgskole 1992 og hefur frá 1994 starfað sem dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Yfirdýralækn- isembættinu. Foreldrar hennar eru Ágústa Ólafsdóttir og Björn Sig- urðsson bændur í Úthlíð í Biskups- tungum. Sambýlismaður Sigríðar er Ólafur Ingi Sigurgeirsson líf- fræðingur og sonur þeirra er Sig- urgeir. Doktors- vörn í dýra- lækningum „SAMNINGAR um eignir kirkjunn- ar hafa staðið frá 1980. Íslenska þjóðkirkjan stendur nú á tímamót- um, því það er komið að lokum samn- ingaviðræðna um prestssetrin og það sem þeim fylgir,“ segir sr. Hall- dór Gunnarsson í Holti, en hann hef- ur lengi komið að málum prestssetra og situr nú í prestssetranefnd. „Upphafið að umræðunni varð með lögum sem Alþingi setti um af- hendingu Skálholts til þjóðkirkjunn- ar árið 1963. Þar með var þjóðkirkj- an í fyrsta skipti orðin eignaraðili að ákveðnum eignum. En áður hafði eignarréttur kirkjunnar alltaf verið skilgreindur út frá prestssetrunum eða stöðunum sem voru nokkurs konar sjálfseignarstofnanir þar sem presturinn hafði starfsaðstöðu og laun hans byggðust á kirkjujörðun- um sem gerðu honum mögulegt að starfa.“ Halldór segir að árið 1907 hafi þessu fyrirkomulagi verið breytt. „Þá fengu prestar laun, en jarðirnar voru afhentar ríkinu til af- nota. En prestssetrin voru áfram staðareign og því var aldrei breytt.“ Halldór segir að með samkomu- lagi ríkis og kirkju árið 1997 afhenti kirkjan formlega allar kirkjujarðir til ríkisins á móti þeirri skuldbind- ingu að laun presta og starfsfólks Biskupsstofu væru greidd. „Í þessu samkomulagi voru prestssetrin und- anskilin. Prestssetrin hafa aldrei verið eign ríkisins heldur sjálfseign- arstofnanir. Núna þegar við erum að semja um þetta við ríkið er komið að lokum í því sérstæða ferli, þar sem ríkið er búið að afhenda kirkjunni lagalegt sjálfstæði eins og mögulegt er. Ég þekki ekki til nokkurrar kirkju sem náð hefur þeirri stöðu við hlið rík- isvaldsins, að ríkið hafi með lögum gefið kirkjunni leyfi til að starfa með þeim hætti að kirkjan geti sett starfsreglur um sín mál með reglu- gerðarígildi.“ Halldór segir að þegar kirkjan hafi samið um eignirnar megi segja að ríkið hafi gefið kirkjunni það sjálf- stæði sem hún getur búið við og það er meira en kirkjur í nálægum lönd- um hafa. „Í stjórnarskránni er ákvæði sem segir að ríkið styðji kirkjuna. Í þessari stöðu getur kirkj- an ákveðið að hún vilji styðja sam- félagið á grunni sjálfstæðis síns sem ríkið hefur veitt henni. Þetta sjálf- stæði þjóðkirkju væri til fyrirmynd- ar fyrir aðrar þjóðir að búa við.“ Séra Halldór Gunnarsson í Holti um eignir kirkjunnar Sjálfstæði þjóðkirkj- unnar er einstakt HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann á fertugsaldri í 10 mánaða fang- elsi fyrir að hafa keypt 99,86 grömm af kókaíni í Amsterdam og afhent þau konu sem flutti efnið síðan til Íslands. Hæstaréttur taldi ósannað gegn eindreginni neitun ákærða að hann hefði framið brot sitt í ágóðaskyni og var hann því sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Var talið að sá verknað- ur, að kaupa efnið og afhenda það konunni, sem hann vissi að myndi flytja þau til landsins, hefði verið mik- ilvægur þáttur í innflutningi efnanna. Konan og tveir aðrir karlmenn, sem áttu aðild að innflutningi fíkni- efnasmyglsins voru í héraðsdómi, hinn 8. mars sl. dæmd í 8 mánaða fangelsi, að hluta til skilorðsbundið. Dómur gékk á fimmtudag og dæmdu málið hæstaréttardómararn- ir Markús Sigurbjörnsson, Hrafn Bragason og Ingibjörg Benedikts- dóttir. Verjandi var Brynjar Níelsson hrl. en sækjandi Ragnheiður Harð- ardóttir, saksóknari. 10 mánaða fangelsi fyrir kók- aínsmygl ÍBÚAR á Siglufirði verða eldri en víðast annars staðar hér á landi, 80 ára og eldri. Þeir eru almennt heilsuhraustir, hafa nóg fyrir stafni og yfir 70% þeirra búa enn í eigin húsnæði. Þetta er meðal nið- urstaðna úr könnun sem hjúkrun- arfræðingar við Heilbrigðisstofn- unina á Siglufirði gerðu í sumar og greint er frá í nýjasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga. Skráðir íbúar í Siglufirði voru 1.508 um síðustu áramót, 15% þeirra voru 67 ára og eldri og 5% íbúa eldri en 80 ára. Til saman- burðar má geta þess að hlutfall 67 ára Íslendinga og eldri er nú um 11,7%. Könnun meðal íbúa Siglu- fjarðar eldri en 80 ára var gerð í maí og júní á þessu ári. Hjúkr- unarfræðingar fóru með spurn- ingalista til fólksins þar sem at- hugað var með heilsufar þess, húsnæði, heimilishjálp, heima- hjúkrun og fleiri þætti. Svarhlut- fall í könnuninni var 82%. Í Tímariti hjúkrunarfræðinga koma fram nokkrar niðurstöður úr könnuninni. Um 80% svarenda sögðust vera fullfrískir eða frískir að mestu leyti, aðeins 20% höfðu þurft að leggjast á sjúkrahús und- anfarið ár en 85% nýtt sér heil- brigðisþjónustu margs konar. Um 67% bjuggu í eigin húsnæði en 33% í sérhönnuðum íbúðum fyrir aldraða. Þá sögðust 62% íbúa eldri en 80 ára vera virkir þátttak- endur í félagsstarfi eldri borgara, sækja fundi reglulega og taka þátt í starfinu sem boðið væri. Þeir sem ekki tóku þátt í fé- lagsstarfinu sögðust hafa nóg annað að gera. Aldraðir Siglfirð- ingar búa flestir í eigin húsnæði EITT af haustverkunum í laxa- búskap veiðiréttarhafa í Eystri- Rangá er að undirbúa næstu sumur með því að sækja hrygnur og hænga í ána og um leið efni í næsta klak. „Ætli við séum ekki komnir með ríflega hundrað hrygnur,“ sagði Einar Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri veiðiréttarhafa ár- innar. Þeir sem lögðu Einari lið á fallegum haustdegi nú fyrir stuttu sögðu laxasmölunina, eins og þeir nefndu ádráttinn, hina hressileg- ustu og óðu galvaskir upp undir hendur út í ána. Þennan dag fengust nokkrar vænar hrygnur og í hvert sinn sem ljóst var að það var hrygna í netinu hrópuðu menn upp og hlupu fagn- andi með þær í þar til gerðan flutn- ingstank. Segja má að hundrað hrygnur í klaki gefi 500 þúsund seiði sem sett eru í sleppitjarnir ár- innar. Síðan er forskrift veiði- manna sú að 1-2% af þessu magni veiðist á stöng í ánni; það eru 5-8 þúsund laxar sem vonast er til að fáist úr þessari hrygnusmölun. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hrygnusmalarnir setja afrakstur úr ádrættinum í tankinn. Frá vinstri stangaveiðimennirnir Sigurður Guðmunds- son og Guðmundur Sigurðsson, Einar Lúðvíksson framkvæmdastjóri og Jóhannes, veiðivörður í Eystri Rangá. 100 hrygnur geta gefið 5–8 þúsund laxa á stöng Selfossi. Morgunblaðið. SAMÞYKKT var í gær á Kirkjuþingi að fela Kirkjuráði að vinna áfram að stefnumótun fyrir þjóðkirkjuna með tilliti til stöðu og hlutverks hennar í nútímasamfélagi. Þar verði skil- greind framtíðarsýn þjóðkirkjunnar sem byggist m.a. á innri og ytri greiningu hins kirkjulega starfs með það í huga að gera starfið markviss- ara, bæta það og efla. „Virkja skal sem flesta innan þjóðkirkjunnar til þátttöku í þessari stefnumótun,“ segir í þingsálytkunartillögunni sem samþykkt var. Tillagan er afrakstur vinnu sem Kirkjuráð ákvað að hefja í lok síðasta árs.„ Meginverkefni stefnumótunar eru upplýsingaöflun, greining, mótun framtíðarsýnar og aðgerðaráætlunar,“ segir í greina- gerð um málið. „Í greiningunni er metið bæði innra starf stofnunar, styrkleikar hennar og veikleikar og rýnt í ytra umhverfi, tækifæri jafnt sem ógnanir eru metnar. Í niður- stöðum eru skilgreindir þeir kostir sem í boði eru. Í þessu ferli verða til skýr markmið fyrir kirkjuna að stefna að.“ Kirkja, skóli og öldrunarþjónusta Stefnumótun þjóðkirkjunar hefur verið fyrirferðarmikið umræðuefni á Kirkjuþingi að þessu sinni og ákveð- in stefnumótandi mál verið lögð fram og samþykkt. Í gær var samþykkt tillaga um að skipaður verði starfshópur til að vinna að stefnumótun þjóðkirkjunn- ar í öldrunarmálum og til að leggja fram tillögur og verkáætlun þar að lútandi. Hópurinn á að leita álits og upplýsinga bæði úr kirkjulegu starfi sem og frá samtökum og stofnunum samfélagsins um það hvernig stuðla megi að framþróun í öldrunarstarfi sóknanna. Í greinargerð sem lögð var fyrir þingið kemur fram að hlut- ur safnaða kirkjunnar í öldrunar- þjónustu er umtalsverður. „Við þess- ar aðstæður virðist augljóst að hinnar opnu öldrunarþjónustu bíða fjölbreyttari verkefni í náinni fram- tíð en verið hefur og verður þar ekki síst litið til kirkjunnar. Til álita kem- ur að kirkjan taki ný skref í upp- byggingu öldrunarstarfs á sínum vegum,“ segir í greinargerðinni. Þá var einnig samþykkt þings- ályktunartillaga um mótun sam- starfs kirkju og skóla. Í stefnumót- unarvinnunni skal lögð áhersla á hvernig kirkjan geti komið til móts við kennara í kristnum fræðum og geti stutt þá í því að temja börnum og ungmennum umburðarlyndi. Þá skal samkvæmt tillögunni hafa í huga hvernig kirkjan getur beitt áhrifum sínum með árangursríkum hætti í umræðu um mótun mennta- stefnu þjóðarinnar. Kirkjuþingi lýkur í dag. Tillögur er varða stefnumótun þjóðkirkjunnar í náinni framtíð voru samþykktar á Kirkjuþingi í gær Framtíðarsýn kirkj- unnar verði skilgreind

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.