Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í dag. Kvenfélagið Baldursbrá held- ur bingó í dag, laugardaginn 19. október kl. 14 í safnaðarsal Gler- árkirkju. Margt góðra vinninga er í boði, s.s. flugfar milli Akureyrar og Reykjavíkur svo dæmi sé tekið. Í DAG Á morgun. Fyrsta umferð í spurn- ingakeppni Kvenfélagsins Bald- ursbrár fer fram annaðkvöld, sunnu- dagskvöldið 20. október, og hefst kl. 20.30. Liðin sem taka þátt að þessu sinni eru frá Aksjón, Norðlenska, Karlakór Akureyrar-Geysi, Trillu- körlum, Skákfélagi Akureyrar og Brekkuskóla. Keppnin fer fram í safnaðarsal Glerárkirkju. Ágóði rennur í söfnun til kaupa á steindum glugga í Glerárkirkju, en hann verð- ur vígður annan sunnudag í aðventu. Á MORGUN ÞORSTEINN Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, telur mikilvægt að miðstöð stjórnsýslu fiskeldismála verði á Akureyri. Þetta kom fram í erindi hans á ráðstefnu um atvinnu- mál á Akureyri sem haldin var á Hót- el KEA í gær. Þorsteinn sagði að margt benti til að Eyjafjörður hentaði vel til fiskeld- is og fyrir væri á svæðinu mikil þekk- ing í fiskiðnaði. Þá væri nú þegar bú- ið að veita leyfi fyrir eldi á 1.200 tonnum af fiski í Eyjafirði. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin á Akureyri, Samherji og ÚA, væru bæði að hasla sér völl á fiskeldissviðinu og ætluðu sér stóra hluti á því sviði. „Ég tel því mjög mikilvægt að við náum til Ak- ureyrar allri stjórnsýslu á þessu sviði og tækifærið er núna,“ sagði Þor- steinn Már. Rækjuverksmiðjum mun fækka Hann gerði rækuverksmiðjur einnig að umtalsefni í erindi sínu og benti á að árið 1990 hefðu 37 slíkar verksmiðjur verið starfandi hér á landi, en væru nú 18 talsins. Veiðin á heimamiðum væri nú um 25 þúsund tonn, en í tveimur verksmiðjum, á Akureyri og Siglufirði, væru unnin tæp 20 þúsund tonn. „Ég held að þær verksmiðjur sem vinna minna en 5.000 tonn muni hverfa, rækjuverk- smiðjum á eftir að fækka á næstu ár- um,“ sagði Þorsteinn Már. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði Eyja- fjarðarsvæðið hafa alla möguleika á að styrkjast í sessi sem annað öflug- asta þéttbýlissvæði landsins. Hún fjallaði nokkuð um aðkomu ríkis- valdsins að svæðisbundinni byggða- áætlun, en í núgildandi byggðaáætl- un er tillaga um að ríki og sveitarfélög vinni saman að gerð byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð. Augljósasta leið stjórnvalda til að efla svæðið væri að efla Akureyri sem skólabæ. „Sérstaklega þarf að skoða þau tækifæri sem fyrir hendi eru til að gera Akureyri að miðstöð rannsókna og menntunar í greinum tengdum sjávarútvegi. M.a. er mik- ilvægt að styrkja það rannsókna- og nýsköpunarumhverfi sem tengt er Háskólanum á Akureyri með því að efla samstarf við stofnanir á borð við Hafrannsóknastofun, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og fleiri stofn- anir,“ sagði Valgerður. Eins nefndi ráðherra að skoða þyrfti hvernig efla mætti starfsemi ríkisins á Akureyri með flutningi verkefna og stofnana, t.d. á sviði rannsókna, skóla, orkumála og stjórnsýslu. Styrkja þyrfti bæinn sem miðstöð menningar- og ferða- mennsku á Norðurlandi og þá þyrfti að huga að orkugeiranum, en margir ónýttir kostir væru til raforkuvinnslu á Norðurlandi. Tryggðin mikil en trúin á atvinnulífið veikleiki Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri vitnaði í lífskjarakönnun sem nýlega var gerð, en í henni kom m.a. fram að tryggð Akureyringa við bæinn væri væri þó enn til staðar. Vandinn væri hár flutningskostnaður og lækkun hans sem og lækkun fjarskiptakostn- aðar væri ein besta leiðin til að efla byggð á svæðinu. Eins taldi Sveinn brýnt að efla verk- og tæknimenntun í bænum og taldi að bærinn ætti að taka forystu á því sviði. Verkmenntun á undir högg að sækja Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, sagði að þeim greinum sem færðar væru af fram- haldsskólastigi á háskólastig fjölgaði stöðugt og sagði ekki hægt að berjast gegn þeirri þróun. Rétt viðbrögð væru e.t.v. að stytta framhaldsskól- ann í þrjú ár og flytja verkmennt- unina að hluta eða öllu leyti á tækniháskólastigi. Verkmenntun á framhaldsskólastigi hefði átt undir högg að sækja alla 20. öldina. Vöxtur háskólastigsins væri ekki eina ógn- unin sem verkmenntun á framhalds- skólastigi stæði frammi fyrir að mati rektors. Hann nefndi að þær tak- markanir sem atvinnulífið hefði við- haft til aðgengis að verkmenntun hefði hamlað því að ungt fólk hefði getað aflað sér menntunar og það bitnaði á þróun starfshátta hér á landi. Skólum og atvinnulífi hefði ekki tekist að ná höndum saman til eflingar verkmenntunar. Þrengt væri að framboði verkmenntunar á landsbyggðinni, og nefndi Þorsteinn sem dæmi að ekki væri lengur hægt að ljúka námi í ýmsum iðngreinum, s.s. bifvélavirkjun og kjötiðn á Ak- ureyri og eingöngu væri hægt að ljúka skipstjórnarnámi í Reykjavík. Tilhögun verknáms væri meir og meir höfuðborgarmiðuð og hindraði verkmenntaskóla á landsbyggðinni að nýta sér þær bjargir sem gefast í atvinnufyrirtækum í nærsamfélagi skólans. „Þetta er mjög alvarleg þró- un m.a. í ljósi þess að nemendur af landsbyggðinni hafa yfirleitt skilað sér betur í verknám en bóknám,“ sagði rektor. Ásgeir Magnússon, framkvæmda- stjóri Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, velti m.a. fyrir sér hver áhrif stóriðju yrðu á Eyjafjarðar- svæðið og miðaði við byggingu 300 þúsunda tonna álvers. Við það myndu skapast 1.500 til 2.000 ný störf, þar af 450 varanleg og um 1.000 ný störf yrðu til á Akureyri í kjölfarið. Auk þess yrðu til um 500–700 ný störf annars staðar. Að stórum hluta væri um að ræða hálaunastörf. Ásgeir nefndi að íbúum á svæðinu myndi fjölga um 2.000 til 2.500. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á ráðstefnu um atvinnulífið Miðstöð stjórnsýslu og fisk- eldismála verði á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Morgunblaðið/Kristján Þingmenn Norðausturkjördæmis, f.v. Árni Steinar Jóhannsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Kristján Möller og Einar Már Sigurðarson. mikil og almenn ánægja með búsetu- skilyrði, en helsti veik- leikinn væri hversu lítil trú væri á atvinnulífið. Til að mynda taldi um helmingur þeirra sem svaraði könnuninni að atvinnuöryggi í bænum væri slæmt og ríflega helmingur að það væri fábreytt. Viðhorf til at- vinnulífsins hefðu versnað á síðustu tveimur árum. Viðhorf bæjarbúa til skóla, heilsugæslu og dagvistar væru hins vegar mjög jákvæð. Um 40% bæjarbúa teldu hins vegar að þjónusta við aldr- aða væri slæm og þar væri verk að vinna. Lækkun flutningskostnaðar myndi efla byggð Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, fór yfir at- vinnuþróun í landinu síðustu 10 ár og nefndi að tæplega 20 þúsund ný störf hefðu orðið til, langflest í þjónustu. Þau væru einkum á höfuðborgar- svæðinu og Eyjafjarðarsvæðið hefði haldið sínum hlut en engin ný störf hefðu orðið til á landsbyggðinni utan Eyjafjarðar. Um 2.000 störf hefðu tapast í landbúnaði og sjávarútvegi á síðasta áratug. Hrun hefði orðið í iðn- aði á árinum 1991–’94 og 4.000–5.000 störf hefðu tapast í þessum geira á tímabilinu. Iðnaðurinn hefði svo rétt úr kútnum, en fjölgun starfa einkum orðið á höfuðborgarsvæðinu Upp- sveifla í iðnaði hefði ekki náð norður. Blómaskeið iðnaðar á Akureyri hefði verið í kringum 1980 en síðan hefði fjöldi starfa tapast, s.s. í skipaiðnaði hjá sambandsverksmiðjunum sálugu og í húsgagnaiðnaði. Iðnaðarhefðin Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. KÆRUNEFND útboðsmála úr- skurðaði í vikunni að tilboð Ístaks og Nýsis í byggingu rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri væri gilt. Það voru Rík- iskaup sem sendu erindi til kæru- nefndarinnar og óskuðu eftir því að nefndin staðfesti þá skoðun stofn- unarinnar að tilboðið væri ógilt. Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis, sagði að niðurstaða kæru- nefndar væri eins og hann bjóst við. „Þetta er bara málatilbúnaður hjá Ríkiskaupum og staðfestir einungis að þeir eru að reyna að fara framhjá eigin leikreglum. Maður spyr sjálfan sig, hversu lengi ætla menn, þingmenn og aðrir, að láta ríkisvaldið tefja þessa fram- kvæmd?“ sagði Sigfús. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, vildi ekki tjá sig um úrskurðin að svo stöddu. Tvö tilboð bárust í byggingu hússins að undangengnu lokuðu for- vali, annars vegar frá Ístaki og Nýsi og hins vegar frá Íslenskum að- alverktökum, ISS á Íslandi og Landsafli. Sérstök valnefnd valdi tilboð ÍAV, ISS og Landsafls en í kjölfarið kærðu Ístak og Nýsir út- boðið til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin lagði fyrir Ríkiskaup að hafna tilboði ÍAV, ISS og Lands- afls sem ógildu. Júlíus, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í samtali við Morgunblaðið í byrjun síðasta mán- aðar, að þar á bæ teldu menn að til- boð Ístaks væri ógilt út frá sömu forsendum og lagðar voru til grund- vallar ógildingu tilboðs ÍAV. Meginbyggingar 5–7 hæðir í tilboði Ístaks og Nýsis Í áliti kærunefndar útboðsmála í vikunni, kemur m.a. fram að í út- boðsgögnum sé fjallað um húsnæði, lóð og deiliskipulag. Þar segir m.a. að heildarhæð hússins skuli taka mið af umhverfi þess. Meginbygg- ingar verði 5–7 hæðir en einstakir byggingarhlutar svo sem tengi- byggingar geti orðið lægri. Kæru- nefndin telur að meginbyggingar í tilboði ÍAV, ISS og Landsafls séu ekki 5–7 hæðir heldur aðeins hluti þeirra. Ennfremur segir í áliti kæru- nefndar að með framangreindu ákvæði útboðsgagna sé gerð krafa um tiltekna hæð umræddrar bygg- ingar, augljóslega í þeim tilgangi að tryggja samræmi byggingarinnar við aðrar byggingar í nágrenninu og annað umhverfi. Í samræmi við þetta verður áskilnaður útboðs- gagna um að meginbyggingar verði 5–7 hæðir ekki skilinn á þá leið að allar byggingar, svo sem tengi- og útbyggingar, verði fortakslaust að vera innan þessara marka. Hins vegar verður að skýra ákvæði út- boðsgagna þannig að byggingin verði að hafa það sjónræna yfir- bragð í heild að vera 5–7 hæðir. Að mati nefndarinnar var meg- inútlitseinkenni þeirrar byggingar sem gert var ráð fyrir í tilboði ÍAV hf., ISS á Íslandi ehf. og Landsafls hf., sex hæða stök álma eða turn sem reis yfir þrjár þriggja og fjög- urra hæða álmur. Þessi bygging fullnægði ekki því ákvæði útboðs- gagna um að meginbyggingar væru 5–7 hæðir. Sú bygging sem gert er ráð fyrir í tilboði Ístaks hf. og Nýsis hf. er hins vegar 6 hæða hús með 4 hæða útbyggingu. Frá útlitslegu sjónarmiði er það 6 hæða húsið sem setur meginsvip sinn á hönnunina auk þess sem mikinn meirihluta gólfflatar byggingarinnar er þar að finna (63,07% heildargólfflatar byggingar). Að þessu virtu er það áliti nefndarinnar að tilboð Ístaks hf. og Nýsis hf. fullnægi áskilnaði útboðsgagna um að meginbygging- ar séu 5–7 hæðir. Kærunefnd útboðsmála telur tilboð Ístaks og Nýsis í rannsóknahús við HA gilt Ríkiskaup reyna að fara framhjá eigin leikreglum Útlitsteikning rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri, frá Ístaki og Nýsi, sem kærunefnd útboðsmála telur gilt. AÐALFUNDUR Laufáshópsins verður haldinn í þjónustuhúsinu í Laufási 22. október kl. 20. Að lokn- um venjulegum aðalfundar-störfum kl. 21 heldur Elsa E. Guðjonssen, textílfræðingur og fyrrum yfirmaður textíldeildar Þjóminjasafns Íslands, fyrirlestur um fatnað Íslendinga um aldamótin 1900. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra en meðlimi Laufáshópsins. Laufáshópurinn er félag fólks sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á íslenskum þjóðháttum liðinna alda. Félagið var stofnað í nóvember 2001. Aðalfundur Laufás- hópsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.