Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 23

Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 23 FYRSTA aflvél Fljótsdalsvirkjunar hefur verið gangsett. Í kynningarhús- næði Landsvirkjunar að Skriðu- klaustri í Fljótsdal var sett af stað vél sem sýnir hvernig rafmagn verður til og voru það nemendur í Hallorms- staðarskóla sem ræstu hana. Við sama tækifæri var einnig opnuð ný heimasíða Landsvirkjunar og sérstök heimasíða Kárahnjúkavirkjunar. Þá var í gær haldið námskeið eystra á vegum Landsvirkjunar, ætlað þeim sem munu vinna við framkvæmdir vegna Fljótsdalsvirkjunar. „Aflvélin er til þess ætluð að sýna hvernig rafmagn verður til“ sagði Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar. „Við höfum verið með ýmsa fræðslu um rafmagn fyrir skólabörn og settum til dæmis svipaða vél upp í Blönduvirkjun fyrir tveimur árum, en það eru einmitt starfsmenn þar sem smíða svona apparöt í frítímum sínum. Við fáum mikið af gestum í Blöndu og þetta hef- ur gert mikla lukku þar, ekki síst hjá skólahópum.“ Vélin er þannig úr garði gerð að rafmagnsdæla dælir vatni inn á hverf- ilhjól og við það snýst rafallinn, sem framleiðir rafmagn fyrir tvær stórar og miklar ljósaperur sem ýmist dofna eða verða sterkari eftir vatnsmagninu sem dælt er. Sjá má hvernig vélin vinnur gegnum gler. Sérstakir „stöðvarstjórar í Fljótsdal“ voru vald- ir úr nemendum Hallormsstaðarskóla og gangsettu þau þessa „fyrstu aflvél Fljótsdalsvirkjunar“ auk þess sem nemendur fengu fyrirlestur um eðli og nýtingu raforku. Þá var við sama tækifæri vígð ný heimasíða Lands- virkjunar, www.landsvirkjun.is og undirsíða hennar um Kárahnjúka- virkjun. Umhverfisfræðsla skilyrt í útboðsgögnum Þriðji hluti námskeiðs á vegum Landsvirkjunar hófst í félagsheimili Fljótsdælinga, Végarði, á fimmtudag. Það er ætlað þeim sem vinna að Fljótsdalsvirkjun og voru það vega- gerðarmenn sem settust á skólabekk- inn í gær. „Námskeiðið fjallar um um- hverfismál og þau markmið sem við höfum sett okkur í sambandi við framkvæmdirnar,“ segir Þorsteinn. „Við gerum kröfu til þess í útboðs- gögnum að allir fari í svona fræðslu og umhverfisstjóri Landsvirkjunar, Ragnheiður Ólafsdóttir, hefur haft veg og vanda af skipulagningu nám- skeiðsins. Emil Björnsson hjá Fræðsluneti Austurlands og hans fólk voru svo fengin til að annast um námskeiðshaldið. Meginmarkmiðið er að tryggja rétt vinnubrögð, öryggi og að umgengni við landið sé í lagi. Ég veit ekki til þess að þetta hafi nokkurn tíma verið gert áður hér á landi. Það verður heilmikið fræðslustarf í gangi næstu misserin fyrir alla nýja sem koma að virkjanaframkvæmdunum.“ Að sögn Ragnheiðar Ólafsdóttur er námskeiðið fyrst og fremst til að efla umhverfisvitund. „Við erum að fara inn á tiltölulega ósnortið svæði og vilj- um standa okkur eins vel og við mögulega getum. Við leggjum því mikið upp úr að allir starfsmenn framkvæmdanna fái kunnáttu um svæðið og umhverfisstefnu Lands- virkjunar og nýti færni sína til að skemma ekki meira en nauðsynlegt er. Við förum yfir vinnu á virkjana- svæðum, umhverfisstefnu fyrirtækis- ins, landlýsingu og örnefni og sögu. Þá verður fjallað um náttúrufar, nytj- ar og umgengni við náttúruna,“ sagði Ragnheiður. Sérstakur umhverfisstjóri Lands- virkjunar verður skipaður með virkj- unarframkvæmdinni og verður hann tengiliður við alla framkvæmdaaðila. Kveikt á perunni í Fljótsdalsvirkjun Fyrsta aflvélin í Fljótsdal gangsett Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Urður Inga og Kolbeinn Magnús úr 1. og 3. bekk Hallormsstaðarskóla gangsetja líkan af rafmagnsvél sem Landsvirkjun hefur komið fyrir í kynningarhúsnæði sínu á Skriðuklaustri í Fljótsdal. UM rúmlega eins árs skeið hefur farið fram rannsókn á atferli minka á Snæfellsnesi. Það er Náttúrustofa Vesturlands með aðsetur í Stykk- ishólmi sem stendur fyrir rann- sókninni en hún mun standa eitt ár í viðbót. Markmiðið með rannsókninni er að kanna lífshætti, lífslíkur og at- ferli minkanna til þess að hægt sé að gera tillögur um raunhæfar ráð- stafanir til þess að halda stofninum í skefjum því eins og menn vita er minkurinn vágestur á varpstöðum og ógnar fuglalífi ef of mikið er af honum. Settar eru niður gildrur á ýmsum stöðum um Nesið og þeirra vitjað daglega yfir ákveðið tímabil að hausti. Minkarnir sem koma í gildrurnar eru örmerktir og frost- merktir, vegnir og mældir. Komi merktur minkur í gildru er hann veginn og mældur og lesið af ör- merkinu en þar sést hversu langa vegalengd hann hefur farið frá því að hann var merktur. Í Fyrrahaust veiddust 85 minkar í gildrurnar. Herdís Gróa Tómasdóttir í Grund- arfirði hefur nú í um mánaðartíma unnið við að vitja um gildrurnar hér á norðanverðu Snæfellsnesi en Sigrún Bjarnadóttir frá Stakk- hamri séð um nesið sunnanvert. Svo virðist sem í einhverjum til- vikum geri menn sér ekki grein fyr- ir tilgangi þessara rannsókna því að sögn Herdísar hafa tvisvar sinn- um á þessum mánuði horfið gildrur af þeim stað sem þær hafa verið settar niður. Herdís var með minka í tveimur gildrum þegar fréttarit- ari náði mynd af henni um daginn í Grundarfirði. Minkarann- sóknir á Snæfellsnesi Grundarfjörður Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Annar minkanna í veiðibúrinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.