Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir
ÍSLANDSSÍMI hefur keypt
57,31% hlut Western Wireless Int-
ernational í Tali. Kaupverð bréf-
anna er 2.349 milljónir króna sem
jafngildir því að markaðsvirði Tals
sé 4,1 milljarður króna. Í samkomu-
laginu er gert ráð fyrir því að Ís-
landssími muni kaupa öll hlutabréf í
félaginu.
Aðrir eigendur Tals eru Norður-
ljós með um 35%, T-Holding, en
eigendur þess eru nokkrir helstu
hluthafar Norðurljósa, með um 6%,
Þórólfur Árnason, forstjóri Tals
með 1% og Ragnar Aðalsteinsson
lögmaður með 0,59%.
Þórólfur Árnason mun hætta
störfum hjá félaginu, en að eigin
sögn sóttist hann eftir því að stýra
félaginu. Niðurstaða núverandi eig-
enda er önnur. „Við það er ég sátt-
ur og mun hjálpa til við að þetta
gangi allt saman vel. Ég held að
sameiningin sé aðallega góðar frétt-
ir fyrir neytendur og starfsfólk,“
segir Þórólfur.
Að sögn Óskars Magnússonar,
forstjóra Íslandssíma, verða kaupin
fjármögnuð með sölu á nýju hlutafé
í Íslandssíma. Fram að fyrirhuguðu
útboði munu Landsbanki Íslands og
Búnaðarbanki Íslands brúa bilið.
Einnig hefur verið samið við bank-
ana um tryggingu á sölu nýs hluta-
fjár að fjárhæð 4,9 milljarða króna.
Auk bankanna tveggja taka Col-
umbia Ventures Corporation, sem
er í eigu Kenneth Peterson, Frum-
kvöðull, sem er í eigu Eimskips, og
Talsímafélagið, sem er í eigu Sig-
urðar Gísla Pálmasonar, Jóns
Pálmasonar og Margeirs Péturs-
sonar, þátt í sölutryggingu hluta-
fjárhækkunarinnar með samningum
við Landsbanka Íslands þar að lút-
andi.
Í ár verður gefið út nýtt hlutafé í
Íslandssíma fyrir 1.622 milljónir
króna að nafnverði á genginu 1,85.
Markaðsvirði þess er því 3 millj-
arðar króna. Þetta er í samræmi við
ákvörðun sem tilkynnt var við sam-
runa Íslandssíma og Halló í ágúst
sl. Þegar hafa öll þessi nýju hluta-
bréf verið seld og sést í meðfylgj-
andi töflu að Columbia Ventures er
stærsti hluthafinn í Íslandssíma
með 40% hlut eftir hlutafjáraukn-
inguna. Þess ber þó að gæta að
þetta er ekki núverandi né end-
anlegur hluthafalisti þar sem enn á
eftir að samþykkja samruna Ís-
landssíma og Halló og þar með þá
hlutafjárhækkun sem því fylgir.
Jafnframt á hluthafafundur Íslands-
síma enn eftir að heimila nauðsyn-
lega hækkun hlutafjár þar með talið
á þeim 3.000 milljónum sem þegar
hefur verið samið um sölu á.
Á næsta ári verður síðan boðið út
í almennu útboði nýtt hlutafé að
markaðsvirði 1,9 milljarðar króna.
Enn hefur ekki verið ákveðið á
hvaða gengi það útboð verður og
því er ekki ljóst hve mikil fjölgun
hluta í Íslandssíma verður við það
útboð.
Endurfjármögnun langtímalána
er um 5,5 milljarðar króna
Auk fjármögnunar á þeirri hluta-
fjárhækkun sem nauðsynleg er
vegna kaupanna á öllu hlutafé í Tali
stendur yfir undirbúningur að end-
urfjármögnun á öllum langtímalán-
um Íslandssíma og Tals. Þess er
vænst að þeirri vinnu ljúki með
nýju sambankaláni samhliða
lokafrágangi viðskiptanna. En fyr-
irvari er á kaupum á Tali um sam-
þykki samkeppnisyfirvalda, Póst-
og fjarskiptastofnunar og hluthafa-
fundar Íslandssíma sem halda á 15.
nóvember nk. Kostgæfnisathugun
félaganna er hins vegar lokið.
Að sögn Óskars er áætlað að end-
urfjármögnun á langtímalánum sé
um 5,5 milljarðar króna og þegar
allt verður talið nálgast viðskiptin
um tíu milljarða króna, það er
kaupin á Tali og endurfjármögnun
langtímalána.
Hann segir að áætluð velta sam-
einaðs félags verði 5,3 milljarðar í
ár og markaðshlutdeild á fjarskipta-
markaði verði um 22%. Gert er ráð
fyrir því að félagið skili hagnaði ár-
ið 2004, en kostnaður vegna sam-
runans deilist á árið í ár og næsta
ár. Eiginfjárhlutfall félagsins í árs-
lok, miðað við hlutafjáraukninguna,
verði 53%.
Væntanlega verður
starfsfólki fækkað
„Með sameiningu verður hægt að
ná verulegri kostnaðarlækkun við
rekstur kerfanna, í sölu og mark-
aðsstarfi, í fjárfestingu, launakostn-
aði og væntanlega í húsnæði,“ segir
Óskar.
Aðspurður segir Óskar að harla
ólíklegt sé að vörumerkið Tal verði
ekki til í framtíðinni. Nokkrir mán-
uðir verði teknir í að fara í gegnum
vörumerki fyrirtækjanna og nafn
félagsins.
„Það er ljóst að merkið og nafnið
Tal er afar mikils virði og í mínum
huga á þessari stundu kemur ekk-
ert annað til greina en það verði í
miklum hávegum haft með hvaða
hætti sem það kann að vera.“
Óskar segir að búast megi við því
að eitthvað þurfi að fækka starfs-
fólki, en engin niðurstaða sé komin í
það. Eins liggur ekki ljóst fyrir
hvað verður úr í húsnæðismálum fé-
lagsins, en ljóst er að starfsemin
verður sameinuð sem mest á sem
fæstum stöðum. Mikil viðskipti voru
með Íslandssíma í Kauphöll Íslands
í gær, eða fyrir 1.041 milljón króna
og hækkaði gengi bréfanna um
15%, úr 2,26 í 2,60. Um síðustu ára-
mót var gengi Íslandssíma 1,6.
Íslandssími kaupir meirihluta í Tali á 2.349 milljónir
Íslandssími mun
eignast Tal að fullu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stefán Þór Bjarnason lögmaður, Ásgeir Þór Árnason lögmaður, Steinþór Baldursson, forstöðumaður fyr-
irtækjasviðs Landsbankans, Stefán H. Stefánsson, stjórnarformaður Íslandssíma, Óskar Magnússon, forstjóri Ís-
landssíma, Brad Horowitz, stjórnarformaður Tals, og Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, komu að undirritun samn-
ingsins um kaup Íslandssíma á meirihlutanum í Tali.
!" $
%&
"
' (
)*
+ , $ -.
.
-
$
$
/01
$
/01
3
4 # 5 GUÐMUNDUR Þóroddsson, for-
stjóri Orkuveitunnar, segir að yf-
irteknar skuldir vegna kaupa á ljós-
leiðaraneti Línu.nets séu ekki yfir
5% af eigin fé OR. Fyrirtækið hafi
því ekki brotið stofnsamning sinn.
Sem kunnugt er keypti Orkuveitan
ljósleiðarakerfi Línu.nets með því
að yfirtaka skuldir fyrir 1.350 millj-
ónir króna og með greiðslu í hluta-
bréfum í Línu.neti fyrir 400 millj-
ónir.
Guðmundur segir að heildareignir
Orkuveitunnar um síðustu áramót
hafi numið 61 milljarði króna og eig-
ið fé 38 milljörðum. 5% af eigin fé
séu því 1,9 milljarðar, en hinar yf-
irteknu skuldir séu aðeins 3,8% af
eigin fé Orkuveitunnar.
Salan ekki borin
undir aðra hluthafa
Aðspurður segir Guðmundur að
samningurinn um sölu ljósleiðara-
netsins hafi ekki verið borinn undir
aðra hluthafa Línu.nets, en Orku-
veitan á um 75% hlutafjár í fyr-
irtækinu. „Sú skylda hvíldi ekki á
stjórninni, en ef aðrir hluthafar óska
þess verður þetta kynnt fyrir þeim
og rætt við þá,“ segir Guðmundur,
„en lögfræðingar okkar töldu þetta
vera innan verksviðs stjórnarinnar.“
Forstjóri OR um
yfirtöku á skuldum
Línu.nets
Ekki brot á
stofnsamn-
ingi OR
SÍMINN hefur ákveðið að ganga til
viðskiptaviðræðna við tvær auglýs-
ingastofur, annars vegar Nonna og
Manna og Yddu og hins vegar Gott
fólk McCann-Erickson. Eins og kom-
ið hefur fram í Morgunblaðinu hélt
fyrirtækið svokallaða „fegurð-
arsamkeppni“ á meðal fjögurra aug-
lýsingastofa, þeirra fyrrnefndu auk
ABX auglýsingastofu og Hvíta húss-
ins. Stofurnar kynntu hugmyndir
sínar fyrir Símanum og kepptu um
hylli fyrirtækisins, sem er einn
stærsti auglýsandinn hér á landi.
Heiðrún Jónsdóttir, for-
stöðumaður upplýsinga- og kynn-
ingarmála hjá Símanum, segir þó að
nokkuð langt sé í land með að ganga
endanlega frá samningum.
Eftir sé að semja um verð og
ganga frá skiptingu verkefna. Ekki
sé sjálfgefið að þau skiptist til helm-
inga milli fyrirtækjanna tveggja.
Áhersla á hagræðingu
með nýjum forstjóra
Heiðrún vill ekki gefa upp hversu
mikil viðskiptin verði við stofurnar
tvær. „Enda er þessi samkeppni lið-
ur í því að reyna að ná þessum
kostnaði niður, þannig að hann ligg-
ur einfaldlega ekki fyrir,“ segir hún.
Brynjólfur Bjarnason, fyrrver-
andi forstjóri Granda, var sem
kunnugt er nýlega ráðinn forstjóri
Símans.
Heiðrún segir að nýi forstjórinn
leggi áherslu á að leitað sé leiða til
að ná betri árangri í rekstri.
„Markmiðið með samkeppninni er
kannski fyrst og fremst hagræðing,
en einnig vildum við fá fram ferskar
og nýjar hugmyndir um auglýsingar
fyrir Símann,“ segir hún.
Nonni og Manni sáu um auglýs-
ingagerð fyrir Símann fram að feg-
urðarsamkeppninni.
Samkeppni auglýs-
ingastofa um viðskipti
við Símann
Gott fólk og
Nonni og
Manni urðu
fyrir valinu
♦ ♦ ♦
BRYNJÓLFUR Bjarnason, for-
stjóri Landssíma Íslands, segir
Landssímann telja kaup Ís-
landssíma á meirihluta í Tali
og væntanlega sameiningu
þeirra gera fyrirtækið öflugra
þar sem Tal sé með sterka
stöðu á farsímamarkaði „Við
teljum að Íslandssími verði
verðugur keppinautur í fram-
tíðinni sem leiðir til þess að
Síminn mun hafa meira svig-
rúm til athafna á markaði, við-
skiptavinum okkar og öðrum
neytendum til góða.
Ljóst er að það verður mun
skemmtilegra fyrir Símann að
keppa við eitt stórt félag en
nokkur smærri, samkeppn-
issvigrúm okkar verður því
meira.
Í samanburði við aðrar þjóð-
ir búa Íslendingar við mikil
gæði á fjarskiptasviðinu og er
verð með því lægsta sem gerist
í samanburðarlöndunum, þ. á
m. OECD-ríkjum,“ segir Brynj-
ólfur.
Forstjóri Landssíma Íslands
Verðugur
keppinautur