Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 25
Mörkinni 3, 108 Reykjavík,
sími 588 0640 • Opið mán-fös 11-18 • Laugard. 11-15
Nýju glösin frá komin
ERLENT
ALÞJÓÐLEGRI prentgæðakeppni
156 dagblaða frá 30 löndum er ný-
lokið og var Morgunblaðið eitt
þeirra 50 dagblaða sem fengu við-
urkenningu fyrir gæði í lit og
prentun. Að sögn Ólafs Brynjólfs-
sonar, gæðastjóra blaðsins, er um
að ræða nokkurs konar próf sem
lagt er fyrir dagblöðin. Sérfræð-
ingar í prent- og litvinnslu fylgjast
með blaðinu í mánuð og meta gæð-
in útfrá ákveðnum stöðlum. Þá sé
öllum dagblöðunum fengið sama
verkefnið í hendur en í því felst
prentun á einni opnu með fyr-
irfram ákveðnum myndum og í til-
teknum litum. Meðal annarra dag-
blaða sem náðu tilskilinni einkunn
á prófinu að þessu sinni voru The
New York Times, Los Angeles
Times, Daily Mirror og Dagens
Nyheter.
Prófið er lagt fyrir í fimmta
skipti en það eru samtök dagblaða í
Evrópu, Asíu og Mið- og Suður-
Ameríku, Ifra, sem standa fyrir
keppninni. Auk þeirra standa að
prófinu samtök dagblaða í Kyrra-
hafslöndum, Panpa og NAA, sem
eru samtök dagblaða í Bandaríkj-
unum.
Í hópi þeirra bestu í heiminum
Það er keppikefli þeirra blaða
sem þátt taka að standast prent-
þrautirnar sem lagðar eru fyrir og
komast þar með í svokallaðan „Int-
ernational Newspaper Color Qual-
ity Club“ eða nokkurs konar al-
þjóðlegan prentgæðahóp dagblaða.
Morgunblaðið hefur staðist prófið
og þar með komist í hópinn í fjögur
skipti af þeim fimm sem prófið hef-
ur verið lagt fyrir. Að sögn Ólafs
hafa aðeins fimm dagblöð náð
sama árangri og einungis þrjú
staðist prófið í öll fimm skiptin.
Ólafur segir mikla vinnu fara í
undirbúning fyrir slík próf og því
séu þau haldin á tveggja ára fresti
en ekki árlega. Hann segir að próf-
ið sé ekki huglægt mat sérfræðing-
anna sem sitja í dómnefnd heldur
séu gæði blaðsins reiknuð út frá
ákveðnum ISO-stöðlum. Hann segir
prófið vera þyngt í hvert sinn sem
það er haldið. Ekkert annað ís-
lenskt dagblað hefur þreytt prófið.
Alþjóðleg prentgæðakeppni dagblaða
Ólafur Brynjólfsson, gæðastjóri Morgunblaðsins, ásamt Hans Dieter Baum-
gart, varaforseta Ifra, og Brett Kenworthy, framkvæmdastjóra Panpa.
Morgunblaðið
í fremstu röð
NÁM tengt viðskiptum nýtur meiri
vinsælda en nokkru sinni fyrr. Ríflega
2.700 manns eru skráðir í háskólanám
í viðskipta-, markaðs-, rekstrar- eða
hagfræði þetta skólaár, þar af um
helmingur í viðskipta- og hagfræði-
deild Háskóla Íslands. Nemendum
við deildina hefur fjölgað um rúmlega
60% á síðustu fimm árum. Mest hefur
fjölgunin orðið í framhaldsnámi við
deildina en 276 nemendur eru í MS,
MA og MBA námi við Háskóla Ís-
lands. Stærstur hluti nemenda er þó í
grunnnámi í viðskiptafræði eða 1.185
en til náms í BS eða BA við hagfræði-
skor eru 180 stúdentar skráðir. Fjórir
aðrir skólar á háskólastigi bjóða upp á
nám í viðskiptafræði og tengdum
greinum.
Háskólinn í Reykjavík hefur boðið
upp á BS nám í viðskiptafræði frá
árinu 1998, en þá voru 77 skráðir í
deildina. Námsleiðum við skólann
hefur fjölgað og hann hefur stækkað
síðan og nú eru alls 646 nemendur í
viðskiptafræði við skólann, þar af 440
í BS námi. Framhaldsnám við skól-
ann stunda 57 nemendur og 149 eru í
diplómatnámi.
Viðskiptaháskólinn á Bifröst tekur
aðeins við takmörkuðum fjölda nem-
enda en 140 stunda þar nám í við-
skiptafræði og 70 að auki stunda fjar-
nám. Einn af hverjum þremur sem
sótti um nám í viðskiptafræði, komst
að í ár. Miðað við það hafa yfir 600
manns sótt um að nema viðskipti þar.
Tækniháskóli Íslands og Háskólinn
á Akureyri bjóða báðir upp á nám í
rekstrarfræði, markaðsfræði og
tengdum greinum. Um fjórðungur
nemenda við Háskólann á Akureyri
er skráður í rekstrar- og viðskipta-
deild skólans en það eru 280 nemend-
ur. Í rekstrardeild Tækniháskólans
eru 237 nemendur sem er um þriðj-
ungur allra nemenda við skólann.
Þriðja stærsta deild HÍ
Alls leggja því 2.738 íslenskir há-
skólanemar stund á viðskipti og tengd
fög, helmingurinn við Háskóla Ís-
lands. Að sögn Ástu Dísar Óladóttur,
kynningarfulltrúa deildarinnar, er
boðið upp á 17 námsleiðir í grunn-
námi, 6 leiðir í meistaranámi og MBA
nám auk þess sem doktorsnám hefur
staðið til boða við deildina frá árinu
2000. Hún segir það vera kröfu mark-
aðarins að fólk viðhaldi þekkingu
sinni og telur það án efa hafa haft
áhrif á fjölgun sem orðið hefur í deild-
inni. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ
hefur stækkað verulega á síðustu ár-
um en 846 voru skráðir í deildina fyrir
fimm árum, skólaárið 1998-9. Deildin
er nú þriðja stærsta deild HÍ á eftir
félags- og raunvísindadeildum.
Viðskipti vinsæl
námsgrein
YFIRSKRIFT framsöguerindis
Ingebritsen, sem er af norskum ætt-
um og er dósent í stjórnmálafræði við
Washington-háskóla í Seattle, í einni
málstofu alþjóðlegrar ráðstefnu um
hnattvæðingu í Háskóla Íslands í
gær, var „Hlut-
verk Norður-
landanna í alþjóða-
stjórnmálum“.
Fjallaði hún þar
um það hvernig
Norðurlöndin hafa
getað skapað sér
stöðu í alþjóða-
kerfinu sem gerir
þeim kleift að hafa
mótandi áhrif á
viss gildi og við-
mið sem álitið er æskilegt að alþjóða-
kerfið starfi eftir. Kýs hún að nota
hugtakið „norm entrepreneurs“ yfir
þetta hlutverk Norðurlandanna, sem
mætti kalla „viðmiðamótendur“ á ís-
lenzku.
Sér Ingebritsen þá málaflokka, þar
sem Norðurlöndin hafa einkum náð
árangri í slíkri „viðmiðamótun“, á
sviði alþjóðlegra umhverfismála,
milligöngu við friðsamlega lausn (al-
þjóðlegra) deilumála, og þróunarað-
stoð.
Segir Ingebritsen að lok kalda
stríðsins hafi opnað litlum ríkjum eins
og Norðurlöndunum nýja möguleika
á að hafa áhrif í alþjóðakerfinu. Þar
sem Norðurlöndin séu landfræðilega
jaðarríki, hernaðarmáttur skiptir
engu máli og efnahagsmáttur er lítill í
alþjóðlegu samhengi, en búi yfir skil-
virkum innri stofnunum, séu þau í að-
stöðu til að hafa meiri áhrif en stærð
þeirra og lega gæfi annars tilefni til að
ætla.
„Með stöðugri viðleitni Norður-
landanna til að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri og styrkja viss
grundvallarviðmið alþjóðlegrar sam-
vinnu hafa þessi lönd hvert fyrir sig
og hvert á sinn hátt áunnið sér alþjóð-
legan orðstír sem skilvirkir samn-
ingsaðilar sem eru trausts verðir.
Þessi orðstír hefur meðvitað verið
ræktaður og dýpkaður sem horn-
steinn alþjóðlegra samskipta Norður-
landanna,“ segir Ingebritsen.
Jaðarlega Norðurlandanna í Evr-
ópu hafi sögulega leitt til þess að þau
hafa löngum verið tregari til að taka á
sig skuldbindingar í fjölþjóðlegu sam-
starfi. Ákvörðunin um virka þátttöku
í alþjóðlegum varnarbandalögum sé
til komin eftir Síðari heimsstyrjöld og
Norðurlöndin eru meðal síðustu Evr-
ópulandanna til að taka fullan þátt í
Evrópusamrunanum.
Það hve háðar Norðurlandaþjóð-
irnar eru nýtingu náttúruauðlina seg-
ir Ingebritsen hafa sett ábyrga um-
gengni við þær ofarlega á
forgangslista stjórnmálanna, og það
af hreinum efnahagslegum
skynsemisástæðum. Þar sem Norð-
urlöndin iðnvæddust hægar og síðar
en helztu meginlandsþjóðirnar kom-
ust þau hjá því að mestu leyti að verða
fyrir þeim neikvæðu umhverfisáhrif-
um sem hröð iðnaðaruppbygging og
borgarvæðing hafði annars í för með
sér.
Og loks hafi uppbygging „sósíal-
demókratískra velferðarstofnana“ á
Norðurlöndum, byggðum á „hug-
myndafræði félagslegs jöfnuðar“,
skapað vissa forgangsröðun viðmiða
og gilda í stjórnmálum þessara landa,
sem þau hafa síðar haft tilhneigingu
til að vilja miðla til heimsins, í þeirri
sannfæringu að væru þessi viðmið og
gildi virt í stærri hluta heimsins
myndi það gera hann betri.
Afstaða til hvalveiða dæmi um
mismunandi túlkun viðmiða
Sjálfbærni í umgengni við náttúr-
una er eitt þessara „norrænu gilda“
sem að mati Ingebritsen sé nú orðið
viðurkennt viðmið alþjóðakerfisins.
Sem dæmi um það hvernig Norður-
löndin komast þó að ólíkum niður-
stöðum í nafni þess að vera samkvæm
sjálfum sér gagnvart þessum viðmið-
um bendir Ingebritsen á hvernig Ís-
lendingar og Norðmenn halda fast í
tilkallið til að líta á hvali sem hluta af
nýtingarbærum auðlindum náttúr-
unnar – í nafni grundvallarhugmynd-
arinnar um sjálfbærni – á meðan Sví-
ar og Finnar vilja láta hvali njóta
sérstakrar verndar.
Hlutverk Norðurlanda í alþjóðastjórnmálum
Norðurlöndin fær
um að móta viðmið
Meðal frummælenda á
ráðstefnu um hnattvæð-
ingu í Háskóla Íslands
er bandaríski stjórn-
málafræðingurinn
Christine Ingebritsen,
sem í samtali við Auðun
Arnórsson segir Norð-
urlöndin vera fær um að
hafa mótandi áhrif á viss
viðmið sem alþjóðakerf-
ið starfar eftir.
Christine
Ingebritsen
VERKAMAÐUR í Torínó á Ítalíu
lætur í sér heyra í átta stunda
verkfalli, sem CGIL, stærsta
verkalýðssambandið í landinu,
efndi til í gær. Olli það mikilli
röskun á daglegu lífi fólks, sam-
göngur fóru úr skorðum, skóla-
hald lagðist niður og pósthús og
bankar voru lokuð. Var boðað til
verkfallsins til að mótmæla efna-
hagsstefnu ríkisstjórnar Silvios
Berlusconis og áformum um veru-
legar breytingar á vinnulöggjöf-
inni.
AP
Verkfallsórói á Ítalíu
LÖGREGLA í Bandaríkjunum hef-
ur upplýst að maður sem sagðist
hafa orðið vitni að árás leyniskyttu í
Falls Church í Virginíu á mánudag
hafi viljandi leitt lögregluna í ógöng-
ur. Hugsanlegt er að maðurinn, sem
gaf greinargóða lýsingu á leyniskytt-
unni, skotvopni hans og bifreið, verði
ákærður af þessum sökum.
Upp um svikin komst þegar upp-
lýsingar mannsins voru bornar sam-
an við lýsingar annarra vitna á morð-
inu á mánudag. Þá skaut
leyniskyttan starfsmann bandarísku
alríkislögreglunnar og hefur nú
myrt níu manns. Lögreglan hafði
verið bjartsýn vegna lýsingar vitn-
isins en nú er komið annað hljóð í
strokkinn. Í fyrradag skammaði hún
fréttamenn fyrir fljótfærni og var þá
að vísa til frétta um, að leyniskyttan
væri af spænsku bergi brotin eða frá
Mið-Austurlöndum.
Blekkti
lögregluna
Rockville í Maryland. AP.