Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 27 ANDSTÆÐINGAR „sólskins- stefnu“ stjórnvalda í Suður-Kóreu, sem miðast að því að ná sáttum við kommúnistastjórnina í Norður-Kór- eu, segja að hún sé nú liðin undir lok vegna þeirra tíðinda að Norður-Kór- eumenn hafi viðurkennt að þeir séu að þróa kjarnavopn á laun. Viðleitni Kims Dae-Jungs, forseta Suður-Kóreu, til að bæta samskiptin við Norður-Kóreu náði hámarki í júní 2000 þegar hann fór til Pyong- yang til að ræða við Kim Jong-Il, leiðtoga norður-kóresku kommún- istastjórnarinnar. Mörgum Suður- Kóreumönnum féll allur ketill í eld þegar þeir fréttu af því að Norður- Kóreumenn hefðu gengist við því á fundi með bandarískum embættis- mönnum að þeir hefðu unnið að smíði kjarnavopna eftir leiðtogafundinn sem hafði vakið vonir um að Kóreu- ríkin myndu loks ná sáttum eftir meira en hálfrar aldar fjandskap. „Þar sem Norður-Kóreumenn héldu kjarnavopnaáætlun sinni áfram eftir að við hófum sáttaumleit- anirnar er ljóst að sólskinsstefnan hefur beðið skipbrot,“ sagði suður- kóreska dagblaðið Joong Ang, sem hefur lengi gagnrýnt stefnu forset- ans. „Við hvetjum stjórnina til að móta nýja, öfluga og djúptæka stefnu.“ Hætt verði við að reisa kjarnorkuverið Hafi Norður-Kóreumenn reynt að þróa kjarnavopn er það brot á samn- ingi við Bandaríkin frá 1994 og sam- eiginlegri yfirlýsingu Kóreuríkjanna um kjarnorkuafvopnun á Kóreu- skaga. Andstæðingar sólskinsstefn- unnar í Suður-Kóreu segja að ekki sé hægt að treysta því að kommúnista- stjórnin í Pyongyang efni loforð sín. Chosen Ilbo, stærsta dagblað Suð- ur-Kóreu, lýsti leynilegri kjarnorku- vopnaáætlun Norður-Kóreumanna sem „miklum svikum “ og sakaði Kim Jong-Il um að hafa logið að suður- kóreska forsetanum. Hátt settur embættismaður í Seoul, sem hefur tekið þátt í sátta- umleitunum stjórnarinnar, sagði hins vegar að játning Norður-Kór- eumanna gæti verið góðs viti. „Þeir hafa nú viðurkennt þetta í fyrsta sinn og hægt verður að leggja þetta mál á samningaborðið.“ Dong-A Ilbo, eitt áhrifamesta dag- blað Suður-Kóreu, sagði hins vegar að samskipti Kóreulandanna væru nú komin í sama horf og þau voru fyrir samninginn árið 1994 þegar stríð virtist yfirvofandi vegna grun- semda um að Norður-Kóreumenn væru að framleiða plúton í kjarna- vopn. Samningurinn kvað á um að Norð- ur-Kóreumenn hættu að þróa kjarnavopn og í staðinn lofaði Banda- ríkjastjórn að reisa kjarnorkuver, er byggðist á tækni sem ekki er hægt að nota til að framleiða efni í kjarna- vopn. Joong Ang sagði að hætta ætti við að reisa kjarnorkuverið þar sem Norður-Kóreumenn hefðu lýst því yfir á fundinum með bandarísku embættismönnunum að samningur- inn væri ekki lengur í gildi. „Sólskinsstefnan“ sögð liðin undir lok Seoul, Washington. AFP, AP. STJARNFRÆÐINGA hefur lengi grunað, að í miðju Vetrarbraut- arinnar sé að finna óttalegt leynd- armál, það er að segja risastórt svarthol. Nú hefur hópi vísinda- manna tekist að sýna fram á það með betri rökum en áður, að þetta sé alveg rétt og svartholið, sem kallast Sagittarius A, engin smá- smíði. Massi þess er um það bil jafnmikill og þriggja milljóna sólna á stærð við okkar sól. „Ég held þetta sé útkljáð mál. Svartholin eru til,“ sagði Rainer Schödel hjá Max Planck-stofnun- inni í Þýskalandi en hann fór fyrir vísindamönnunum, sem uppgötv- unina gerðu. Gerðu þeir grein fyr- ir henni í breska vísindatímaritinu Nature á fimmtudag og búist er við, að hún auðveldi mönnum skilning á þessum dularfullu fyr- irbærum, sem menn fóru fyrst að velta fyrir sér þegar á 18. öld. Roeland van der Marel, stjarn- fræðingur við stjarnvísindastöð í Baltimore í Bandaríkjunum, segir, að svarthol hafi lengi kynt undir ímyndunaraflinu, jafnt hjá höfund- um vísindaskáldsagna sem eðlis- fræðingum. Samkvæmt kenning- unni eru þau svæði í geimnum, sem hafa svo mikið aðdráttarafl, að jafnvel ljósið sleppur ekki frá þeim. Verði þau til þegar mikið efni þjappast saman, til dæmis þegar stór stjarna eða sól hefur brennt öllu eldsneyti og hrynur inn í sjálfa sig. Dularfullur þröskuldur Stjarnfræðingurinn Karl Geb- hardt við Texasháskóla segir, að svartholin séu ekki eins og risa- stór ryksuga eins og margir haldi. Þau gleypi annað efni því aðeins, að það komi of nálægt, fari yfir dularfullan baug, sem umlykur þau. Vísindamenn telja nú, að svart- hol sé að finna í miðju flestra vetr- arbrauta og allt frá því á áttunda áratugnum hafa þeir beint sjónum sínum að Sagittarius A. Hingað til hafa þeir þó ekki getað útilokað aðrar skýringar, til dæmis, að um væri að ræða þétta stjörnuþyrp- ingu eða eitthvað enn annað. Til að ráða þessa gátu hafa Schödel og samstarfsmenn hans varið heilum áratug í að fylgjast með stjörnu, sem þeir kalla S2, og er á braut um Sagittarius A. Eftir að hafa fylgst með S2 fara þrjá fjórðu af brautinni um Sagittarius A, reiknuðu þeir út, að hún færi allan hringinn á 15,2 árum. „Það er ofsalegur hraði miðað við hæga- ganginn í alheiminum að öðru leyti,“ sagði Gebhardt. Stundum mældist hraðinn vera um 5.000 km á sekúndu. Gífurlegur massi Til samanburðar má nefna, að sólin okkar lullar áfram á 216 km hraða á sekúndu og það tekur hana 230 milljónir ára að fara heil- an hring um miðju Vetrarbraut- arinnar. Út frá umferðarhraða S2 gátu vísindamennirnir reiknað út massa svartholsins og hann reyndist vera 2,2 til 3,7 milljón sinnum meiri en sólin okkar. Þeir gátu líka fundið út, að allur þessi gífurlegi massi er í tiltölulega litlu rými. Mark Morris, stjarnfræðingur við Kaliforníuháskóla í Los Angel- es, segir, að nú muni vísindamenn reyna að svara því hvort kom á undan, vetrarbrautin eða svarthol- ið, en við þeirri spurningu hvað fari fram innan í svartholinu muni þeir aldrei fá neitt svar. Gífurlegt svarthol í Vetrarbrautinni Massinn eins og í þremur milljónum sólna Reuters Miðja Vetrarbrautarinnar, séð frá Chandra-stjörnuskoðunarstöðinni. Baltimore. Los Angeles Times. ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, ítrekaði í gær, að Evrópusambandið yrði í miklum kröggum ef Írar höfnuðu Nice-sátt- málanum en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um hann á Írlandi í dag. Danir sitja í forsæti ráðherraráðs ESB en Nice-sáttmálinn kveður m.a. á um breytingar á stofnunum og ákvarðanatöku, sem nauðsynlegar eru vegna stækkunar ESB. Næstum þrjár millj. manna eru á kjörskrá en seinast þegar kosið var um sáttmál- ann á Írlandi mætti aðeins um þriðj- ungur á kjörstað. Kannanir sýna að fleiri eru líklegir til að greiða sátt- málanum atkvæði en að lýsa en þannig var raunar einnig í aðdrag- anda síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin var í júní 2001. Írar kjósa um Nice Dyflinni. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.