Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 28
U
MRÆÐA hér á landi um
HIV og alnæmi, smit og
smitleiðir hefur legið í
láginni í langan tíma. Álit
margra virðist að lyfja-
meðferðin nýja, sem hófst hér 1996, hafi
leyst allan vanda. En því miður er ekki
svo. Allt frá 1993 hefur nýgengi HIV
smits aukist og hafa allt að 12 ný smit
greinst á ári. Það sem af er þessu ári
hafa 4 ný smit greinst og það er fjórum
smitum of mikið! Og enn er fólk að
deyja hér á landi úr alnæmi.
Engin lækning
Margir virðast álíta að lyfin geti læknað einstaklinga sem smitast hafa
af HIV-veirunni og þess vegna sé ekkert mál að smitast, bara að taka pillu
og allt búið. En því miður er ekki svo. Enn sem komið er finnst engin
lækning við alnæmi, lyfin halda veirunni í skefjum, þau líkna en lækna
ekki. Lyfjameðferðin er að auki mörgum afar erfið vegna margþættra
aukaverkana. Því má ennfremur bæta við að enginn veit með vissu hve
lengi lyfin virka hjá hverjum og einum.
Smitleiðir
Hér á landi hefur allt blóð verið skimað vel á annan áratug, þannig að
smit verður fyrst og fremst við óvarðar samfarir og/eða vegna samnýt-
ingar á sprautum.
Til eru ráð
Einfaldast væri að segja sprautufíklum að hætta að sprauta sig, en í það
minnsta: Samnýtið aldrei sprautur. Við samfarir er einfalt og tiltölulega
ódýrt ráð: Setjið smokkinn á oddinn – og góða skemmtun, til frambúðar!
Forvarnarverkefni
Alnæmissamtökin á Íslandi eru nú að hrinda af stað fræðslu- og for-
varnarverkefni fyrir nemendur í 9. og 10. bekkjum grunnskóla og verða
allir grunnskólar landsins heimsóttir. Til þessa verkefnis hafa samtökin
fengið fjárhagsstuðning frá landlæknisembættinu og Hjálparstarfi kirkj-
unnar, sem gerir kleift að hrinda verkefninu af stað. Þótt fræðslan snúist
einkum um HIV og alnæmi varðar hún varnir gegn kynsjúkdómum al-
mennt og miðar að því að uppfræða unglingana um mikilvægi þess að sýna
ábyrgð í eigin athöfnum. Smit er dauðans alvara sem ekki verður aftur
tekið.
Rétt – rangt
HIV smitast í sundlaugum! Rangt!
HIV smitast við snertingu! Rangt!
Stúlkur smitast ekki ef þær eru á pillunni eða nota hettuna! Rangt!
HIV er í blóði og sæði smitaðra einstaklinga! Rétt!
HIV smitast með hnerra og tárum! Rangt!
•Birna Þórðardóttir, formaður Alnæmissamtakanna á Íslandi.
Frá landlæknisembættinu.
Heilsan í brennidepli
Öryggið á oddinn
Smitleiðir eru tvær: sýkt blóð
í blóð og sýkt sæði í blóð
Spurning: Maður hefur stundum
heyrt því haldið fram að e-taflan
sé ekki eins hættuleg og af er
látið. Nú langar mig að vita hvað
er í e-töflunni og hversu hættu-
leg er hún?
Svar: Í e-töflunni geta verið
svolítið mismunandi efni en það
sem næstum alltaf er langmest af
er MDMA (metýlendíox-
ýmatamfetamín) sem er efna-
fræðilega skylt amfetamíni. Bók-
stafurinn e stendur fyrir enska
orðið ecstasy sem þýðir alsæla.
Saga þessa efnis er í stuttu máli
að það var fyrst búið til árið
1912, ólögleg notkun þess sem
fíkniefnis hófst um 1967 og það
fór að berast til Íslands um 1990.
Hér á landi og erlendis er af og
til umfjöllun í fjölmiðlum um
þetta fíkniefni þar sem hætt-
urnar við notkun þess eru dregn-
ar í efa. Þessi umfjöllun er að öll-
um líkindum sprottin frá þeim
sem græða stórfé á að framleiða
og selja e-töflur og þeir notfæra
sér stundum auðtrúa fjölmiðla-
fólk til að koma boðskapnum á
framfæri. Staðreyndin er að
þetta efni hefur kröftug örvandi
áhrif á miðtaugakerfið og líkist
að því leyti amfetamíni og kók-
aíni, það veldur einnig ofskynj-
unum í stíl við LSD og hefur
ýmsar fleiri verkanir á heilann.
Efnið er þekkt af því að geta
valdið dauðsföllum við fyrstu
notkun. Í slíkum tilfellum virðist
yfirleitt um að ræða „venjulega“
skammta, þ.e.a.s. þá skammta
sem seljendurnir mæla með og
oftast eru fórnarlömbin ungar
konur. Þegar þessi fórnarlömb
koma inn á sjúkrahús eru þau
venjulega í losti, með háan hita
og blóðtappa víðs vegar um lík-
amann og þrátt fyrir bestu fáan-
legu meðferð deyja þau oft innan
1-2 sólarhringa vegna útbreiddra
líffæraskemmda, m.a. á vöðvum,
nýrum og lifur. Dauðsföll af þess-
um toga hafa ekki orðið hér á
landi svo vitað sé en í nágranna-
löndunum eru þau vel þekkt og
nýlega var birt skýrsla í Bret-
landi um 30 dauðsföll af völdum
e-taflna á árinu 2000. Sem betur
fer deyja tiltölulega fáir á þenn-
an hátt en langtímaáhrif efnisins
eru einnig mjög mikið áhyggju-
efni. E-töflur valda skemmdum á
taugakerfinu sem hafa lengi ver-
ið þekktar í tilraunadýrum en nú
er einnig búið að sýna fram á
þær í fólki. Slíkar skemmdir eru
alvarlegar, þær geta komið eftir
notkun í mjög stuttan tíma (jafn-
vel eitt kvöld) og verið langvar-
andi eða varanlegar. Vitað er að
truflun verður á starfsemi tauga-
boðefnanna serótóníns og dópam-
íns og þessi truflun veldur ein-
kennum eins og minnisleysi,
námserfiðleikum, kvíða og þung-
lyndi en þar að auki eykst hætta
á Parkinsonsveiki síðar á ævinni.
Þetta síðasttalda sést greinilega í
öpum og sterkar vísbendingar
eru einnig um aukna hættu á
Parkinsonsveiki í mönnum. Oft
er spurt hvort e-taflan valdi
ávana og fíkn. Því er til að svara
að fíkn getur verið andleg og lík-
amleg og e-taflan veldur einungis
veikri líkamlegri fíkn en sterkri
andlegri. Þetta er ólíkt efnum
eins og kókaíni og heróíni sem
valda sterkri líkamlegri fíkn.
Niðurstaðan er sú að e-taflan er
mjög hættulegt fíkniefni sem get-
ur valdið dauðsföllum hjá óvön-
um neytendum eftir „venjulegan“
skammt en slíkt er nánast óþekkt
eftir neyslu annarra algengra
fíkniefna. E-taflan getur þar að
auki, jafnvel eftir aðeins einnar
nætur neyslu, valdið alvarlegum,
langvarandi eða varanlegum
heilaskemmdum.
Hversu hættuleg er e-taflan?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
E-töflur eru eitt
hættulegasta
fíkniefnið
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax
5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á netfang
Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot-
mail.com.
HEILSA
28 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MIKIL breyting varð á meðferðar-
úrræðum fyrir psoriasissjúklinga
þegar Tryggingastofnun hætti að
greiða fyrir ferðir þeirra á heilsu-
stofnanir í sólríkum löndum þar sem
þeir gátu sólað sig og baðað í söltum
sjó. Á sínum tíma fóru venjulega
tveir 20 manna hópar frá Íslandi. Nú
eru reglurnar þannig að aðeins er
greitt fyrir slíkar ferðir ef önnur
meðferðarúrræði duga ekki. Að-
standendur SPOEX telja að brýnt sé
að hafa þennan valkost þar sem mjög
er mismunandi hvaða úrræði henta
hverjum.
Elisabeth Fjelde, hjúkrunarfor-
stjóri á Valle Marina, segir að svo-
kölluð loftslagsmeðferð gefi yfirleitt
mjög góða raun. Sjálfsagt sé að
bjóða upp á hana í svokallaðri skipti-
meðferð sem byggist á því að sjúk-
lingurinn noti tímabundið það besta
úr öllum meðferðum sem boðið er
upp á til að komast að því hvað henti
honum best. Hér á landi eru með-
ferðirnar til dæmis að fara í Bláa lón-
ið, nota lyf, t.d. stera, eða fara í með-
ferð á göngudeild. Sumum
meðferðum fylgja miklar aukaverk-
anir sem eru oft erfiðar fyrir sjúk-
lingana og Elisabeth segir að Íslend-
ingar þurfi að hafa þann valkost
einnig að komast í loftslagsmeðferð.
Heilsustofnunin Velle Marina er
rekin af Ríkissjúkrahúsinu í Ósló og
koma sjúklingar frá öllum Norður-
löndunum.
Lausir við daglegt
amstur og streitu
„Við mælum eindregið með því að
psoriasissjúklingar noti loftslags-
meðferð,“ segir Elísabet. „Bæði
vegna þess hve sólin og saltvatnið
hafa góð áhrif á sjúklingana og eru
sumir einkennalausir eða einkenn-
alitlir í heilt ár eftir þriggja vikna
meðferð.
En það eru ekki bara sólin og sjór-
inn sem hafa áhrif því á meðan sjúk-
lingarnir dvelja þarna eru þeir lausir
úr daglegu amstri og öllu stressi, en
það hefur einmitt mjög neikvæð
áhrif á sjúkdóminn. Þó er þetta eng-
in „sólarlandaferð“, því dagskráin er
stíf og þetta er hörkuvinna. Gerðar
eru miklar kröfur til sjúklinganna
um að þeir notfæri sér meðferðina út
í ystu æsar, stundi sólböð í um 100
stundir, hlusti á fræðslufyrirlestra
og fleira.
Þá má ekki gleyma því að sjúk-
lingarnir eru einnig byggðir upp
andlega. Þarna hitta þeir annað fólk
sem á við sömu vandamál að etja og
við reynum að kenna þeim að sætta
sig við að þeir eru haldnir ólæknandi
sjúkdómi og hvernig hægt er að tak-
ast á við hann í daglegu lífi.“
Heilsustofnunin hefur verið rekin
frá árinu 1976, fyrst í gömlu Júgó-
slavíu. Þá var hún flutt til Lanzarote
á Kanaríeyjum árið 1980 og 1995 til
Valle Marina. Elisabeth segir að sí-
fellt fjölgi sjúklingum frá öðrum
Norðurlöndum og koma um 200
manns á ári frá Svíþjóð, annar eins
hópur frá Finnlandi og Danmörku
og um 600 manns frá Noregi. Á
þessu ári er búist við að norsku sjúk-
lingunum fjölgi upp í um 800. Á sama
tíma hefur sjúklingum frá Íslandi
farið fækkandi ár frá ári en nýlega
fóru fimm sjúklingar héðan til Valle
Marina.
„Á Kanaríeyjum er mjög stöðugt
veðurfar og sól flesta daga ársins.
Því eru þær mjög heppilegur staður
fyrir þessa starfsemi. Ég vona að
hægt verði að breyta reglunum á Ís-
landi þannig að fleiri geti notið þess
að einbeita sér að því að fá bata við
bestu hugsanlegar aðstæður án þess
að þurfa að hafa farið í erfiða lyfja-
meðferð með öllum þeim aukaverk-
unum sem henni fylgja fyrst. Eftir
sem áður tel ég rétt að læknar velji
vel það fólk sem fer í loftslagsmeð-
ferð því það á við um hana eins og
aðrar meðferðir að hún hentar ekki
öllum jafnvel. En mikilvægast er að
hún standi til boða í skiptimeðferð
svo hver og einn hafi tækifæri til að
finna hvað henti honum best og að
hann geti lært að forðast það sem
hefur slæm áhrif á hann.“
Loftslagsmeðferð er
mikilvægur valkostur
Morgunblaðið/Ómar
Sól og saltur sjór hefur góð áhrif á psoriasissjúklinga, segir Elisabeth Fjelde.
Loftslagsmeðferð, sól
og saltur sjór, hefur gef-
ið góða raun fyrir psor-
iasissjúklinga. Ásdís
Haraldsdóttir ræddi við
Elisabeth Fjelde,
hjúkrunarforstjóra
Valle Marina, norrænn-
ar heilsustofnunar á
Kanaríeyjum.
Kauptu eina flík,
hún endist á við þrjár
Bjarg - Akranesi