Morgunblaðið - 19.10.2002, Síða 30
NEYTENDUR
30 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
www.sagamedica.com
eykur orku, þrek og
vellíðan
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
N
M
0
7
1
2
6
/s
ia
.i
s
Angelica
Matthías Eggertsson,
ritstjóri Freys:
„Síðustu árin hefur dregið úr
vinnuþreki mínu. Mér datt því í
hug að reyna Angelicu jurtaveig.
Fljótlega kom í ljós að með því
að nota hana jókst þrek mitt
áþreifanlega. Eftir nokkurn tíma
komst ég upp á lag með að nota
jurtaveigina einkum þegar mikið
liggur við að þrek mitt dugi. Slík
notkun hefur reynst mér vel.“
Angelica fæst í apótekum,
heilsuvörubúðum
og heilsuhornum matvöruverslana.
LISTIR
ÞÆR fréttir berast að takmarka eigi
rjúpnaveiði í ár vegna minnkandi
stofns. Ég fylltist miklum trega við
þessa frétt. Ég sem hef borðað rjúpu
klukkan 18 á aðfangadagskvöld í 48
ár, alveg frá því ég byrjaði að borða
fasta fæðu! Hvernig verða jól án
rjúpna? Minningin um ilminn úr eld-
húsinu hennar mömmu býr í hjart-
anu þá 364 daga á milli rjúpna. Og
sósuna himnesku! Við systurnar
settumst niður og dæstum. Samvisk-
an og treginn börðust á. Nei, við get-
um ekki skorast undan þessari
áskorun yfirvalda. Við verðum að
sleppa rjúpunni eins og aðrir, þó við
gætum fengið hana á svartamark-
aðnum. Það yrðu bara svört jól.
En hvað kæmi í staðinn? Hugar-
flugsfundur. Rjúpnailmurinn dreifð-
ist um alla vitund. Það hlýtur að vera
lambalæri eldað á einhvern nýstár-
legan hátt.
Bláber, dálítið af lyngi og kræki-
ber er geymt í frysti til 20. desem-
ber. Og uppskriftin heitir „Svikin
rjúpa“ í stíl við „Svikinn héra“ sem
margir kannast við.
Svikin rjúpa
Hráefni:
Lambalæri
1–2 bollar bláber og krækiber
10–15 g Skógarsveppir
6–7 stk. einiber
1 msk. Villijurtir Pottagaldra
Góð bragðlítil matarolía
eða rauðvín
Salt og pipar.
Hráefni fyrir sósu:
Vatn af skógarsveppum,
soðið af lambalærinu,
bláberjasulta, gráðostaklípa eða
annar bragðsterkur ostur,
rjómi, lambakraftur, salt og pipar
eftir smekk.
Kryddlagningin
Takið berin úr frystinum og látið
þiðna í mortéli eða matvinnsluskál.
Setjið skógarsveppina í skál og hellið
yfir þá sjóðheitu vatni. Látið standa í
2–3 klst. Sigtið þá úr vatninu og setj-
ið saman við berin. Geymið vatnið af
sveppunum til sósugerðarinnar.
Bætið í mortélið/matvinnsluskálina
villijurtunum og einiberjunum.
Merjið allt saman í mortélinu eða ör-
stutt í matvinnsluvélinni og mýkið
um leið með matarolíu eða rauðvíni,
ef safinn af berjunum nægir ekki.
Afurðin á að vera þykkt mauk.
Skerið djúp göt með oddhvössum
hníf í alla vöðva lærisins og hafið nóg
af götum. Troðið berjamaukinu vel
inn í öll göt og dálitlu utan á. Geymið
1-2 msk. af maukinu fyrir sósuna.
Pakkið lærinu inn í álpappír og
geymið í ísskáp.
Aðfangadagur
Takið lyngið út úr frystinum og
leggið í ofnskúffuna. Hitið ofninn í
160° og setjið lærið í álpappírnum of-
an á lyngið. (Notið ekki ofnpott.)
Eftir ca. klukkutíma er álpappírinn
tekinn af. Saltið og piprið nú lærið og
haldið áfram að steikja það í 30 mín.
Gjarnan má hella smá vatni yfir lær-
ið öðru hvoru og gufan af lynginu
leikur um lærið.
Lærið ætti að vera meðalsteikt
eftir 1,5 klst. Þó má steikja lærið á
lægri hita 100° í 2,5–3 klst. og ál-
pappírinn tekinn af síðasta klukku-
tímann. Við þá aðferð verður lærið
steikt í líkingu við holusteikingu.
Sósan - Fjarlægið lyngið úr ofn-
skúffunni og hellið vökvanum í sósu-
pottinn. Bætið út í vatninu frá svepp-
unum. Setjið 1–2 msk. af
berjamaukinu út í (og ef til vill 1stk.
lárviðarlaufi og rauðvínsslettu) og
látið krauma í 15 mín. Sigtið soðið og
þykkið sósuna og bætið rjómanum
út í. Bragðbætið með salti og pipar
og/eða lambakrafti.
Í lokin má smakka sósuna til með
gráðostaklípu eða öðrum bragð-
sterkum osti og bláberjasultu.
Verði ykkur að góðu!
Svikin rjúpa að
hætti Pottagaldra
Margir geta ekki hugs-
að sér jólin án rjúpna.
Sigfríð Þórisdóttir hjá
Pottagöldrum er með
ráð undir rifi hverju.
Morgunblaðið/RAX
Spök rjúpa á grein. Kannski að hún verði ekki étin um þessi jól.
KARL K. Karlsson hefur kynnt nýj-
ar vörur á ítölskum dögum í Nóa-
túni. Loacker er ítalskur kexfram-
leiðandi sem framleiðir vörur sínar
alfarið án litar- og annarra aukefna
og hefur sett á markað nýja línu af
kexi. Notað er 100% kakósmjör í
framleiðsluna.
Um er að ræða kex með hnetu-
kremi, Créme Noisette, með appels-
ínubragði og dökku 60% súkkulaði,
Noir Orange, með kaffibragði, Capp-
uccino, og loks með kókos, Coconut,
að því er segir í tilkynningu.
NÝTT
Fleiri teg-
undir frá
Loacker
B. Magnússon
vekur athygli á
nýjum Panduro-
föndurlista 2002–
2003 sem kominn
er út. Í listanum
er að finna „allt
fyrir föndurgerð,
hugmyndir og
efni“ að því er
segir í tilkynningu. Afgreiðslufrest-
ur fyrir pantanir er að minnsta kosti
3–4 vikur, segir ennfremur.
Panduro-
föndurlistinn
kominn
ÞÁ vekur
Karl K.
Karlsson
athygli á
nýrri
ferskri
pasta-
sósu, Bol-
ognese frá Rana, þar sem uppistaðan
er tómatar og nautahakk. Um er að
ræða ekta ítalska bolognese-sósu,
sem hentar vel í spaghettí og lasagne
bolognese, segir innflytjandinn.
Fersk
pastasósa
með hakki Kauptu eina flík,
hún endist á við þrjár
Hagkaup
„HAUSTSTILLUKVÆÐI við Poll-
inn“ nefnist sýning Kristins G. Jó-
hannssonar sem opnuð verður í Húsi
málaranna við Eiðistorg kl. 15 í dag.
Þar sýnir Kristinn málverk sem
öll eru unnin á síðasta ári ásamt um
20 ára gömlum grafíkverkum. Yrk-
isefni olíumálverkanna er Pollurinn
á Akureyri en í grafíkverkunum
vinnur Kristinn með gömul prjóna-
mynstur. „Það hefur lengi verið sagt
um mig að ég leiti yrkisefna í nán-
asta umhverfi mínu. Það er augljóst
í olíumálverkunum sem ég sýni hér,
þar hef ég að vísu farið suður fyrir
Glerá og alveg niður í fjöru. Yrk-
isefnið er hið ólýsanlega andvara-
lausa logn sem speglast í Pollinum,“
segir Kristinn.
Listamaðurinn hefur síðan dregið
fram gömul grafíkverk af allt öðru
tagi sem mynda óvænt samspil við
hin nýju verk. Hann segir þessa
samsetningu á sýningunni undir-
strika ákveðna tilhneigingu í mál-
verkinu hjá sér sem sumir hafa líkt
við textílkennda áferð. „Þegar ég
hélt sýningu á Listasafninu á Ak-
ureyri fyrir rúmu ári fóru menn að
benda á að þessir þræðir sem ég
nota í pensilförunum mynduðu
ákveðin tengsl við grafík og verk
sem ég hafði gert löngu áður. Það er
rétt að það virðast vera tengsl milli
þessara verka, þau eru ekki augljós,
en einhver eru þau. Þá hefur áhrif-
um pensilfaranna verið líkt við
trosnaðan vef, og tek ég undir þá
túlkun. Þetta er hins vegar ekki
meðvitað hjá mér, ég er ekki að líkja
eftir textíl, heldur er aðferðin við
gerð málverksins einfaldlega
svona,“ segir Kristinn.
Grafíkmyndirnar á sýningunni
eru sem fyrr segir 20 ára gamlar.
„Ég vann þessi verk fyrir sérstaka
sýningu, settist niður við stofuborðið
mitt og fór að skera mynstur í dúk.
Mynstrin sótti ég á Minjasafnið á
Akureyri og eru þau úr vettlingum,
rúmfjölum og hurðum. Þetta eru
mjög hefðbundin form sem notuð
hafa verið í hannyrðir og handverk
öldum saman. Í skurðinum reyni ég
að vinna áfram með mynstrið, gefa
þeim ákveðin birtuskil og bæta við
þau.“
Aðspurður segir Kristinn það dá-
lítið skemmtilegt að draga fram
gömul verk og skoða þau í nýju sam-
hengi við það sem verið er að gera í
samtímanum. „Viðfangsefnin eru
ólík en tengslin eru engu að síður til
staðar.“
Málverkum Kristins verður best
lýst sem ljóðrænum og segir lista-
maðurinn þá lýsingu standast. „Mál-
verkin mín eru ljóðræn vegna þess
að ég er svoleiðis. Ég leita sjaldnast
langt eftir viðfangsefnum, og
kannski má segja að ég hafi lagt í
langferð suður í fjöruna.“ Kristinn
hefur búið í mörg ár á Akureyri og
var til langs tíma skólastjóri við
Myndlistarskólann þar. Segist hann
njóta þess að geta einbeitt sér að
málverkinu á efri árum og skilað
ársverki á borð við það sem hann
sýnir nú í Húsi málaranna. Þegar
Kristinn er spurður hvað dragi hann
alla leiðina suður, segir hann hinn
ágæta nýja sýningarsal hafa ráðið
því. Hús málaranna er góður vett-
vangur, en ég held að það sé mikils-
vert að menn haldi augunum opnum
fyrir því sem verið er að gera utan
Reykjavíkur. Það hefur nefnilega
verið húsnæðisskortur fyrir málara
til langs tíma og er þessi salur því
mikið fangaðarefni,“ segir Kristinn
G. Jóhannsson listmálari.
Sýningin stendur til 3. nóvember
og er Hús málaranna opið milli kl. 14
og 18 frá fimmtudegi til sunnudags.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ég leita sjaldnast langt eftir viðfangsefnum og kannski má segja að ég
hafi lagt í langferð suður í fjöruna,“ segir Kristinn G. Jóhannsson listmál-
ari sem opnar sýningu í Húsi málaranna á Eiðistorgi í dag.
Ólýsanlegt logn
Ungt fólk og fram-
haldsskólinn –
Rannsókn á
námsgengi og af-
stöðu ’75 ár-
gangsins til náms
hefur að geyma
niðurstöður rann-
sóknar Jóns Torfa
Jónassonar og
Kristjönu Stellu Blöndal um námsferil
og námsgengi fólks sem fæddist árið
1975. Um er að ræða víðtæka grunn-
rannsókn á námsferli og námsgengi
ungs fólks á Íslandi. Rannsóknin nær
til heils árgangs og veitir upplýsingar
um menntun ungs fólks að loknum
grunnskóla. Í bókinni er m.a. varpað
ljósi á fjölmargt um íslensk skólamál.
Fjallað er um námsstöðu fólks við 24
ára aldur og afstöðu til náms í grunn-
og framhaldsskóla. Jafnframt er
fjallað um ástæður brottfalls úr fram-
haldsskóla. Kynntar eru fyrstu nið-
urstöður um tengsl sjálfsálits við
námsframvindu og afstöðu til náms.
Jón Torfi Jónasson er prófessor í
uppeldis- og menntunarfræði við fé-
lagsvísindadeild HÍ. Kristjana Stella
Blöndal er aðstoðarforstöðumaður
Félagsvísindastofnunar HÍ og stunda-
kennari við félagsvísindadeild.
Útgefandi er Félagsvísindastofnun
HÍ og Háskólaútgáfan. Bókin er 112
bls., prentuð í Gutenberg. Verð:
2.390 kr.
Rannsókn
Fátækt fólk, eftir
Tryggva Em-
ilsson, er komin
út í kilju en bókin
kom fyrst út árið
1976.
Tryggvi Em-
ilsson segir frá
uppvaxtarárum
sínum á Akureyri
og í sveitum Eyjafjarðar í byrjun 20.
aldar. Bókin er aldarfarslýsing og ör-
lagasaga drengs sem missir móður
sína og hrekst sakir fátæktar milli
fólks sem reynist honum misvel.
Bókin vakti deilur þegar hún kom út,
enda m.a. fjallað um viðkvæmt efni
frá tíma sem margir mundu, með-
ferð á gustukabörnum á fyrri tíð. Vor-
ið 1977 var bókin lögð fram til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Útgefandi er Skerpla. Bókin er
224 bls. Verð: 1.599 kr.
Lífsreynslusaga