Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.2002, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 33 Á ÞINGI Alþjóðaleiklistarstofn- unarinnar ITI sem stendur yfir í Aþenu var Viðar Eggertsson leik- stjóri kjörinn til setu í fram- kvæmdastjórn stofnunarinnar. Þá var Ólafur Haukur Símonarson leikskáld endurkjörinn varaforseti leikskáldaráðs UNESCO til næstu tveggja ára. Um 90 þjóðir eiga aðild að ITI og fulltrúar á þinginu í Aþenu eru um 400 talsins. Viðar Eggertsson er eini Norðurlandabúinn sem situr nú í framkvæmdastjórninni en Íslend- ingar hafa ekki átt fulltrúa þar síð- an 1982. Viðar sagði í samtali við Morgunblaðið að aðildarþjóðirnar sæktust mjög eftir setu í fram- kvæmdastjórninni og til að tryggja að rödd Norðurlandanna heyrðist þar vel og greinilega hefðu nor- rænu fulltrúarnir sameinast um kjör Viðars til stjórnarsetunnar. „Það er mikilvægt fyrir Norð- urlöndin og Ísland að eiga fulltrúa í stjórninni þar sem þau lönd eða svæði sem eiga sér talsmann gera sig meira gildandi á hinu alþjóðlega sviði og upplýsingastreymi frá sam- tökunum verður meira og öflugra.“ Ólafur Haukur segir leik- skáldaráð UNESCO gegna mik- ilvægu hlutverki fyrir leikskáld á alþjóðavísu þar sem ráðið hefur lagt sérstaka áherslu á höfundarrétt og að aðstoða höfunda í þeim löndum þar sem kynningarstarf er lítið og erfiðleikum bundið að koma verkum á framfæri við aðrar þjóðir. „Á þinginu hérna í Aþenu var flutt verðlaunaleikrit úr fyrstu samkeppn- inni sem ITI efndi til í fyrra. Alls bárust 70 verk alls staðar að úr heiminum og hlut- skarpast varð leikritið Strange Lands eftir ungan breskan höf- und, Philip Golding. Leik- skáldaráðið ákvað á fundi sínum í gær að efna til hliðstæðrar keppni um útvarpsleikrit fyrir næsta þing sem haldið verður 2004,“ sagði Ólafur Haukur Símonarson. Kjörnir til stjórnar- setu í Alþjóðaleik- listarstofnuninni Viðar Eggertsson Ólafur Haukur Símonarson And Björk, of course leik- lesið í Royal Court SÍÐASTA sýningin á leikriti Þor- valdar Þorsteinssonar, And Björk, of course … , verður á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöld. Leikritið er á leið út í heim, því það verður leiklesið í Royal Court-leik- húsinu í London í byrjun desember, en þá verður kynningarvika á nú- tímaleikritum frá öllum Norðurlönd- unum í leikhúsinu. „Royal Court- leikhúsið sýnir eingöngu nýskrifuð bresk verk og örsjaldan er litið út fyrir landsteinana og ný leikrit frá öðrum löndum kynnt. Það þykir sér- stakur gæðastimpill ef leikrit er valið inn á Royal Court og þar hafa margir athyglisverðir ungir höfundar verið uppgötvaðir,“ segir í frétt frá LR. And Björk, of course … hefur einnig verið þýtt á frönsku og verður leiklesið í París á kynningu á ís- lenskri samtímaleikritun á vegum Ragnheiðar Ásgeirsdóttur. Námskeið og fyrirlestrar í LHÍ DANÍEL Magnússon, myndlistar- maður og kennari við LHÍ, talar um eigin verk í LHÍ, Laugarnesi, á mánudag kl. 12.30. Þá fjallar Graci Moore tískuhönnuður um tískuhönn- un á miðvikudag kl. 12.30 í Skipholti 1. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og nefnist Louis Vouitton-Fa- bric Design. Hún veitir forstöðu munsturhönnunardeild hjá Luis Vuit- ton. Námskeið Þriggja daga námskeið um hvítætu og litaæta hefst á fimmtudag. Kenn- ari er Sirrý Örvarsdóttir textílkenn- ari og hönnuður. Grunnnámskeið í hljóðvinnslu hefst 28. október. Kennari er Sveinn Kjartansson, upptökumaður og kenn- ari. Námskeið í tónlist og tölvukennslu, ætlað tónlistarkennurum, hefst 1. nóvember. Grunnþekking á tölvu- vinnu æskileg. Kennarar eru Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarkenn- ari og Hilmar Þórðarson tónskáld. NORMAN Lebrecht, hinn kjaft- fori rýnandi tónlistar 20. aldar, sendir ýmsum tónskáldum módern- ismans tóninn í bók sinni The Comp- anion to 20th Century Music (1992). Um Ferneyhough segir hann m.a.: „… tónlist Ferneyhoughs lætur aldrei eins illa að eyrum og ískrið í tónlist ýmissa minni spámanna serí- alismans, en er þó greinilega ætluð þröngum hópi forhertra trú- bræðra …“ Á mælikvarða Le- brechts eru þessi ummæli mild og ber jafnvel að líta á þau sem hrós. Víst er að Brian Ferneyhough er umdeildur en hefur ávallt notið virð- ingar nemenda sinna og margra tón- listarmanna. Áhugamenn um tónlist hafa hins vegar haft fá tækifæri til að mynda sér skoðun á tónlist hans því hljóðritanir hafa ekki legið á lausu og er orðspor hans meðal þeirra vafalaust verra en ástæða er til. Þótt öll verk Ferneyhoughs muni hafa verið hljóðrituð eru þessar hljóðritanir ekki allar fáanlegar og þess má geta að gagnagrunnur tón- listartímaritsins Gramophone, Gramophile, tilgreinir aðeins fimm geisladiska með verkum tónskálds- ins. Nú hefur einn nýr bæst við, diskur Kolbeins Bjarnasonar flautu- leikara, og það munar sannarlega um hann. Brian Ferneyhough fæddist árið 1943 og er breskur að uppruna. Hann stundaði tónsmíðanám í Birm- ingham School of Music og seinna við Royal Academy of Music í Lund- únum. Árið 1968 fór hann til náms í Amsterdam hjá Ton de Leeuw og ári seinna hjá Klaus Huber í Basel. Mestan hluta starfsævi sinnar hefur Ferneyhough starfað utan Bret- lands. Árin 1973 til 1986 kenndi hann tónsmíðar við Freiburg Mus- ikhochschule, 1986–’87 við Konung- lega tónlistarháskólann í Haag og frá 1987 hefur hann verið prófessor í tónsmíðum við Kalíforníuháskóla í San Diego. Auk þess hefur hann verið gistikennari við tónlistarhá- skólana í Stokkhólmi, Darmstadt og Chicago-háskóla. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir tónsmíðar sínar og heiðursnafnbætur. Fram að þessu hefur Ferneyhough samið á fimmta tug tónverka. Tónsmíðar Ferneyhoughs eru af- ar nákvæmt nóteraðar og geysi- flóknar að allri gerð og sagt er að þær geri ofurmannlegar kröfur til flytjenda. Þar má finna taktflækjur, kvarttóna, kvinttóna, míkrótóna, tvöhundruðfimmtugastaogsjötta- partsnótur, ótal tákn um hljóð frá flytjanda (stunur, söngur, hvísl, hljóðið þegar flautan er sett saman o.s.frv.), ýmsar tegundir af víbratói, ógrynni fyrirmæla um tónblæ og hljóðblæ og svo mætti lengi halda áfram. Diskur Kolbeins inniheldur fjögur tónverk Ferneyhoughs fyrir ein- leiksflautu, eitt fyrir flautu og píanó og eitt fyrir eina einleiksbassaflautu og átta bassaflautur sem leiknar eru af bandi. Þegar diskurinn er settur í spilarann hefst eitthvert það ótrú- legasta ferðalag sem undirritaður hefur farið um heim tónanna. Allt kemur á óvart, þetta er veröld sem á sér engan líka. Og ferðin tekur lang- an tíma. Allt of margir hlutir fara framhjá manni við fyrstu heyrn, sí- endurtekin hlustun er nauðsynleg en uppskera þolinmæðinnar er ríku- leg. Ég vil ráðleggja væntanlegum hlustendum að taka stutta áfanga í einu (les: eitt verk í senn) þannig að full athygli haldist. Þegar þetta er skrifað hljómar hið makalausa Unity Capsule í stofunni hjá mér – á fullu „blasti“. Kolbeinn hafði límt lítinn miða á diskinn sem mér var sendur og á honum stóð: „Til að heyra allt þarf að spila hátt.“ Verkið er troð- fullt af aukahljóðum sem höfðu hing- að til farið framhjá mér en með því að heyra allt hefur þetta glæsilega verk hlotið allt aðra vídd. Manni verður satt að segja orða vant þegar lýsa á áhrifum verks sem þessa. Orðið snilld er nærtækt, ekki ein- göngu snilld og hugmyndaauðgi tón- skáldsins heldur einnig og alls ekki síður snilld hljóðfæraleikarans Kol- beins Bjarnasonar sem er með ólík- indum. Annað eins virtúósítet minn- ist ég ekki að ég hafi heyrt hjá flautuleikara fyrr eða síðar. Í marg- breytileika sínum og viburðaauðgi gefur þetta litríka kortérslanga verk hljóðfæraleikaranum fleiri tækifæri til líkamlegrar og andlegrar tjáning- ar en hægt er að ímynda sér að mögulegt sé. Tjáning Kolbeins er í bókstaflegasta skilningi líkamleg, nærvera hans í tónlistinni sem kem- ur út úr hátölurunum er nánast áþreifanleg. Spennan sem byggð er upp allt frá fyrsta takti (sem er 15 sekúndna þögn) og til loka þriðja hluta, þar sem Kolbeinn heldur í sér andanum í að því er virðist óratíma uns hann „springur“, er allt að því óbærileg. Þetta er makalaus spila- mennska. Mikið afrek. Og vafalaust mikil þolraun. Upphafsverkið á diskinum, Four Miniatures fyrir flautu og píanó (1965), er fyrsta verkið í tónverka- skrá Ferneyhoughs. Eins og nafnið bendir til er um að ræða fjögur smá- stykki og er vafalaust hefðbund- nasta verkið á diskinum, samið und- ir sterkum áhrifum gömlu seríalistanna á fyrri hluta 20. aldar. Með Kolbeini leikur í þessu verki Valgerður Andrésdóttir píanóleik- ari, sem fylgir Kolbeini í þeim snarpa leik sem verkið útheimtir. Ekki gefst hér rúm til að fjalla sérstaklega um öll verkin á diskin- um en ástæða er þó til að minnast á Mnemosyne (1986) sem samið er fyrir eina einleiksbassaflautu og átta bassaflautur sem leiknar eru af bandi og er eitt af þekktustu verk- um Ferneyhoughs. Kolbeinn leikur að sjálfsögðu á allar flauturnar. Sama á við um Mnemosyne og Unity Capsule, hér er nærvera hljóðfæra- leikarans svo „extrem“ að annað eins hefur vart heyrst. Hljómurinn er hvass og svo skýr að stundum nálgast hann að vera óþægilegur. Við fyrstu hlustun virðast flauturnar átta af bandinu eingöngu mynda undirliggjandi nið sem er nánast kyrrstæður, eins konar bakgrunn, en við gaumgæfilega hlustun (hátt spilað!) heyrist vel hversu marg- slungið undirspilið er. Á meðan gef- ur einleiksflautan frá sér hin ótrú- legustu hljóð. Tónvefurinn er gífurlega flókinn í þessu viðburða- ríka verki og við sérhverja hlustun koma nýir hlutir í ljós. Kolbeinn Bjarnason tekst á við verkið af mikl- um hetjuskap og útkoman er sann- arlega aðdáunarverð. Ég veit ekki hvort það hafi verið ætlun Fern- eyhoughs með Mnemosyne að skapa „fallegt“ tónverk en ég held svei mér að mér finnist það fallegt! Úlfar Ingi Haraldsson skrifar ít- arlega umfjöllun um tónverkin í meðfylgjandi textahefti og finnst mér hann fljúga ansi hátt í skýr- ingum sínum. Margt sem þarna kemur fram er ansi illskiljanlegt undirrituðum. Það hefði verið ákjós- anlegra og mun fróðlegra að fá að- gengilegri leiðbeiningar um hvað væri að gerast í tónlistinni. Og óneit- anlega vakna einnig spurningar um það hvernig hljóðfæraleikarinn fer að því að læra þessa flóknu tónlist, um vinnulag, hvernig undirbúningi er háttað, hvaða vandamál eru sam- fara svona tónlistarflutningi og hljóðritun. Kolbeinn sjálfur væri lík- ast best til þess fallinn að lýsa þessu öllu fyrir væntanlegum hlustendum. Hljóðritun Halldórs Víkingssonar er í einu orði sagt framúrskarandi. Flautan er ábyggilega ekki auðveld- asta hljóðfærið að hljóðrita en hér hefur tekist sérlega vel til og ein- kennist hún af mikilli dýnamík og skýrleik. Þótt hljóðmyndin sé hvöss örlar hvergi á bjögun. Að öðrum ólöstuðum er Kolbeinn Bjarnason sigurvegarinn hér. Hann hefur unnið mikið afrek og hlýtur að skipa sér í fremstu röð flautuleikara. Honum og öðrum hlutaðeigandi er óskað til hamingju með glæsilegan disk. Á ystu mörkum hins mögulega TÓNLIST Geislaplötur Brian Ferneyhough: Four Miniatures (1965). Cassandra’s Dream Song (1970). Unity Capsule (1975–1976). Superscriptio (1981). Carceri d’Invenz- ione IIb (1984). Mnemosyne (1986). Hljóðfæraleikur: Kolbeinn Bjarnason (flauta, piccoloflauta, bassaflauta), Val- gerður Andrésdóttir (píanó). Hljóðritun: Halldór Víkingsson. Höfundur skýring- artexta: Úlfar Ingi Haraldsson. Upptöku- staður: Víðistaðakirkja, janúar-desember 2000. Heildartími: 61’16. Útgefandi: Bridge Records 9120, 2002. BRIAN FERNEYHOUGH Nótur Kolbeins Bjarnasonar af Unity Capsule eftir Brian Ferneyhough. Valdemar Pálsson Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokilis opna ljósmyndasýningu á Mokka kl. 16. Þau lærðu ljósmyndun í Englandi og hafa tekið myndir hér á landi. Sýningin heitir Orbital Re- flections. „Ljósmyndirnar á þessari sýningu sýna annað útlit þeirra for- ma sem sjávarföllin skapa við strandlengju Reykjavíkur,“ segir Jóhanna. „Myndirnar hafa verið teknar á mismunandi tímum dagsins til þess að ná fram hinum mismun- andi áhrifum sem skynjun birtu tunglsins gagnvart sólarljósinu skapar. Hin langvarandi áhrif frá sjávarföllunum á samverkun tungls og jarðar, þekkt sem sjávarfall- aþróunin, hafa veitt okkar hvað mestan innblástur.“ Sýningin stendur til 16. nóvember. Steinn Sigurðsson listmálari opn- ar sína sjöttu einkasýningu á Kaffi Sóloni kl. 17. Í verkum sínum hefur Steinn oftast túlkað daglegt líf í borgum og bæjum en í þetta sinn færir hann myndefnið inn í klúbba og knæpur borganna. Sýningin stendur til 8. nóvember. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.