Morgunblaðið - 19.10.2002, Side 35

Morgunblaðið - 19.10.2002, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 35 F yrir nokkrum dögum ákvað Orkuveita Reykjavíkur sem á Línu.net að lang- stærstum hluta – eða um 70% – að kaupa ljósleið- ara fyrirtækisins og tengd kerfi. Fyrir þessi kerfi greiddi OR um 1.750 milljónir króna og hefur núna eytt í Línu.net og fyrirtæki tengd því alls 3.200 milljónum króna frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir réttum þremur ár- um. Það er nokkuð sérstakt í ljósi þess að við stofnun fyrirtækisins lýstu forystumenn R-listans því yfir að lagðar yrðu 200 milljónir að hámarki í félagið. Þrjú þúsund og tvöhundruð milljónir er upphæð sem er 30% hærri en það kostaði að byggja Perluna og hærri upphæð en sem nemur öllum tekjum af sölu Orkuveitunnar á heitu vatni til Reykvíkinga og reykvískra fyr- irtækja á heilu ári. Fyrir þessa upphæð mætti byggja allt að fjögur mislæg gatnamót eða 25 leikskóla sem að rúmuðu samanlagt 2.200 börn. Athyglisvert er að skoða hvernig málið var sett fram þeg- ar fyrirtækið var stofnað fyrir um þremur árum. Í ræðu í borg- arstjórn sagði borgarfulltrúinn Helgi Hjörvar að sjaldan eða aldrei hefði neitt mál verið betur undirbúið en þetta mál! Mark- aðurinn hefði verið þaulkannaður og niðurstaðan sú að tæknilausn, sem opnaði möguleika á að flytja tölvuboð í gegnum rafstrengi, kallaði sérstaklega á að Orkuveit- an haslaði sér völl á sviði gagna- flutnings og fjarskipta. Áfram hélt borgarfulltrúinn: ,,Hin nýja tækni við að flytja gögn eftir raf- orkulínum gerir okkur kleift að flytja til og frá neytandanum gögn sem nema eitt til tvö þús- und kílóbætum á sekúndu.“ Þetta stóra stökk átti að marg- falda þann hraða sem Reykvík- ingar færu á inn í upplýsingaöld- ina, eins og það var orðað. Fyrirtækið átti ekki aðeins að vera fýsilegur kostur heldur ágætlega arðbært og það átti að setja það á markað við fyrsta tækifæri þannig að eignaraðildin yrði sem dreifðust. Ætlunin var sögð að Orkuveitan myndi draga sig út úr rekstrinum þegar fram liðu stundir. Brösulega gekk að koma raf- magnstengingum á og ári eftir stofnun fyrirtæksins var tekist á um málið í borgarstjórn og þá full- yrðir borgarfulltrúi R-listans og stjórnarmaður Línu.nets að samn- ingur fyrirtækisins við Íslands- síma um lagningu ljósleiðarans gerði að verkum að hægt væri að leggja ljósleiðarann nokkurn veg- inn án áhættu! Ljósleiðarahring- urinn einn og sér ætti næga mark- aðsmöguleika til þess að fjárfestingin gæti staðið undir sér. Einnig sagði sami borg- arfulltrúi að velgengni fyrirtæks- ins hefði verið ótrúleg og borg- arsjóður væri tveimur milljörðum ríkari vegna þess að farið var út í stofnun Línu.nets. Síðar, þegar ársreikningar fé- lagsins voru lagðir fram, kom þessi ótrúlega velgengni fram í tölum. Áætlun gerði ráð fyrir 149 milljóna króna tapi en það varð 472 milljónir eða þrisvar sinnum meira. Áætlanir gerðu ráð fyrir 391 milljónar króna skuldum en niðurstaðan varð 1.653 milljónir eða fjórfalt það sem áætlað var. Áfram var haldið á braut vel- gengninnar og það fullyrt á blaðamannafundi í apríl 2001 að þá um sumarið yrðu 20% heimila á höfuðborgarsvæðinu tengd Netinu í gegnum raflínur! Sú fyr- irætlun náði aldrei fram að ganga. Einkafyrirtæki, þ.e. sam- keppnisaðilar á þessum markaði voru keypt; Loftnet Skýrr, Gagnaveitan, Landsnet og fyr- irtækið Irja sem var keypt á litl- ar 250 milljónir. Það fyrirtæki var lítið annað en samningur við lögregluna og slökkviliðið um þjónustu í gegnum talstöðv- arkerfi sem eftir var að setja upp. Lína.net keypti hinsvegar ekki fyrirtækið vegna samningsins heldur til að ná í tækninýjungar frá Motorola sem seinna kom á daginn að fylgdu ekki með í kaupunum. Lína.net fór í mál við seljendur og krafðist 90% af- sláttar af kaupverði án árangurs. Viðskiptablaðið kallaði kaupin verstu kaup þess árs. Þjónustu við borgarbúa var lofað og fór fyrirtækið mikinn á auglýsingamarkaði og í mars 2001 fékk fjöldi heimila frétta- bréf og vídéóspólur frá fyrirtæk- inu þar sem að lofað var stafrænu sjónvarpi með ótrúlegustu þjón- ustu. Nefna má þáttasölu- sjónvarp og margt fleira. Einnig var þetta auglýst í sjónvarpi og prentmiðlum og kostaði auglýs- ingaherferðin milljónir eða millj- ónatugi. Ekkert af þeirri þjón- ustu sem kynnt var, var til staðar og í ágúst sama ár, eða fimm mánuðum síðar, kom yfirlýsing frá Línu.net um að hætt væri við allt saman! Í maí 2001 var því lýst yfir af forystumanni R-listans að ekki færu meiri fjármunir frá borginni í fyrirtækið en það stóðst ekki því að rúmur millj- arður var settur í fyrirtækið það árið. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Línu.nets frá upphafi, svaraði því, að- spurður hvers vegna Reykja- víkurborg væri að auka hlutafé sitt í Línu.net, að ekkert hefði breyst og að allt stæðist sem sagt hefði verið. Borgin myndi draga sig út úr rekstrinum þegar fyr- irtækið væri komið á „fastan grunn“ eins og það var orðað. Sambærilegar yfirlýsingar komu frá forystumönnum R- listans fyrir kosningar Stutt var í hagnað hjá fyrirtækinu og öll gagnrýni á fyrirtækið og tilurð þess niðurrifsstarfsemi. Í síðustu viku bar það til tíðinda að kall- aður var saman fundur í stjórn Orkuveitunnar, á dagskránni var meðal annars málefnið Lína.net. Engin gögn voru send með þess- um dagskrárlið en á fundinum var kynnt að Orkuveitan áform- aði að kaupa ljósleiðarann og fleiri kerfi af Línu.net og leigja fyrirtækinu þau aftur. Í stuttu máli gengu samning- arnir út á að Orkuveitan tók yfir allar skuldir Línu.nets og nær allar eignir en Lína.net gat áfram farið með þessar eignir eins og fyrirtækið hafði gert áður og byrjar ekki að greiða leigu af að- stöðunni fyrr en eftir næstu ára- mót. Fram að þeim tíma eru eng- ar tekjur af kerfinu fyrir Orkuveituna. Engar upplýsingar lágu fyrir um hvað lá til grund- vallar kaupverði eða leiguverði. Engar upplýsingar lágu fyrir um hvaða kostnaður legðist á Orku- veituna vegna þessara samninga. Engar viðskiptaáætlanir höfðu verið gerðar fyrir þessa nýju starfsemi Orkuveitunnar en stjórnarmönnum var ætlað að samþykkja kaup upp á tæplega tvo milljarða án þess að hafa neitt í höndunum. Stjórnarmönnum var neitað þegar beðið var um frest og málið keyrt í gegn. Til að bjarga fyrirtækinu er öllum brögðum beitt og allt siðferði er látið lönd og leið. Siðleysi og sóun Eftir Guðlaug Þór Þórðarson ’ Fyrir þessa upphæðmætti byggja allt að fern mislæg gatnamót eða 25 leikskóla sem rúmuðu samanlagt 2.200 börn. ‘ Höfundur er borgarfulltrúi og situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. tvö ríki að er sigur na til mark- óðar SÞ. leggja in að því, Samein- ins, sem u af því, að m toga. Hún ð sjálf- m stóla í al- örfum hjá gar keppt eins og fnanir lendingar unum, sem ndiherra sningarnar er að um en áður öri í örygg- rfi í New r og þrjá til ns 2008. r að breyt- yggist hins r í alþjóð- g góðum kosningu í ndi trausts ylgja flokkum en uðu þjóð- aman krafta þeirra, sem starfa á vegum fastanefndarinnar í New York, og stjórnvalda heima fyrir. Þótt yfirstjórn sé í höndum utanríkisráðuneytisins, er nauðsynlegt að nýta sérþekkingu innan alls stjórnarráðsins til að efla alhliða þátttöku í störfum SÞ. Ef litið er á málaskrá öryggisráðsins, snerta um 70% viðfangsefna þess Afríku. Virkari þátttaka Íslendinga í starfi SÞ krefst því til dæmis meiri þekkingar á mál- efnum Afríku. Öryggisráðið fjallar einnig um frið- argæslu og beitingu hervalds í nafni SÞ. Fulltrúar innan þess eru lítils megnugir ráði ríkin, sem að baki þeim standa, ekki yfir þekkingu og reynslu á þessum sviðum. x x x Fimmtán ríki eiga fulltrúa í öryggisráðinu. Fimm eru þar með fast sæti og hafa neitunarvald: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Ofurvald þess- ara ríkja má rekja beint til loka síðari heimsstyrjald- arinnar og þeirra, sem komu saman í Potsdam til að skipta með sér herfanginu á rústum Þýskalands nasism- ans. Öryggisráðið gekk í endurnýjun lífdaga með lyktum kalda stríðsins. Á tímum þess var niðurstaða í ráðinu al- mennt fyrirsjáanleg, ef skarst í odda milli Rússa og Bandaríkjamanna eða bandamanna þeirra. Nú er annað uppi á tengingnum, þótt neitunarvaldið vegi jafnþungt og áður, er því beitt með öðrum hætti. Gagnrýnendur Sameinuðu þjóðanna segja það til marks um staðnað Potsdam-hugarfar og tímaskekkju, að þrátt fyrir allar breytingar í alþjóðamálum síðan 1945, sé valdapýramídi samtakanna óbreyttur. Kína tók að vísu hamskiptum innan Sameinuðu þjóðanna á átt- unda áratugnum, þegar kommúnistar frá Peking settust í kínverska stólinn í stað fulltrúa frá Taívan. Að kröfu Peking-stjórnarinnar er Taívan haldið utan SÞ. Nefnd á nefnd ofan hefur fjallað um breytingar á ör- yggisráðinu og í vikunni voru tillögur þeirrar, sem nú situr, þar sem Þorsteinn Ingólfsson er annar tveggja varaformanna, til umræðu á allsherjarþingi SÞ. Norðurlöndin eru ekki einu sinni einhuga um, hvernig staðið skuli að því að breyta öryggisráðinu. Svíar vilja, að ríkjum í ráðinu sé fjölgað með því, að fleiri ríkja- fulltrúar séu kjörnir í það. Hin Norðurlöndin fjögur vilja, að stækkun ráðsins hefjist á því að fjölga fasta- fulltrúunum. Tvö iðnvædd ríki til viðbótar fái föst sæti (Þýskaland og Japan?) síðan verði einn fastur fulltrúi frá Asíu (Indland?), frá Suður-Ameríku (Brasilía?) og Afríku (Nígería eða S-Afríka?). x x x Löngum var rætt um Ísland sem fámennustu þjóð Sameinuðu þjóðanna. Það er liðin tíð. Mörg fámennari ríki eiga þar fulltrúa, eins og Andorra, Liechtenstein og San Marínó frá Evrópu. Á allsherjarþinginu vega at- kvæði allra ríkja jafnt, án tillits til íbúafjölda, ríkidæmis eða hernaðarmáttar. Hlustað er jafnt á hina stóru sem smáu og athyglin ræðst ekki síður af því, hvað sagt er en hver segir það. Ísland er síður en svo einangrað á vettvangi Samein- uðu þjóðanna. Íslensku fulltrúarnir taka þátt í fundum ýmissa ríkjahópa og þrátt fyrir aðild þriggja Norð- urlanda að Evrópusambandinu (ESB) hefur mikilvægi norræna samstarfsins ekki minnkað. Sérstaða Íslands utan ESB og án umsóknar um ESB-aðild veldur því, að leitað er til sendiherra Íslands til að leita lausna eða miðla málum á hlutausum forsendum, eins og þegar Þorsteini Ingólfssyni var falið að leita leiða til tryggja Bandaríkjunum á ný setu í mannréttindanefnd SÞ. Að eignast fulltrúa í öryggisráðinu verður kostn- aðarsamt. Sum auðug ríki skuldbinda sig til aukinna út- gjalda til þróunarmála í því skyni að afla sér stuðnings. Nái íslenska ríkisstjórnin markmiði sínu og komist Ísland í ólympíulið alþjóðastjórnmála, reynir fyrst á inn- viði íslenska stjórnkerfisins svo um munar. Fulltrúi Ís- lands verður í forsæti ráðsins að minnsta kosti einn mánuð á kjörtímabili sínu. Íslensk utanríkistefna og framkvæmd hennar verður mæld með nýjum og strang- ari hætti en nokkru sinni. Íslenska utanríkisþjónustan hefur verið að færa út kvíarnar undanfarin ár. Þegar fé er ráðstafað til hennar, þarf að gera upp við sig, hvort eigi að teygja sig víðar eða leggja meiri rækt við það, sem fyrir er, dýpka starf- ið frekar en breikka. Krafa um meiri dýpt fylgir setu í öryggisráðinu. Áhrif þar eins og annars staðar ráðast af góðum undirbúningi, þekkingu og hæfileika til að kynna skoðun sína. yggisráðinu bjorn@centrum.is egnum evrópska efnahagssvæðið. tir þessi vinna Íslendinga einnig áli. íðarráðstefnan samanstendur af m frá ríkisstjórnum aðildarríkjanna óknarríkjanna 13, þingmönnum ingsins, og meðlimum þjóðþinga kjanna og umsóknarríkjanna. m hins borgaralega samfélags (e. civil society) gefst einnig kostur á að taka verulegan þátt ístörfum ráðstefnunnar á sérstöku málþingi þar sem ýmsum aðilum úr þjóðfélaginu er boðið að leggja sitt af mörkum. Settir hafa verið upp vinnuhópar milli ýmissa slíkra aðila og meðlima Fram- tíðarráðstefnunnar. Framtíðarráðstefnan vinnur bæði í hefð- bundnum þingsal og í föstum vinnuhópum Gögn ráðstefnunnar eru öllum aðgengileg á Netinu og borgurum Evrópu er þar jafn- framt gefinn kostur á að gera athugasemdir og senda inn tillögur. Í júlí síðastliðnum var komð á æskuþingi þar sem 210 ungir íbúar ESB komu saman og unnu að tillögum sem sendar hafa verið til meðferðar á ráðstefn- unni. Á umliðnum árum hefur sú tilfinning vaxið meðal íbúa ESB að stofnanir sam- bandsins séu reknar af skriffinnum, sem vinna á lokuðum kontórum, störf sem séu venjulegu fólki lokuð bók. Framtíðarráð- stefnan er hinsvegar opin í alla enda þar fá hugmyndir að þroskast í opinni umræðu sem flestra í samfélaginu. Umboð Málefnaþingsins Leiðtogafundur Evrópusambandsins í Laeken fól málefnaþinginu að einbeita sér að fjórum meginsviðum. Í fyrsta lagi var ráðstefnunni gert að fara yfir hlutverkaskiptingu milli aðildaríkjanna og stofnana ESB á ólíkum sviðum með það fyrir augum að skýra hlutverkaskiptinguna, svo ljóst sé hvaða verkefni skuli vera í höndum aðildarríkjanna og hvaða verkefni í höndum stofnana ESB. Nálægðarreglan svokallaða er lykilþáttur í þessari vinnu og miðað skal við að stofnanir ESB séu ekki að fást við hluti sem aðildarríkin geta auðveld- lega leyst á eigin spýtur. Í öðru lagi er framtíðarráðstefnunni ætl- að að leita leiða til að einfalda grundvall- arstoðir ESB, bæði hvað varðar lagagerðir og stofnanir. Í þriðja lagi er lögð rík áhersla á að auka lýðræði, gagnsæi og skilvirkni í öllu starfi ESB. Finna þarf leiðir til að tryggja betur lögmæti stofnana ESB, skýra hlutverk þinganna og tryggja að stofnanir ESB geti starfað á skilvirkan hátt með allt að 25–30 aðildarríki innanborðs. Í fjórða lagi er framtíðarráðstefnunni ætlað að leggja drög að nýjum grundvall- arsáttmála, eða stjórnarskrá, fyrir Evrópu- sambandið. Samið hefur verið um nýja sátt- mála ESB með mislöngu millibili en nú er kominn tími á heildarendurskoðun á öllum grundvallartextunum. Ofangreindir fjórir þættir fela í sér end- urskoðun á flestum grundvallarþáttum í starfi ESB. Tillögur Málefnaþingsins verða svo lagðar fyrir ríkisstjórnir aðildarríkj- anna á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins árið 2004. a ESB Reuters ti, stjórnar Framtíðarráðstefnu Evrópusambandsins. Höfundur fer með dóms- og innanríkismál í framkvæmdastjórn ESB.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.