Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 38
LISTIR
38 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
J
æja, þá er því lokið. Alex
valdi Amöndu sem mun
hugsa um hann til ævi-
loka. Hún er sú sem
hann þarfnaðist og undir
lokin hafði hann uppgötvað að hún
var líka sú sem hann vildi. Það er
nefnilega stór munur á að vilja og
þarfnast, eins og Alex segir.
Þeir sem ekki vita hver Alex og
Amanda eru og þaðan af síður
Trista eða Shannon, þurfa ekkert
að hætta að lesa núna. Þetta eru
persónur og leikendur í banda-
rísku raunveruleikasjónvarpi sem
landinn hefur getað fylgst með á
Skjá einum. Alex var piparsveinn-
inn í sam-
nefndum
þáttum og
Amanda var
ein af 25 kon-
um sem börð-
ust um hann í
ég veit ekki
hvað mörgum þáttum. Hún fór
loks með sigur af hólmi, aðeins 23
ára gömul, en hafði náð takmarki
sínu. Hana hafði nefnilega alltaf
dreymt um að verða miðaldra og
ráðsett.
Guð veit hvað Amanda og Alex
eru að gera núna. Alex bað hennar
ekki beint í lokaþættinum sem var
á þriðjudaginn, hann fór reyndar á
hnén, gaf henni rós og sýndi henni
demantshringinn sem hann hafði
keypt að vandlega íhuguðu máli.
En sagðist vilja kynnast henni bet-
ur í einrúmi og bað hana að flytja
til Kaliforníu. Það var sjálfsagt mál
af Amöndu hálfu. Þetta var tak-
mark hennar og nú getur hún ekki
beðið eftir að fá að taka til eftir
hann, henni finnst það nefnilega
svo gaman.
Raunveruleikasjónvarp er
furðulegt fyrirbæri. Hverjum hefði
dottið í hug að mörg hundruð kon-
ur myndu sækjast eftir því að vera
með í sjónvarpsþætti sem gengur
út á að keppast við aðrar konur um
einn karlmann sem að eigin sögn
er gáfaður, skemmtilegur og góð-
hjartaður eða hvernig sem þessi
lýsing nú annars hljómar. Þær
sóttust beinlínis eftir því að selja
sig í beinni útsendingu og taka þátt
í þessu fáránlega fyrirbæri. 25 kon-
ur voru útvaldar og mættu í fyrsta
þáttinn í kvöldkjólum, drukku
kampavín og kepptust um athygli
piparsveinsins eftirsótta. En þetta
er jú Ameríka og þar er allt gert til
að komast í sjónvarpið og þá skipt-
ir engu þótt maður geri sig að fífli.
Það sem erfiðara er að skilja er
að íslenskar konur og karlar horfi
spennt á þetta sama sjónvarpsefni.
Ég viðurkenni það, ég hef horft.
Ég horfi spennt en hneyksluð,
bæði á mér að vera að horfa á
þetta, konunum að taka þátt í
þessu og framleiðendum að fram-
kvæma þetta. Það er vissulega til
betra sjónvarpsefni, bæði hefð-
bundið og raunveruleikasjónvarp.
Survivor er dæmi um annan
raunveruleikasjónvarpsþátt sem
er nú betri en piparsveinninn. Am-
erískir kallar og kellingar sem
keppast um að þrauka sem lengst á
einhverri eyðieyju. Getur verið
spennandi og skemmtilegt og mað-
ur getur líka hneykslast á þessum
Ameríkönum sem eru bara svo
sérstakir. Survivor á sér hliðstæðu
í fleiri löndum, t.d. Noregi. Norsk-
ir þátttakendur eru nú líkari Ís-
lendingum en Kanarnir og við að
fylgjast með norska Survivor eða
„Robinsonekspedisjonen“ eins og
það er kallað í Norge, finnur mað-
ur aðeins meiri samhljóm með per-
sónunum.
Raunveruleikasjónvarp varð
gríðarlega vinsælt um allan heim
en vinsældirnar hafa farið dvín-
andi þegar nýjabrumið er farið af
framleiðslunni. Það er sem sagt
nauðsynlegt að finna nýja vinkla
þegar áhorfendur eru orðnir leiðir
á piparsveini, þreyttu og skítugu
fólki á eyðieyju og hópi fólks sem
rífst um uppvaskið í ljótu húsi und-
ir vökulu auga Big Brother. Ég hef
a.m.k. ekki horft á fleiri tegundir
raunveruleikasjónvarps. Hef t.d.
látið Temptation Island vera sem
fyrir þá sem ekki vita er þáttur
sem smalar saman pörum og
freistar þeirra til framhjáhalds.
Það vantar ekki þátttakendur. Sá
þáttur hefur m.a.s. líka verið gerð-
ur á Norðurlöndunum, sem og Big
Brother sem öll Ósló horfði á þeg-
ar norsk útgáfa af þættinum var
sýnd í fyrsta skipti vorið 2001.
Skandinavar virðast sem sagt ekki
síður fúsir að komast í sjónvarpið
en Ameríkanar.
Nú er annar angi af raunveru-
leikasjónvarpi vinsæll. Ekki
óþekkt fólk sem verður að stjörn-
um heldur gamlar stjörnur sem
sýndar eru í hversdagslegu ljósi.
The Osbournes er svokallaður
raunveruleikaskemmtiþáttur, tek-
inn heima hjá gömlu stjörnunni
Ozzy Osbourne og fjölskyldu hans.
Þátturinn er mjög vinsæll og hlaut
m.a.s. Emmyverðlaun á dögunum.
Og fleiri gamlar stjörnur hafa ver-
ið bendlaðar við svona raunveru-
leikasjónvarp.
Norski rithöfundurinn Herman
Berthelsen heldur því fram að
raunveruleikasjónvarp nútímans
eigi sér hliðstæðu í sirkussýn-
ingum og svokölluðum „freak-
shows“ í gamla daga þegar dverg-
ar og skeggjaðar konur voru
vinsæl. Meðfæddri forvitni og
gægjuþörf mannfólksins er nú full-
nægt þegar við horfum á raun-
veruleikasjónvarp eða lesum slúð-
urblöð.
Nýjasti vinkillinn á raunveru-
leikasjónvarp er svo að skapa vel-
líðan, láta gott af sér leiða, eins og
Aftenposten hefur eftir Eivind
Landsverk, dagskrárstjóra hjá
sjónvarpsstöðinni TVNorge. Sá
sagði á sínum tíma af sér vegna
þess að hann vildi ekki bera
ábyrgð á útsendingu Temptation
Island á stöðinni, hann vill greini-
lega frekar láta gott af sér leiða.
Aðalpersóna í svona „góðum“
raunveruleikaþætti upplifir eitt-
hvað jákvætt og draumar hennar
rætast á einhvern hátt. TVNorge
er einnig með aðra raunveru-
leikaþáttaröð í burðarliðnum, sú á
að vera heimildamynd um hvað
gerist á lýtaaðgerðastofu. Hvort
sem það er andlitsstrekking eða
fitusog, TVNorge segir frá. Ís-
lenskt þáttagerðarfólk hlýtur að
láta raunveruleiksjónvarp vera.
Raun-
veruleika-
sjónvarp
Hún fór loks með sigur af hólmi, aðeins
23 ára gömul, en hafði náð takmarki
sínu. Hana hafði nefnilega alltaf dreymt
um að verða miðaldra og ráðsett.
VIÐHORF
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur-
@mbl.is
SAUMASTOFAN í Fákafeni 9 hefur
opnað sýningarrýmið Þráður og
stendur þar yfir sýning Ásu Ólafs-
dóttur á tíu textílverkum.
Sýningin er opin alla virka daga
kl. 9–18, og lýkur 20. nóvember.
LÍFSHLAUP frænknanna Wirat
„Pam“ og Sanee „Noi“ Sankla, er hið
undarlegasta ferðalag, ævintýri,
kraftaverk. Hvað sem saga þeirra er
kölluð er hún með ólíkindum; frá því
þær fæðast og alast upp við sultar-
kjör í Surin, einu fátækasta héraði í
Taílandi, uns frænkurnar eru sestar
að norður undir heimskautsbaug á
Íslandi. Önnur gift Þingeyingi, hin í
sambúð með Þingeyingi. Það er ekki
annað að sjá en þeim sé vel borgið í
Noi og Pam og mennirnir þeirra, í
forvitnilegri og fróðlegri heimildar-
mynd Ásthildar Kjartansdóttur.
Landsmönnum af austurlensku
bergi brotnu hefur fjölgað til mikilla
muna á síðustu áratugum og ástæð-
urnar margvíslegar. Við höfum tekið
á móti flóttamannahópum og fjöldi
fólks hefur komið hingað til að leysa
úr bráðum skorti á vinnuafli til sjáv-
ar og sveita. Síðast en ekki síst hefur
stór hópur kvenna sest hér að gagn-
gert til að stofna heimili með íslensk-
um körlum. Rétt einsog þeir sem
fyrir voru í landinu eru hinir langt að
komnu íbúar mestmegnis hið vænsta
fólk og hefur gengið vel að festa ræt-
ur í nýju og framandi umhverfi. Eftir
því sem ég best veit höfum við tekið
því vel yfir höfuð og það okkur.
Fréttir berast engu að síður af og til
af átökum sem stafa af kynþáttamis-
rétti. Þar er vafalítið mikið um að
kenna fákunnáttu okkar og tak-
mörkuðum skilningi á venjum og
hegðun ólíkra menningarhópa. Það
hefur mikið vantað á að við séum
upplýst um einföldustu undirstöðu-
atriði í framandi lífsháttum þessa
hóps og þær aðstæður sem hann hef-
ur búið við. Myndin hennar Ásthild-
ar kemur að góðum notum; gefur
innsýn í ólíkan bakgrunn „nýbú-
anna“ (afsakið þetta hroðalega og
misvísandi orð, vonandi finna orða-
smiðir fljótlega annað betra), svo
órafjarri sem hann er okkar vest-
ræna umhverfi. Myndin á skilið að fá
góðar viðtökur í kvikmyndahúsum,
síðan á að sýna hana í skólakerfinu
og að lokum í sjónvarpi því fordóma
er að finna í öllum þjóðfélagshópum
og aldursflokkum hér líkt og annars
staðar á byggðu bóli.
Á okkar háa lífsgæðamælikvarða
ólust þær Pam og Noi upp við kröpp
kjör, andleg sem líkamleg. Áttu ekki
sterkan bakhjarl, þannig að vonbiðl-
ar voru ekki á hverju strái. Þeirra
beið aðeins þrældómurinn á hrís-
grjónaökrunum því í Surin verða að-
standendur að kosta nám barna
sinna og það kostar fé sem í fæstum
tilfellum er handbært.
Leiðin lá því út á akurinn er þær
voru 12 ára, hvar við tók tíu ára
þrældómur frá morgni til kvölds.
Hver dagur öðrum líkur, enginn
„rauður dagur“, einsog hún Una
frænka mín kallaði hvíldardagana.
Uppskerubrestur og óáran gerði að
verkum að frænkurnar héldu til
Bangkok þar sem við tók árabil
langra vinnudaga í verksmiðjum – en
nú fengu þær greidd einhver laun.
Á þessum tímapunkti hitta þær
langt að komna ferðalanga, slettandi
úr klaufunum í Taílandi og þau kynni
verða upphafið að atburðarás sem
greint er frá í myndinni og áhorfand-
inn fær ekki betur séð en að þeir hafi
verið stúlkunum sannkölluð himna-
sending og þær ekki síður þeim stóra
lánið í lífinu. „There ain’t no cure for
love … “, raular Cohen í myndinni
og hittir naglann á höfuðið sem oftar.
Það þjónar engum tilgangi að tí-
unda framvinduna nánar, einsog fyrr
segir er Noi & Pam og mennirnir
þeirra, vel sögð og athyglisverð saga
í flesta staði og skilar mikilsverðri og
einlægrin innsýn í líf langförulla
landa okkar sem eru dálítið öðruvísi í
sjón og raun einsog við í þeirra aug-
um en hjartalagið er það sama í
Chompra Por og á Kópaskeri. Við
hangikjötsframleiðsluna og á hrís-
grjónaekrunni. Þær una sér vel í
faðmi íslenskrar náttúru og þeirra
Ísaks og Sveinbjörns – sem una hag
sínum vel. Þau eru heppið og farsælt
fólk.
Sjón er sögu ríkari að virða fyrir
sér það ótrúlega bil sem er á milli
lífshátta bændafólksins í Norður-
Taílandi og á Íslandi. Aðstæðurnar
þar eystra minna á níðfátæktina sem
forfeður okkar flestir bjuggu við
þangað til velferðarhjólin fóru að
snúast fyrir svo sem öld. Þau hjól eru
enn lítt þekkt fyrirbrigði á bernsku-
slóðum frænknanna. Hins vegar er
þeim ekki síður gefið ríkulegt um-
burðarlyndi, fórnfýsi, sanntrú og
nægjusemi sem okkur gjarnan
skortir. Þá er ekki síður umhugsun-
arverð sú viðtekna lífsregla sem
gildir þar eystra að afkomendur telja
það heilaga skyldu sína að tryggja
velferð foreldranna þegar fram í
sækir. Það skyldi þó ekki hafa
gleymst í velferðarríkinu?
Frá Austurlöndum
í Axarfjörðinn
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Leikstjóri og framleiðandi: Ásthildur
Kjartansdóttir. Kvikmyndataka: Ægir
Guðmundsson, Ásthildur Kjartansdóttir.
Hljóðvinnsla: Gunnar Árnason. Klipping:
Jakob Andersen. Tónlist: Ýmsir. Íslensk
heimildarmynd, styrkt af Kvikmynda-
sjóði. 77 mín. Litla gula hænan ehf.,
2002.
NOI & PAM OG MENNIRNIR ÞEIRRA Sæbjörn Valdimarsson
GUNNSTEINN Gíslason myndlist-
armaður opnar sýningu í dag kl. 16
í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg
5. Sýningin nefnist Úr fórum lands
og gefur þar að líta veggmyndir
sem listamaðurinn hefur unnið í
járn og tré. Hugverkin í myndum
sínum sækir Gunnsteinn í íslenska
náttúru en þetta er önnur sýning
Gunnsteins af þessum toga, sú fyrri
var í Kennaraháskóla Íslands árið
2000.
Gunnsteinn vinnur aðallega á
sviði veggskreytinga, í múrristu og
járn. Verk eftir hann prýða margar
opinberar byggingar og fyrirtæki
hér á landi og erlendis. Gunnsteinn
hefur haldið nokkrar einkasýn-
ingar og tekið þátt í fjölda samsýn-
inga heima og erlendis.
Samhliða myndlistinni hefur
Gunnsteinn starfað við kennslu í
myndlist, m.a. við Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti, Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og Kennara-
háskóla Íslands.
Sýningin stendur til 6. nóvember.
Þrjú fjöll: Verk eftir Gunnstein Gíslason í Listhúsi Ófeigs.
Hugmyndir
sóttar í
náttúruna
TÓNLISTARFÉLAG Skagafjarðar
er nú að hefja sitt annað starfsár og
verða fyrstu tónleikarnir í félags-
heimilinu Ljósheimum kl. 16 á morg-
un, sunnudag, en alls verða tónleik-
arnir átta á þessum vetri. Það eru
rússnesku tvíburabræðurnir og
harmonikkuleikararnir Jurí og Vad-
im Fedorov sem ríða á vaðið á sunnu-
dag en tónleikarnir eru haldnir í sam-
vinnu við félag eldri borgara í
Skagafirði.
Á tónleikum vetrarins verður boð-
ið upp á dægur-, djass- og gospeltón-
list ásamt klassískum meistara-
stykkjum. Tónlistarmennirnir eru
Ríó tríó, Sigurður Flosason, Thomas
R. Higgersson, Anna Sigríður Helga-
dóttir og söngkvartettinn Út í vorið.
Harmonikku-
leikur í
Ljósheimum
Textílverk
í Fákafeni
Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti
Sýning Óla G. Jóhannssonar verð-
ur framlengd til 23. október.
Verk Óla G. eru abstrakt-
expressjónísk, unnin í akríl á striga á
síðustu mánuðum.
Gallerí
Hlemmur
Sýningu Þóru Þórsdóttur er fram-
lengt til morguns, sunnudags.
Innsetningin samanstendur af
myndum unnum á lín og vatnslita-
pappír með tíðablóði, ásamt eftir-
stöðvun af víngjörningi og áhorf-
endaleik.
Sýningar
framlengdar
SENDIRÁÐ Japans á Íslandi og Ís-
lensk-japanska félagið taka þátt í al-
þjóðaviku sem haldin er í Kópavogi
fram til 24. október. Í Vetrargarði
Smáralindar í dag, laugardag, frá kl.
11-18 veita starfsmenn sendiráðsins
almennar upplýsingar um Japan og
hægt verður að fræðast um starf-
semi Íslensk-japanska félagsins.
Auk þess verður sýning á bardaga-
íþróttum, tesiðaathöfn og shogi
skáklistin verður kynnt. Liður í al-
þjóðavikunni er að Minoru Okazaki,
aðalritari sendiráðsins, mun halda
fyrirlestra fyrir nemendur Mennta-
skólans í Kópavogi og boðið er upp á
dagskrá í Bókasafni Kópavogs
næsta fimmtudag þar sem fjallað er
um hvernig austræn menning mætir
vestrænni menningu á Íslandi.
Japönsk menn-
ing kynnt í
Kópavogi
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦