Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 41 OFTAR en ekki er það nú svo að þegar meirihlutaskipti verða við kosningar þá vill nýr meirihluti gjarnan fá að vita stöðu þess sveit- arfélags sem hann á að veita for- stöðu næstu fjögur árin. Þess vegna ákvað meirihluti sjálfstæð- ismanna í bæjarstjórn Mosfells- bæjar að láta fara fram árshluta- uppgjör bæjarsjóðs fyrstu sex mánuði ársins og fól KPMG verk- ið. Það árshlutauppgjör gefur ekki vísbendingu um góða fjárhags- stöðu Mosfellsbæjar heldur þvert á móti en ljóst er að sínum augum lítur hver á silfrið. Við sjálfstæðismenn lítum stöðu þessara fyrstu sex mánaða alvar- legum augum og ætlum að bregð- ast við þeim vanda sem við blas- ir.Við gerum þetta vegna þess að við vorum kjörin til þess að gæta hagsmuna Mosfellinga og við ætl- um okkur að vinna vel fyrir bæinn okkar. Okkur greinir á í túlkun árshlutauppgjörs KPMG við frá- farandi meirihluta sem telur ástandið gott, segir okkar aðgerðir viðvaningslegar, leiða til miðstýr- ingar, skaða ímynd bæjarins og til þess eins gerðar að þyrla upp póli- tísku moldvirði og hrekja fólk úr starfi. Það er margt sérkennilegt við þennan málflutning fráfarandi meirihluta og vert að skoða aðeins nánar. Í þeirra stjórnartíð leiddu stjórnsýsluúttektir og breytingar í kjölfarið til þess að störf voru lögð niður, ný störf urðu til og ein- staklingar voru færðir til í starfi með tilheyrandi breytingum á ábyrgð og í launum. Þá kallaðist það hagræðing. Þegar núverandi meirihluti leitar leiða til að ná fram hagræðingu og aðhaldi í rekstri þá heitir það að verið sé hrekja gott fólk úr starfi og skaða ímynd bæjarins. Þegar rekstrar- lega á að fækka millistjórnendum og færa fjárhagslegt sjálfstæði og ábyrgð beint til forstöðumanna stofnana nefnist það venjulega valddreifing eða dreifstýring en að mati fráfarandi meirihluta nefnist það miðstýring. Slíkur málflutn- ingur dæmir sig sjálfur. Fleira vekur furðu í málflutningi þeirra B- og G- listamanna og nefni ég jafnréttismálin þar sem þeir segja okkur sjálfstæðismenn engan áhuga hafa. Þar fara þeir með rangt mál. Sjálfstæðismenn völdu t.d. konur sem formenn í fimm fastanefndir Mosfellsbæjar, af fjórum fulltrúum meirihlutans eru tvær konur og kona gegnir í fyrsta sinni embætti bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Við sjálfstæðis- menn lítum á jafnréttismálin sem sameiginlegt verkefni okkar allra og sýnum það í verki. Staðardagskrá 21 stendur ekki og fellur með starfsmanni í 50% starfi. Það eru vond skilaboð til starfsmanna Mosfellsbæjar og þeirra fjölmörgu bæjarbúa sem þegar eru farnir að stíga í takt við þá hugmyndafræði sem að baki býr. Umhverfi okkar allt ber þess vitni að vakning hefur átt sér stað í bæjarfélaginu öllu og það verður enginn viðsnúningur við meiri- hlutaskipti. Málflutningur B- og G -listafólks dæmir sig því sjálfur. Þegar nýr meirihluti verður til við lýðræðislegar kosningar veldur það fráfarandi meirihluta og hans stuðningsmönnum vonbrigðum sem verður að teljast eðlilegt. Hins vegar er það hvorki eðlilegt né farsælt að ætla öðrum, sem leita annarra leiða en fráfarandi meirihluta hugnast, að stunda skemmdarverk í sínu bæjarfélagi. Við sögðum í kosningabarátt- unni að við ætluðum að láta fara fram endurskoðun á fjármálum bæjarins með það að markmiði að bæta fjárhagsstöðu hans. Það starf er hafið og því verður fram haldið í samstarfi við forstöðumenn sviða og stofnana. Það er okkar vissa að samvinna skerpi sýn á breytingar og aðgerðir sem muni tryggja öfl- uga þjónustu og starfsemi bæj- arfélagsins. Undirbúningur fjárhagsáætlun- ar fyrir árið 2003 er hafinn og markmiðið er að hagræða og sýna aðhald í rekstri án þess að skerða þjónustu. Vissulega hefur það í för með sér að einhver þjónustugjöld hækka til jafns við það sem gerist í nágrannasveitarfélögunum. En við ætlum samhliða að greiða nið- ur í áföngum dagforeldravist fyrir alla sem þurfa á þeirri þjónustu að halda þar til hægt verður að bjóða upp á leikskólavist og við ætlum koma á leikskólaþjónustu allt árið. Ég er þess fullviss að barnafólk muni fagna aukinni þjónustu og óttast ekki úrtölur minnihlutans um að hingað vilji fólk ekki flytja. Mosfellsbær mun hér eftir sem hingað til laða til sín fólk vegna sinnar sérstöðu. Sú sérstaða hvarf ekki með fráfarandi meirihluta. Á árinu 2003 verður fram haldið uppbyggingu á Vestursvæðinu. Hafist verður handa við byggingu annars áfanga Lágafellsskóla, þar sem verða m.a. almennar kennslu- stofur og íþróttahús. Einnig er verið að kanna hagkvæmni þess að byggja sundlaug undir íþróttahús- inu. Uppbygging Teigahverfis mun einnig hefjast á árinu 2003 og styrkja þar með við miðbæjar- kjarnann. Það er gott að búa í Mosfellsbæ, við eigum góða skóla þar sem fram fer öflugt innra starf. Við eigum falleg íþróttasvæði sem fóstra gott íþróttafólk og umhverfi sem sam- einar kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Ágæti Mosfellingur, þú getur treyst því að við sjálfstæðismenn munum vinna af krafti, festu og heilindum með hag bæjarbúa og bæjarfélagsins að leiðarljósi. Sínum augum lítur hver á silfrið Eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur „Mosfell- ingar geta treyst því að sjálfstæð- ismenn muni vinna af krafti, festu og heilindum með hag bæjarbúa og bæj- arfélagsins að leið- arljósi.“ Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Umsjónarmaður hnautum einkennilegt orða-lag á dögunum í DV,þegar sagt var frá of- beldi í þjóðfélaginu. Skýrt var frá því hvaða meðul þrjótarnir notuðu til að fá sínu framgengt. Meðal annarra fólskuverka frömdu þeir handleggsbrot. Er þetta ekki full- langt gengið í nafnorðastílnum? Vissulega fremja menn afbrot, eða brjóta af sér og brjóta einfaldlega handleggi. Í ljósi þessa endum við líklega í þeirri einkennilegu stöðu að fremja börn og sú athöfn verður líklega nefnd foreldramyndandi aðgerðir í ljósi björgunaraðgerða, hernaðaraðgerða og annarra að- gerða sem tröllríða íslenskri tungu um þessar mundir. – – – Þættinum halda áfram að berast bréf og þykir umsjónarmanni vænt um það. Öll eru þessi bréf góð og ábendingar þarfar, því enginn er óskeikull. Hafþór Rósmundsson frá Siglu- firði sendi umsjónarmanni bréf. Þar segir Hafþór meðal annars: „Ég er íþróttaáhugamaður af lífi og sál og fylgist mjög vel með íþrótta- umfjöllun í öllum fjölmiðlum. Að sjálfsögðu eru íþrótta- fréttamenn misvel að sér í móð- urmálinu, eins og aðrir fréttamenn, eða Íslendingar almennt, en þó er eitt tískuorðfæri í íþróttum sem ég get alls ekki sætt mig við og að mér setur hroll í hvert skipti sem ég heyri það eða sé á prenti. Þar er um að ræða „að sigra keppnina“ eða „að sigra leikinn“. Samkvæmt minni málvitund þá sigra menn andstæðingana og vinna keppnina eða leikinn. Ef menn sigra keppnina eða leik- inn, í hvaða sæti varð þá keppnin eða leikurinn og hvað varð af and- stæðingunum??? Þetta hefur angrað mig nokkuð lengi, en kornið sem fyllti mælinn var frétt í íþróttablaði Mbl. undir fyrirsögninni „Eyjastúlkur óstöðv- andi“, þar sem segir í undirfyr- irsögn „ÍBV hefur því sigrað alla fimm leiki sína í vetur“. Vesalings leikirnir!!!!!“ Umsjónarmaður þakkar Hafþóri góða ábendingu og kemur henni jafnframt til starfsfélaga sinna á íþróttadeildinni. – – – Það eru fleiri sem hafa áhyggjur af málnotkun þeirra, sem skrifa um íþróttir. Andrés Magnússon sendi þættinum eftirfarandi hugleiðingar frá Reykjavík: „Auðvitað má lengi finna að orð- færi íþróttafréttamanna, þó ég vilji nú gera meira úr flatneskju og stagli þeirra en orðaforðanum. Finnur t.d. einhver að því lengur þegar sagt er að boltinn „hafni“ hér eða þar? Þó er þetta í raun að- eins þýðing úr dönsku og það vondri íþróttafréttamannadönsku! Ég hafna þessari merkingu sagn- arinnar en afar fáir aðrir hygg ég. Ég man eftir því úr einhverju greinasafni Kristjáns heitins Al- bert(s)sonar að hann fann að upp- skrúfaðri íslensku, sem honum fannst vera að ryðja sér rúms og hennar gætir síst minna nú en þá. Í blöðunum eru einvörðungu til söluturnar, en ég veit ekki bet- ur en allir snið- gangi þá og fari fremur út í sjoppu þegar á reynir. Í skrifi sínu fann Kristján sérstaklega að orðinu „knattspyrnu“, sem ein- hverjir vitleysingar fundu upp þeg- ar þeim þótti ekki nógu fínt að leika fótbolta. Eins og fótbolti er nú full- komlega gegnsætt og eðlilegt orð. Á hinn bóginn er knattspyrna bein- línis rangt orð, það er notaður bolti en ekki knöttur (knöttur er gegn- heill) og boltanum er sparkað. Honum er ekki spyrnt, því menn spyrna við einhverju og þurfa við- nám til þess. Þetta er þó sjálfsagt löngu tapað spil og sjálfum finnst mér betra að hrópa „áfram KR!“ en „áfram FR!“ eins og mitt góða félag hét upphaflega. En íþróttafréttamönnum finnst augljóslega ekki nóg að gert með að breyta merkingu orðsins knatt- ar. Síðustu misseri hafa vinsældir golfs aukist mjög og fjölmiðlaum- fjöllun um það sömuleiðis. Bregður þá svo við, að þau þing, sem fram að þessu hafa heitið golfkúlur, eru allt í einu orðin boltar! Þarna ráða örugglega áhrif úr ensku. Á hinn bóginn held ég að menn geri einatt allt of mikið úr enskum máláhrifum á íslensku. Það er rétt, sem þú nefnir, að nafnorðastíllinn hefur mjög sótt á undanfarin ár, en líkt og um hið uppskrúfaða orðfæri á það nær einvörðungu við um rit- mál. Ég heyri engan mann tala svona nema stöku möppudýr í sjón- varpsviðtölum. Ég óttast enskuna ekki mjög fyrir hönd íslenskunnar. Oftast sletta menn ensku, en þær slettur eru öldungis auðsæjar og engum dylst að þær eru aðskotahlutir. Á hinn bóginn tel ég að menn hafi sofnað mjög á verðinum gagnvart dönskunni og hún hefur fengið liðs- auka sænsku og norsku eftir að Ís- lendingar fóru að sækja sér mennt- un þangað í meiri mæli. Aðalhætta norðurlandamálanna umfram enskuna er sú, að þau eru miklu skyldari íslenskunni og fyrir vikið gera menn sér síður grein fyrir slettum og áhrifum þaðan. Margrét Ríkharðsdóttir vekur t.d. máls á „síðastaleiknum“, sem hún nefnir svo og rekur það til enskunnar, „last week“ o.s.frv. En þessi leikur er ekki nýr af nálinni og ætli það sé ekki nærtækara að nefna „sidste uge“ sem sökudólg- inn? Það kemur fyrir að ég rek augun í eitthvað í Morgunblaðinu, sem betur mætti fara. Að nafn- orðastílnum slepptum sé ég þó aldrei nein erlend áhrif nema frá Norðurlöndum og mest úr dönsk- unni. Í sama tölublaði Morg- unblaðsins (21.IX.2002) má t.d. fara á íþróttasíðurnar og lesa sér til um það að vegna leikbanns hafi þjálfari Fylkis ekki mátt leiðbeina sínum mönnum á Skaganum og síðan eru reglur um leikbönn þjálf- ara tíundaðar. Í síðustu málsgrein- inni er svo efni greinarstúfsins tek- ið saman: „Þetta segir að Aðalsteinn má ekki...“ Raunar heyrir maður oftar að menn þýði „det vil sige“ með „það vill segja“, en það er sama danskan samt.“ Umsjónarmaður þakkar Andrési góðar ábendingar. – – – Úlfur Ragnarsson hefur einnig sent þættinum bréf og er hann ekki alls kostar sammála umsjón- armanni um notkun orðsins hús- leit. Úlfur segir svo: „Í þætti þínum í dag tekur þú fyrir ofnotkun nafn- orða, og eru það orð í tíma töluð. En eins og Íslendinga er siður get ég ekki verið þér algjörlega sam- mála þegar þú tekur dæmi af hús- leit. Samkvæmt minni málvitund er ekki það sama að leita í húsi og að framkvæma húsleit. Ef ég leita í húsi náunga míns, getur það verið að hverju sem vera vill, jafnvel í þeim tilgangi að stela einhverju fé- mætu. Húsleit er aftur á móti framkvæmd af fulltrúum yfirvalda, að undangengnum úrskurði dóm- ara, og oftast verið að leita að ein- hverju saknæmu sem nota má fyrir dómi.“ Umsjónarmaður þakkar Úlfi bréfið. Orðið húsleit er vissulega notað um ákveðna athöfn, sem tengist yfirvöldum. Engu að síður telur umsjónarmaður að rétt sé að létta á texta frétta um húsleitir með því að nota sögnina að leita í húsi af og til í stað þess að klifa á nafnorðinu, að því tilskildu að ljóst sé að um húsleit sé að ræða. Ef menn sigra keppnina eða leikinn, í hvaða sæti varð þá keppnin eða leikurinn? hjgi@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Hjört Gíslason Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.