Morgunblaðið - 19.10.2002, Side 42
UMRÆÐAN
42 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ birti hinn
13. október sl. afar merklegt viðtal
við Jóhann Ágúst Sigurðsson, pró-
fessor í heimilislækningum. Lækn-
irinn varpar þar fram ögrandi og
aðkallandi spurningum um það
sem einatt er nefnt heilbrigðis-
kerfi okkar. Fróðlegt er að bera
þau sjónarmið við þá umræðu er
nýlega átti sér stað á Alþingi um
sama efni. Sú umræða var hefð-
bundin – karp um tölur. Jóhann
Ágúst veltir hins vegar upp þeirri
mikilvægu spurningu hvort við
rekum hér sjúklingakerfi en ekki
heilbrigðiskerfi. Á hann þar við að
áherslan liggi í afleiðingum fremur
en orsök. Í raun sé beðið eftir því
að einstaklingurinn verði sjúkling-
ur í stað þess að leggja allt ofur-
kapp á að koma í veg fyrir sjúk-
dóma.
70% eru laun
Sannarlega eru þetta orð í tíma
töluð og má til sanns vegar færa
að að þetta fyrirkomulag megi
kalla sjúklingakerfi fremur en
heilbrigðiskerfi. Sömu einkunn gaf
nýlega forstjóri erlends fyrirtækis
á sviði heilbrigðisþjónustu eftir
heimsókn til landsins. Til allrar
hamingju eigum við frábæra
lækna og hjúkrunarfólk. Sérfæði-
kunnátta hefur stöðugt vaxið og
lyf verða sífellt betri og árangurs-
ríkari. En í kjölfarið fylgir líka
verulega hækkaður kostnaður.
Þannig munu laun nema um 70%
af rekstrarkostnaði heilbrigðis-
stofnana. Í því ljósi verður áleitin
sú spurning, sem Jóhann Ágúst
veltir upp, hvort læknar séu að
skapa sér markað, þ.e. sjúklinga,
og senda svo reikninginn til rík-
isvaldsins. Þeirri spurningu verður
að svara.
30 milljarðar í
velferðarsjúkdóma?
Til heilbrigðismála renna rúmir
100 milljarðar króna af fjárlögum.
Ég giska á að 20–30 milljarða
þeirrar upphæðar megi beinlínis
rekja til svokallaðra velferðarsjúk-
dóma og rangrar áherslu í lækn-
isfræði. Er þar átt við bæði „of-
urlækningar“ þær sem Jóhann
Ágúst víkur að sem og beinlínis
óheilsusamlegt líferni þjóðarinnar.
Glöggt dæmi um hið síðarnefnda
er sú staðreynd að íslensk börn
eiga almennt orðið við offituvanda-
mál að stríða. Þar er bein ávísun á
sjúkdóma í framtíðinni og hrikaleg
útgjöld ríkisins til hinna vel
menntuðu lækna sem munu glíma
við fjölda sjúklinga í framtíðinni.
Til þeirra athafna verður miklum
fjármunum varið og víst er að þeir
fjármunir verða ekki notaðir til
annarra verka.
Höfum við gleymt
sjálfum okkur?
Segja má að núverandi fyrir-
komulag hafi orðið til af tveimur
ástæðum. Annars vegar af mikilli
og sumpart gagnrýnilausri virð-
ingu þjóðarinnar fyrir vel mennt-
uðum læknum. Sérfræðikunnátta
þeirra og menntun hefur fengið að
njóta sín en fyrir vikið hefur
áherslan færst í raun á sjúklinga
fremur en forvarnir.
Hins vegar má segja að orsak-
anna sé ekki síður að leita hjá
þjóðinni sjálfri – lífsháttum hennar
og gildismati. Í allri velferðar-
göngu okkar og miskunnarlausu
lífskapphlaupi höfum við gleymt
okkur sjálfum. Hraðinn og erillinn
við að skapa sér lífsþægindi hefur
komið niður á samvistum fjöl-
skyldu, neyslumunstri, hreyfingu
og öðrum þeim þáttum sem leggja
grunn að góðri heilsu. Í þeirri ólgu
þrífast svonefndir velferðarsjúk-
dómar, hjartatruflanir, þunglyndi,
meltingarraskanir og ámóta sjúk-
dómar. Og við þessu taka hinir vel
menntuðu læknar með sérfræði-
kunnáttu sinni og lyfjagjöf.
Þjóðarátak til
bættra lífshátta
Tímabært er að snúa við blaði.
Þar þarf að draga til ábyrgðar
læknana sjálfa, stjórnmálamenn,
fyrirtæki, fjölskyldur og ekki síst
hvern einstakling. Vandinn verður
m.ö.o. ekki leystur á læknastofum,
í sölum Alþingis eða á götum úti –
hér þarf samstillt þjóðarátak.
Nálgast þarf viðfangsefnið út frá
breyttum áherslum og nýju gild-
ismati þar sem forvarnir fólks eru
hafðar í fyrirrúmi. Þar inn þarf að
blandast lagaumhverfi sem endur-
speglar viljann til að ýta undir
neyslu hollra matvæla, s.s. græn-
metis, mjólkur, fisks og kjöts;
markviss hreyfing fólks á öllum
aldri, sveigjanlegur vinnutími og
ásetningur fjölskyldna að rækta
samveru sína og rólegt umhverfi.
Ég trúi því að með þjóðarátaki
til bættra lífshátta megi lækka til
lengri tíma sjúklingakostnað um
tugi milljarða króna. Þeim fjár-
munum mætti þá betur verja í
þágu aldraðra, öryrkja og hinna
sem raunverulega þurfa á að halda
– auk þess sem þjóðfélagið allt
hagnast á sparnaði.
Þetta eru ekki óraunhæf mark-
mið. Má þar benda á hvernig tann-
læknar hafa unnið markvisst á
þessum nótum með þeim glæsilega
árangri að tannheilsa þjóðarinnar
er almennt með miklum ágætum.
Vert er að þakka Jóhanni Ágústi
Sigurðssyni fyrir að opna um-
ræðuna um eitt brýnasta úrlausn-
arefni íslensku þjóðarinnar.
Sjúklingakerfi eða
heilbrigðiskerfi!
Eftir Hjálmar
Árnason
„Ég trúi því
að með þjóð-
arátaki til
bættra lífs-
hátta megi
lækka til lengri tíma
sjúklingakostnað um
tugi milljarða króna.“
Höfundur er alþingismaður.
RJÚPAN er orðin snjóhvít. Eftir
nokkra daga verður hún hundelt og
rétt dræp, næstum hvar sem er.
Jörð er alauð um land allt, eins og í
fyrra. Þá birtust myndir af „sport-
veiðimönnum“ með hvítar rjúpur og
í bakgrunn grænt lyng eða svartir
steinar.
Ég man vel er ég skaut fyrstu
rjúpuna 15. október fyrir 39 árum.
Hún sat í snjófölinni 25 til 30 metra
frá mér og horfði á mig setja skot í
hlaupið, miða og skjóta. Það var lít-
ið sport að drepa rjúpur miðað við
gæsaskytteríi, sem ég stundaði
mánuðina á undan. Í dag er þetta
enn minna sport, því að oftast var
kominn snjór 15. október. Nú kem-
ur snjór oft ekki fyrr en eftir jól.
Margir veiðimenn keyra jeppa sína,
eins langt og þeir komast. Setjast
svo á fjórhjólið og geysast yfir holt
og hæðir.
Í umræðunni fyrir ekki mörgum
árum birtust oft greinar frá bænd-
um, sem vildu friða rjúpuna og
banna veiðar á landi, sem þeir sögð-
ust eiga. Veiðimenn sögðu landið af-
rétt og þjóðareign. Ég hygg að oft-
ast hafi málið snúist meira um aura
en velferð rjúpunar. Bændur vildu
selja veiðileyfi og hinir veiða og
selja.
Mig hefur oft langað að blanda
mér í umræðuna, en nú get ég ekki
stillt mig. Ástæðan er frétt, að ég
held frá umhvefismálanefnd Alþing-
is. Hún var á þá leið að þeir treystu
sér ekki til að fresta byrjun rjúpna-
veiðitímans um tvær vikur. Aðeins
væri ein vika til stefnu og margir
búnir að selja veiðileyfi. Þeir sögð-
ust myndu mælast til þess, að veiði-
menn sýndu hóf í veiðiskapnum!
Það ætti ekki að vera mikið mál
að endurgreiða veiðileyfin. Ég trúi
ekki öðru en að alvöru sportveiði-
menn sætti sig við það. Veiðibænd-
ur geta svo bætt hinum upp töfina
með því sleppa aflóga hænum í tún-
ið hjá sér og leyft þeim að skjóta
þær. Að biðja þessa atvinnumenn
um að sýna hóf er álíka fráleitt og
að rétta alkoholista fulla flösku og
biðja hann að taka bara þrjá sopa á
dag.
Ýmsum finnst óþarfi að hafa
áhyggjur af rjúpunni, því nú ætlar
hið háa Alþingi að bjarga henni með
lögum um sölubann. Ég hefi ekki
trú á að þetta minki sóknina eða er
ekki bannað selja fíkniefni á Íslandi!
Rjúpan verður seld beint og milli-
liðalaust framhjá kerfinu. Svart og
sykurlaust, eins og það er kallað.
Veiðimennirnir fá meira fyrir hvern
fugl, sem ekki dregur úr veiði-
skapnum. Hugsanlega veiða at-
vinnumennirnir eithvað færri, sem
þá færist yfir á „sportveiðmennina“.
Skyldi það skipta rjúpuna einhverju
máli, hver drepur hana? Hvernig
verður fylgst með hvort rjúpur í
verslunum séu innflutar eða íslensk-
ar? Verður hægt að taka nokkuð
mark á veiðiskýrslum, sem skilað er
inn?
Oft hefur mér fundist að þeir,
sem við höfum kosið yfir okkur,
hugsi ekki dæmið til enda. Í þessu
tilfelli með rjúpuna finnst mér þeir
hafa gert einfaldan hlut flókinn.
Rjúpan hefur náttúrulega vörn í lit-
skiptingu sumars og veturs. Það
sem hefur breytst er að nú er hlý-
viðrisskeið og rjúpan orðin hvít áð-
ur en snjóar.
Sé vilji fyrir því að friða rjúpuna
liggur beint við að banna rjúpna-
veiðar undantekningarlaust á auðri
jörð. Veiðimálastjóri getur stjórnað
veiðunum með því að loka
ákveðnum svæðum tímabundið, líkt
og gert er við fiskveiðistjórnun.
Einnig þarf að fylgja eftir ákvæði
í fuglafriðunarlögum, sem bannar
að elta bráð á farartækjum. Rétt
væri að banna alfarið að ferðast
með skotvopn á snjósleða eða fjór-
hjóli og beita þá sektum sem brjóta
lögin. Veiðimálastjóri ætti líka að
skoða hvernig þetta er í Bandaríkj-
unum. Þar fá veiðimenn veiðikort
líkt og hér, en það er kvóti. Þannig
setja þeir t.d. hámarksveiði 5 fugla
á dag af ákveðinni tegund og ekki
lengri veiðitúr en þrjá daga. Sé ein-
hver tekinn með fleiri en 15 fugla
eru sektir það háar að fáir voga sér
að veiða meira en leyfilegt er.
Ég skora hér með á þá þingmenn,
sem ekki vilja stuðla að lögbrotum
þegnanna, að setja bráðbirgðalög
um friðun rjúpu í eitt ár og jafn-
framt gefa veiðimálastjóra 6 mán-
aða frest til að koma með raunhæf-
ar tillögur um verndun rjúpunnar
til frambúðar. Það á ekki að vera
mikið mál, að setja svona lög til
bjargar rjúpunni. Það hefur verið
gert af minna tilefni, t.d. ef þurft
hefur að kveða niður verkföll. Þeim
bændum, sem gert hafa út á veiði-
leyfasölu má bæta skaðann með fé-
bótum, sem auðvelt er að meta út
frá skatttekjum af veiðum síðustu
ára.
Þar sem ólíklegt er að áskorunin
hér að ofan nái fram að ganga skora
ég á landsmenn að kaupa ekki rjúp-
ur. Hafa óreykt lambakjöt á borð-
um í viðbót við hangikjötið og stuðla
þannig að því að halda landinu í
byggð.
Ég skora líka á sportveiðimenn
að bíða þar til jörð er hvít. Rjúpna-
veiði á auðri jörð er hvort eð er ekk-
ert sport. Það er eins og að skjóta á
ljósaperu, sem lýsir í myrkri. Samt
er erfitt að hætta. Ég veit það af
eigin reynslu, en mér tókst það með
aðferðinni „veiða sleppa“. Fór með
myndavélina í stað byssu. Þannig
fær maður útiveruna og seinna er
hægt að spá í hvað maður hefði get-
að haft margar.
Dugi þessi aðferð ekki er spurn-
ing hvort rjúpnavinafélagið geti
ekki haldið meðferðarnámskeið í
samvinnu við eggjabændur, sem
reglulega endurnýja varphænu-
stofninn. Í staðinn fyrir að láta Jóa í
Bónus fá unghænurnar gætu þeir
sleppt þeim í girðingar og selt í
staðinn veiðileyfi gegn vægu gjaldi.
Sigmar B. gæti svo komið í sjón-
varpið með sýnikennslu á mat-
reiðslu hænsna tengt vínsmökkun.
Kannski er hægt að fá vínsalann til
að greiða kostnað við þáttinn.
Áskorun
Eftir Sigurð
Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
„Sé vilji fyrir
því að friða
rjúpuna ligg-
ur beint við
að banna
rjúpnaveiðar und-
antekningarlaust á
auðri jörð.“
SAMKVÆMT lögum um fjár-
magnstekjuskatt frá 1996 skal
greiða 10% skatt af fjármagns-
tekjum svo sem vöxtum, arði, leigu
og söluhagnaði. Einu fjármagnstekj-
urnar sem ekki falla undir hinn sér-
staka fjármagnstekjuskatt eru vext-
ir af lífeyrisgreiðslum! Af lífeyri er
greiddur 38,76% tekjuskattur og á
það bæði við um inngreidd iðgjöld og
uppsafnaða vexti. Félag eldri borg-
ara (FEB) mótmælti þessum ólög-
um, en samkvæmt útreikningi trygg-
ingarsérfræðings eru uppsafnaðir
vextir að jafnaði a.m.k. 2/3 hlutar út-
borgðs lífeyris. Lífeyrissjóðirnir
hafa réttilega ávaxtað féð.
Að siðaðra manna hætti voru
haldnir fjölmargir fundir með ráða-
mönnum og lífeyrissjóðum og ófá
„bænabréf“ voru skrifuð um úrbæt-
ur og kröfu um 10% greiðslu af fjár-
magnstekjum. Árangur bænabréfa-
skrifa til ráðamanna hefur ekki borið
árangur sem erfiði. Bænabréf falla
ekki vel að geðslagi okkar.
Stjórn FEB leitaði á sínum tíma til
prófessora í lagadeild Háskóla Ís-
lands, þ.e. Sigurðar Líndal sem
ásamt Jónasi Þór Guðmundssyni
hdl. athugaði málið. Niðurstöður
þeirra voru að afnema þyrfti þennan
skattamismun enda geti hann hvorki
talist sanngjarn né réttlátur. Þeir
litu svo á að það teldist brot á jafn-
ræðisreglu 65. gr. og eignarréttar-
ákvæði 72.gr. stjórnarskrárinnar að
greiða skuli 38,76% skatt af vaxta-
hluta lífeyrisgreiðslna. Greiða eigi
10% skatt eins og af öðrum fjár-
magnstekjum. Hjá þeim kom einnig
fram að Hæstiréttur hefur gert
auknar kröfur á síðustu árum um
jafnræði í samskiptum ríkis og borg-
ara almennt. Sama álit hefur komið
frá próf. Gunnari G. Schram. Tekið
skal fram að framangreindir prófess-
orar kenndu þessi fræði í lagadeild-
inni. Þess skal getið að síðasta fundi
FEB og ráðuneytisstjóra fjármála-
ráðuneytisins 2001 lauk á þann veg
að ráðuneytisstjórinn taldi að dóm-
arar yrðu að skera úr um deiluna.
Mál nokkurra framteljanda hafa
verið kærð til skattstjóra og yfir-
skattanefndar. Yfirskattanefnd af-
greiddi málið á þann hátt að nefndin
hefði ekki lagalega heimild til að af-
greiða málið. Álitamál um hvernig
væri heppilegast að leggja málið fyr-
ir dómstóla hafa dregið málið nokk-
uð, en nú hefur verið ákveðið að
höfða mál í nafni eins af félagsmönn-
um okkar í FEB, vegna álagningar
er byggist á reglum er stangast á við
stjórnarskrárákvæði. Málið barst
okkur 1. ágúst 2002 og verður því
stefnt fyrir dóm á næstu dögum.
Okkur til aðstoðar er einnig Bjarni
Þórðarson tryggingarfræðingur.
Eftirmál
Vel má vera að önnur málaferli
fylgi síðan út af sérsjóðum og tví-
sköttun. Nánar verður skýrt frá
þessu síðar.
Málshöfðun
Félags eldri borgara
í stað bænabréfa
Eftir Ólaf
Ólafsson
„Árangur
bænabréfa-
skrifa til
ráðamanna
hefur ekki
borið árangur sem erf-
iði.“
Höfundur er formaður
Félags eldri borgara.