Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 43
I N T E R N A T I O N A L
KYNNING Á ÞVÍ NÝJASTA
Smáralind
Kynning á laugardag
ATHYGLIVERÐ grein birtist Í
Morgunblaðinu hinn 12. október sl.,
þar sem skógarbóndi í Skorradal
lýsti valdníðslu landbúnaðarráð-
herra, þegar hann ákvað nýlega að
fella úr gildi forkaupsrétt hrepps-
nefndar Skorradalshrepps á
50% eignarhlut jarðarinnar Efsta-
Bæjar.
Mat sérfræðinga lá fyrir á því að
innri hluti Skorradals, sem jörðin
Efsti-Bær telst til, væri mjög illa
farinn vegna jarðvegsrofs og þyrfti
friðunar við. Úttekt á landinu
sýndi að allt að 80% umrædds svæðis
var rýrt land, enda höfðu bæði Land-
græðslan og RALA varað við að á
það yrði beitt sauðfé.
Hreppsnefndin hafði á grunni
þessa mats látið vinna sérstakt
skipulag fyrir svæðið þar sem stefnt
var að því að það yrði gert að sér-
stöku verndarsvæði.
Áform voru uppi um að stækka
síðan hið friðaða svæði og standa á
komandi tímum fyrir einhverju viða-
mesta verkefni til friðunar lands og
uppgræðslu á vegum einstaklinga og
sveitarfélaga í dreifbýli á Íslandi.
Þegar tveir sauðfjárbændur
sýndu nýlega áhuga á að nýta jörð-
ina undir sauðfjárbúskap og höfnuðu
öllum samningum við sveitarfélagið
um annað, ákvað hreppsnefndin að
nýta sér forkaupsrétt sinn og gæta
þannig hagsmuna sveitarfélagsins.
Sú ákvörðun hlýtur auk þess að telj-
ast allt í senn; fagleg, skynsamleg,
raunsæ og þjóðhagslega hagkvæm.
En þá er það landbúnaðarráð-
herra sem ákveður að grípa inn í og
fella úr gildi forkaupsrétt hrepps-
nefndarinnar og gerast þannig for-
vígismaður óskynsamlegrar land-
notkunar, eða svo notuð séu orð
skógarbóndans, standa beinlínis fyr-
ir „landníðslu á þessu tötra landi“.
Er nema von að spurt sé; hvað
vaki fyrir ráðherra með slíkri
ákvörðun?
Hvers vegna velur hann þann kost
að hygla nokkrum sauðfjárbændum
sem ótrauðir vilja halda áfram sið-
lausri ofbeit á landi sem sérfræðing-
ar beinlínis vara við að sé nýtt á þann
hátt. Hvers vegna tekur hann mál-
stað sauðfjárbænda sem sjást ekki
fyrir í búskap sínum og framkomu
við landið sem við eigum öll, vegna
augnabliks hagsmuna, siðblindir á
hvað skaðinn er mikill?
Og þó að ráðherrann vísi í álit lög-
fræðinga landbúnaðarráðuneytisins
máli sínu til stuðnings, friðhelgi
eignaréttarins og fordæma úr öðrum
sveitarfélögum, eins og hann gerir í
svari sínu í Morgunblaðinu hinn 15.
október, sl., hlýtur hver heilbrigður
maður að sjá að þarna eru minni
hagsmunir teknir framyfir meiri.
Þetta er fullkomin rökleysa. Mat
fagaðila er ekki virt og landið afhent
bændum til beitar, – og það fyrir
fleiri hundruð rollur að því er fram
hefur komið, – og það á sama tíma og
við sitjum uppi með meira magn
kindakjöts en lengi hefur þekkst.
Nærri tvö þúsund tonnum frá því í
fyrra þarf að koma í lóg og farga eða
setja í dýrafóður, kjöti sem kostað
hefur verið til að geyma í frystiklef-
um að nauðsynjalausu.
Hvernig getur ráðherra í landbún-
aðarráðuneytinu sem hefur sauð-
fjárbúskap, landgræðslu og skóg-
rækt á sínu sviði, hundsað alveg
faglega ráðgjöf og það jafnvel fag-
legt mat eigin stofnana?
Um 3% landsmanna sem ala búfé,
geta enn, eftir gömlum úreltum lög-
um um eignarétt, látið það naga
gróðurlandið til næstum óbætanlegs
tjóns fyrir okkur hin og það á 21. öld-
inni. Þjóðin á að mínu mati heimt-
ingu á að þeir sem fara með forræði
hennar á hverjum tíma gæti hags-
muna sem eru þjóðhagslega mikil-
vægir, – eða hvenær eignumst við
stjórnmálamann sem þorir
að koma landbúnaðarmálunum í
mannsæmandi horf?
Valdníðsla?
Eftir Herdísi
Þorvaldsdóttur
„Hvernig
getur ráð-
herra í land-
búnaðar-
ráðuneytinu
hundsað alveg faglega
ráðgjöf?“
Höfundur er leikari.
MIÐAÐ við hve sjaldan stam
heyrist mætti halda að þessi vandi
eða fötlun angraði ekki marga. Sömu
ályktun má einnig draga þegar telja
á fjölda félaga í Málbjörgu, félagi um
stam. En við sem störfum í félaginu
vitum að um 1% Íslendinga stamar.
Það eru nærri 3.000 manns og hlut-
fall barna sem stamar er hærra en
fullorðinna eða um 4%.
Af hverju ber þá svona lítið á
stami? Er það af því að við sem stöm-
um þegjum til að fela stamið?
Skömmumst við okkar fyrir að
stama eða komumst við aldrei að til
að tala – eða stama?
Trúlega er hægt að svara þessum
spurningum játandi að vissu marki.
En það er í raun við enga að sakast,
nema þá okkur sjálf. Við verðum að
gera öllum ljóst að til er fólk sem
stamar. Það gerum við ekki með
neinu öðru en að tala. Hvernig öðl-
umst kjark til þess? Kjark til að stíga
fram og segja það sem okkur hefur
alltaf langað að segja en ekki þorað.
Fyrsta skrefið er að byggja upp
sjálfstraust. Til dæmis með því að
mæta á félagsfundi hjá Málbjörgu og
tala við aðra sem stama; tjá sig í
vernduðu umhverfi. Þar sem ekki er
gripið fram í og maður fær allan
þann tíma sem maður þarf og óskar
eftir. Þar sem félagsmenn fá stuðn-
ing og hvatningu. Þetta gerum við
sjálf. Við ætlumst aðeins til þess að
aðrir hlusti á hvað við segjum, ekki
hvernig við segjum það, og gefa okk-
ur tíma til að segja það. Grípið ekki
fram í og ljúkið helst ekki setningum
fyrir okkur.
Svo er allt í lagi að ræða um stam
við þá sem stama. Við umræðuna
minnkar spennan og andrúmsloftið
verður þægilegra fyrir alla. Minni
spenna, minna stam. Meira öryggi,
minna stam.
Þeir sem hafa áhuga á að kynnast
stami, þeim sem stama og félagi
þeirra, ættu að leggja leið sína í Há-
tún 10b, 9. hæð, og hitta félagsmenn
á ISAD, alþjóðlegum upplýsingadegi
um stam.
Komum út úr þokunni og þögn-
inni. Látum í okkur heyra.
Alþjóðlegur
upplýsingadag-
ur um stam
Eftir Björn
Tryggvason
Höfundur er formaður Málbjargar,
félags um stam. btrygg@stam.is
„Áhuga-
menn um
stam ætla
að hittast í
Hátúni 10b,
9. hæð, 22. október á
alþjóðlegum upplýs-
ingadegi um stam.“
ENN eitt skrefið var stigið í þá átt
að Íslendingar geti hafið hvalveiðar
að nýju þegar Alþjóða hvalveiðiráðið
samþykkti aðild Íslands að ráðinu, en
það er forsenda fyrir því að hægt sé
að selja hvalaafurðir til Japan.
Fyrsta skrefið var stigið vorið 1999
þegar Alþingi samþykkti með 37 at-
kvæðum gegn 8 tillögu sem ég flutti
ásamt 10 öðrum þingmönnum um að
heimila hvalveiðar og aflétti þar með
hvalveiðibanninu sem staðið hafði í 16
ár. Alþingi fól jafnframt ríkisstjórn-
inni að undirbúa hvalveiðar, meðal
annars með því að kynna málstað og
sjónarmið Íslendinga meðal við-
skiptaþjóða okkar.
Næsta skref var þessi kynning, en
á vegum sjávarútvegs- og utanríkis-
ráðuneyta hefur verið unnið mark-
visst að henni og verulegum fjármun-
um hefur verið varið til þess verkefnis
s.l. 2 ár.
Þriðja skrefið var að kanna með
sölu hvalaafurða til Japan. Þar kom
skýrt fram að Japanir telja það al-
gjöra forsendu fyrir þessum viðskipt-
um að Ísland sé aðili að Alþjóða hval-
veiðiráðinu. Að því gefnu hafa Japanir
lýst áhuga á að kaupa af okkur afurð-
irnar.
Við inngönguna í hvalveiðiráðið
skuldbundu Íslendingar sig til að
hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni
fyrr en í fyrsta lagi árið 2006. Það
breytir auðvitað engu um það að við
getum hafið veiðar í vísindaskyni
strax á næsta ári, en þannig stunda
Japanir sínar veiðar. Vísindaveiðarn-
ar eru auðvitað til þess fallnar að
styrkja grundvöll ráðgjafar Hafrann-
sóknarstofnunarinnar eins og glöggt
kemur fram í viðtali við Gísla Víkings-
son, hvalasérfræðing Hafrannsóknar-
stofnunarinnar, í Morgunblaðinu 17.
október.
Þá megum við ekki gleyma því að
það stefnir í hreint óefni ef þessar
risaskepnur fá að fjölga sér ótak-
markað, en talið er að þeim fjölgi um
5–10% á ári, misjafnt eftir tegundum.
Talið er að á annað hundrað þúsund
hvalir séu í hafinu umhverfis Ísland
og að þeir éti árlega meira af fiski en
nemur heildarafla Íslendinga, enda
hefur Hafrannsóknarstofnunin bent á
að ef hvalveiðar verða ekki hafnar að
nýju getum við þurft að draga úr
þorskveiðum um 10–20%.
Nú þarf að fá það á hreint að Jap-
anir kaupi af okkur afurðirnar og í
framhaldi af því hefja veiðar á næsta
ári.
Hvalveiðar
á næsta ári
Eftir Guðjón
Guðmundsson
Höfundur er alþingismaður.
„Vísinda-
veiðarnar
eru auðvitað
til þess falln-
ar að styrkja
grundvöll ráðgjafar
Hafrannsóknarstofn-
unarinnar.“
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni