Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 44

Morgunblaðið - 19.10.2002, Page 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ PRÓFKJÖR STJÓRNKERFIÐ og Alþingi eru í alvarlegri afneitun gagnvart þeirri augljósu staðreynd að Reykjavík er helsta auðlind þjóarinnar. Þar sem fólkið er þar eru fyrirtækin og þar sem fólkið er þar er mannauðurinn sem er hreyfiafl atvinnulífs og auðs- uppspretta framtíðar. 2020 munu 2/3 hlutar jarðarbúa verða borgarbúar. Engum blöðum er um það að fletta að borgin er samfélagsgerð 21. ald- ar. Á Íslandi er einungis eitt borg- arsvæði og það hlýtur að verða kjöl- festan fyrir landið allt ef við ætlum að standast samkeppni við útlönd um ungt fólk og ný atvinnutækifæri. Borgir eiga sér mörg þúsund ára sögu meðan þjóðríkið hefur aðeins nokkur hundruð ár á bakinu. Borg- arsvæðin eru gangverkið í efna- hagsþróun Evrópu og mikilvægi þeirra mun fara vaxandi, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri hefur bent á. Í nýlegu erindi greindi hún frá könnun á heimasíðu ráðuneyta þar sem afneitun stjórnvalda gagnvart borginni kom vel í ljós. Í 30 skýrslum og úttektum mátti leita að orðunum „Reykjavík“ og „höfuðborg“ eins og nálum í heystakki. Hvort sem fjallað er um almenningssamgöngur, stefnumótun í ferðaþjónustu og af- þreyingu eða framkvæmdaáætlun um sjálfbæra þróun virðist sem ráð- herrar og nefndir á þeirra vegum séu fyrst og fremst með hugann úti á landi. „Sektarkennd hins brottflutta sveitamanns“ hefur enn yfirhöndina í allri stefnumótun. „Svo virðist sem það skorti átakanlega skilning hjá ráðamönnum þjóðarinnar á hlut- verki og gildi borgarinnar fyrir þró- un íslensks samfélags.“ Samkeppnishæft borgarsamfélag Meirihluti alþingismanna verður eftir næstu kosningar af höfuðborg- arsvæðinu og úr byggðarlögum sem tengjast því. Segja má að allt svæðið frá Reykjanesbæ til Selfoss og Borg- arbyggðar sé að verða eitt atvinnu- og viðskiptasvæði. Það ættu því að skapast forsendur til þess að móta borgarstefnu á Alþingi um sam- keppnishæft borgarsamfélag sem yrði metnaðar- og hagsmunamál allra landsmanna. Alþingi móti borgarstefnu Eftir Einar Karl Haraldsson „Í 30 skýrslum og úttektum mátti leita að orðunum Reykjavík og höfuðborg eins og nálum í hey- stakki.“ Höfundur tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík- urkjördæmum 9. nóvember nk. Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. Í PRÓFKJÖRI Samfylking- arinnar í Suðvesturkjördæmi gefa margir hæfir einstaklingar kost á sér. Þrjár konur eru á meðal ellefu frambjóðenda og ein þeirra, Rann- veig Guðmunds- dóttir, alþingiskona úr Kópavogi, sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Hún hef- ur víðtæka reynslu af pólitísku starfi bæði í sveit- arstjórn og á Alþingi. Störf Rann- veigar í stjórnmálum þarf vart að kynna. Fjölskyldumál, félags- og heilbrigðismál hafa ætíð staðið henni nærri í pólitískri umræðu. Nýleg umræða um matarverð á Ís- landi og áhrif þess á aðstæður fólks hér landi, sem hófst að frum- kvæði Rannveigar, sýnir vel vönd- uð vinnubrögð hennar og áherslur í pólitík. Rannveigu er annt um þann málstað sem hún stendur fyrir og var hún einlægur talsmaður stofn- unar Samfylkingarinnar. Þar hefur hún verið í forystu, m.a. sem fyrsti formaður þingflokks Samfylking- arinnar og öflugur málsvari fé- lagshyggju og jafnréttis á Alþingi. Ég hvet samfylkingarfólk í Suð- vesturkjördæmi til að styðja Rann- veigu í leiðtogasæti framboðslist- ans í prófkjörinu 9. nóvember. Rannveigu áfram í fyrsta sæti Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Kópavogi, skrifar: Sigrún Jónsdóttir NÚ hafa verið kynnt formlega áform dómsmálaráðherra um að leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp um að leggja niður Almannavarnir ríkisins og stofna almannavarna- deild innan embættis Ríkislögreglu- stjóra. Hér er um vanhugsaða tillögu að ræða. Sjálfsagt er að fara yfir stöðu þessara mála og huga að endurbót- um, en að rjúka til að óathuguðu máli og án samráðs við fjölda hlut- aðeigandi aðila; allt undir meintum 20 milljóna króna sparnaði, er óráð. Samkvæmt gildandi lögum um al- mannavarnir snúast þær að litlum hluta um stjórnun aðgerða. Almannavarnir eru viðbúnaður. Skipulag og undirbúningur hugsan- legra aðgerða. Ráðstafanir til að minnka hættu eða draga úr tjóni hennar vegna. Þjálfun hjálparliða, öflun nauðsynlegs búnaðar, viðbún- aður heilsugæslu, neyðarbirgðir og margt fleira. Stjórn aðgerðanna er á ábyrgð lögreglu en viðbúnaðurinn og skipulagið er það ekki. Mikið af starfi almannavarna er staðbundið og tekur mið af aðstæð- um á hverjum stað. Flóðavarnir, fjöldahjálparstöðvar, samningar við hjálparliða. Viðbragðsáætlun vegna flugslyss á Reykjavíkurflugvelli, Kötlugoss og snjóflóðahættu á Hnífsdal eru dæmi um þetta. Samstarf hlutaðeigandi heima í héraði er nauðsynlegt upp- byggingu og virkni almannavarna. Að ætla að leggja Almannavarnir ríkisins niður undir yfirskini sparn- aðar, án samráðs við þá fjölmörgu aðila um allt land sem að starfinu koma, virkar að mínu mati niður- drepandi á allt það starf sem unnið er og hefur verið og er ekki til að hvetja menn til dáða. Flýtum okkur hægt Eru almannavarnir eingöngu lög- reglumál? Nei, en lögreglan er hluti almannavarna. Í samgöngumálum hafa verið gerðar breytingar sem stuðla að aukinni samhæfingu með nýlegri stofnun samgönguráðs. Hér er farið í öfuga átt. Svo má spyrja hvort embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki þanist nægilega út á síðustu ár- um. Aðalatriðið er að framkvæmd og undirbúningur almannavarna eru að mestu unnin heima í héraði. Hleyp- um heimafólki að og köllum eftir áliti þess, áður en snöggsoðnar breytingar á fyrirkomulagi al- mannavarna hérlendis verða knúðar í gegn. Almannavarnir ríkisins í góðu og nánu samstarfi við almanna- varnanefndir heima í héraði hafa margsinnis sannað gildi sitt. Hvaða fagleg rök knýja á um byltingar- kenndar breytingar á því fyrirkomu- lagi? Af hverju breyta breytinganna vegna? Eru almannavarnir lögreglumál? Eftir Guðmund Árna Stefánsson „Hleypum heimafólki að og köll- um eftir áliti þess …“ Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. ALÞJÓÐLEGI Beinverndardag- urinn er sunnudaginn 20. október. Beinverndarsamtök um allan heim minna þá á sig með ýmsum hætti. Þema Beinverndardagsins í ár er: „Forðumst fyrsta brot.“ Heil bein „Heil bein um allan heim“ eru ein- kunnarorð Alþjóðlegu beinverndar- samtakanna. Árið 1994 var beinþynning fyrst skilgreind sem sjúkdómur og farið var að huga alvarlega að forvörnum, en það kallast beinþynning þegar kalkið í beinunum minnkar svo mikið að þau standast ekki lengur eðlilegt álag. Sjúkdómurinn hefur stundum verið kallaður „hinn þögli vágestur“ þar sem hann læðist að fórnarlömb- unum og getur valdið beinbrotum af litlu eða engu tilefni. Við eðlilegar aðstæður helst bein- massinn í jafnvægi fram að tíða- hvörfum hjá konum og heldur lengur hjá körlum eða fram undir sjötugt. Við tíðahvörf verða hormónabreyt- ingar hjá konum, sem geta leitt til aukinnar beinþynningar. Eftir sjö- tugt eru karlar og konur í sömu hættu á að fá beinþynningu og marg- ir þurfa á sérhæfðri lyfjameðferð að halda. Næring og hreyfing skipta máli Til þess að ná sem mestum bein- massa er börnum nauðsynlegt að hreyfa sig og safna birgðum meðan þau eru að vaxa, en hámarksbein- massa er náð á aldrinum 20 til 25 ára. Rétt næring og góð hreyfing er und- irstaða sterkra beina og góðrar heilsu. Börnum er hollt að hlaupa og sippa auk þess sem t.d. blak, körfu- bolti og aðrir boltaleikir eru mjög góð aðferð við að auka beinmassann. Gönguferðir og léttar æfingar með lóðum, svonefndar þungaberandi æf- ingar, er flestum fært að gera. Nær- ingin skiptir miklu máli og hafa skal í huga að beinin eru kalkforðabúr lík- amans. Þess vegna er nauðsynlegt að borða hollan og kalkríkan mat svo sem mjólk, mjólkurafurðir, grænt grænmeti, sojabaunir, sardínur o.fl. Þótt við fáum svolítið D-vítamín frá sólarljósinu er okkur Íslendingum líka hollt að taka inn u.þ.b. 1 tsk af lýsi á dag til að binda kalkið. Bein- þynning er tengd erfðum og er því ástæða til þess að hvetja þá sem vita af beinþynningu í fjölskyldunni til að vera sérstaklega á verði. Sum lyf, t.d prednisólon, geta valdið beinþynn- ingu séu þau tekin lengi. Mælingar og lyf Sem betur fer eru nú til góð tæki til að mæla beinþéttni en slík mæling er eina þekkta leiðin til að greina beinþynningu áður en bein brotnar. Nú geta allir fengið slíka mælingu sem er fljótleg og sársaukalaus og ættu þeir sem eru komnir yfir fer- tugt að panta sér tíma. Stöðugar framfarir eru einnig í gerð lyfja sem byggja upp brotin bein en best er að koma í veg fyrir brotið því betra er heilt en vel gróið! Forðumst fyrsta brot Eftir Önnu Pálsdóttur Höfundur er formaður Beinverndar á Suðurlandi. „Rétt nær- ing og góð hreyfing er undirstaða sterkra beina og góðrar heilsu.“ MEÐ aukinni tæknivæðingu í fjarskiptum er nú verið að setja sjónvarpsmóttökubúnað frá gervi- hnöttum um borð í íslenska fiski- skipaflotann, en ekkert hefur heyrst um það að dreifikerfi rík- issjónvarpsins eigi að ná út um miðin við landið og þar með til allra landsmanna. Miklum fjár- munum var á sínum tíma varið í að koma sjónvarpsútsendingum inn í innstu afdali, því dreifikerfið átti jú að ná til allra landsmanna. Nú er kominn nýr notendahópur, sem eru íslenskir sjómenn á miðunum umhverfis landið, og það er því réttlát krafa að þeir sitji við sama borð og aðrir landsmenn og hafi aðgang að útsendingum ríkissjón- varpsins. Ekki er kostnaðurinn svo mikill, 15 til 20 milljónir, í að koma upp jarðstöð og 30 til 40 milljónir í leiguaðgang að gervihnetti. Mér skilst að ríkissjónvarpið sé búið að vinna sína heimavinnu til að koma þessu í framkvæmd, það vantar bara ákvörðunina og fjármagnið. Er því ekki eðlilegast að ljúka við að koma núverandi dreifikerfi til allra landsmanna áður en ráðist verður í að koma upp nýja staf- ræna dreifikerfinu eins og áætlað er? Annað sem snýr að fjarskiptum sjómanna er kostnaður vegna sam- skipta þeirra í þeim fjarskiptasím- Fjarskiptamál íslenskra sjómanna Eftir Guðmund Þ. Ragnarsson „Það er því mjög hóg- vær krafa hjá sjó- mönnum að þeir séu taldir með öll- um landsmönnum …“ Bankastræti 3,  551 3635 pink mat; eau de parfum japanski dömuilmurinn hannaður af MASAKÏ MATSUSHÏMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.