Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 45 FRÉTTABLAÐIÐ er á leið að verða áhrifamikill fjölmiðill í ís- lensku þjóðfélagi. Það er sagt vera prentað í áttatíuþúsund eintökum og gefið þjóðinni. Á hverjum degi birtir Fréttablaðið dálk á forsíðu, þar sem því er haldið fram að það sé mest lesna blað á Íslandi. Það er ekkert smáræði. Og Fréttablaðið fer víðar. Ritstjóri þess, Gunnar Smári Egilsson, er fastagestur í Ís- landi í dag, á Stöð 2. Þar kemur hann einusinni í viku og framlengir ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins. Oftar en ekki á leiftrandi skemmti- legan hátt. En hvað ER Fréttablaðið? Og miklu mikilvægara, hver Á Frétta- blaðið? Það fór á hausinn, eða því sem næst, fyrir einhverjum miss- erum, en var svo endurreist. Óstað- festar fregnir herma að margir starfsmenn blaðsins hafi setið eftir með ógreidd laun og sárt ennið, þegar það gerðist. Um það eru þó engar áreiðanlegar upplýsingar, þar sem það virðist leyndarmál, eins og annað sem snertir þetta blað. Það var ekki upplýst hverjir það voru sem endurreistu fréttablaðið. Gunnar Smári var spurður að því hverjir nýju eigendurnir væru, en hann neitaði að upplýsa það. Sagði: „he he“ og fannst engin ástæða til þess að fólk væri að spekúlera í slík- um hlutum. Hefði Gunnar Smári lát- ið sér þau svör nægja, ef um hefði verið að ræða eitthvert annað áhrifamikið fyrirtæki í þjóðlífinu ? Það efast ég um, enda hefði hann þá stórlega brugðist skyldum sínum sem blaðamaður. Eins og venjulega, þegar reynt er að vera með eitthvað í felum, hafa sögusagnir komist á kreik. Mér finnst að þetta þurfi að upplýsa. Það er vægast sagt óeðli- legt að það skuli vera rekinn sterk- ur fjölmiðill í landinu, sem enginn veit hver á. Allir aðrir fjölmiðlar eru með sitt á hreinu, hvað þetta varðar. Fólk getur svo dregið sínar álykt- anir í samræmi við það, þegar að fréttaflutningi kemur. Ég er ekki að segja að fréttaflutn- ingur Fréttablaðsins sé óheiðarleg- ur. Ég get ekki einusinni myndað mér skoðun um það, þar sem eig- endur blaðsins fara huldu höfði. Mig langar því til þess að spyrja Gunnar Smára Egilsson, formlega og opin- berlega: Hverjir eru eigendur blaðs- ins? Af hverju eru þeir í felum? Hvað hafa þeir að fela? Hvernig réttlætir þú að þjóðinni komi ekki við hverjir séu eigendur að sterkum fjölmiðli í lýðræðisríki? Hver á Fréttablaðið? Eftir Óla Tynes Höfundur er fréttamaður. „Það er væg- ast sagt óeðlilegt að það skuli rekinn sterk- ur fjölmiðill á landinu, sem enginn veit hver á.“ kerfum sem þeir hafa aðgang að. NMT-símkerfið er það samskipta- tæki sem mest er notað af sjó- mönnum til að hafa samband við fjölskyldur sínar þar sem það næst, auk talstöðvarinnar og gervi- hnattasímanna sem eru að koma í gagnið núna. En ekki er nóg að hafa aðgang að hinum ýmsu sam- skiptaleiðum ef kostnaðurinn við að nota þjónustuna er of mikill. Kostnaður sjómanna við að vera í eðlilegu sambandi við fjölskyldur sínar er það mikill að menn jafnvel neita sér um að nota það eins og þeir vildu. Sama á við um önnur samskipti við land sem nútímakröf- ur gera ráð fyrir, t.d. Netið o.fl. Nú þegar búið er að setja sömu gjaldskrána hjá Símanum um allt landið fyrir alla landsmenn kemur upp sama staðan og með sjónvarp- ið, að sjómenn á miðunum við land- ið teljast ekki til allra landsmanna. Þótt Síminn sé væntanlega löngu búinn að greiða niður stofnkostn- aðinn af NMT-kerfinu lækkar gjaldskráin ekki, því þarna er eng- in samkeppni. Dagtaxti í almenna símkerfinu er 1,69 kr. en 16,60 kr. í NMT-kerfinu. Það er því mjög hógvær krafa hjá sjómönnum að þeir séu taldir með öllum landsmönnum þegar komið er á sömu gjaldskrá fyrir allt landið fyrir ýmsa þjónustu, því það hugtak hlýtur einnig að ná til þeirra, þar sem þeir búa og borga sína skatta á Íslandi. Ríkisvaldið og Alþingi verða að fara að telja sjómenn á miðunum við landið með þegar rætt er um alla landsmenn. Höfundur er varaformaður Vélstjórafélags Íslands. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.