Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.10.2002, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðni Þorleifs-son fæddist í Naustahvammi í Norðfirði 4. okt. 1914. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 10. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorleifur Ásmundsson, út- vegsbóndi í Nausta- hvammi, f. á Karls- stöðum í Vöðlavík 11. ágúst 1889, d. 10. október 1956, og María Jóna Aradótt- ir húsfreyja, f. í Naustahvammi 4. maí 1895, d. 15. desember 1973. Guðni var þriðji í röð 14 systkina, elst er Aðalheiður Þóra, f. 1912. Ari Ásmundur, f. 1913, Stefán Guðmundur, f. 1916, Ingvar, f. 1917, d. 1963, Gyða Fanney, f. 1919, Ingibjörg Lukka, f. 1921, Lilja Sumarrós, f. 1923. Guðbjörg, f. 1924, Ásta Kristín, f. 1926, Frið- jón, f. 1928, Guðrún María, f. 1930, Sigurveig, f. 1933, og Vil- hjálmur Norðfjörð, f. 1936. Guðni kvæntist árið 1952 Guð- ríði Friðrikku Þorleifsdóttur, f. á Hofi í Norðfirði 4. nóvember 1908, d. 14. október 2000. Sonur 1935, búsettur í Neskaupstað, kvæntur Steinunni S. Stefánsdótt- ur, börn þeirra eru Páll, Ingvar, Guðlaug Stefanía og Ólína. Guðni ólst upp í Naustahvammi. Hann þurfti ungur að taka þátt í daglegum störfum heimilisins ásamt systkinum sínum, m.a. stunduðu tveir elstu bræðurnir sjó á árabáti, Ari tíu ára og Guðni níu ára. Skólaganga Guðna var ekki löng, þrír vetur í barnaskóla og einn vetur í unglingaskóla. Hann stundaði mest sjómennsku fyrri hluta ævinnar frá Norðfirði, síðar Hornafirði og Sandgerði en var einnig á síldarbátum fyrir norðan og austan land. Guðni var vinnumaður um tíma á Skorra- stað, bjó hjá Ara bróður sínum, fyrst á Sveinsstöðum í Hellisfirði og síðar á Seli í Sandvík. Árið 1942 gerðist Guðni ráðsmaður í Viðfirði. Þar kynntist hann hús- freyjunni á bænum, Guðríði Frið- rikku Þorleifsdóttur. Þau bjuggu í Viðfirði til ársins 1955 er bú- skapur í Viðfirði og á suðurbæj- um lagðist af, og fluttu í Nausta- hvamm. Guðni stundaði vinnu með búskapnum í Naustahvammi við síldar- og saltfiskverkun og fleira. Árið 1989 fluttu Guðni og Guðríður í íbúðir aldraðra í Nes- kaupstað. Hann hefur svo dvalið á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað eftir lát Guðríðar. Útför Guðna verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þeirra er Þórarinn Viðfjörð, f. 3. júní 1949, kvæntur Katr- ínu Gróu Guðmunds- dóttur, f. 10. okt. 1956. Þau eru búsett í Neskaupstað. Börn þeirra eru, Laufey, f. 11. maí 1979, sam- býlismaður Gunnar Már Gunnarsson, Þórfríður Soffía, f. 26. maí 1983, og Ægir Guðjón. f. 12. apríl 1987. Guðríður var tví- gift, en fyrri maður hennar var Þórarinn Viðfjörð Sveinsson frá Viðfirði. Hann lést af slysförum 2. október 1936. Börn þeirra eru fjögur og gekk Guðni þeim í föðurstað: 1) Sveinn, f. 12. ágúst 1930, búsettur í Nes- kaupstað kvæntur Guðrúnu Sig- urðardóttur, börn þeirra eru Sig- urborg Jónína, Guðríður Anna og Þórarinn Guðni. 2) Þorgeir Víðir, f. 9. mars 1933, búsettur í Nes- kaupstað. 3) Ólöf Erla, f. 8. sept- ember 1934, búsett í Hafnarfirði, gift Hjalta Auðunssyni, börn þeirra eru Guðríður, Sigríður, Þórarinn Viðar og Auðunn Guðni. 4) Freysteinn, f. 26. desember Okkur langar að minnast Guðna stjúpföður okkar, sem reyndist okkur svo vel alla tíð, ekki síst þegar við vorum yngri og þurftum þess mest með. Guðni hafði létta lund og var tamt að hafa gam- anyrði á vör og kom það sér vel, einkum eftir að hann lamaðist og þurfti að vera í hjólastól. Oft var tekin upp harmonikkan ef einhver kom í heimsókn og tekið lagið, enda höfðu þau mamma yndi af söng. Hann söng í kirkjukórnum og lék í leikfélagi Norðfjarðar á árum áður. Hann hafði mikla ánægju af hestum, átti góða hesta og naut þess að fara á bak. Hann var gerður að heiðursfélaga í hestamannafélaginu Blæ, Norð- firði. Mamma og Guðni fluttu í Breiðablik, íbúðir aldraðra á seinni árum, og áttu þar saman góða daga og nutu þar ánægjulegs fé- lagsskapar við aðra eldri borgara. Fyrir tveimur árum missti hann móður okkar og hefur verið að halla undan fæti síðan. Við viljum þakka læknum og hjúkrunarfólki á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað fyrir frábæra umönnun. En efst er okkur í huga þakklæti fyrir hvað Guðni reyndist okkur vel og var börnum okkar góður afi, eins og hann ætti okkur öll sjálfur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Við kistu þína kveðjumst við í dag, í kirkju hljómar ómþýtt sorgarlag. Þú leggur upp í langa gönguför, þín leið er greið að drottins fótaskör. Við höfum ótal margt að þakka þér, þakklátt auga minninganna sér myndir koma minn á hugarskjá, já, margt er gott sem hugarfylgsnið á. (Hörður Zóphaníasson.) Fósturbörnin. Elsku afi, nú er komið að kveðjustund. Margar minningar koma upp í hug okkar systkin- anna, þegar minnumst við þín og gömlu góðu daganna í Nausta- hvammi. Eitt eiga þær sameigin- legt, þær eru allar góðar, hvort sem var við eldhúsborðið eða við verkin í fjárhúsunum. Uppúr stendur minningin úr heyskapn- um, þar sem maður upplifði sig gera heilmikið gagn við að raka eða hoppa í hlöðunni. Jákvæð og hlý nærvera var alltaf til staðar, við vorum aldrei fyrir, heldur þátt- takendur í lífi og starfi. Þegar við komum í heimsókn og þú sást hvaða gesti bar að garði, klappaðir þú saman lófunum og sagðir: „Eruð þið komin, elskurn- ar,“ og augu þín og brosið þitt buðu okkur velkomin. Oft tókst þú harmonikkuna og spilaðir og amma raulaði með, lög- in þín glöddu unga sem aldna. Lífsgleði þín og jákvæðni var mik- il, fötlun þína léstu ekki stöðva þig við að syngja í kirkjukórnum eða fara leiðar þinnar, þú kenndir okk- ur og sýndir í verki að láta ekki bugast þó á móti blási. Elsku afi, við þökkum fyrir allt og kveðjum þig með bæn sem þið amma kennduð okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Páll, Ingvar, Stefanía og Ólína Freysteinsbörn. Elsku afi, með þessum minning- arbrotum langar okkur systkinin að kveðja þig og þakka fyrir allt. Við gátum ekki hugsað okkur betri afa en þig, þó örlögin hafi atvikað það þannig að þú varst ekki blóð- tengdur okkur en þú varst seinni maðurinn hennar ömmu og eini af- inn sem við kynntumst. Þú varst alltaf svo glaður og það streymdi frá þér góðmennskan og kærleikur í okkar garð. Okkar fyrstu minningar frá því við komum til ykkar ömmu í Naustahvamm voru ferðir okkar upp í fjárhús að gefa fénu og að fara upp í girðingu til hestanna. Þú varst alltaf mikill hestamaður og stoltur af reiðhestinum þínum henni Perlu. Seinni árin varst þú farin að gleyma nútíðinni en þá var hægt að tala við þig um gamla daga, leiklistarárin, sjómannsárin á Hornafirði og Vestmannaeyjum, ferðirnar sem þú fórst á hesti frá Viðfirði. Þú mundir hvernig þú hafðir dottið af hestbaki og fengið bakhnykk sem síðar olli því að þú varðst að ganga við hækjur og sem að lokum batt þig við hjólastól. Þú sagðir alltaf að þú værir ekkert nema kjafturinn og gast lengi gantast með líkamlega fötlun þína, haltur leiðir blindan sagðir þú um þig og kórfélaga þinn þegar þið studduð hvor annan til messu síð- ustu árin sem þú æfðir með kirkjukórnum á Neskaupstað. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Valdimar Briem.) Guðríður, Sigríður, Þórarinn Viðar og Auðunn Guðni. Elsku langafi, okkur langar til að kveðja þig, þú varst svo góður og við söknum þín sárt. Nú ert þú að fara til Guðs. Kannski verður þú engill sem vakir yfir okkur og gætir, með langömmu okkar. Von- andi verður þú góður í fótunum á himninum hjá Guði. Takk fyrir að vera langafi okk- ar. Góði langafi, við biðjum að heilsa guði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ólöf Rún og Guðni Þór Skúlabörn. Skin og skúrir skiptast á og minna á að haustið er í nánd. Það hefur verið haust hjá honum Guðna frænda mínum nokkuð lengi og vitað hvert stemmdi. Ég læt hugan reika til minna fyrstu minninga sem eru nátengd- ar móðurbróður mínum. Það voru miklar ævintýraferðir og stórar í litlu hjarta að fara til Viðfjarðar og dvelja hjá þeim sæmdarhjónum Guðna og Guju í nokkra daga. Ekki er margumtalaður drauga- gangur í Viðfirði í minningunni heldur yndislega góðar mannverur sem þar bjuggu og fyrir þeim fóru ábúendur. Guðni var ekki hávaxinn maður, en með þeim mun stærra hjarta. Guðni var kvikur í hreyf- ingum, sérlega hlýr maður, tón- elskur og spilaði mikið á harm- oniku, skemmtilegur, gerði óspart að gamni sínu og var mikið gott að vera í kringum hann, hann var barnelskur enda sótti ungviðið eft- ir návist hans. Ég, Guðrún og börnin okkar viljum þakka frænda mínum fyrir vináttuna, góða og elskulega við- kynningu í gegnum árin. Ég veit að Guðni er sáttur við að fara til þeirra heimkynna sem bíða okkar allra, þar hittir hann fyrir Guju sína og mikið af öðru góðu fólki sem biðu hans. Við Guðrún sendum börnum Guðna og fjöldskyldum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Eiríkur. GUÐNI ÞORLEIFSSON MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu hand- riti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Birting afmælis- og minningargreina Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁSGEIRS ÁSKELSSONAR vélstjóra, Álfabyggð 5, Akureyri. Jóhanna Bogadóttir, Lovísa Ásgeirsdóttir, Guðmundur Jónsson, Bogi Ásgeirsson, Margrét Einarsdóttir, Jóhanna Margrét Ingvarsdóttir, Kristinn Bjarkason, Jón Einar Guðmundsson, Birgir Örn Guðmundsson, Elín Arna Bogadóttir, Einar Kári Bogason, Ásgeir Jóhann Kristinsson, Daníel Ingi Kristinsson. Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN BERGMANN, Laufásvegi 14, Reykjavík, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn 15. október. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 21. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Helena Þ. Bergmann, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Rebekka Salóme Sveinbjörnsdóttir. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, SVERRIR BJARNASON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést fimmtudaginn 17. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 25. október kl. 14.00. Ingveldur Sverrisdóttir, Þorvaldur Sigtryggsson, Sverrir Þorvaldsson, Tryggvi Þorvaldsson, Inga Valdís Þorvaldsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS BENEDIKTSSONAR, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Jóhannsdóttir, Einar Grétar Jóhannsson, Elva Hermannsdóttir, Jóhann Reynir Eysteinsson, Auðbjörg Geirsdóttir, Einar Benediktsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.